Dagblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 19.07.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980. 3 ófrjálsræði, að vera sent allt samtimis f frf, mér fínnst það jafnvel sjálfum. íslenzka sjónvarpið hugsar bara um sig sjálft en lítið eða ekkert um glápendurna, sem þó borga veruleg' afnotagjöld og þar með laun þess fólks sem starfar við stofnunina. Svo er það allt þetta gamla fólk sem er margt bundið við hjólastóla sína, og sem í mörgum tilvikum er hjálpað til þess að geta horft á sjónvarpið í setustofum, sem til þess eru ætlaðar. Þetta gamla fólk hefur vanið sig á að eyða kvöldstundinni fyrir framan imbakassann hvort sem um eitthvað áhugavert er að ræða eða ekki. Þetta er afþreying þess og til þess að stytta því stundirnar á löngum veikindadögum, því dagarnir eru langir, og lengi að líða fyrir þá, sem ekki eru heilir heilsu. Góðir sjónvarpsmenn, hugsið til þessa fólks og finnið ráð við þvi að það missi ekki heilan mánuð af sjón- varpinu i júli. Eg er ekki tæknifróður um sjónvarp, en mér hefur verið sagt frá því, að það þurfi mjög lítinn starfs- kraft til þess t.d. aö senda út þætti, sem eru á filmu eða myndsegulbandi, sem fer fjölgandi. Sá starfskraftur er tæki að sér að leysa þennan vanda fyrir þá sem geta ekki hagað sér að vild, og eru að einhverju leyti bundnir við innisetu, gæti að mínum dómi boðið sig til hvaða embættis sem er og verið kosinn, þvi ekkert er eins vinsælt og að sækja sjúka heim og rétta þeim hjálparhönd. Mér datt þetta (svona) í hug. SIGGI FLUG 7877—8083. Kaupendur notaðra athugið! sðo áb\iú SJÓNVARPH) HUGSAR EKKIUM NOTENDURNA Það hefur lengi verið ætlan min að skrifa um þetta sjónvarp okkar, sem nú er búið að starfa í nokkuð mörg ár, en hefur að mínum dómi ekki farið fram eins og skyldi. Sjónvarpinu var nauðgað af stokkunum af ákaflega lítilli getu og með hangandi hendi. Sjónvarp værum við ekki búin að fá enn (1980) ef hið margumtalaða Keflavíkur- sjónvarp hefði ekki vísað okkur veginn. Af eintómum þjóðernis- rembingi var íslenzka sjónvarpinu hleypt af stokkunum af litlum efnum því eins og alþjóð veit var nær allt efni þess fengið fyrst frá Banda- rikjunum, en þetta efni máttu íslendingar ekki horfa á ef það kom i gegnum hið svokallaða kana- sjónvarp. Skrítnir þessir menningar- vitar okkar sem sýknt og heilagt eru að vaka yfir hinni menningarlegu þróun okkar með því að hafa áhrif á það hvað okkur er hollt eða óhollt að glápa á. Hér áður fyrr horfðum við t.d. Gunsmoke, Combat og marga aðra framhaldsþætti í Keflavíkursjón- varpinu, án þess að séð verði að þjóðin hafi glatað einhverju af hinni dýrmætu íslenzku menningu sem okkur er svo mikilsvert að vernda. Það er nú einu sinni svo, að á móti tækninni er ekki hægt að hamla, því sú þjóð sem það reynir er dauðadæmd. fslenzka sjónvarpið er nú aðeins orðið til fyrir sjónvarpið sjálft og starfsfólks þess, það sést bezt á því er allir starfsmenn þess fara í frí i einu og loka. Það hlýtur að vera mikil samstaða á meðal þessa fólks að geta farið samtímis í sumarfrí. Þykir fólki þetta vera of mikið Sóðaskap- ur og van- kunnátta — í málfari hjá útvarpinu Austfirðingur skrifar: Eitt þarfasta og markvissasta efni sem ríkisútvarpið flytur er þátturinn Daglegt mál. Auðvitað hefur hann verið i misjöfnum höndum og á stundum gagnslítill vegna vanhæfni umsjónarmanna. Útvarpinu eru sam- kvæmt lögum lagðar skyldur á herðar varðandi íslenzkt mál. Þess vegna mætti ætla að umgengni starfs- manna stofnunarinnar við tungu okkar væri forráðamönnum út- varpsins alvörumál. Því miður er sóðaskapur og vankunnátta i með- ferð máls, jafnvel í fréttum oft takmarkalaus og sýnist því eftirlit stofnunarinnar harla bágborið. Hér eru nokkur dæmi: 14.05. ’80: Fréttir. . . ,,gerði miklan usla”. 14.05. ’80: Víðsjá . . . „valdiö sköpum”. 18.05. ’80: Kvöldfréttir. . . „íslenzka dansflokkinum”. Eitthvað þessu líkt heyrist daglega og er það gagnmerkri stofnun til van- sæmdar og auðvitað andstætt því sem vera skyldi. Er ekki útvarpsstjóri islenzkumenntaður? DB er kunnugt um að útvarps- stjóri er menntaður í íslenzkum fræðum og er mjög góður íslenzku- maður. Hins vegar getur hann vart litið eftir þvi fyrirfram hvað sagt er í fréttatímum útvarpsins. Allir notaöir MAZDA bílar hjá okkur eru seldir með 6 mánaða ábyrgö. Takiö ekki óþarfa áhættu, kaupiö notaöan MAZDA - _ með 6 mánaða B/LABORG HF ábyrgð Smiöshöföa 23, sími 81299. Raddir lesenda Spurning dagsins Ertu hlynnt(ur) hvalveiðum? Herdls Pétursdóttlr, húsmóðir: Ég vU takmarkaða veiði, en ekki bann. Margrét Hiuksdóttir, húsmóAir: Skipti mérekkiaf því. Jón Jónsson, hóndi: Nei, það er sjálf- sagt að nýta hvalina eins og önnur sjávardýr. Bima Bergsdóttir, húsmóðir: Það á að leyfa hvalveiðar, en ekki að útrýma hvölum. Erla Björnsdóttlr, afgreiðslustúlka: Ég hef ekki myndaö mér skoðun á málinu. Ellsabet Hafsteln húsmóðir: Hef enga skoðun á því.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.