Dagblaðið - 28.06.1980, Page 11

Dagblaðið - 28.06.1980, Page 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1980. inu varð furðugóður. Satt að segja urðu forsvarsmenn herferðarinnar furðu lostnir yfir árangrinum. — Margt fólk hlýtur að hafa tekið áskoranirnar um orkusparnaðinn sem fyrirskipun frá stjórnvöldum, sagði einn þeirra. Franskir atvinnurekendur og for- svarsmenn fyrirtækja voru fremur rólegir í tíðinni við að fjárfesta í tækjum og búnaði til orkusparnaðar fram á árið 1979. Þá jókst áhuginn skyndilega vegna nýrrar skattlagning- ar og aukins áróðurs stjórnvalda. Nú gilda þær reglur að fyrirtæki, sem leggja fram sannanir fyrir þvi að þau hafi lagt í kostnað til rannsókna á orkusparnaði, fá 70% þess kostnaðar greidd frá rikinu. Veittur hefur verið styrkur til margs konar rannsókna eins og hvort ekki megi fá orku til steypustöðva með því að brenna rusli frá heimilum. Samkvæmt annarri til- raun átti að vera unnt að mynda nýt- anlega orku með því að virkja orkuna í sólblómum. Fyrirtæki í iðnaði og öðrum at- vinnurekstri eiga þess nú kost að kaupa orkusparandi tæki og útbúnað á mjög góðum kjörum og auk þess er boðið upp á mjög hagstæð lán. Hafa innkaup á slikum tækjum fimmfald- azt i ár miðað við árið 1979. Nefna má i þessu sambandi að Renault bifreiðaverksmiðjurnar frönsku hafa hafið framleiðslu á bif- reiðategund, sem er tuttugu af hundraði dýrari en fyrri sambæri- legar gerðir. Þessi nýja tegund eyðir hins vegar 30% minna af bensíni en hinar fyrri. Talið er að þegar þessi bifreiðategund verður komin í al- menna notkun auk annarra sambæri- legra tegunda frá Peugeot bifreiða- verksmiðjunum muni meðaltals- bensineyðsla bifreiða í Frakklandi lækka úr 9 lítrum á 100 km, áður en orkukostnaðurinn tók sín fyrstu stökk árið 1973, niður í sex lítra á 100 km. Franskir ökuskólar bjóða nú upp á námskeið í hvernig aka megi bifreið og spara bensínið án þess að draga úr ökuhraðanum. Ýmis tæki sem létta eiga ökumönnum að aka á sem hag- kvaemastan hátt eru nú boðin til sölu. Er þar um að ræða alls konar mæla, flautur sem eiga aðgefa merki ef ekki er rétt farið með gíraskiptinguna. Auk þess er boðið upp á hluti sem gera eiga bifreiðar og húsvagna þannig úr garði að mótstaða vindsins verði sem minnst. Einnig má nefna nokkurs konar sjálfvirka hraðastill- ingu til að nota við akstur á hrað- brautum. Dæmi eru sögð af fyrirtæki sem fjárfesti í ýmsum slikum tækjum á bifreiðar sínar. Er sagt að innan árs hafi kostnaðurinn verið búinn að skila sér fimmfalt. Skrefatalmng kemur ekkiáþessuán I (llMMto <* «" " ..viS^oIum K* . k í iu.iM.un ársms i ar « 8l . . ..tairliannn ver — þarf ekki að hærrí símreikn- inga, seer póst- og símamálastjóri hingaö til -k™1* . e(uf verjft kvæmdum Þ**'0 na niður- 1 " Svímdum Pósts og IsSasas-S | Bj0'dum- Ragnars Arnalds ’ jim.milai'jö'- , barst bref * efm, aft ans i R'^^Vf. 'ndlinVútbúnaöur TT*S'I 4 , vanitali viö OB. aöviHiróur um bteytingu valVoM 'ÍmT daa í»ftefkfóKÍi'8>rJn'm» ckkert aö hækka v.ö þ" meft aftfluiningsgjOldum ■ h.Suppi"”™”1"!0"'', í fjárlögum ársins 1 ar . A ran . fyrir aft 100 iafna á simgjöld n.ftur a aHii land -ríríí komið. hefð •“íí.