Dagblaðið - 18.07.1980, Qupperneq 11
neðanvert Húanghe-fljót fellur um,
sérstaklega þar, sem nú heitir Sjan-
dong- og Henan-fylki, þar sem kín-
verska þjóðin reis fyrst á legg. En á
400 árum frá lokum Austur-Han-
ættarinnar (25—220) til öndverðrar
stjórnartíðar Súí-ættarinnar (581 —
618) var Húanghe-lægðin að stað-
aldri hrjáð af stríðum. Þetta leiddi til
þess, að þungamiðja kínversks efna-
hagslífs fluttist smám saman suður á
bóginn, og hófst sú breyting á valda-
tíma Súl-ættarinnar. Síðar, þegar
baðmullarrækt breiddist út í Norður-
Kína, dróst silkiframleiðslan saman í
Húanghe-lægðinni, og atvinnuvegur-
inn blómgaðist að nýju sunnar, um
miðbik og neðri hluta Tsangjíang-
fljóts.
Mestan hlutann af stjórnartíð
Qing-ættarinnar (1644—1911) var
höfnin í Gúangzhú sú eina, sem opin
var útlendingum og útflutningur
silkis sem framleitt var kringum
Tæhú-vatnið minnkaði stórlega.
Þetta varð til þess að örva silkifram-
leiðsluna í óshólmum Zhújíang-
(Perlu-) fljóts í Suður-Kina, sem með
tímanum varð eitt af helztu silki-
ræktarsvæðum Kína.
Silkiormurinn er viðkvæmt búdýr,
sem hrjáð er mörgum alvarlegum
sjúkdómum, svo að það er ekki
auðvelt að rækta hann. Þar að auki
þarf sifellt að vera að fóðra hann á
ókjörum af mórberjalaufi og hirða
vandlega um hann. Silkiframleiðsla
er vinnufrekt starf og krefst mikillar
aðgæzlu og kunnáttu í ræktun og
eldi, hespun og vefnaði. Til þessa
dags kalla ræktendur í suðurhér-
uðunum silkiorminn „Ijúflinginn
dýra”.
En kínverskum bændum lærðist að
ná tökum á hinum margvíslegu erfið-
leikum af völdum náttúrunnar, sem
hrjáðu atvinnuveginn, og um skeið
var Kína fremst allra landa i list silki-
ormaræktarinnar. Þetta fór að breyt-
ast fyrir um það bil tveim öldum.
Duglausir, lénskir stjórnendur, sjálf-
umglatt ihald samfará ránsskap
heimsvaidasinna ollu geigvænlegri
hnignun silkiatvinnuvegarins. Hann
staðnaði og dróst aftur úr. Jafnvel
nýjar uppfinningar, sem hefðu getað
stöðvað hnignunina, voru að engu
hafðar eða ekki var hægt að hagnýta
þær. Til dæmis voru kynbætur upp-
götvaðar i Kina um miðja 16. öld,
eins og sjá má af bók Song Jingxings
Hagnýting verka náttúrunnar, seift
rituð var 1587. í þessari bók lýsir
hann ráðum til að fá fram sterkari og
betri silkiorma, en það var ekki fyrr
en 1922, að Kínverjar lærðu að nýju
af Japönum að rækta kynblönduð
egg-
Eftir ópíumstríðið 1840 hnignaði
Kína stig af stigi, og það varð hálf-
lénskt land og hálfnýlenda.
Kringum 1910 fór Japan fram úr
Kína, fyrst um framleiðslumagn á
hrásilki og síðan púpuhúsum. Á
næstu 40 árum sundruðu heimsvalda-
sinnar, herkóngar og Kúómingang
ríkinu, fóru um landið báli og brandi
og ónýttu stór svæði vaxin mórberja-
lundum. Árið 1949 var púpuhúsa-
framleiðsla Kina aðeins 30.000 lestir,
minna en sjöundi hluti þess, sem var
1931.
Silkiormarækt
endurreist
Þegar eftir 1949 gerði ríkisstjórnin
geysiöflugt átak í að reisa við og þróa
silkiatvinnuveginn. Á gömlum silki-
rætkarsvæðum voru menn hvattir til
að bæta framleiðslutæknina og
stækka mórberjagarðana, og ný
svæði voru byggð upp. Silkiorma-
ræktin var aukin, tinslukerfið líka.
