Dagblaðið - 19.07.1980, Page 24
Engin „friðarstefna” í Sjálfstæðisflokknum:
Geir kom í veg fyriraö
Gunnar fengi að tala
— í Varðarferð sem farin verður á morgun
Átökin í Sjálfstæðisflokknum
hafa blossað upp i tengslum við
sumarferð Landsmálafélagsins
Varðar, sem farin verður á morgun.
Undirbúningsnefnd fararinnar bað
Geir Hallgrímsson, formann
flokksins, að flytja ræðu í ferðinni.
Nefndin samþykkti að biðja varafor-
mann flokksins, Gunnar Thoroddsen
forsætisráðherra, að flytja einnig
ræðu í þessari för. Það hefur gerzt
áður í Varðarferðum, að bæði for-
maður og varaformaður hafa á-
varpað ferðalángana.
Geir Hallgrímsson lagðist nú
eindregið gegn ákvörðun
nefndarinnar um, að Gunnar talaði
líka. „Geir lagði blátt bann viö
því,” sagði áhrifamaður í Verði í
viðtali við DB í gær. Fyrir tilmæli
Geirs verður ekki af því, að Gunnar
tali.
Sumarferðir Varðar hafa yfirleitt
verið vinsælar og fjölsóttar. Að
þessu sinni verður ekið um Suðurlana
að Hrauneyjafossvirkjun.
-HH.
fijálst, nháð dagbJað
LAUGARDAGUR 19. JULI 1980.
Þrjú ný
atriði á
hæfileika-
keppninni
á Sögu
Hæfileikakeppni Dágblaðsins og
Hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar
verður fram haldið annað kvöld á
Hótel Sögu og hefst keppnin stundvís-
lega kl. 22. í keppninni á morgun koma
fram þrjú ný atriði. Margrét Sighvats-
dóttir frá Grindavík syngur létt óperu-
lög. Jóhannes Hilmarsson vísnasöngv-
ari kemur fram og Sigurður Anton
Friðþjófsson fer með ljóð.
Sigurvegari frá síðasta hæfileika-
kvöldi, Hulda Guðjónsdóttir, kemur
einnig fram annað kvöld. Hún sló í
gegn sl. sunnudag er hún fór með frum-
samin ljóð. Söngleikurinn Evíta fellur
niður á morgun vegna óviðráðanlegra
orsaka. Borðapantanir eru í síma
20221.
Þess má geta að enn vantar kepp-
endur og eru þeir sem huga hafa á að
spreyta sig beðnir að hafa samband við
Birgi Gunnlaugsson í síma 45665.
Keppt er um vegleg verðlaun þegar
undanrásir eru búnar, eða hálfa milljón
króna. .jh
Islenzki
sendiherrann
eini NATO-
fulltrúinn
Haraldur Kröyer, sem í gær afhenti
Vesilij Kuznetsov varatorseta forsætis-
ráðs æðstaráðs Sovétríkjanna
trúnaðarbréf sitt sem sendiherra
íslands í Mosku, sat í gærkvöld einn
sendiherra NATO-ríkja veizlu stjórn-
valda þar eystra í tilefni af setningu
ólympíuleikanna í dag.
Haraldur verður hins vegar ekki
viðstaddur opnunarhátíð leikanna á
Lenin-leikvanginum í Moskvu í dag.
-ÓV.
Allir elska Bensa
í Dagblaðsbíói
í Dagblaðsbíói á morgun verður'
sýnd ævintýramyndin „Allir elska
Bensa”. Þaðer bráðskemmtileg barna-
mynd í litum og með íslenzkum texta,
sem fjallar um hundinn Bensa (Benji). 1
Sýningin hefst klukkan þrjú i Hafnar-
bíói.
Ók út af
ölvaður
Slys varð i umferðinni í Reykjavík í
gær er ölvaður ökumaður ók bifreið
sinni út af veginum við Rauðavatn
.laust fyrir kl. 4 í gærdag. Bifreiðin
skemmdist mikið og ökumaðurinn var
fluttur á slysadeild, en ekki var ljóst
hversu mikil meiðsli hans voru.
-GAJ
Alþjóðahvalveiðiráðið þingar í Brighton um heigina:
Óviss fjöldi aðildarríkjanna
— í upphafi fundarins
Alþjóðahvalveiðiráöiö (IWQ
fundar nú um helgina í Brighton á
Englandi. Fjórir islendingar fóru
utan til að sitja fund ráðsins, þ.á m.
Þórður Ásgeirsson skrifstofustjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu sem gegnir
formcnnsku i Alþjóðahvalveiðiráö-
inu. Að sögn Jóns L. Arnalds ráðu-
neytisstjóra í sjávarútvegsráðuneyt-
inu liggur ekki alveg ljóst fyrir við
upphaf fundar hversu margar þjóðir
eiga sæti í hvalveiðiráðinu, það er eitt
þeirra mála sem fjalla á um á fundin-
um i Brighton.
Einn úr sendinefnd íslands er
Eyþór Einarsson, formaður Náttúru-
verndarráós, en formenn nokkurra
náttúruverndunarsamtaka hafa mót-
mælt þvi að sjávarútvegsráðherra
skuli skípa Eyþór án nokkurs sam-
ráðs við Náttúruverndarráö eða aðila
að þvi. Eyþór Einarsson fór í fyrsta
sinn á fund hvalveiöiráðsins í fyrra,
áöur áttu „náttúruverndarmenn”
engan aðila aö sendinefndinni. Aðrir
nefndarmenn sem lengi hafa átt sæti í
sendinefnd íslands á fundum hval-
veiðiráðsins eru þeir Jón Jónsson for-
stjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar
og Kristján Loftsson forstjóri Hvals
hf.
- BH
QmUDABARj
19. JÚLl 5714
Braun LS 35 krullujárn.
Vinningshafar hringi
ísíma 33622.
Veóurgudirnir voru skákköppunum á Ltvkjartorgi hliöhollir. Her eigast viö Hragi, Ualltjprsson og Julíus rriöjonsson. Paö er tíragi sem er aogœoa scraisnum.
— Dll mvnd Ragnar Th.
TAP JONS L FYRIR KARLI
KOSTAÐIHANN 50 ÞÚSUND
Helgi Ólafsson sigraði í firmakeppni
Skákfélagsins Mjölnis á Lækjartorgi ij
gær. Tefldi Helgi fyrir Þjóðviljann og
hlaut 200 þúsund krónur fyrir efsta
sætið. Jón L. Árnason, sem tefldi fyrir
Guðmund Arason, Smiðajárn hf., stóð
með pálmann í höndunum fyrir siðustu
umferð en tapaði þá fyrir Karli Þor-
steins á meðan Helgi sigraði Ómar
Jónsson. Tapið kostaði Jón 50 þúsund
krónur þvi 2. verðlaun voru 150 þús-
Helgi hlaut 14,5 vinninga af 18
mögulegum. Jón L. hlaut 14 vinninga,
Bragi Kristjánsson varð þriðji með 13
vinninga, Benedikt Jónasson hlaut 12,5
vinninga, Haukur Angantýsson 11,5
vinninga og Karl Þorsteins 10,5 vinn-
inga. Veitt voru verðlaun fyrir sex efstu
sætin og voru 6. verðlaunin 25 þúsund
Veðurguðirnir voru skákmönnum
mjög hliðhollir og var sólskin og steikj-
andi hiti meðan á mótinu stóð. Kepp-
endur voru 19. Skákstjóri var Jóhann
Þórir Jónsson.