Dagblaðið - 28.06.1980, Page 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1980.
WBUUnB
Irfálst, óháð dagblað
Útgefandi: DagbiaAið hf.
Frwnkvaemdasgóri: Svoinn R. Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson.
Ritst|ómaifuCtrúc Haukur Holgason. Fróttastjórí: ómar Valdimarsson.
Skrífstofusgórí ritstjómar: Jóhannes Reykdal.
btáttir Hattur Simonarson. Menning: Aðalstoinn Ingólfsson. Aðstoöarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Adi Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi
Slgurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Erna V. IngóHsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson,
Ótafur Geirsson, Sigurður Sverrisson.
Ijósmyndir: Ámi PáM Jóhannsson, Bjarnlorfur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs-
son, Sveóui Pormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorierfsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjórr Már EJM. HaUdórsson.
Ritst|óm Sáðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur).
Setnáng og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun
Árvakur hfSkeifunni 10.
Áskriftarverð á mánuði kr. 5.000. Verð i lausasölu kr. 250 eintakið.
Notum réttinn
Kosningabaráttunni vegna forseta-
kosninganna er að ljúka. Á morgun
gefst þeim, sem kosningarétt hafa,
tækifæri til að ákvarða niðurstöður.
Gild ástæða er til að hvetja fólk til að
nota rétt sinn. Síðasta skoðanakönnun
Dagblaðsins gaf til kynna, að mikill
fjöldi ætti erfitt með að gera upp við sig hvern kjósa
skyldi.
Samkvæmt könnuninni voru yfir tuttugu og tveir af
hverju hundraði enn óákveðnir um miðja vikuna. Auk
þess vildu tæplega sjö af hundraði ekki svara þeirri
spurningu, hvaða frambjóðanda þeir styddu.
Þar sem svo margir reyndust óákveðnir, þegar könn-
unin var gerð, skal engum getum leitt að úrslitum kosn-
inganna. Enginn er enn öruggur og enginn vonlaus.
Valið stendur milli fjögurra frambjóðenda, sem allir
eru vel hæfír til starfsins.
Vafalaust er það þess vegna, sem mörgum kjósand-
anum gengur svo seint að gera upp við sig, hvern kjósa
skal.
En það skyldu menn nú gera. íslendingar hafa jafn-
an getað stært sig af mikilli þátttöku í kosningum. í því
er fólginn styrkur lýðræðisins.
Gleymum því ekki, að í miklum hluta heims fær al-
þýða manna engu ráðið um, hverjir fara með æðstu
völd.
Þeir, sem tök hafa á, skyldu ganga að kjörborðinu á
morgun og lýsa skoðun sinni. Stefna ber að því, að
kjörsókn verði sem allra mest.
Kosningabaráttan hefur að mestu leyti farið vel
fram.
Sumum stuðningsmönnum forsetaframbjóðenda er
þó eðlilega heitt í hamsi, þegar þeir beita sér fyrir kjöri
síns fulltrúa.
Þegar talningu lýkur og ljóst verður, hver sigrað
hefur, verða landsmenn að slíðra sverðin og sameinast
um þann, sem kjöri hefur náð, eins og verið hefur eftir
forsetakosningar í allri sögu lýðveldisins.
Eftir það verður að skapast eining um forsetann.
Slík eining hefur sannarlega ríkt í tíð núverandi for-
seta, dr. Kristjáns Eldjárns.
Reynslan hefur einnig orðið sú, að forsetar hafa eftir
kosningar setið í fleiri en eitt kjörtímabil. Slíkur friður
hefur ríkt um stöðu þeirra, að engir hafa boðið sig
fram gegn þeim.
Dagblaðið hefur leitazt við að vera símstöð, þar sem
stuðningsmenn frambjóðenda hafa átt kost á að lýsa
því, hvers vegna þeir mæla með ákveðnum frambjóð-
anda. Þannig hafa birzt greinar og bréf frá lesendum í
ríkum mæli, jafnframt því sem blaðið hefur sagt ítar-
lega frá kosningabaráttu frambjóðenda. í þessu tilliti
hefur Dagblaðið skapað jafnræði milli frambjóðenda,
þannig að enginn hefur hlotið meira en aðrir af rúmi
blaðsins.
Dagblaðið hefur einnig leitazt við að draga úr þeim
óhreinindum, sem stöku sinnum hefur gætt í barátt-
unni, með því að bægja frá sér skrifum, sem hafa inni-
haldið árásir á þá frambjóðendur, sem höfundar hafa
ekki stutt.
Þessi meðferð blaðsins verður vonandi til þess, að
auðveldara verður fyrir landsmenn að sameinast um
þann, sem kjörinn verður.
Að leikslokúm ber mönnum að sættast fullum sátt-
um.
Frakkland:
Mikil áherzla
lögðáal-
mennan orku
spamað
—atburðirnir f rá árinu 1974 í fy rstu orkukreppunni
eiga ekki að þurfa að endurtaka sig
Frakkar eru ákveðnir i að lenda
aldrei i þeirri stöðu aftur að verða að
margfalda greiðslur sínar fyrir inn-
flutta orku um milljarða franka eins
og raunin varð árið 1974. Franskir
stjórnendur eru almennt sammála um
að þetta hafi verið niðurlægjandi
fyrir Frakkland auk þess sem allir eru
að sjálfsögðu sammála um hve illa
þetta fór með efnahag landsins.
