Dagblaðið - 21.08.1980, Qupperneq 4
Forréttindi að búa
í eigin konungsríki
—segir Bryndís Bjarnadóttir, einn íbúanna
Teigagerði fékk viðurkenningu sem fegursta gatan f Reykjavík:
„Það eru forréttindi að búa í sínu
eigin konungsríki án þess að það sé
manni ofviöa peningalega,” verður
Bryndísi Bjarnadóttur að orði, þegar
við óskum henni til hamingju meðað
gatan hennar, Teigagerði í Smá-
íbúðahverfi, fékk viöurkenningu um-
'hverfismálaráðs Reykjavikur núna í
vikunni. Bryndís tók við viðurkenn-
ingarskjali fyrir hönd íbúa götunnar.
„Borgaryfirvöld hafa verið afar
góðviljuð þegar einhver hefur viljað
stækka hús sitt eða breyta,” sagði
Bryndís. „Hér er heldur ekkert verið
að hnoða hverjum kofanum aftan i
annan. Þetta hefur verið mjög
smekklega gert. Eitt húsið hérna í
götunni, sem við íbúarnir köllum
skrautfjöðrina, fékk nýja eigendur
fyrir 5 árum. Þvilík breyting. Ekki
aðeins húsið hefur tekið algjörum
stakkaskiptum heldur er garðurinn,
sem ekki gat einu sinni skartað af
trjám hvað þá blómum, orðinn hinn
fegursti.”
Við göngum út i bakgarðinn með
Bryndísi, þar sem skeleggar umræður
um landsins gagn og nauðsynjar fara
fram meðal morgunfrúa götunnar.
„Ég kalla nágrannakonur mínar
þessu nafni. Það er til komið af því
að ég rækta hér mikið af morgun-
frúm,” segir Bryndís.
Bryndis er frá Húsavik en fluttist í
Teigagerðið fyrir 22 árum. „Það er
ekkert ólíkt að búa hér og á Húsavík.
Allir þekkja alla og nágrannarnir tala
mikið saman. Við höfum meira að
segja talað um að grilla okkur steik
saman.”
Til þess virðist aðstaðan hin bezta í
götunni. Teigagerði er lokuð breið
gata og garðarnir hver öðrum
fallegri.
„Jú, við erum með alls kyns runna og blóm I garöinum. Meira að segja lika mat-
jurtir,” segir Sigurður Ólafsson apótekari sem stendur þarna ásamt konu sinni,
Þorbjörgu Jónsdóttur. „ Við byggðum hérna og hér verðum við.”
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980.
Og Bryndís heldur áfram að fræða
okkur um lífið í götunni. „Það var
t.d. fyrir um tveim árum að einn fór
að sópa götuna. Áður en varði voru
hinir ibúarnir líka komnir með kústa.
Sérsvið okkar kvennanna hérna er
að halda gangstéttinni hreinni. Við
förum út meö skrúfjárn og alls kyns
verkfæri til þess að ná grasrótinni
Úti á stéttinni hjá Bryndfsi Bjarnadóttur drekka frúrnar i götunni oft morgun-
kaffi.
Það eru ekki aðeins komin blóm, tré og grjót I garðinn hjá Steinunni heldur
skartar hann Ifka gosbrunni. DB-myndir Þorri.
Sigtryggur dóttursonur Bryndfsar, sem er önnur frá hægri, ásamt hjónunum
Margréti Björnsdóttur og Sigurði Úlfssyni. Það er almenn ánægja rfkjandi I
Teigagerðinu vegna þess að gatan var valin fegursta gatan f Reykjavfk f ár.
upp, sem vill koma í sprungur á gang-
stéttinni og eyðileggja hana. Mér
finnst að fleiri íbúar borgarinnar
ættu að gera þetta. Hugsið ykkur
hvað þetta myndi spara borgaryfir-
völdum mikið. Það á ekki alltaf að
biða þangað til þau gera hlutina. Allt
sem þau gera borgum við jú, sem
skattborgarar, hvort sem er.”
Við endum heimsóknina til Bryn-
dísar með því að labba okkur yfir i'
nokkra garða nágrannanna og ræða
aðeins við þá og smella af myndum.