í'SlSÍ skrefagjöldin N' kinr al þevvan h.evn það þttnnig að vkrcl daguin. en 'innnn , votd.n innanbæiai nninn 3 nnnui.ii bki lf „m fti) króniu. en „m.u JOkmnui “ ft.net niikið'.eit mcðal að það clagiaUhð þa' .eðnu d fta i- ckkntia "ift"' opinber ni. skrcfatalningii' ..... „i».t •» *....... ,,ft geia latift 'krí .,ft biðja viftknmand, n Þegar skrefatalningin kemur: Af hverju er verið að blekkja fólk? í grein í Dagblaðinu 23. júni sl. er m.a. haft eftir póst- og simamála- stjóra ,, . . . að ef fólk hringir mörg stutt símtöl, þá ætti símareikningur- inn ekkert að hækka við þessa breyt- ingu.” Ég tef að vísu, að ekki muni rétt eftir póst- og símamálastjóra haft, því að hann hlýtur að vita betur. Eigi að síður vil ég nota þetta tilefni til þess að benda á mikilvægt atriði i sambandi við væntaniega tímamæl- ingu innanbæjarsimtala, sem af ein- hverjum ástæðum hefur verið hljótt um, en skiptir símnotendur verulegu máli. í framhaldi af þvi verður sýnt fram á, að ofangreind fullyrðing, sem höfð var eftir póst- og símamála- stjóra, er röng. Talningarkerfi það, sem tekið verður í notkun, vinnur þannig, að eitt skref verður talið við svar og siðan verður talið með vissu millibili, líklega á þriggja mínútna fresti („skrefabil”). Það er hins vegar alger tilviljun hvenær fyrsta skref verður talið eftir svar. Ef maður er óhepp- inn, gerist það strax á eftir svarskref- inu, en ef maður er mjög heppinn, líður fullt skrefabil frá svarskrefi þar til næsta skref verður talið. Kjallarinn Guðmundur Ólafsson £ „Ef símnotandi talar aö jafnaði í 3 mínútur fjölgar skrefunum um 100 prósent frá því sem nú er.” V í ofangreindum ummælum, sem höfð voru eftir póst- og simamála- stjóra, var talað um „stutt símtal”. Deila má að sjálfsögðu um, hvað séu stutt símtöl, en við skulum athuga, hvaða áhrif umrædd skrefatalning hefur á mismunandi löng símtöl og gera ráð fyrir, að skrefabil sé 3 minútur: Ef símnotandi talar ávallt í eina minútu, fjölgar skrefum um 33% frá því, sem nú er. Ef hann talar alltaf í 2 minútur, fjölgar skrefunum um 67%, en ef hann talar að jafnaði í 3 mínútur, fjölgar skrefunum um 100% frá því sem nú er. Allir hljóta að fallast á, að 1—3ja mínútna sím- töl hljóti að kallast „stutt símtöl” og eru því ofangreind ummæli um að umrædd breyting þurfi ekki að þýða hærri símareikninga því hrein blekk- ing. í þessu sambandi er einnig vert að leggja áherslu á þá staðreynd, að eftir fyrirhugaða breytingu getur símnot- andi ALDREI vitað fyrirfram (og raunar heldur ekki að loknu símtali) hvað eitt stutt símtal muni kosta. Hann getur aldrei vitað, hvort eitt stutt simtal innanbæjar kosti eitt eða tvö skref, alveg sama hve stutt símtal- ið er. Guðmundur Ólafsson verkfræðingur skoðaðar verði þær álögur sem nú þegar hvíla á aðgöngumiðum kvik- myndahúsa. Blýfastir tekjustofnar Og þá vaknar spurningin: í hvað borga bíógestir? Ekki þarf nema lauslega athugun til að sjá að gjöld á aðgangseyri kvikmyndahúsa eru gott dæmi um úrelta fasta tekjustofna, skatt sem komið hefur verið upp til að styrkja prýðismálefni á sínum tíma, sem siðan hafa glatað tilefni sínu. Skatttekjan heldur áfram, löngu eftir að tilgangi hennar er náð. Við getum hlaupið yfir söluskattinn. Hann er nú eins og hann er. Þá er það menningarsjóðs- gjaldið, sem að vísu getur varla talist há upphæð. Hins vegar má segja sem svo að ekki séalveg augljóst af hverju bíógestir eigi að styrkja ferðalög lista manna og útgáfu merkisbókmennta. Til skamms tíma kannaðist Mennta- málaráð við