Dagblaðið - 18.07.1980, Síða 10
10
mBlABW
( Útgafandi: Dagblaflið hf.
Framkvæmdaatjóri: Svainn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Ritstjómarfulltrúi: Haukur Heigason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson.
Skrífstofustjórí rítstjómar. Jóhannes Reykdal.
Iþróttir. Hallur Simonarson. Monning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrít: Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karísson.
Blaflamenn: Anna Bjamason. Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi
Sigurflsson, Dóra Stefónsdóttir, -Elln Albertsdóttir, Ema V. IngóHsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson,
Ótafur Geirsson, Sigurflur Sverrísson. s
Ljósmyndir: Ámi P6II Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlerfsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurfls-
son, Sveinn Pormóflsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þróinn Þoríorfsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Droifing,
arstjóri: Mór E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Síflumúla 12. Afgreiflsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aðalsimi blaflsins er 27022 (10 línur).
Sotning og umbrot Dagblaflifl hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun
Árvakur hf., Skerfunni 10.
Áskríftarverð ó mónufli kr. 5J)00. Vprfl i lausasölu kr. 250 eintakifl.
Samningsbrot Norðmanna
Norðmenn hafa brotið gegn ný- ,
gerðum Jan Mayen-samningi við'
íslendinga með því að leyfa að nýju
veiðar úr norsk-íslenzka síldar-
stofninum. Steingrímur Hermannsson
sjávarútvegsráðherra viðurkennir í
Dagblaðinu í gær, að þessi ákvörðun "
Norðmanna hafi komið í bakið á íslendingum. Þarna
er um að ræða geysilegt hagsmunamál íslendinga.
Norðmenn virðast ætla sér að halda norsk-íslenzka
síldarstofninum niðri, ganga á hann, svo að hann nái
ekki þeirri stærð, að hann sæki að nýju til íslands. Það
eru viðurkenndar kenningar, að um leið og þessi stofn
nái ákveðinni stærð, muni fæðumagnið við Noreg ekki
duga honum, svo að hann þurfí að ,,fara á flakk”,
eins og hann gerði fyrr á árum. Mætti þá gera ráð fyrir
að fenginni reynslu, að hann héldi vestur og kæmi í hið
mikla átumagn við Norðurland síðla sumars.
Við skulum minnast þess, að þessi síldarstofn var
fyrrum undirstaða velmegunar á íslandi. Meira en
þriðjungur af útflutningi íslendinga var síldarafurðir á
fyrra helmingi sjöunda áratugarins.
Svo hart var gengið að þessum stofni, að síldin
hvarf og íslendingar gengu inn i kreppu árið 1967.
Mikið átak þurfti til að komast úr kreppunni, sem or-
sakaðist af sildarleysi samfara verðfalli á útflutningsaf-
urðum.
Hefðu Norðmenn þá strax bannað veiðar úr stofn-
inum, væri sennilegast, að hann hefði nú rétt við.
Stofninn er talinn hafa komizt upp í 10 milljónir tonna
fyrir hrunið.
Norsk stjórnvöld bönnuðu veiðar úr stofninum
fyrir ári, en hafa nú leyft veiði á 10 þúsund tonnum.
Vegna eftirlitsleysis Norðmanna með síldveiðum telja
sérfræðingar, að þetta leyfi geti þýtt, að veidd verði
30—40 þúsund tonn. Með því að halda stofninum niðri
getur Norðmönnum tekizt að halda honum ,,fyrir
sig”.
Þótt Jan Mayen-samkomulagið sé í flestu loðið, er
augljóst, að íslenzku samningamennirnir þóttust vera
að vernda íslenzka hagsmuni gegn aðförum eins og
þessum.
í samningnum segir: Ríkisstjórn íslands og ríkis-
stjórn Noregs ,,viðurkenna nauðsyn á raunhæfum
ráðstöfunum til verndunar, skynsamlegrar nýtingar og
endurnýjunar lifandi auðæfa hafsins. . .”
