Dagblaðið - 19.07.1980, Side 2

Dagblaðið - 19.07.1980, Side 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JÚLl 1980. 2 V Fjórtán millj arðarí sjö bönkum Grandvar skrifar: Í eina tið var úlgerðarmönnum okkar líkt við „sláttumenn”, þeir væru alltaf í bönkunum að taka lán. Ekki verður betur séð en íslenzka þjóðin sé öll fallin i þessa gryfju, fyrir tilstuðlan þeirra ríkisstjórna, sem hér hafa setið undanfarna ára- tugi. Sú ríkisstjórn sem nú situr eða talin er „sitja” um þessar mundir ætlar þó að sanna svo ekki verður um villzt, að hún er drýgst við „sláttinn” og fer viða. Líkist að vissu marki „sláttumanninum slynga”, svo djúp og hörmuleg spor skilur hún eftir sig. Nú síðast fer hún út á „teiginn”, brýnir Ijáinn og slær fjórtán millj- arða i sjö crlendum lánastofnunum! Þetta fé á að vera til „ýmissa” fram- kvæmda hjá r'tkinu, svo sem virkjana- framkvæmda (hitaveitu og raforku), svo og vegamála — eina umferðina enn! Auðvitað er það liðleskjuhætti islcnzkra stjórnmálamanna að kenna, að ekki er fullkomið vega- kerfi fyrir hendi. Einnig ætti það að hafa verið auðvelt að koma því þannig fyrir, að hér væri nú fullvirkj- að það vatnsafl, sem tiltækt er, svo „Einnig ætti það að hafa verið auð- velt að koma þvi þannig fyrir, að hér væri nú fullvirkjað það vatnsafl, sem tiltækt er, segir bréfritari. Raddir lesenda Snýta sér og heilsa svo með handabandi S. hringdi: Mikið fer í taugarnar á mér þegar ég sé karlmenn snýta sér í vasaklút og stinga síðan óhreinum klútnum i vasann. Svo heilsa þeir Pétri og Páli með handabandi og finnst ekkert athugavert við það, þótt þeir hafi verið að snýta sér rétt áður. Um daginn sá ég mann í strætó, sem var alveg til fyrirmyndar. Hann hafði vasaklútinn í iitlurn plastpoka í vasanum og finnst mér að fleiri ættu að fara að dæmi hans. og jarðhiti, þannig að yfrið væri af orku fyrir landsmenn alla, og langt umfram það, til sölu handa erlendum aðilum. Slík fyrirhyggja hefur í rikum mæli verið viðhöfð hvarvetna í Vestur- Evrópu og víðar, þar sem innlend orka er til staðar eða hvað annað, sem verða má að gagni til öflunar erlends gjaldeyris. Meira að segja i löndum, sem lítið hafa annað en landið sjálft upp á að bjóða, nema hagkvæma legu, eins og t.d. Holland og Luxemburg, eru erlend fyrirtæki hvött til þess að setj- ast þar að með starfsemi sína, gegn frírri aöstöðu, til þess að örva verzlun og viðskipti og tryggja landsmönn- um atvinnu. Hér hafa stjórnmálamenn hugsað á allt annan veg og á það við um ráð- leysingja allra flokka. Þeir hugsa um það eitt að afla fjár með lántökum, eins stórmannlegt og það nú er, af þjóð, sem á yfirfljótandi orku i landi sinu — og auðvitað er það út á ork- una, sem lánardrottnar þykjast vissir umaðlánséutryggð. En vita þarf almenningur það, að enginn er eins rigbundinn og fjötr- aður í bak og fyrir og skuldunautar lánardrottnum. Þetta vita þeir Alþýðubandalagsmenn líka \<.i og þess vegna eru þeir nú manna dugleg- astir < ið sláttinn, til þess að tr.ggja það, að íslendingar komist aldrei út úr vandanum fyrir lánum. Lánar- drottnar verða ávallt með þumal- skrúfuna á íslendingum, — og það er markmiðið. Þeir sem þykjast styðja frjálst framtak og lýðræði í orði, hafa alltaf staðið með kommúnistum i þessari sjálfspyntingaraðferð. Samninga við erlenda aðila um uppbyggingu í þessu landi má aldrei minnast á. Til hvers eru svo