Dagblaðið - 18.07.1980, Page 16

Dagblaðið - 18.07.1980, Page 16
20 / DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1980. ' ' .... ................. * Gítar og semball í Norræna húsinu HELGA. JOHANN i OG GUNNAR ÞÓRDARSON Á SPRENGISANDI HELGA, JÓHANN OG GUNNAR VERÐA í AUSTURSTRÆTI í DAG FRÁ 2-6 OG ÁRITA NÝJU HLJÓMPLÖTUNA SPRENGISANDUR Tónleikar í Norræna húsinu 15. júlí. Flytjandur: Wim Hoogewarf, gltaHelkari og Þóra Johansen, semballelkarí. Efnlsskrá: John Dowland; My Lady Hudsons Puffe, Pavane Lacrímae og Frog GaNiard; Jan P. Sweellnck: Toccata nr. 16 ( a-moll; J.8. Bach: Triósónata I d-moll, BWV 627, Dom. Scariatti: Sónata ( D-dúr K 119; Luigi Boccherini: Introduction et Fangado; Stephan Dodgson; Duo Concertant; Joel Bons: Ruyskens; Walter Hekster: Chaln; PorkeH Sigurbjömsson: Fiori. Það hefur farið fyrir Þóru Johan- sen eiris og fleiri píanóleikurum að falla fyrir sembal í námi erlendis, og túrnerast svo I trúnni að ekki verði aftur á píanóbekkinn snúið. Og heim er hún komin að láta í sér heyra á- samt gítarleikaranum Wim Hoogewerf. Það var reyndar hann, sem hóf hljómleikana með þremur stykkjum Johns Dowland. létt og lifandi með sínum sterka per- sónulega stil. Þóra lék síöan Toccötu Jans Pieters Sweelincks. Þungt í byrjun, en lóttist Toccötuna lék Þóra ágætlega, en mér fannst skína um of í gegn að Góður Dowland Hvort sem hann var nú íri eða Englendingur, þetta fyrrum hirðtón- skáld Danakonungs, sem tileinkaði verk sín jafnt tildursdrósum, sem kafteinum hans hátignar Breta- konungs, hverjir höfðu sjórán fyrir aukastarf, og andaðist siðan i örbirgð, eru lögin hans ætíð jafn heillandi, ekki síst þegar vel er tneð þau farið. Wim Hoogewerf lék þau Þóra Johansen L YFSÖLULEYFI aug/ýst /aust ti/ umsóknar Framlengdur er til 25. þ.m. umsóknarfrestur um lyfsöluleyfið við Apótek Austurlands, Seyðis- firði. Umsóknir sendist landlæknisskrifstofu. Ennfremur er innan sama umsóknarfrests lýst eftir umsóknum um stöðu forstöðumanns við sömu lyfjabúð, fari svo að lyfsöluleyfið verði veitt einstaklingi. Umsóknir um það starf sendist ráðuneytinu, þar sem frekari upplýsingar fást um starfið. Heilbrigðis- og tryggingamáiaráðuneytið, 15. júii 1980. Sweelinck hafi hugsað hana sem orgelverk. í triósónötu Bachs, bar samleikur þeirra skólasvip framan af, en I lokakaflanum áttuðu þau sig og buðu upp á líflegan og skemmtilegan samleik. í Sembalsónötu Domenicos Scarlattis fannst mér Þóra full þung. En Introduction et Fandango eftir Boccherini léku þau með þokka og reisn. Wim Hoogewert. Brellur nútímans Á seinni hluta tónleikanna trónuðu svo nútímaverk. Duo Concertant Dodgsons er allt of lang- dregið verk og of hlaðið endur- tekningum til að vera spennandi. í gítarverkum Joéls Bons og Walters Heksters fékk Wim Hoogewerf ómæld tækifæri 11 að sýna sina frá- bæru tækni. Bæði voru verkin nógu skýr og stutt til að sleppa við að verða þreytandi, þvi að báðum tónskáldunum, og þá sérstaklega Bons, hættir til að raða saman effektum og tæknibrellum, sem sýna að vísu góða þekkingu þeirra á möguleikum gítarsins, en minna af skáldgáfu. , Eðlileg blóm Blómin hans Þorkels Sigurbjörns- sonar reyndust vera virkilega spennandi og áheyrilegt, en umfram allt eðlilegt verk, þar sem náttúrulegur hljómur og blær beggja hljóðfæranna fékk að njóta sín til fulls. Þóra og Wim léku „Fiori” lika Ijómandi vel. Þóra kemur fyrir, sem þroskaður semballeikari, með ágæta tækni, en dálítið þunglamalegan stíl. Kjarkmikill Wim Hoogewerf hefur frábæra tækni og skemmtilegan, afar per- sónulegan gitarstíl. Hann er ekki einungis vel að sér í hefðbundinni tækni hljóðfærisins heldur einnig í þeim brellum, er vel þarf að kunna til að koma nútimaverkum til skila. Hann er kjarkmikill gitaristi — ég man ekki eftir að hafa heyrt annan gítarleikara takast jafn hressilega á við nútímagítarverk. Ingólfur