Dagblaðið - 18.07.1980, Side 28

Dagblaðið - 18.07.1980, Side 28
Á bak við tjöldin í kjarasamningunum: Vinnuveitendur hreyfa sig í átt til hækkunar Makkað hefur verið bak við tjöldin í kjarasamningum Alþýðusambands- fólks síðustu daga. Vinnuveitendur hafa í einkaviðræðum látið að því liggja, að þeir gætu samþykkt nokkrar kauphækkanir. >að gildir einkum um fulltrúa Vinr.umálasam- bands samvinnufélaganna. Fulltrúar launþega líta svo á, að Vinnumálasambandið gæti sætt sig við allt að 5 prósent grunnkaups- hækkun eins og ASI krefst. En sá mikli þröskuldur er á veginum, að Vinnumálasambandið er mjög nei- kvætt gagnvart þeirri tilfærslu á flokkaskipun, sem ASÍ og vinnuveit- endur hafa rætt. Ástæðan er, að hjá Vinnumálasambandinu vinnur mikið af lðjufólki. Tilfærsla á flokka- skipun mundi veita því viðbótar- kauphækkun, þannig að alls gæti kauphækkun þessa fólks orðið9—11 prósent. Vísitöluspurningin er óleyst bæði í viðræðum ASÍ-manna og samvinnumanna og ASÍ og Vinnu- veitendasambandsins. Fulltrúar Vinnuveitendasambands- ins hafa einnig gefið í skyn, að þeir gætu samþykkt einhverjar jgrunn- kaupshækkanir og þá kannski 10 þúsund króna hækkun á mánuði „yfir línuna”. Þetta er í samræmi við afstöðu' ríkisstjórnarinnar í við- ræðum við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. í vísitölumálinu ríkir klofningur hjá ASÍ-mönnum. Sumir vilja hlut- fallslegar verðbætur, aðrir hafa ,,gólf”, þannig að láglaunafólk fái í krónum sömu verðbætur og fólk með hærri laun. Þótt nokkuð hafi miðað bak við tjöldin, er alveg óvíst, að nokkur opinber tilboð komi fram á fundi aðila með sáttanefnd í dag. - HH Þótti nóg um tilfærslurnar Heinrich Axel skipstjóri á Nordsee. ,,Við lentum ekki í verulegum hrakn- ingum á leiðinni fyrr en við komum inn í Reykjavíkurhöfn,” sagði Heinrich Axel Gruhardt skipstjóri á þýzku skút- unni Nordsee, sem kom til Reykjavíkur í fyrrinótt. Um borð er 14 manna áhöfn, þar af ein kona. Skútan kemur frá Glíicksburg og var 10 daga á leið- inni. Hrakningarnir sem skipstjórinntalar um í Reykjavíkurhöfn geta vart talizt stórkostlegir, þvi rjómalogn var. Hins vegar voru skipverjar látnir færa skút- una tvisvar eða þrisvar sinnum inni í höfninni og kunnu þeir því ekkert sér- staklega vel. Skipverjarnir á Nordsee eru félagar í Hanseatische Yachtschule, sem er stærsti siglingaklúbbur í Vestur-Þýzka- landi. Félagar þar eru um átján þúsund talsins. Undirbúningur fyrir íslands- ferðina stóð í tvö ár. Það kom fram í spjallinu við skip- stjórann i gær, að skútan getur haft uppi í einu segl, sem ná yfír 550 fer- metra. Svo rausnarlegt er það þó venju- lega ekki á siglingu. Þá eru segl uppi, sem þekja 165 fermetra. -RG/JH — DB-myndir Rúnar Gunnarsson. Skipverjarnir á Nordsee binda skútu sina i þriðja sinn i höfninni i Reykja- vík. — skútuskipstjórinn taldi hrakningana fyrst byrja í Reykjavíkurhöfn 30 metra hár gos- strókur í Gjástykki í hrinum: Ferðamenn tefla á tvær hættur „Strókurinn fer um 30 m i loft upp þegar mest gcngur á en annars liggur gosið oft niðri um hríð og gýs siðan upp aftur,’’ sagði Birgir Kristjánsson, bifreiðarstjóri í Reynihlið, í samtali við DB í morgun. Fer hann með hópa af ferðamönnum tvisvar á dag frá Hótel Reynihlið að eldstöövunum i Gjástykki. Kvaö hann ferðamenn við eldana alls ekki sýna nægjanlega aðgæzlu við nýja hrauniö, fólk færi mikið út á hiná ný- storknuðu þunnu skorpu, sem gæti brostið undan því þegar minnst varði. Einungis gýs í nyrzta hluta gos- stöðvanna og virðist mönnum jafnvel að gosið sé að færast enn norðar en veriðhefur. -BH. Friðrik Sophusson alþingismaöur: „Rakið kjaftæði í ráðherranum” — ráðherra Ijóst að Olíumalarmálið er ekki hjá fjárveitinganefnd „Þetta er rakið kjaftæði i ráðherr- anum, hann veit ekkert hvað hann er að segja,” sagði Friðrik Sophusson alþingismaður, sem sæti á í