- EVI
Steinunn Jóhannesdóttir er aðeins búin að búa f Teigagerði, „Skrautfjöðrinni”, f 5 ár. Þá var varla gras I garðinum. Sfðan
hefur hún og maður hennar, Theódór, tekið húsið sjálft I gegn og gróðursett alls konar plöntur. Þau halda Ifka mikið upp á
alla vega grjót, sem hefur þurft oft að bera langa vegu.
Grænmeti er góðmeti
Það efast enginn um næringargildi
grænmetis. Neytendur ættu þvi að
nota tækifærið, þegar það lækkar i
verði eins og nú hefur gerzt, og kaupa
til lengri tima.
Við birtum því hér á síðunni i dag
og næstu daga upplýsingar um
næringargildi grænmetis, hvernig
megi geyma það og nota í uppskriftir.
Upplýsingarnar eru teknar úr
bæklingi frá Sölufélagi garðyrkju-
manna, Grænmeti er góðmeti, en
textinn er eftir Þórunni I. Jónatans-
dóttur.
Næringargildi grænmetis
Grænmeti er vítamínauðugt. Fyrst
og fremst gefur það C-vítamín en
einnig karotín, sem er A-vítamíngjafi
og finnst m.a. í gulrótum og tómöt-
um, einnig viss B-vítamín, t.d. folin-
sýru. Af orkuefnum er langstærsti
flokkurinn kolvetni. j grænmeti er
talsvert magn af steinefnum, einkum
járni og kalki en einnig kalíum.
Trefjaefni eru stór þáttur af þurrefni
flestra grænmetistegunda.
Grænmeti hefur fáar hitaeiningar
og sökum allra sinna góðu kosta er
það kjörið á hvers manns borð.
í eftirfarandi töflu eru gefnar hita-
einingar og næringarefni helztu teg-
unda grænmetis og er miðað við 100
g grænmetis. Auk þess er ráðlagður
dagskammtur af vítamínum og stein-
efnum. Stærð skammtanna er breyti-
leg, en það fer eftir kyni og aldri
neytenda (stærri skammta þarf fyrir
barnshafandi konur og mæður með
börn á brjósti).
- EVI
Grænmeti Örkuetni Steinefni Vítamín 1 B-vitamín 1
Hita- . ein- tngar Hvita Fita Kol- vetni Kalk Járn A-vít. Þía- mín Ríbo- flavín Nía- sín C-vít.
hc ' g g g mg mg a.e. mg mg mg mg
Agúrkur 14 0,8 0,1 2,4 15 0,4 145 0,02 0,02 0,2 8
Blaðlaukur (púrrur) 36 2,0 0,2 6,6 50 1,0 470 0,07 0,10 0,6 30
Blómkál 26 2,0 0,2 4,1 25 0,7 25 0,09 0,10 0,6 75
Graslaukur 37 1,3 ■ 0,6 6,5 120 3 2260 0,11 0,20 0,6 41
Grænkál 51 5,0 0,6 6,3 200 3,0 3400 0,15 0,29 2,8 150
Gulrófur 37 1,2 0,1 7,9 40 0,5 300 0,04 0,04 1,8 45
Gulrætur 42 0,9 0,2 9,2 40 0,7 4400 0,05 0,04 1,0 5
Kál (hvít-,rauð-,toppkál) 27 1,2 0,2 5,2 45 0,6 25 0,05 0,04 0,4 40
Salat 18 1,3 0.2 2,8 25 1,3 1070 0,08 0,10 0,5 15
Seljurót 41 1,2 0,3 8,4 50 0,8 20 0,05 0,14 1,0 11
Spínat 24 2,2 0,3 3,1 100 3,0 2950 0,09 0,24 0,7 55
Steinselja (persille) 4! 3,5 0,5 5,7 200 5,0 4350 0,12 0,30 1,7 190
Tómatar 20 0,9 0,2 3,7 15 0,6 400 0,04 0,03 0,7 20
Ráðlagður dagskammtur 400 6 750 0,2 0,4 5 15
-1200 -18 -2500 -1,5 -1,7 -20 -30