Ennfremur: ,,. . . viðurkenna, að samkvæmt
þjóðarétti bera löndin tvö sem strandríki höfuðábyrgð
á raunhæfri verndun og skynsamlegri nýtingu þessara
auðlinda. . .”
Einnig segir: ,,Að því er tekur til annarra
flökkustofna (en loðnu) skal tekið tillit til þess, hve
ísland er almennt háð fiskveiðum. . .”
Þarna er í fyrsta lagi talað um samstarf, tillit og
ábyrgð varðandi auðæfi hafsins almennt og í öðru lagi
um flökkustofna, sem gildir um norsk-íslenzka síldar-
stofninn, fái hann að ná eðlilegri stærð.
Norðmenn hafa því brotið þennan samning en
reyna að skjóta sér bak við hið loðmullulega orðalag
samningsins, sem Dagblaðið varaði við sterkum
orðum, strax er samningurinn var gerður.
Þetta gefur til kynna, að Norðmenn munu fara eins
að varðandi önnur ákvæði samningsins, hvenær sem
þeir telja eiginhagsmunum sínum þjónað, eins og Dag-
blaðið hefur varað við.
Framtíð norsk-íslenzka síldarstofnsins er eitthvert
mesta hagsmunamál þjóðar okkar, einkum nú á þeim
tímum þegar varlega er unnt að treysta á aðrar
auðlindir okkar.
____________________________________________DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1980.
Kína:
v
Silkilandið
og silkirækt
Um aldir hafa margar þjóðir haft
dálæti á silki til klæða, fyrir hvað
það er slétt, sterkt, mjúkt og gljáfag-
urt. Trefjarnar, sem notaðar eru til
framleiðslu á þessu eftirsótta efni,
koma úr vörtu á neðrivör mórberja-
silkiormsins, sem með þroska
spinnur púpuhús sitt úr einum sam-
felldum þræði. Púpurnar innan í hús-
unum eru drepnar og trefjarnar
undnar eða „hespaðar” af og
notaðar í silkivefnað, sem flestir taka
enn í dag fram yfir annan vefnað
sökum glæsileika. Á vorum dögum
vita allir, að silki á rót sína að rekja
til silkiormsins, en þegar silki barst
fyrst til Rómar fyrir nær 2000 árum,
vissi enginn þar með sannindum,
hvernig þetta dýra þing, eitt með
öðrum ágætum sem frá Austurlönd-
um komu, var búið til og úr hverju.
Sagt er, að fyrsta örkin með silki-
ormseggjum frá Kína hafi ekki borizt
til Konstantínópel fyrr en á 6. öld.
Þrjár tegundir silkiorms eru
ræktaðar í Kína nú. Sú algengasta er
mórberjaormurinn, þá er tusser-orm-
urinn og í þriðja lagi kvoðuormurinn.
Af fyrst töldu tegundinni fæst mest
framleiðsla Kína á púpuhúsum, og
var uppskeran síðastliðið ár 210.000
lestir. Úr trefjunum, sem hespaðar
eru af púpuhúsunum, fæst þráðurog
er hann spunninn i garn, sem kallað
er hrásilki og er algengasta form iðn-
aðargarns í vörur úr náttúrulegu
silki. Af tusser-orminum fæst slæðu-
silki, sem nær eingöngu er framleitt í
Kína. Um það bil 50.000 lestir af
tusser-púpuhúsum eru framleiddar á
ári í Kína, og er það 90 prósent af
heimsframleiðslunni. Púpuhús
kvoðuormsins er ekki hægt að hespa,
og er aðeins hægt að nota þær með
því að spinna úr trefjunum sérstakt
garn, sem kallað er spunasilki.
