Dagblaðið - 18.07.1980, Side 3

Dagblaðið - 18.07.1980, Side 3
3 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1980. Ný dögun: „Sameinumst í and- spymu gegn hvaladrápi” Jón Thorarensen skrifar: Nú virðist vera að birta af nýjum degi yfir íslenzka þjóð, því risin er upp andúðaralda meðal íslendinga gegn hinu grimmdarlega hvaladrápi, sem nú á undanförnum áratugum hefur varpað skugga og skömm yfir þjóðina. 1 þessu sambandi skal Dag- blaðinu þakkaður góður leiðari 14. júli sl. íslendingar hafa með réttu verið stimplaðir um heim allan sem alveg einstakir sérhagsmunamenn, sem hvorki skeyta um skömm né heiður, svo gráðugir, að hvorki sjaldgæfar skepnur né margt sem kvikt er hafi frið fyrir þeim. Sjálfir þykjumst við vera forvígis- menn i friðunarmálum, sbr. land- helgina, sem var stór sigur. Guð láti þann sigur gott á vita, en reyndar á eftir skera úr, hvernig sá sigur verður íhöndumokkar. Nú hefst alþjóðahvalveiðiráðstefn- an i London á morgun. Margir hafa áhyggjur af þeirri ráðstefnu, því þar hefur ísland hvað eftir annað greitt atkvæði með rányrkju Japana og Sovétmanna, sem hafa stöðugt barizt á móti öllum tilraunum til verndunar á hvalastofnunum. Hvorki hvaladrápsmenn né vís- indamenn hér hafa getað gefið svör við því, hvort hvalastofnar (lang- reyður, sandreyður og búrhvalur) þoli svona mikið, gegndarlaust dráp. Það er af því, að allar ERU RITARAR EKKI EIN STARFSSTÉTT? Uppblásni hvalurinn er tákn þeirra sem friða vilja hvalastofninn. Ritari, sem biður um jafnrétti skrifar: Fagna ber fréttum er birtust í Fé- lagstíðindum, fréttablaði Starfs- mannafélags rikisstofnana þ. 2.5. sl., um tilfærslu milli launafiokka, en þar segir: „Með úrskurði kjaranefnd- ar hækkuðu 49. Af þeim hópum, sem hækkun fengu á samningstímabiiinu eru stærstir símaverðir, læknaritarar og læknafulltrúar”. Við lestur þessarar fréttar verður hugsað til annarra ritara er gætu bætt fyrir framan starfsheiti sitt ,,for- stjóraritari”, „deildarstjóraritari”, ,.ríkisskattsstjóraritari”, „ráðuneyt- isstjóraritari” o.s.frv. Hver gefur gæðastimpil á ritara? Hvers vegna eru þær síðamefndu mun lægra flokkaðar en þær fyrrnefndu? Hvers vegna eru aðeins læknaritarar hækk- aðir í launaflokki? Hvað er kjara- dómur og hvernig starfar hann? Vinsamlegast birtið niðurstöður ykkar. Eru ritarar ekki ein starfs- stétt? Hvernig væri að aðgreina byrjend- ur frá jieim er starfsreynslu hafa? Skv. viðtali við hr. Kristján Thor- lacius, formann bandalags starfs- manna rikis og bæja í Helgarpóstin- um þ. 23.11. sl., telur hann eðlilegt að hann sjálfur hafi tvöföld laun miðað við þann lægsta, sem kominn er með 6 ára starfsaldur. Kristján segir „ég er enginn byrjandi í starfi”. Ennfremur og hver vill vinna ár eftir ár án þess að fá umbun fyrir reynslu i starfi? Þetta var gott hjá hr. Kristjáni og getum við ritarar hjá ríkisstofnun- um tekið undir þá spurningu. rannsóknir hafa verið vanræktar. Það er einfaldara að drepa en rannsóknir kosta aftur á móti peninga. Þar skilur á milli feigs og ófeigs. Nýlega var ein langreyður merkt og henni fylgt lengi eftir. Var það til þess að geta hampað þessu framan i alþjóðahvalveiðiráðið í London, sem er að hefja fund og sýna fram á þessu miklu vísindi frá DB-mynd S. íslandi! íslenzka sendinefndin er einlit. Friðunarmenn þurfa að fá full- trúa þar, svo að bekkir þar séu ekki einungis setnir af hvaldráps- mönnum. Ég skora á alla. sem lesa þetta að fylkjast í sveit með hvalafriðunar- mönnum, sameina krafta sína til and- spyrnu gegn hvaldrápum, og þeim, sem ofsækja lifríki íslands. „Hver vill vinna ár eftir ár án þess að fá umbun fyrir reynslu sina i starfi,” hefur bréfritari eftir Kristjáni Thorla- cius. Raddir lesenda LANDSMALAFELAGIÐ VÖRÐUR ^ I Reykjavík — Stokkseyri — Sögualdarbær — Hrauneyjafoss — Sigalda — Galtalækjarskógur Reykjavík Sumarferð Varðar SUNNUDAGINN 20. JÚLl 1980 Vörður efnir til ferðar að Stokkseyri — Sögualdarbænum — Hrauneyja- fossvirkjun — Sigöldu — Galtalækjarskógi og til Reykjavíkur sunnu- daginn 20. júlí nk. Verð farmiða er kr. 12.000 fyrir fullorðna og kr. 7.500 fyrir börn. Inni- falið í fargjaldinu er hádegis- og kvöldverður. Lagt verður af stað frá Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 8 árdegis. ★ Til að auðvelda undirbúning, vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst í sima 82900. ★ Miðasaia í Valhöll, Háaleitisbraut 1,2. hæð. ★ Einstakt tækifæri til að ferðast um fagurt landslag. ★ Varðarferðir bjóða upp á traustan ferðamáta og góðan félagsskap. ★ Aðalleiðsögumaður verður Einar Guðjohnsen. ★ Allir eru velkomnir I sumarferð Varðar. Innifalið í fargjaldi er hádegis- og kvöldverður. Miðasala alla daga frá kl. 9—21, laugardaginn 19. júlí kl. 13-17. Pantanir teknar í síma 82900. Ferðanefnd. -----:— Spurning Ferðu of tar í bíó, þegar sjónvarpið erífrfi? Vigdis Runólfsdóttir, saumakona: Nei, ég fer frekar lítið í bíó. Bragi Ingason, matreiðslumaður: Já, óneitanlega gerir maður það. Guðrún Einarsdóttir, húsmóðir: Já, ég hef farið heldur meira i bíó. Sigurður Jónsson, fyrrverundi flug- maður: Ég fer aldrei í bíó, utan hvað ég sá Óðal feðranna, þvi það verður að styrkja íslenzkan kvikmyndaiðnað. Rut Arnadóttir, húsmóðir: Já.svona heldur meira. Runólfur Alfreðsson, bifreiðastjóri: Nei, ég fer aldrei í bíó, hvort sem sjónvarpið er i fríi eða ekki.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.