Innkaupsverð á púpuhúsum var
hækkað og framleiðendur voru verð-
launaðir með bónus og fjárhagslegri
aðstoð. Teknar voru upp nútimalegar
undirbúningsaðferðir, menn voru
hvattir til að afla sér aukinnar þekk-
ingar á silkiormarækt, sett voru upp
nútímaleg rannsóknartæki og nám-
skeið haldin til að kenna að rækta og
ala heilbrigða orma. Ríkið setti á
stofn kerfi af stöðvum til að fram-
leiða egg handa ræktendum.
Þessum ráðstöfunum, sem hófust
fyrir nærri 30 árum, hefur verið
haldið áfram síðan, og þær eru
farnar að bera árangur. 1970 var
Kína, hið upphaflega heimkynni
silkisins og það land sem enn fram-
leiðir silki sem er meðal hins bezta og
sterkasta í heimi, aftur orðið stærsti
framleiðandi púpuhúsa í heiminum.
Eitt ráð sem stuðlaði að þvi að ná
þessum árangri var að útbreiða
bættar ræktunaraðferðir, þar á
meðal ræktun á arðmiklum mór-
berjatrjám, en á þeim byggist fóður-
öflunin handa hinum þurftarmiklu
silkiormum. í Zhejiang-fylki, einu af
helztu silkiræktarsvæðum Kína, gat í
eina tið aðeins Tongxíang-sýsla og
nokkrir aðrir staðir framleitt ágrædd
mórberjatré, sem gefa mikla upp-
skeru af laufi. Nú eru slík tré ágrædd
og ræktuð á mörgum stöðum í Kína,
og fæst af þeim ríkuleg uppskera af
laufi til eflingar framleiðslu á púpu-
húsum.
Eldisaðferðir hafa líka tekið fram-
förum. Á sjötta áratugnum, þegar
ræktendur hækkuðu hitastig Iítillega
í eldisskálunum til að fá sem mestan
vöxt, urðu þeir að fjölga fóðrunar-
timum á nótt og degi margfalt, því að
við hækkaðan hita þornaði mór-
berjalaufið. Það þýddi „færri lauf og
oftar”, því að ormarnir snerta ekki
visnað lauf. Þá varð að gefa ormun-
um aðra hverja klukkustund, en það
þýddi stóraukna vinnu fyrir ræktend-
urna. Siðan var ásjöunda áratugnum
farið að breiða plast yfir eldiskerin og
draga þannig úr uppgufun, þornun
laufsins og tíðni fóðrunar. Á áttunda
áratugnum voru eldisskálarnir hitaðir
með rörum í gólfi, sem síðan var
úðað með vatni til að halda við æski-
legum hita og raka. Á suraum
svæðum eru notuð rafmagnstæki,
sem gefa betri árangur. Með þessu
móti fækkar fóðrunartímum niður i
þrjá á dag. Fyrrum þurftu ræktendur
að ve: a uppi alla nóttina.
Notuð eru betri kyn silkiorma. Þau
er auðveldara að ala, og þau gefa
meira af sér. Tekizt hefur að mestu
leyti að ráða við þá sjúkdóma, sem
hrjá silkiorma og mórberjatré.
Silkiormar eru ræktaðir hvarvetna
á meginlandi Kína nema i Tíbet, á
sjálfstjórnarsvæðinu Ningxía Húí og
í Qinghæ-fylki. Silkiormarækt er nú
stunduð i nærri því helmingnum af
hinum 2000 sýslum í Kína. Á sumum
svæðum hafa verið teknar upp hug-
vitssamlegar aðferðir við að rækta
mórberjatré, svo að þau gefi góðan
arð. í hinni þéttbýlu Sitsúan-lægð
spara ræktendurnir sér land undir
korn með því að rækta mórberjatré,
hvar sem þeim verður fyrir komið.