Hin langa saga
silkisins
Silkiormarækt i Kína er allt að því
jafngömul sögu landsins. Til eru um-
fangsmiklar fornar heimildir, sem
sýna hve silkiormarækt er forn og
hefur verið mikilvæg fyrir kínversku
þjóðina. Samkvæmt fornum bókum
er talið, að Lei Zú, eiginkona Húang
Di (gula keisarans sem uppi var
kringum 2600 f.K.) hafi kennt þjóð-
inni að rækta silkiorm og hespa silki í
fatnað. Til forna var hún dýrkuð sem
gyðja silkisins. Fornmálafræðingar
hafa greint meira en 170 rittákn, sem
lúta að silkiormarækt og hespun, á
spábeinum og skjaldbökuskjöldum
úr hallarrústum Jin-konungsættar-
innar. Þetta bendir eindregið til, að
menn hafi þekkt vel silkiormarækt
fyrir nærri því4000árum. Þá var það
1958 að leifar af slæðum úr spuna-
silki, silkiþræði og borðum frá síöari
hluta steinaldar hinnar yngri fundust
í Qíansjanjang, Vúxing-sýslu í
Zhejíang-fylki. Geislakolsmæling
sýnir ártalið 3310 ^ 135 f.K. Þannig
er vel hugsanlegt, að kínverska
þjóðin hafi fyrir meira en 5000 árum
kunnað að láta silkiorminn fegra líf
sitt.
Um mjög langan aldur var Kína
eina landið sem ræktaði silkiorma
og það var ekki fyrr en í lok stjórnar-
tíðar Jin-ættarinnar, að list silki-
ræktarinnar barst til Kóreu. Japan
lærði ekki að rækta silkiorma fyrr en
á 3. öld.
Kínverskt silki barst til Evrópu
landleiðina um Mið-Asíu eftir hinni
nafnfrægu Silkibraut. Kannski hófst
það árið 138 f.K. þegar Vú Dí keisari
af Han-ættinni sendi Zhang Qían
sem sérlegan sendifulltrúa sinn til
Vestursvæðanna”, sem taka til
Xinjían og hluta af Mið-Asíu.
Nokkrum öldum seinna, eða um
miðbik 6. aldar, byrjuðu Rómverjar
að rækta mórberjatré til að ala upp
silkiorm. Frá Persíu barst silkirækt
til Arabíuskaga, Egyptalands,
Spánar og Ítalíu. Hún náði ekki til
Frakklands fyrr en á 15. öld. Nú er
silkiormur ræktaður i einum 40 lönd-
um.
Silkiofið
efnahagslrf
í fornum kínverskum sögum og
keisaralegum tilskipunum er algengt
að rekast á staði, þar sem vikið er að
„megingildi landbúnaðar og silki-
ormaræktar”. Af þessu má sjá, að
bæði landbúnaður og silkiormarækt
hafa gegnt ákaflega stóru hlutverki í
efnahagslífi landsins um margar
aldir. Framleiðsla á púpuhúsum var
samofin hagsæld landsins.
Miðstöðvar silkiormaræktarinnar,
sem fluttust til í aldanna rás, sýna
þetta til fullnustu. Silkiormarækt
blómgaðist fyrst i lægðinni, sem
LANDKENND
J
Hvað mynduð þið segja, ef ég
byrjaði greinina með ástarjátningu:
Ég elska landið mitt.
Sjálfsagt kippir enginn sér upp við
það, það er bara vindur eins og
hátíðaræða, sem menn hlusta á án
þess að hlusta á. En ef ég meinti það,
þá yrðu viðbrögðin: Þetta er helvítis
herstöðvarandstæðingur eða fjand-
ans fasisti.
Það er hægt að elska landið sitt eða
þykjast elska það á ótal marga vegu.
En púnktur saliens er kannski, að
ættjarðarást sé úrelt þing.Undir niðri
held ég þó að hún sé sterkt afl innra
með okkur. En fjöldi manns gerir sér
ekki grein fyrir því, i allri ringulreið-
inni, að hún er óaðskiljanlegur þáttur
í skapgerð hvers manns.
Af því að hún er svo breytileg, vildi
ég hér kalla hana öðru nafni, „land-
kennd”. Við getum fundið hana i
líkamlegri snertingu. Komum við
moldina, ef við erum að gróðursetja
tré eða taka upp kartöflur, eða
fleygjum okkur í grasið, eða stöndum
skyndilega andspænis ægifögru
landslagi. Skyldi ekki eilítill bíólóg-
ískur rafstraumur hríslast um líkam-
ann.
