Dagblaðið - 19.07.1980, Qupperneq 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980.
\
10
í
MBIAÐIÐ
fijálst, úháð dagblað
Pólland:
Útgefandc Dagblaðið hf.
FramkvaBmdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson.
retslýóaiiarfiriHrúi: Haukur Helgason. Fróttastjórí: ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal.
Iþróttir Hattur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Hwdnt Asgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson.
Rfaðsmenn: Anna Bjarnason, Atii Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi
Sígurösson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Ema V. Ingólfsuóttir, Gunnlaugur Á. Jónsson,
Ótafur Geársson, Sigurður Sverrísson.
Mósmyndir Ami Páll Jóhannsson, Bjamloifur Bjarnlorfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs
*<«. Sveánn Pormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Práinn Þoríeifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
srstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Pverholti 11.
Aðalsimá blaðsins er 27022 (10 línur).
Setnáng og umbrot Dagblaöiö hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Htlmir hf., Siðumúla 12. Prentun
Árvakur hfSkeif unni 10.
Áskríftarverð á mánuði kr. 5.000. Verð i lausasölu kr. 250 eintakíð.
Rekunum kastað
HVERS VEGNA
VAR SAMIÐ
VIÐVERKA-
MENNINA?
Ólympíuhugsjónin verður nú til ?
moldar borin í Moskvu. Flokkur íslend-'
inga mætir þar til að eiga hlut að, þegar
rekunum verður kastað.
Valdhafar í Kreml hyggjast gera svo-
kallaða ólympíuleika að skrautsýningu
valds síns. Þar taka menn þátt í sýn-
ingaratriðum undir merki morðanna í Afganistan og
harðstjórnarinnar í Sovétríkjunum. Stjórnendur
íslenzku ólympíunefndarinnar fara kannski létt með að
leggja með þessum hætti blessun sína á ,,innrás í eitt
land”.
Öðrum þykir það verða svivirða íslenzkrar íþrótta-
hreyfíngar um ókomin ár.
Svokallaðir ólympíuleikar verða haldnir þá sömu
daga og morðsveitir Sovétmanna ráðast gegn sveita-
fólki í Afganistan, þar sem þjóð gerir af vanefnum til-
raun til að reka erlenda drottnara af höndum sér.
Þessi sýning verður haldin sömu daga og gengið er
með offorsi gegn sovézkum andófsmönnum, erlendir
fréttamenn beittir strangri ritskoðun og þeim haldið
fjarri almennum borgurum, svo að minni hætta verði
á, að sannleikurinn um mannlíf í Sovétríkjunum
komist til erlendra fjölmiðla.
Allir vita, að í Moskvu verða það ekki færustu
áhugamenn heims, sem munu standa á verðlaunapöll-
unum. í flestum tilvikum munu pólitískt alin vélmenni
frá kommúnistaríkjunum skipta verðlaunum milli sín,
fólk, sem ekkert á skylt við áhugamennsku.
Með endalausum sigrum lyfjaþræla frá Austur-
Evrópu stefna Kremlverjar að því að auka hróður sinn
meðal fáfróðs fólks í ýmsum löndum. Egypzkur stúd-
ent sagði fyrir allmörgum árum við höfund þessa pist-
ils, að sigrar Sovétmanna á ólympíuleikum sönnuðu
yfirburði hins ,,sósíalíska þjóðskipulags”. Ætlunin er
að mikla sigurvinninga ríkisrekinna atvinnumanna
kommúnistaríkjanna að þessu sinni í augum þeirra,
sem þannig hugsa.
Kremlverjar hafa því séð marga kosti við þessa sýn-
ingu.
Þeir vita bezt, að þátttaka er stuðningsyfirlýsing við
gerðir þeirra, heima og erlendis.
Þeir hafa kynnt sér áhrif ólympíuleika Hitlers í
Berlín 1936, sem voru gífurlegur akkur fyrir nasismann
um lönd öll.
Ölympíuhugsjónin verður þannig grafin við póli-
tíska skrautsýningu og upphafningu vélmenna og lyfja-
þræla.
