Dagblaðið - 19.07.1980, Side 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980.
5
Biskupskjör á næsta leiti:
Er þörf á að breyta
lögum um biskupskjör?
Þar sem biskups íslands, herra
Sigurbjörn Einarsson, verður sjö-
tugur á næsta ári er biskupskjör
fyrirsjáanlegt innan tíðar. í Merki-
steinum nýútkomins Kirkjurits er
vakin athygli á þeim miklu breyting-
um sem orðið hafa á starfsháttum
kirkjunnar síðan núgildandi lög um
biskupskjör voru sett. Samkvæmt
„Mín skoðun er sú að aðild leik-
manna að biskupskjöri sé sjálfsögð
og þá á ég við menn sem eru i beinu
kirkjulegu starfi,” sagði séra Jónas
Gíslason, dósent við. guðfræðideild
Háskóla íslands, í samtali við
Dagblaðið.
,,Hins vegar hef ég ekki íhugað
nánar hvernig aðild leikmanna yrði
þeim lögum eiga atkvæðisrétt ein-
ungis starfandi sóknarprestar þjóð-
kirkjunnar og prófessorar guðfræði-
deildar Háskólans. Bent er á að
hópur fólks hafi komið til starfa inn-
an kirkjunnar og hafi jafnvel hlotið
til þess sérstaka kirkjulega vígslu. Má
þar nefna safnaðarsystur, djákna,
fólk sem vinnur að málum sjómanna,
fyrirkomið,” sagði séra Jónas. Hann
nefndi að í Noregi eru ftmm mis-
munandi hópar sem kjósa biskup,
þ.e. biskupar kennarar
guðfræðideildar, prófastar, prestar
og fulltrúar safnaða. Séra Jónas
minnti einnig á að i Áliti starfshátta-
nefndar þjóðkirkjunnar er lagt til að
leikmenn fái aðild að biskupskjöri.
-GAJ.
æskulýðs og heyrnarskertra. Þetta
fólk hefur ekki atkvæðisrétt við
biskupskjör eins og
sóknarprestarnir.
„Biskupinn er biskup íslands,
biskup lærðra sem leikra innan
lútersku þjóðkirkjunnar. Spurningin
hlýtur því eðlilega að vakna hverjum
beri þau forréttindi að kjósa
,,Mér finnst alveg augljóst að
biskup er ekki bara oddviti prestanna
heldur er hann biskup allra
kirkjunnar. Því tel ég ekkert óeðlilegt
að oddvitar safnaðanna aðrir en
prestarnir fái líka að kjósa biskup,”
sagði séra Ólafur Skúlason
dómprófastur.
Séra Ólafur Skúlason: Biskup ekki
aðeins oddviti prestanna.
biskup,” segir i Merkisteinum séra
Bernharðs Guðmundssonar ritstjóra
Kirkjuritsins.
Dagblaðið hafði samband við
nokkra presta og leitaði álits þeirra á
því, hvort tímabært væri að breyta
núgildandi lögum um biskupskjör á
þann veg að fleiri fengju að taka þátt
í biskupskosningumen nú er. -GAJ
Séra Olafur bætti því við að hann
væri þeirrar skoðunar að ekki þýddi
að setja upp einhverjar allsherjar
landskosningar eins og forseta-
kosningar en að sóknarnefndirnar
tilnefndu kjörmenn. Séra Ólafur
minnti á að á kirkjuþingi sitja bæði
prestar og leikmenn, einnig í
kirkjuráði og á héraðsfundum
kirkjunnar væru prestar í algjörum
minnihluta. Hann sagði að i Reykja-
vík væri nú leikmaður í fyrsta skipti
formaður kirkjubyggingasjóðs,
jafnan áður hefði dómprófastur
gegnt því starfi.
Séra Ólafur sagði að stefnan hefði
verið í þá átt að fleiri en prestarnir
stæðu að ákvörðunum og stefnu-
mótun í málefnum kirkjunnar og að
finna henni stað í þjóðfélaginu og því
hlyti það að vera eðlilegt að leikmenn
fengju hlutdeild i biskupskjöri.
,,Ég tel að biskupskjör sé ekkert
einkamál prestanna og ég tel eðlilegt
að þetta sé rætt opinskátt. Það
hlýtur að koma að þvi að fleiri en
guðfræðingar hafi hönd í bagga með
aö velja biskupinn,” sagði séra
Ólafuraðlokum.
-GAJ.
Séra Halldór Gröndal.