Það er ekki óalgengt að sjá litlar
þyrpingar af mórberjatrjám á
stöðum, þar sem þær keppa ekki við
korn. Samt er ársuppskera fylkisins
af púpuhúsum yfirleitt kringum
70.000 lestir. í Jíaxisn-héraði í
Zhejiang-fylki eru aðeins 53.000
hektarar notaðir undir mórberja-
lundi, en meðaluppskera á hektara er
0,75 lestir. í óshólmum Zhújíang-
fljóts í Suður-Kína hafa hinir hyggnu
bændur þar komið sér upp keðju-
ræktun: fiskur—mórberjatré—silki-
ormur—fiskur. Fiskur er ræktaður i
tjörnum með mórberjatrjám í kring,
sem ormarnir nærast af, og úrgangs-
efni ormanna eru notuð til að ala
fiskinn, en úrgangsefni hans eru
áburður fyrir moldina, sem mór-
berjatrén gróa i. Margir vinnuhópar
og jafnvel heilar kommúnur „veiða
hálfa lest af fiski fyrir hverjar 2,5
lestir af mórberjalaufi”. í fjalllendi í
Húangheár-dalnum vaxa mórberja-
trén á hryggjunum ofan við stall-
skipta akrana.
í Kína eru nú einhvers staðar
kringum 400.000 hektarar undir mór-
berjatrjám að meðtöldum hinum
litlu, stöku lundum. Til jafnaðar er
uppskeran 0,52 lestir af púpuhúsum á
hektara. Með öðrum orðum sagt,
það vaxa nú helmingi fleiri mórberja-
tré en 1949 og ársuppskeran af púpu-
húsum er þreföld.
Samt sem áður hefur silkiorma-
ræktin ekki þróazt jafnt eða hnökra-
laust. Tækni og tæknibúnaöur í
framleiðslunni er jafnvel ennþá
næsta aftur úr, og garnið sem fæst úr
hvejru kílói af púpuhúsum er tiltölu-
lega lítið. Tínsla á mórberjalaufi er
enn aðallega handunnin svo og
fóðrun ormanna. Þess vegna er fram-
leiðnin ennþá fremur litil. En það er
verið að færa þennan hefðbundna at-
vinnuveg í nútíma form, og óhætt er
að vænta hraðari framfara i þessari
list silkiormaræktarinnar af þeirri
þjóð, sem fyrst allra gaf heiminum
silkið, það efni sem enn i dag þykir
ágætast lil klæða i heiminum.
sá harmleikur gerðist þó einkum á
norðanverðum Vestfjörðum. Þar
með var rofin sú lögmálsskylda
þjóðarinnar, sem stendur á gullnum
töflum, að byggja allt landið. Víðast
annars staðar tókst við illan leik að
viðhalda þolanlegu samlífskerfi og
fólk sætti sig við minna en sollinn i
Babýlon. Afleiðing af umbyltingun-
um var skortur á matvælum í land-
Föstudags
grein
inu, skammta varð mjólk hluta úr
ári, kjötlaust varð snemmsumars og
þurfti að flytja inn kartöflur.
Tæknin kom báðum til bjargar,
borg og byggð, í líki jeppa og dráttar-
vélar. Menn löguðu sig að breyttum
aðstæðum, með vélarafii var komið á
fót kerfi fámennisbúskapar, hjón
með börnum á bæ gátu framleitt
meira en full baðstofa af vinnufólki
áður. Uppljómun fyrir bóndann,
framleiðslan óx og tekjur hans með.
Þannig urðu íslenskir bændur heill-
aðir af guðspjalli hagvaxtarins og
hófst stórfelld framræsla mýra, ný-
rækt og sífelld árleg framleiðslu-
aukning, sem kom sér líka vel í marga
áratugi, því borgarbyggðin óx og
fólkið var svo frjósamt, að áður en
við var litið hafði íbúatalan tvöfald-
ast úr 100 upp í 200 þús.
Lika hófst viðnám gegn fólksflótt-
anum í sjávarplássunum. Gekk
heldur hægara, en vísir að nýjum
tíma hófst með byggingu litilla frysti-
húsa, síðan fylgdu á eftir lanAþelgis-
víkkanir og loks tilkoma ftjtílromnari
fiskiskipa, síðast skuttogara.
Til að jafna misvægiö í lífskjörum
milli borgar og landsbyggðar, hófust
framkvæmdir við það, sem var í
fyrstu kallað jafnvægi i byggð og
síðan byggðastefna, fyrst með raf-
væðingu sveitanna, síðan með stór-
brotinni vcgagerð, síma á hvern bæ,
útvarps- og sjónvarpsmóttöku, skóla
og félagsheimilabyggingum, hafnar-
gerðum og læknamiðstöðvum. Allt
voru þetta dýrar framkvæmdir og
höfuðborgarmenn lögðu stóran skerf
til þeirra. Bæði sjálfstæðismenn og
framsóknarmenn stóðu einhuga um
þær. Hér var ekki aðeins verið að
borga nokkrum bændum bitlinga úr
hnefa, heldur var verið að skapa það
framtíðar ísland, sem við og niðjar
okkar eiga að lifa á.
