Dagblaðið - 18.07.1980, Page 7

Dagblaðið - 18.07.1980, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1980. 7 Kvartandi fyrírtæki byggir 1700 milljóna hús - arkitektúrinn 3040% dýrari en í venjulegu skrifstofu- húsnæði Milli Ármúla og Suðurlandsbrautar er nú verið að Ijúka við grunn að fimm hæða skrifstofubyggingu fyrir Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Grunnurinn var boðinn út og tekið vár tilboði Vörðufells hf. sem hljóðaði upp á 35— 36 milljónir króna. Ekki þykir kenna auraleysis hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur við þessa byggingu, þó sama stofnun kveini og kvarti í sambandi við rafmagnsverð. Húsbyggingin var boðin út, þ.e. fimm hæðir ásamt álmu til vesturs sem á að rúma mötuneyti fyrir starfsfólk í hinu nýja húsi og því sem Rafmagns- veitan átti fyrir í Ármúlanum. Kostnaðaráætlun sem tæknideild RR gerði um byggingarkostnað hússins áður en útboð voru auglýst hljóðaði upp á 1745 miiljónir. Fjögur tilboð bárust í að reisa bygg- inguna. Lægst var tilboð frá Böðvari S. Bjarnasyni sf. upp á 1619 milljónir. Sigurður og Júlíus í Hafnarfirði buðust til að reisa húsið fyrir 1689 milljónir. Tilboð barst frá ístaki upp á 1992 milljónir og frá Njörva hf. sem vildi fá 2229 milljónir fyrir að reisa húsið. Arkitekt hússins er Guðmundur Kr. Kristinsson og það voru teikningar hans sem lágu fyrir til grundvallar til- boða. Ekki er að efa að RR skortir hús- næði og betra er að eiga en leigja. En þarna er svo í borið að jafnvel þeim sem bjóðast til að vinna verkið eftir ákveðnum áætlunum blöskrar, Teikning hússins er þannig úr garði gerð að hún er30-40°7o dýrari en venju- legt skrifstofuhús í sama hverfi að dómi húsbyggjenda. Þykir þeim með ólíkindum að „auralaust” fyrirtæki eins og Rafmagnsveitan segist vera að minnsta kosti fjórum sinnum á ári, geti lagt út i slika byggingu á erfiðum tímum. Húsið á að sögn Magnúsar Sædal hjá tæknideild RR að leysa af hólmiþað húsnæði sem RR hefur í Hafnarhúsinu, svo og á þangað að flytjast sú starfsemi sem nú fer fram á vegum RR á Meistaravölium. - A.St. Hvalreki á fjörur jazzunnenda: ÞRETTÁN BANDA- RÍSKAR VERÐ- LAUNAMYNDIR — þar af fjórar frægar heimilda- 'myndir um jazzista og tvær óskarsverðlaunamyndir úr flokki stuttra heimildakvikmynda ,,Þetta eru þrettán bandarískar heimildakvikmyndir, flestar verðlaunamyndir, sem verða sýndar í Regnboganum 26. júlí til 1. ágúst,” sagði Sigurjón Sighvatsson, kvik- myndagerðarnemi, í samtali við DB í gær um kvikmyndahátíð sem haldin verður i Reykjavík undir mánaða- mótin. „Fjórar af þessum myndum eru merkilegar jazz-myndir. Sú þekktasta heitir The Last of the Blue Devils og fjallar um Count Basie, Joe Turner og Jessie Price. Tímaritið Jazz News hefur m.a. sagt um þessa mynd, að hún sé sú bezta, sem gerð hefur verið um þetta efni í Vesturálfu,” sagði Sigurjón. „Önnur fjallar um trommarann Elvin Jones, sem er engum trommara líkur og hefur verið kosinn bezti jazz- trommarinn af timaritinu Downbeat allar götur frá 1963, og sú þriðja fallar um Les Paul, gítarleikara og uppfinningamann, sem er þekktur bæði sem jazzisti og afburða hljóðfærasmiður. Les Paul-gítararnir ollu byltingu í jazzi og rokki á síðasta áratug, auk þess sem hann fann upp fjölrása upptökutæknina. Fjórða jazz-myndin heitir On the Road with ■Duke og greinir frá hljómleika- ferðalagi Duke Ellingtons og félaga hans. Þetta er mikill hvalreki á fjörur jazzunnenda og tónlistar- unnenda almennt,” sagði Sigurjón. Sigurjón sagði að hinar myndirnar væru flestar þekktar verðlauna- myndir og bæri þar hæst óskars- verðlaunamyndirnar Harlan County, USA, sem fjallar um frægt kola- námumannaverkfall er stóð í sex ár, og The Flight of the Gossamer Condor, sem hlaut óskarsverðlaun 1979 og fjallar um smíði og flug fyrstu fótknúnu flugvélarinnar. Það er Sigurjón Sighvatsson sem stendur fyrir þessari kvikmyndahátiii i félagi við Íslenzk-ameríska félagið. -ÓV. Verkfall í Sundahöfn: Deilt um bón- usgreiðslur — samningar náðust í gær Verkamenn Eimskipsí Sundahöfn lögðu niður vinnu í fyrradag og í gær. Síðdegis í gær tóku þeir svo upp vinnu að nýju. Vinnustöðvunin kom til af því að deilt var um bónusgreiðslu við skipun frosins varnings i gáma, Þessum varningi hafði áður verið skipaði út á brettum og þá greiddur bónus fyrir. Nú er hins vegar farið að nota gáma og átti þá að fella bónusinn niður. Þetta vildu verkamennekki sætta sig við. Eftir samningaviðræður tókst það samkomulag að tímamæling fer fram á þessari vinnu og er greiddur bónus á meðan. Endanlegur bónus verður síðan reiknaður út frá þessari tíma-' mælingu. -DS. I opinberum byggingum geta arkitektar náð sér á strik. Það á að minnsta kosti við um þann þáttinn sem að buddunni snýr. Byggjendur telja að hús Rafveitunnar við Ármúla sé 30—40% dýrara en venjulegt skrifstofuhús vegna súlna, horna og skringilegheita. Telja þeir þó — sumir að minnsta kosti — að hornin, súlurnar og skringilegheitin geri húsið á engan hátt sér- stætt eða fallegt. Hver hefur sinn smekk i þessu máli og sumum finnst húsið fallegt. Þetta er útlitsteikningin cftir Guðmund Kr. Kristinsson arkitekt. LOFTNET WISI tenglar. WISI coax plugg. WlSlsnúrur. WISI magnarar. Höfum gerst umboösmenn fyrir hinu heimsþekkta þýska WISI loftnetsefni. Ávallt fyrirliggjandi loftnet og fylgihlutir. Heildsala, smásala. SJÖNVARPSMIÐSTÖÐIN HF \________SÍÐUMÚLA2, BOX5270, 105 REYKJAVÍK.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.