uppsprettulind fram- færslueyris síns með því að styrkja íslenskar kvikmyndir sérstaklega en er nú hætt því — eftir tilkomu Kvik- myndasjóðs. Og Kvikmyndasjóður fær bein framlög af fjárlögum. Með réttu ætti þetta að vera öfugt: að Kvikmyndasjóður fengi fastan tekju- stofn af bíómiðum en Menningar- sjkóður úthlutun úr rikissjóði. Það er rökvísara, enda sá háttur hafður á um sams konar stofnanir alls staðar á Norðurlöndum. En það vantar stundum lógikkina í íslenska skatta- kerfið. Sætagjaldið Hvað er nú það? kunna ýmsir að spyrja. Jú, 6% gjald sem rennur í borgarsjóð. Frá árinu 1963 var gjaldið 9% en var lækkað árið 1970 niður í 6%. Einhverjar rætur á gjaldið enn lengra í fortíðina, jafnvel aftur á stríðsárin, en það getur varla skipt sköpum nú. 1 reglugerðinni 1963 stendur að gjaldi þessu skuli varið til „menningar- og líknarmála”. í raun hverfur það beint í borgarsjóðs- hítina. Nú má að vísu segja að borg- arsjóður styrki bæði „menningar- og líknarmál”, en til hvers er þetta tekið fram sérstaklega um sætagjaldið? ÁgústGuðmundsson Var þetta ekki bara afsökun fyrir eins konar skyndilausn á fjárhags- vanda borgarsjóðs árið 1963 sem Q „Klipið skal af þeirri álagningu sem þeg- ar er á aögöngumiðum kvikmyndahúsa til að úr verði 10 prósent gjald er rynni til Kvik- myndasjóðs.” siðan festist í sessi — i nafni „menningar og líknarmála”? Ég er með tillögu, og ég held að hún sé skynsamleg. Ég hef ákveðin „menningarmál” i huga sem eðlilegt væri að styrkja með þessu sæta- gjaldi: íslenska kvikmyndagerð. Þar er um tvær leiðir að ræða: Reykjavík gæti stofnað sérstakan kvikmynda- sjóð borgarinnar. Hin leiðin er að gjaldið renni beint i Kvikmyndasjóð; og sú leið finnst mér öllu betri þeirri fyrri. Hverjum skemmtir skemmtanaskattur? Samanlagt mundi menningar- sjóðsgjaldið og sætagjaldið ná langt upp í það sem kunnugir menn telja hæfilega skattlagningu til handa Kvikmyndasjóði en þó er enn ótalin langstærsta álagan á blessaðan bíó- miðann: skemmtanaskatturinn. Og hverjum skyldi hann nú vera til skemmtunar? í hvert sinn sem maður fer í bíó styrkir maður félagsheimili úti á landi. 15% af aðgöngumiðaverðinu fer í þennan sjóð. Það er því ekki að undra þótt úti um allt land séu risin stórglæsileg félagsheimili, jafnvel i fámennustu sveitum. Og alltaf hlýtur æ meira að safnast í sjóðinn, því að alltaf fara æ fleiri í bíó. Á meðan fækkar stöðugt i sveitunum. Ekkert hef ég á móti þvi að félagsheimili séu styrkt og víða mætti þar t.d. bæta sýningaraðstöðu á kvikmyndum, sérstaklega hvað hljóð snertir. Hins vegar flögrar það að manni hvort upphafleg laga- setning um skemmtanaskatt hafi ekki náð tilgangi sínum, a.m.k. að hluta til; hvort ekki sé kominn timi til að huga að annarri fjárþörf en einmitt þeirri sem snýr að félagsheimilunum. Og það þarf enginn að efast um hvar ég vildi sjá a.m.k. hluta þessa skatts: í Kvikmyndasjóði. Enda yrði biógestum örugglega mest skemmtun af því. Tillaga Niðurstöðu mína vil ég setja fram i einfaldri tillögu: klipið skal af þeirri álagningu sem þegar er á aðgöngu- miðum kvikmyndahúsa til að úr verði 10% gjald, er rynni til Kvik- myndasjóðs. Minna má það gjald alls ekki vera, eins og ég mun útskýra síðar. Ágúst Guðmundsson, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna. ✓ V

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.