fjárveit- inganefnd Alþingis. Þessi ummæli Friðriks koma í framhaldi af fullyrð- ingu Ragnars Arnalds fjármálaráð- herra í DB i fyrradag þar sem hann sagði að Olíumalarmálið væri hjá fjárveitinganefnd en ekki sér. „Ráðherranum er algerlega ljóst að málið er ekki hjá fjárveitinga- nefnd. Vilji ráðherrann að nefndin taki málið fyrir, verður að koma viljayfirlýsing frá honum. En það verður að liggja fyrir að fjárveitinga- nefnd er engin rannsóknarnefnd og það þýðir ekkert fyrir ráðherrann að skjóta sér bak við ákvörðun okkar. Það er ákvörðun ríkisstjórnarinnar hvað gert verður við Olíumöl hf., en síðan er það spuming hvort fjárveit- inganefnd samþykkir að söluskattur- inn verði felldur niður hjá fyrirtæk- inu. Þetta Olíumalarmál er skelfilegt frá upphafi. Byrjað var á því að gefa vilyrði fyrir því að söluskatturinn yrði felldur niður, sem ekki á að eiga sér stað. Síðan var sú klásúla tekin inn í fjárlög, en það var skilyrt að fjárveitinganefnd yrði að samþykkja þá niðurfellingu. En það versta sem fyrir fyrirtæki getur komið, er að fá hvorki að lifa né deyja eins og er með Oliumöl hf. núna. Annars eru það óskir lána- drottna sem ráða því hvort fyrirtækið er tekið til gjaldþrotaskipta. ” -JH frfálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1980. „Kerfið" er mesti and- stæðingur neytenda „Það er með ólíkindum að mestur hluti af tíma þeirra manna sem í Neytendasamtökunum starfa launalaust skuli fara í það að eiga árangurslaus viðskipti við opinberar stofnanir,” sagði Gísli Jónsson prófessor á blaðamannafundi sem Neytendasamtökin boðuðu til í gær. „Við sendum jafnvel ráðherrum rökstudd bréf, skýrum þeim frá því hvað á bjátar í kerfinu. En þeir virða okkur ekki einu sinni svars, hvað þá að leiðrétting fáist,” sagði prófessor Gísli. Það kom fram á fundinum að það eru ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson og Ingvar Gíslason, sem helzt eiga ósvarað bréfum Neytenda- samtakanna. „Hvar sem kerfið er spurt í dag liggja ekki skýr svör fyrir. Það ástand er skapað af embættismönnum, til þess er ekki ætlazt af löggjafanum,” sögðu þeir á blaðamannafundinum í gær, Neytendasamtakamenn. Við birtum skjöl þeirra siðar á neytendasíðu.-A.St. Mikil fjörumengun á Akureyri: 90% lagna á Akureyri ófullkomin „Það er von á úrbótum. Það er það eina sem ég get sagt,” sagði Helgi Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, er DB innti hann álits á könnun, sem Sigurður Bjarklind, heilbrigðisfulitrúi gerði nýlega á skolplögnum innan bæjar- marka Akureyrar. Niðurstaða Sigurðar \jar á þá leið, að skolplagnirnar væru yfirleitt mjög ófullkomnar og uppfylltu ekki þau skilyrði sem heilbrigðisreglugerð setur. í vettvangskönnun Sigurðar kemur fram, að aðeins tvær af yfir tuttugu skólplögnum innan bæjarmarkanna frá Sandgerðisbót og suður að Flug- vellinum standast kröfur heilbrigðis- reglugerðar en að ástand allra annarra lagna er algiörlega óviðunandi og fjörumengun víða mjög mikil. -GAJ. Blíðviðri áfram sunnanlands — en þoka og sólar- laust fyrir norðan Reykvíkingar og aðrir Sunnlendingar vöknuðu upp við það í morgun að komið var hið fegursta veður. Lang- þráð eftir rigningu og súld í lengri tíma. Bragi Jónsson veðurfræðingur sagði i morgun að gera mætti ráð fyrir góðu helgarveðri suðvestanlands, hægu og björtu veðri. Þetta veður ætti að ná yfir allt Suðurlandsundiriendið og að Breiðafirði. Þó má gera ráð fyrir fjalia- skúrum og næturþoku. Á norðan- og austanverðu landinu verður gola og þokuloft. Búast má við svartaþoku á annesjum og sólarlítið verður eða sólarlaust. Þó geta Norð- lendingar í innsveitum átt von á því að sólin brjótist fram síðdegis. - JH lllRKUDAGAR: 18. JÚLl 3434 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum fyrir 10 þúsund. Vinningshafar hringi ísíma 33622.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.