3000 góð egg
Höfundur þessa leiðarahorns var að
gamna sér við að reikna út, að hann
hefði samtals keypt um 3000 egg á
síðustu tveimur árum. Ekkert einasta
þeirra reyndist vera of gamalt, hvað þá
skemmt. Öll eggin voru úrvalsvara.
Þegar landbúnaðarstjórar ætla að
nota skort á opinberu heilbrigðiseftirliti með eggjum.
sem forsendu fyrir eggjaeinokun, fara þeir vísvitandi
með rangt mál. Þeir vilja bara draga úr eggjasölu í von
um aukna sölu á kindakjöti.
— verður stefnt að meiri valddreifingu eða mun hið
sterka miðstjórnarvald kommúnista ríkja áfram?
Miklir erfiðleikar riða nú yfir í Pól-
land. Miklar rigningar hafa verið þar
í vor og sumar og vegna þess hefur
illa gengið að ná inn kornuppsker-
unni af ökrunum. Efnahagslífið er
líka í rústum, erfiðlega gengur að fá
lán á Vesturlöndum þar sem lánveit-
endur treysta Pólverjum tæpast til að
standa undir greiðslum. Veruleg
óáran er í iðnaðinum og mikið um að
verksmiðjur séu óstarfhæfar vegna
bilana.
Kommúnistaleiðtogarnir sem
stjórna Pótlandi geta lítið gert til að
dylja vandann né bent á færar leiðir
til úrbóta. Helzt er að þeir grípi til
þess að hvetja fólk til að vinna betur
og meir því að hinir góðu dagar liðins
áratugarséuliðnir.
Óánægja vex stöðugt. Opinberlega
er þess krafizt að grundvallarbreyt-
ingar verði geröar á efnahagsupp-
byggingunni. { blöðum í Póllandi er
gagnrýnt hve framleiðsla þar í landi
sé léleg og fullyrt að opinberar hag-
tölur séu meira og minna falsaöar.
Ekki má þó gleyma því að þrátt
fyrir að ástandiö sé alvariegt og ekki
ástæða til mikillar bjartsýni þá náði
pólska ríkisstjórnin mikilvægum
áfanga fyrir nokkru. í fyrsta skipti í
einn áratug hefur ríkisstjórninni
tekizt að hækka kjötvörur í verði án
þess að það kosti verkföll, uppþot og
siðan það að hætta verður við hækk-
unina.
Þetta er sögulegur árangur. Bæði
árið 1970 og 1976 varð ríkisstjórnin
að hætta við tilkynntar verðhækk-
anir á matvörum vegna þess að
verkamenn efndu til mótmæla og
óeirða þannig að við byltingarástandi
lá.
Verðhækkun á kjöti gekk í gildi
'hinn 1. júli siðastliðinn. Að þessu
sinni héldu verkamenn áfram við
vinnu sina og mótmæltu ekki al-
mennt á götum úti. Þeim tókst þó að
ná allsæmilegum mótleik með því að
þrýsta fram launahækkun og hægðu
þeir mjög á sér við störfin þar til
gengið var að kröfum þeirra.
Hækkun á kjötvörunum var tíu af
hundraði.
Forsætisráðherra Póllands,
Edward Bubiuch, lærður hag-
fræðingur, tók þann kostinn að
hætta niðurgreiðslum á ódýrari teg-
undum kjöts og þar með að beina
neyzlunni fremur að öðrum og dýrari
tegundum. Ráðherrann stefnir að því
að draga verulega saman niður-
greiðslur á matvörum, sem eru mjög
miklar í Póllandi.
Vegna langvarandi niðurgreiðslu-
kerfis hefur allt efnahagslíf í Póllandi
verið mjög flókið. Verðlag á vörum í
verzlunum hefur verið mjög fjarri því
sem varan kostar í innkaupi eða
kostar að framleiða hana. Lögð
hefur verið áherzla á framleiðslu
vissra vörutegunda án tillits til þess
hvort í raun sé hagstætt að framleiða
þær. Svartur markaður hefur mjög
blómstrað í skjóli hins opinbera
kerfis. Almenningur verður að
standa í biðröðum tímunum saman
til að ná sér í lífsnauðsynjar.