En fullkomnuð verður landkennd-
in ekki, fyrr en inn í hana fléttast hið
mannlega og huglæga. Tilfinningin
fyrir því að hér lifðu og strituðu for-
feður okkar alla sína hundstíð, lífs-
reynsla þeirra, sem berst okkur í sög-
um og sögnum, holdga tilveru okkar.
Með sama hætti tengir landkenndin
okkur mannvirkjum, kirkjunni,
hafnarkvínni, frystihúsinu, þjóðveg-
inum, brúnni sem breytti lífi heils
byggðarlags. Húsin þar sem við
höfum lifað og leikið, steinstéttirnar
og fortófin sem slitu barnskónum
okkar. Okkur stendur ekki á sama
hvernig þetta er meðhöndlað, kann-
ski rifið og tætt, allt flakandi í sár-
um.
Umfram allt er landkenndin fólgin
í tilfinningu okkar fyrir landinu öllu
og því mannlífi sem þar hrærist.
Höfuðatriðið, sem við megum aldrei
gleyma, er að við eigum að byggja
ailt landið og viðhalda á þvi heil-
brigðu samfélagi með einhverju skyn-
samlegu hlutfalli milli byggðar í öll-
um héruðum og landshlutum, þar
sem eitt styður annað.
Við eða forfeður okkar voru ekki
svo gæfusamir að viðhalda slíku eðli-
legu sambandi fyrr á tíð. íslenska
þjóðfélagið var lengstum eins og
hálfur og limalaus líkami. Hér mynd-
aðist ekki þéttbýli, sennilega vegna
hagsmuna ríkjandi stéttar, bænd-
anna, sem vildu einir sitja að vinnu-
aflinu. island varð einstakt meðal
hvítra þjóða, enginn vísir að borga-
samfélagi i þeirri fjölbreytni og
möguleikum, sem það skapaði.
Sveitasamfélagið var óhugnanlegt
stöðnunarfyrirbæri, fábreytilegt,
vonlaust, úrræöalaust, ekki fært um
að notfæra sér allar framfarirnar frá
Endurreisninni miklu á 15. öld.
En skammt var öfgánna milli. Með
tækniframförum í sjávarútvegi upp
úr aldamótum hófst ör vöxtur höfuð-
borgarinnar, sem dró til sín vinnuafl
úr sveitum. Smámsaman virtist
lagður grunnur að heilbrigðu hlut-
falli milli borgar og landsbyggðar. En
með seinni striðsárum og hernáms-
vinnu tók stíflu úr, flótti af lands-
byggðinni og gamla samfélagskerfi
sveitanna brast.
Þegarlitiðer yfir þessa stórfenglegu
atburði, var mesta mildi, að lands-
byggðin skyldi ekki alveg tæmast.
Munurinn á lífsaðstöðu varð gífur-
legur. Fólk sóttist eftir hærri launum,
bættum lífskjörum, þægindum,
skemmtun og félagslífi. Til að öðlast
þessi gæði, sem hvergi fyrirfundust
nema í höfuðborginni,,skildi fólkið
eftir óteljandi kot og bæi og mann-
lausar tóftirnar grotnuðu niður sem
eyðibýli um allt fand. Ástandið í
kaupstöðum og kauptúnum úti á
landi var lítið betra, þar sátu flestir í
bárujárnshreysum, sem reist höfðu
verið í einhverri fjörunni kringum
aldamót. Bátarnir og sjómennirnir
fóru á vertið við Faxafióa og helm-
ingur íbúanna fylgdi á eftir þeim sem
farandverkafólk og sumir sneru ekki
aftur heldur loddu við kjötkatlana.
Sjálfsagt munaði ekki miklu að
mörg byggðarlögin legðust í eyði, en
^ „Vegna þessarar daglegu geðveiki væri
nú helst þörf fyrir að koma á „jafnvægi í
byggð Reykjavíkur” og gera úthverfin fær um
að skapa sér sjálfstætt líf.”