Örn Arnarson ásamt einu verka sinna. FAR SER ALLT Ekki dofnar yfir sýningarstarfsemi þótt hásumar sé samkvæmt almanaki Þjóðvinafélagsins og virðist nú vertið myndlistarmanna dreifast nokkuð jafnt á árið allt, þótt óneitanlega sé álagið mest áberandi mánuðina sept- ember—desember og síðan febrúar og fram i maí. Ungur myndlistarmaður, Ingólfur Örn Arnarson, sýnir nokkur verk í Ásmundarsal til 20. júlí nk. Hann stundar nú nám við listaakademíuna í .Maastricht í Hollandi, eftir rækilegt nám við báða myndlistarskólana hér i Reykjavík. Akademían i Maastricht, sem nokkrir íslendingar hafa sótt, er sérstök meðal evrópskra listaskóla að þvi leyti að inn i hana eru aðeins 50 nemendi(r teknir og fær hver og einn þeirra vinnuaðstöðu eftir þörfum ásamt allri þeirri tæknilegu aðstoð sem hann kann að óska eftir. Náttúran í æðra veldi í fljótu bragði virðist fátt sam- eiginlegt með þeim sex verkum sem Ingólfur Örn sýnir, nema hvað Ijós- myndatækni er beitt við gerð þeirra allra. En við nánari skoðun koma i Ijós önnur einkenni sem hjálpa áhorf- andanum áleiðis. Ingólfur Örn vinnur i myndröðum, oftar í mynd- tvenndum. Atriðum er stillt upp hlið við hlið, eða í námunda hvort við annað, okkur til samanburðar — og væntanlega skilnings. Á bak við þess- ar ígrundanir listamannsins er náttúr- an sjálf, en afar „intellektúelt” meðhöndluð. Samanburður sá sem Ingólfur Örn stendur fyrir virðist, a.m.k. i sumum verkum, ganga út á mismunandi sjónræna skynjun á þeim fyrirbærum sem við stöndum andspænis. Mikið stækkuð og grá- kornótt mynd af himninum er fest við hlið annarrar myndar þar sem sést í mikið stækkað brot úr steini. Við getum notað þetta verk sem út- gangspunkt: meðan frekari stækkun á himin-ljósmyndinni gerir hana enn ógreinilegrt, þá verður mynd steinsins enn skýrari við stækkun. En sé þess- um . prósess” haldið áfram, þá enda báðar rnyndir í þoku, óendanleika. Að sjá og skynja Hlið við hlið eru tvær ílangar myndir. Önnur er mikið stækkuð mynd af kvöldhimni, þar sem ljósið er breytilegt eftir því hvort maður aðstæður. Ég er alls ekki viss um að ég skilji til fulls umfang þeirra hug- mynda sem Ingólfur Örn hefur i tak- inu og hvert þær koma til með að leiða hatin. Öll úrvinnsla hans er hins vegar afar tær og rökföst — þótt helstu rökin séu kannski heimatilbú- in. Úr viðjum vanans Það er ósköp auðvelt fyrir óinn- vígða að hafa myndlist sem þessa að háði og spotti. Og vissulega tekur það tímann sinn að komast inn i þanka- gang framsækinna ungra listamanna á borð við Ingólf Örn. Stundum reynist það heldur ekki fyrirhafnar- innar virði. En um myndlist sagði AÐALSTEINN INGÓLFSSON litur á efri eða neðri part myndarinn- ar. Hin er sömu stærðar og alhvít nema hvað efst er ritað „pebble”, neðst „stone” (steinvala og steinn). Hér virðist Ingólfur Örn vera að leika sér með tvenns konar skynjun, þ.e. sjónræna, sem les úr litbreytingum fyrri myndarinnar, og orðskynjun, sem gerir greinarmun á merkingu (og skyldleika) þessara tveggja orða. í öðrum verkum eru fleiri blæ- brigði skynjunar könnuð svo og af- leiðingar þeirra. Lögmálin um lit- blöndun verða Ingólfi Erni tilefni til myndrænnar rannsóknar og sömu- leiðis kemur tímahugtakið inn í skoðun hans á umhverfi við ákveðnar heimspekingurinn og þjóðfélags- fræðingurinn Lewis Mumford eitt sinn þessi fleygu orð: „Hún á að örva áhorfandann til þátttöku í sköpun, leysa hann úr viðjum vanans, dýpka hugsun hans og tilfinningar, skerpa skilningarvit hans, styrkja innri mann hans og búa til innihaldsrika heild úr þeim þáttum lífsins sem áður virtust fullir af þverstæðum og óvissu, án nokkurs gildis eða inni- halds”. Ég sé ekki betur en margt af því sem kallað hefur verið nýlist gegni þessu hlutverki ágætlega, engu síður en hefðbundnari myndlist. - AI

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.