Talsmenn pólsku ríkisstjórnarinn-
ar viðurkenna að minnkun
niðurgreiðslna, sem gekk i gildi
hinn 1. júlí síðastliðinn, hafi veriö
lítill hlutfallslega. Þeir benda þó á að
þarna sé aðeins um byrjunina aö
ræða. Launahækkanirnar hafa aö
nokkru verðbólguhvetjandi áhrif.
Þær voru um það bil tiu af hundraði.
Jafnhliða hækkun á matvöruverði
gekk einnig í gildi hækkun á vörum
eins og bifreiðum, rafmagnstækjum,
bensíni, sígarettum og sykri. Á þann
hátt sparar pólska ríkið sér verulegar
fjárhæðir sem áður var varið til
niðurgreiðslna á vörum.
Nú mun reyna á hvort ríkisstjórn-
inni í Varsjá tekst að halda áfram á
sömu braut. Allt byggist það á af-
stöðu verkalýðsins og þeirra sem þar
hafa forustu. Tekst ríkisstjórninni að
vinna traust verkalýðsins eða heldur
áfram svo sem áður að risið verður
upp gegn frekari lækkun niður-
■greiðslna á matvörum?
Vel getur verið að atburðirnir sem
urðu fyrstu dagana í þessum mánuði
gefi nokkra vísbendingu um við
hverju megi búast i Póllandi i náinni
framtíð. Þá tóku verkamenn sig til og
hættu vinnu um stund eða hægðu
mjög á sér. Þeir gengu alveg framhjá
hinum opinberu leiðtogum verka-
lýðshreyfingarinnar. Sérstakar
nefndir tóku hins vegar til starfa og
krafizt var launahækkunar. Þetta
þótti auðvitað fáheyrt í kommúnista-
ríki þar sem allt byggir á þröngri mið-
stjórn. Ekki þótti það bæta stöðuna
þegar verkamönnum tókst að ná
fram samningum þvert ofan í orð Ed-
ward Gierek fiokksformanns, sem
sagði aðslíkt kæmi ekki til mála. Það
var líka hin opinbera stefna sem lesa
mátti í blöðunum. Þar var sagt að
launahækkun væri ekki fær nema þá
að jafnhliða kæmi til framleiðslu-
aukning. Blöðin fóru annars mjög
varlega í að lýsa málum. Þau sögðu
ekkert af vinnustöðvunum og samn-
ingum og rétt minntust á hina opin-
beru stefnu.
Ekki eru menn á eitt sáttir hvers
vegna hafi verið ákveðið að ganga að
kröfum verkamanna. Sumir segja að
ríkisstjórnin hafi tekið skárri kostinn
af tveimur slæmum. Full atvinna sé
meginregla og henni megi halda uppi
þótt svo að nokkurra verðbólgu-
áhrifa gæti vegna launahækkunar-
innar.
Aðrir halda því hins vegar fram að
þarna hafi verið á ferðinni viður-
kenning á þeirri staðreynd að landinu
verði ekki stjórnað i andstöðu við
verkalýðshreyfinguna og félaga
hennar. Með því að ganga til samn-
inga hafi ríkisvaldið verið að stíga
fyrsta skrefið til sátta. Athyglisvert
var að nær allir samningar voru
gerðir á einstökum vinnustöðum en
ekki af miðstjórnarvaldinu í Varsjá.
Tillögur um aukna valddreifingu
hafa einmitt verið mjög á lofti og
•helzti málsvari þess er áhrifamikill
flokksmaður og fréttaskrifari,
Mczyslaw Rakowski. Er hann mikill
vinur Edward Gierek flokksfor-
manns. í grein sem Rakowski
skrifaði í vikuritið Polityka sagði
hann að nauðsyn væri á grundvallar-
breytingu í efnahags- og félagslegum
efnum í Póllandi. Meðal annars
minntist Rakowski á nauðsyn þess að
minnka miðstjórnarvaldið og færa
það út til einstakra fyrirtækja og
stofnana.
Jóhannes Páll annar páfi var á ferð um Pólland I mai síóastliönum. Hann er
reyndar fæddur I Póllandi og var þar kardináli þar til hann var kjörinn páfi.
Myndin sýnir viðgerð á guðshúsi einu i Varsjá rétt áður en páfi kom þangað.
V