„Endur-
skoðunin
nái til
biskups-
kjörs”
,,Með hliðsjón af allsherjar endur-
skoðun sem átt hefur sér stað á
starfsháttum kirkjunnar þá tel ég
sjálfsagt að þessi endurskoðun nái
einnig til biskupskjörs,” sagði séra
Halldór S. Gröndal, sóknarprestur í
Grensásprestakalli. Séra Halldór
sagðist á þessu stigi ekki reiðubúinn
að ræða þetta mál frekar.
- GAJ
Séra Jónas Gfslason: I áliti starfsháttanefndar er lagt til aó leikmenn fái aðild aó
biskupskjöri.
„Tel aðild leik-
manna sjálfsagða”
— segir séra Jónas Gíslason dósent
„Ekkert einka-
mál prestanna”
— segir séra Ólafur Skúlason dómprófastur
„BISKUP VERÐIKOSINN TIL ÁKVEÐINS TÍMA”
— segir séra Þorvaldur Karl Helgason sóknarprestur í Njarðvíkum
„Sem fyrrverandi æskulýðs-
fulltrúi þjóðkirkjunnar finnst mér
furðulegt að æskulýðsfulltrúinn skuli
ekki hafa kosningarétt. Sömu sögu er
að segja t.d. af biskupsritara. Af
hverju hefur ekki framkvæmdastjóri
Hjálparstofnunar kirkjunnar
kosningarétt?” sagði séra Þorvaldur
Karl Helgason sóknarprestur í
Njarðvikum.
„Það hefur orðið feikileg breyting
á starfsháttum kirkjunnar frá því að
þessi lög voru sett. Það eru svo
margir aðilar komnir til starfa hjá
þjóðkirkjunni. En þegar talað er um
kosningarétt þessara aðila í biskups-
kosningum þá held ég að við getum
ekki miðað við aðra en þá sem
komnir eru til starfa á biskupsstofu
eða í tengslum við hana. Það er fólk
sem starfar fyrir alla þjóðkirkjuna en
ekki ákveðna söfnuði. Biskup er yfir-
maður þessa fólks á skrifstofpnni og
því er eðlilegt að það fái að kjósa
hann.”
Séra Þorvaldur sagði það sína
skoðun að ekki væri siður þörf á að
ræða um hversu lengi biskup ætti að
sitja í embætti. „Ég tel ekki hollt,
hvorki fyrir biskup né aðra embættis-
menn að sitja of lengi. Það má minna
á að bæði Kristján Eldjárn og Vigdís
Finnbogadóttir hafa talað um 8—12
ár sem æskilegt tímabil fyrir forseta.
Sá munur er þarna á að forsetinn er
kosinn á fjögurra ára fresti en
Séra Þorvaldur Karl Helgason: l'uróu-
legt aó sumir emlnettismenn kirkjunn-
ar hafi ekki kosningarétl.
biskep er kosinn til sjötugs. Ég teldi
farsælt að biskup yrði kosinn til
ákveðins tíma og það sama tel ég að
eigi að eiga við um presta og aðra
cmbættismenn,” sagði séra Þor-
valdur Karl. Hann sagði alls ekkiþörf
á að miða við að mjög fullorðinn
maður gegndi biskupsembættinu.
„Með breytingu á þessum lögum
teldi ég opnast tækifæri til að kjósa
mann i blóma lífsins, kannski til 7—
10 ára. Siðan gæti hann átt eftir
góðan kafla i ekki eins erilsömu
starfi,” sagði séra Þorvaldur Karl.
-GAJ.
Þrjá erlenda skiptinema
vantar heimili í Reykjavík
Þrir erlendir skiptinemar, tveir
strákar frá Þýzkalandi og ein stelpa frá
Finnlandi á aldrinum 16 til 21 árs, eru
nú í vandræðum vegna þess að þá
vantar húsnæði á einkaheimili í
Reykjavík í tvo mánuði, ágúst og
september.
Að sögn Hinriks Hilmarssonat
framkvæmdastjóra Kristilegra alþjóða
ungmennaskipta koma 17 skiptinemar
á aldrinum 16—22 ára hingað til lands
á morgun og dvelja i eitt ár. Verða þeir
tvo fyrstu mánuðina á einkaheimilum í
Reykjavík en síðan munu þeir dvelja
úti á landi. Þessir nemendur eru frá
Evrópu og Bandaríkjunum, flestir frá
Þýzkalandi eða 5. Þrjá þessara skipti
nema vantar enn húsnæði og hefur DB
verið beðið að koma þeirri ósk á fram-
færi að þeir sem treysta sér til að taka
einn þessara nemenda inn á heimili sitt
hafi samband við Kristileg alþjóða
ungmennaskípti sem aðsetur hafa í
Hallgrímskirkju. Þar er opið daglega
frákl. 13—16 og síminn er 24617.
-GM.
M
Hinrik Hilmarsson.
DB-mynd RagnarTh.