kjósendur að skipa sér I flokka? ' Það getur verið dýrt spaug, ef blikkbeljan bilar og bréfritara finnst engin ástæða til að hafa verkstæðisvinnuna dýrari en þarf. VERKSTÆÐISVINNA ÞREFALT DÝRARIEN RÉTTLÆTANLEGT ER Gunnar skrifaði: Um helgina brotnaði pústkerfið undan bílnum hjá mér og þurfti ég því á mánudag að skipta um. Ég fór í bílavörubúðina Fjöðrina og keypti púströrskerfi á 31.775 og spurði i leiðinni hvað kostaði að láta setja púströrskerfið undir bílinn á verk- stæðinu hjá þeim. Mér blöskraði alveg þegar ég heyrði að það kostaði 22.400 krónur. Ég keyrði með miklum drunum upp í Bílaþjónustu Hálfdáns í Ármúla og fór beint upp á lyftu og setti púströrið undir bilinn á þrem korterum. Kostnaðurinn við það var 2.640 krónur og innifalið í því verði voru tveir boltar í púströrs- greinina, sem ég skipti um til öryggis. Sé tekið með í dæmi útseld vinna á verkstæði, sem er ábyggilega eitthvað tæpar sex þúsund krónur, verður kostnaður minn rúmar átta þúsund krónur. Mismunurinn á kostnaði mínum við undirsetningu og á verkstæðinu er rúmlega 13.000 krónur, þ.e. þrefalt hærra verð hjá þeim en það, sem það ætti að kosta samkvæmt eigin reynslu. Skýringar óskast á þessu hróplega misræmi. DB hafði samband við Fjöðrina og fékk þar upplýst, að hér væri um staðlað verð að ræða. Engu máli skipti hve lengi væri verið að setja nýtt púströr undir bílinn, það væri sama, hvort bíllinn væri gamall og kolryðgaður, eða nýr og í góðu standi, verðið væri alltaf hið sama. Flestir væru ánægðir með þetta fyrir- komulag, en þó væri einn og einn sem sárnaði að þurfa að greiða svona mikið fyrir undirsetningu. Morthens eða Mariey? — nokkur orð um breytt lagaval Utangarðsmanna Sigurður skrifar: Um fátt hefur verið meira rætt og ritað í poppheiminum að undanförnu en hinn hressilega rokkara Bubba Morthens. Ég sá kappann fyrst í Laugardalshöllinni þar sem hann og félagar hans i Utangarðsmönnum „hituðu upp” fyrir stórbandið Clash, sem reyndist síðan mun lélegra én Bubbi og Co. Tónlist Bubba greip mig heljarlökunt þctta kvöld og ég gerði mér þvi far um að hlusta á þá félaga á Borginni nú fyrir nokkru. Sú hlustun hafði það i för með sér að ég keypti hljómplötu þeirra. Hafði ég hiö mesta yndi af henni enda rokkari að eðlisfari. Ég tók því kipp er ég rakst á aug- .lýsingu sl. miðvikudag þess efnis, að Bubbi og Utangarösmenn myndu leika á Borginni það kvöld. Sem ein- lægur aðdáandi kappans fór ég til að hlýða á kraftmikið rokk, en hvað gerist svo? Vissulega byrjaði Bubbi prógrammið á sinum vinsælustu lög- um (þó svo ég saknaði Gylfa Ægis- sonar ballöðunnar Rosinn ), en þegar á leið fór kappinn að færa sig yfir í reggae. Eftir að hafa hlýtt á fjögur slík í röð leizt mér og félögum mínum ekki á blikuna. Var þetta ekki rokkarinn Bubbi Morthens? Höfðum við e.t.v. álpazt inn á tónleika með Bob Marley? Nei, þetta var Bubbi, en tónlistin ekki mikið i ætt við rokk. Þegar svo hljómsveitin tók að endur- flytja þessi sömu reggae-lög eftir hlé snaraði ég mér út, er enn voru 20 mínútur eftir af auglýstum tima. Það verð ég að segja að mér finnst það stórkostlega miður ef Utangarðs- menn ætla að fara að einbeita sér í ríkum mæli að reggae. Þeir hafa unnið áhorfendur á sitt band með kröftugu rokki og fyrir mitt leyti segi ég skilið við þá ef reggae á að verða þeirra vörumerki. ií

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.