En einnig var verið að slá varnagla
gegn alvarlegri hættu, sem yfir vofir,
að alltof mikill hlutfallslegur mann-
fjöldi safnist í eina kös á höfuð-
borgarsvæðinu. Útkoma mannflutn-
inganna miklu varð, að um 60% af
allri þjóðinni sitja hér á litlum bletti,
um 130 þús. manns af 220 þús. Borg-
in er orðin svo stór, að hún á í stök-
ustu vandræðum með sjálfa sig,
vegalengdir að heiman og í vinnuna
taka engu tali og eru einhver hrylli-
legasta tímasóun og eldsneytiseyðsla
sem þekkist á landinu. Kraðakið í
miðborginni svo að líkist kvalastað í
víti Dantes. Vegna þessarar daglegu
geðveiki, væri nú helst þörf fyrir að
koma á „jafnvægi í byggð Reykja-
víkur” og gera úthverfin fær um að
skapa sér sjálfstætt lif.
Á meðan var byggðastefnan loks-
ins farin að ná verulegum árangri,
einkum síðasta áratuginn i sjávar-
plássunum með skutttogurunum,
vinnu, fjármagni, íbúðabyggingum,
almennri velsæld og jafnvel töluverð-
um lúxusi allt í kringum land. Það
eina sem mátti að þessu finna var, að
fiskimennirnir kunnu sér ekkert hóf í
fisklöndunum og breyttu samborgur-
um sínum og eiginkonum í vinnu-
þræla.
Og eit't er víst, að ekki tapaði
höfuðborgin á þessu. Hún varð nú í
fyrsta skipti raunveruleg höfuðborg,
í raunverulegu 100 þús. ferkílómetra
ríki. Hún varð æ meiri þjónustumið-
stöð fyrir allt landið. Viðskiptin
margfölduðust og Reykjavík græddi
mest allra á gullöldinni úti á lands-
byggðinni. Daglega streyma héðan
flutningabílar og farmskip út á lands-
byggðina, og flugfraktin er venjulega
yfirfull. Það er gaman að vera úti á
flugvelli á föstudegi, þegar Fokker-
vélarnar koma hingað af öllum lands-
hornum troðfullar af sællegum
sveitamönnum. Þeir koma hingað til
að njóta hvers kyns þjónustu og
skemmtana og eyða peningunum.
Þannig var að myndast heilbrigt sam-
félag í öllu landinu, eins og tíðkast i
öllum sæmilega siðuðum löndum,
þar sem ótal borgir og héruð í ólíkum
landshlutum kallast daglega á um
viðskipti og þjónustu. Þannig viljum
við að Ísland verði, ef við höfum til
að bera nokkra heiðarlega land-
kennd.
En þá gerðist undarlegur atburður
i miðju kafi. Skýtur þar ekki upp kol-
svörtum tígulgosa í spilinu. Albert
Guðmundsson spurði sinnar frægu
spurningar: Hvar eru þingmenn
Reykvíkinga? Á yfirborðinu voru
þetta ávítur og ákúrur þingmanns
sem fiytur að jafnaði eitt eða ekkert
frumvarp á ári, til elskulegra sam-
þingsmanna og samflokksmanna, að
þeir væru einskisnýtir, gerðu ekkert
gagn. En i raun og veru var þetta ekk-
ert annaö en purkunarlaus árás á
byggðastefnuna.
Fáir atburðir hafa haft afdrifarík-
ari og verri áhrif í þjóðmálunum.
Hann hefði ekki þurft að hafa það, ef
aðrir forustumenn hefðu strax tekið í
taumana og leitt menn til rétts vegar.
En viðbrögð þeirra voru, eins og þeir
væru hræddar hænur eða hvolpar,
sem þorðu hvorki að reka upp gagg
né gelt. Þannig hefur nú staðið árum
saman innan þessa vesæla flokks, að
ef einhver spekin hefur fram gengið
af munni Alberts, þeyþey, það má
ekki meiða Albert. í skjóli þessa
pukurs og vanþekkingar á megin-
kjarna íslenskrar tilveru hafa svo
sprottið á haugnum furðulegustu
gorkúlukenningar, sem eru likari
reyfara en nokkrum pólitískum rök-
ræðum, gaspur um að binda sem
fyrst enda á alla byggðastefnu og að
miklu svifaminna væri að safna öll-
um 220 þús. hræðunum saman á einn
stað hér á nesjunum, þar sem hægt sé
að fæða og klæða alla á einu færi-
bandi.