Árið 1973 komst hlutfal! innfluttr-
ar olíu upp í tæplega sjötíu af
hundraði af allri orkunotkun Frakk-
lands. Hefur það aldrei verið hærra.
Þetta hlutfall er nú komið niður í
56%. Franskir iðnaðarforustumenn
telja að fyrir lok þessa áratugs verði
enn orðin lækkun á þvi og muni þá
ekki verða nema tæplega þriðjungur
orkuþarfarinnar sem mæta þarf með
innfluttri olíu.
Þessu marki hyggjast Frakkar ná
með tvennum hætti. 1 fyrsta lagi eru
nú þegar hafnar miklar aðgerðir til
að auka kolanotkun i frönskum iðn-
aði. Einnig er ætlunin að leggja sér-
staka áherzlu á að auka orkufram-
leiðslu með kjarnorku. Á kjarnorkan
að vera búin að ná hlutfallslegu
mikilvægi oliunnar í dag eigi síðar en
árið 1990.
Mikil herferð stendur nú á vegum
opinberra aðila í Frakklandi og er
hvatt til orkusparnaðar. Þar eru iðn-
rekendur, flutningafyrirtæki, hús-
næðiseigendur og aðrir einstaklingar
hvattir til að spara orku eins og hægt
er. Reynt er að sjá svo um að sparn-
aðurinn komi ekki niður á lífskjörum
neinna né á hagvexti almennt. I þessu
sambandi var gerð áætlun árið 1974
þar sem komizt var að þeirri niður-
stöðu að brúttóþjóðarframleiðsla
Frakka mundi aukast um fimmtíu af
hundraði á næsta tíu ára timabili.
Ekki var þó talin þörf á þvi ef vel
væri staðið að málum að orkuþörfin
ykist nema um fjórðung ásama tíma.
Talið er að árið 1985 muni hálf
milljón heimila í Frakklandi verða
búin hitunarkerfum, sem annað
hvort eru knúin orku frá heitum lind-
um eða þá sjálfri sólarorkunni.
Einnig verður mikill fjöldi hitakerfa
endurnýjaður og með því spöruð
veruleg orka. Franska orkusparn-
aðarráðið hefur mjög hvatt ibúðaeig-
endur til að auka einangrun i húsum
sinum. Einnig eru leigusalar hvattir
til að láta hvern og einn leigjanda
greiða hitakostnað sinn sérstaklega
en leggja ekki fram heildarreikninga
fyrir hverja byggingu. Er talið að
þannig fáist fólk fremur til að spara
orku.
Franska sjónvarpið hvatti lands-
menn mjög til þess á liðnum vetri að
láta sér nægja að hafa 18 gráða hita á
heimilum sínum. Ef það væri of kalt
væri auðveldast og ódýrast að bregða
sér í peysu eða slopp. Á veðurkortum
sem.franska veðurstofan gefur út eru
þau svæði landsins þar sem ástæða er
talin til að hita upp hibýli manna
merkt sérstaklega. Síðan eru þau
svæði Frakklands þar sem ekki er tal-
in þörf á sliku einnig merkt.
Árangur herferðarinnar í sjónvarp-
IHVAÐ B0RGA
BÍÓGESHR?
Stuttu fyrir þingslit var frumvarp
Vilmundar Gylfasonar um S0 króna
aukagjald á biómiða tekið til um-
fjöllunar í Menntamálanefnd efri
deildar Alþingis. Gjald þetta skyldi
vera til styrktar kvikmyndagerð í
landinu og renna I Kvikmyndasjóð.
Það er skemmst frá þvi að segja að
nefndarmenn gátu ekki veitt hug-
mynd þessari brautargengi og sendu
málið á vit ríkisstjórnarinnar.
Það má reyndar vel vera að þarna
hafi verið skynsamlega að farið. Því
meira sem ég hugsa um þetta frum-
varp, þvi fleiri annmarka finn ég á
því. Stærsti vansinn er að það gengur
alls ekki nógu langt. Sá næststærsti
er að bíómiðar hafa þegar verið
skattlagðir óheyrilega mikið. Þegar
búið er að leggja á skemmtanaskatt,
menningarsjóðsgjald, sætagjald og
söluskatt, þáer spurning hvort pláss
sé fyrir eina skattinn sem sjálfsagt
væri að leggja á biómiða: skatt til
styrktar innlendri kvikmyndagerð.
Niðurstaða nefndarinnar varð lika
sú að athuga bæri hvort ekki mætti
láta hluta söluskatts af biómiðum
renna í Kvikmyndasjóð — í stað 50
króna aukagjaldsins.
Nú væri gaman að vita hvort
nefndarmenn hafa raunverulega trú á
því að slik lausn á málinu verði
samþykkt. Það er nefnilega fátt
erfiðara en að breyta söluskatti í fast-
an tekjustofn handa einhverju
málefni. Sjálfsagt er að vera
bjartsýnn í þessu sem öðru en þó verð
ég að viðurkenna að enn virðist mér
langt í örugga tekjulind handa Kvik-
myndasjóði. Ein leið sýnist mér þó
koma sterklega til greina: að endur-