Nokkuð skyldar þessu eru svo
hinar góðlátlegu landbúnaðarkenn-
ingar. scm rifja upp öll verstu
spisslindugheitin hjá Laxness þegar
hann var á galgopaskeiðinu, um að
hægt væri að framleiða öll matvæli
fyrir íslendinga á svo sem einu sósíal-
ísku samyrkjubúi austur í Flóa. Nú
reikna hálærðir hagfræðingar og
matvælafræðingar það út fyrir okkur
af mikilli list, að miklu ódýrara sé
fyrir okkur að borga bændum fyrir
að hætta búskap en að halda stöðugt
áfram þessum endalausu niður-
greiðslum. Eru síðan dregnar upp
glæstar myndir af því, hve einstak-
lega fagurt mannlif yrði ef 220 þús.
manns söfnuöust saman i eina kös í
borginni. Þessi litla viðbót, ein 90
þús., gæti komist fyrir i nýju úthverfi
austur í Bláfjöllum og allur skarinn
æki á hverjum degi til vinnu sinnar í
bönkunum niðri 1 Austurstræti.
Nei, gallinn við ykkur, drengir
mínir, er, að þið hafið enga land-
kennd. Þið skiljið það ekki, að
grundvallaratriðið í allri lífstilveru og
ævigistingu þessarar þjóðar úti í
Atlantshafinu er að byggja hólmann
allan, hvorki meira né minna, og gefa
öllum þjóðfélagsþegnunum nokkurn
veginn sömu aðstæður til að njóta
þess, sem hann hefur að bjóða.
Hitt er rétt í gagnrýninni, að mikil
og dýr mistök hafa orðið í landbún-
aðarstefnunni, sem stöfuðu af
skammsýnni oftrú á hagfræði og
hagvexti, en fléttast einnig saman við
einokunarhagsmuni sölusamtak-
anna, sem eru slík mafía, að þau
verða bændunum myllusteinn um
háls. En úr því hagfræðingatjóni þarf
aþ.reyna að draga, eins og frekast er
unnt, m.a. með því að hægja á og
draga úr bruðli sölusamtakanna, að
minnsta kosti meðan erfiðleikarnir
eru nú hvað mestir, en þeir virðast
ekkert lát ætla að gera á. Ef niður-
skurður verður framkvæmdur á að
gera hann hjá stærstu framleiðslu-
toppunum, sem létu hagvaxtarmýrar-
Ijósið teygja sig út i mestar ógöngur.
Hér verða engir bæir né heilar
byggðir lagðar í eyði. Það þarf að
vera alveg klárt og höfuðborgin á að
vera reiðubúin að leggja sitt af mörk-
um til þeirrar landverndar, þó hún
þurfi ekki að bera allan skaðann af
hagfræðiheimsku Framsóknarklík-
unnar.
Og hitt þarf líka að vera alveg
klárt. Sjálfstæðisflokkurinn verður
nú að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Hvort er hann heill eða hálfur? Þýðir
ekki að dussa allt niður. Vill hann
stefna að því að byggja og treysta á
„allt” landið, eða er draumur hans
sami og gárunganna yfir kaffiborði á
Hótelborg, að í framtíöinni skuli
Reykjavík standa hér eins og höfuð-
borg á tunglinu, eða einöngruð veiði-
stöð á austurströnd Grænlands, þar
sem ferðaskrifstofurnar auglýsi í
kröftugri samkeppni einkaframtaks-
ins: Skemmtiferð um Skagafjarðar-
auðnir. Heimsækið Dauðadal Hér-
aðsins. Kynnist dýralífinu á Vest-
fjörðum, því þar vilja þeir víst ekki
að lifi annað en refur og minkur.
Þorsteinn Thorarensen
A „Hvort er Sjálfstædisflokkurinn heill eöa
hálfur? Þýöir ekki að dussa allt niður.
Vill hann stefna aö því aö byggja og treysta á
„allt” landið, eöa er draumur hans sami og
gárunganna yfír kaffíboröi á Hótelborg, aö í
framtíðinni skuli Reykjavík standa hér eins op
höfuöborg á tunglinu ...”