Dagblaðið - 21.08.1980, Page 5

Dagblaðið - 21.08.1980, Page 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980. 5 LIT HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 85411 Að loknum fyrsta degí Ljóma-rallýs ’80: KALDIDALURINN REYNDIST SUM- UM ERFIÐUR „Kaldidalurinn er án efa erfiðasti hluti alls ralisins, svo að það er ekki að furða þó einhverjum hafi gengið erfið- lega að komast yfir hann,” sagði Birgir Þór Bragason, keppnisstjóri Ljóma- rallýs ’80, er DB leit við í stjórnstöð rallsins í gær. ítaiinn Cecare Giraudo fékk til dæmis 27.45 mínútur í refsistig á Kaldadal. Einu skýringarnar, sem fengust á þessum töfum hans, voru þær að hann hefði lent í hrakningum. Þá gekk Erni Reykdal ingóifssyni fremur illa að komast yfir Kaldadal á Trabant sínum. Um hálfsex leytið I gær var Norð- maðurinn John Haugland í fyrsta sæti með aðeins rúma mínútu í refsistig. Hafsteinn Hauksson var í öðru sæti, Ómar Ragnarsson i þriðja, Þórhallur Kristjánsson í fjórða og Finn Ryhl Anderson frá Noregi í fimmta sæti. ítölsku keppendunum vegnaði illa, þvi að þeir voru í fjórtánda og sextánda sæti. — Alls taka sautján bilar þátt i rallinu. John Haugland er atvinnumaður i rallakstri. Hann kom hingað til lands i fyrrasumar og fylgdist með Vísisrall- inu. Haugland ætti þvi að vera sæmi- lega kunnugt um ástand íslenzku veg- anna. Þeir, sem gerst þekkja til, spá honum sigri. Þó geta Ómar Ragnars- son, Hafsteinn Hauksson, nafni hans Aðalsteinsson og Halldór Úlfarsson ógnað veldi hans nokkuð. Að sjálf- sögðu koma aðrir keppendur einnig til greina, því að allt getur gerzt í ralli. Engan er hægt að bóka sem sigurveg- ara fyrr en allir eru komnir i mark. í tengslum við Ljóma-rallý ’80 er starfrækt stjórn- og upplýsingamiðstöð i Austurbæjarskólanum. Þangað getur fólk komið og kynnt sér hvernig staðan er hverju sinni. Tölva sér um að staða bílanna er jafnan kunn eftir hverja sér- og ferjuleið. - ÁT Stjórnstöð Ljóma-rallsins. Þar verða Birgir Þór Bragason, formaður Bifreiða- iþróttaklúbbs Reykjavikur, og Maríanna Friðjónsdóttir, blaðafulltrúi rallsins, á vakt allan timann sem keppnin stendur yftr. Bflbeltin hafa bjargað ||U^IFERÐAR og okkar þekktu handunnu matar- og kaffiste/f á sórstöku kynningarverði • Hafið samband við GUT-básinn W J/Bs_ Danskir verkamenn komu með tfvoliinu til Islands og vinna þarna við uppsetn- ingu einnar hringekjunnar. DB-mynd: Sig. Þorri. Tívolí fyrir vörusýningargesti: Inngangurínn kostar 3 þús. Tívolíið sem verið er að setja upp við Laugardalshöllina hefur vakið mikið umtal og tilhlökkun, sérlega hjá yngri kynslóðinni. Tívolíið er hluti af vörusýningunni Heimilið ’80 sem opnuð verður almenningi kl. 18 á morgun. Aðgangur verður ókeypis að því fyrir þá sem á sýninguna koma en á sýninguna í heild kostar 3 þús- und krónur fyrir fullorðna og citt þúsund fyrir börn svo framarlega sem þau eru í fylgd með fullorðnum. Selt verður í tæki tivolí ans eins og tiðkast erlendis en ekki var í gær alveg komið á hreint hvað kosta myndi í hveri tækjanna. Bjarni Ólafsson framkvæmdastjóri Kaup- stefnunnar, sem fyrir sýningunni stendur, sagði að miðað væri við að hafa verðið sent lægst en þó þannig að tívolíið bæri sig. -I)S 60 tonna bátur Hér sést leiðin, scm rallbílarnir þurfa að aka. Í nótt var gist á Sauðárkróki. í nótt verða bilarnir í Reykjavik og tvær næstu nætur á Laugarvatni. Alls er Ljóma-rallý ’80 hátt á þriðja þúsund kilómetrar að lengd. eyðilagðist í eldi Eldur varð laus i mb. Svani SH III Hart var fram gengið við slökkvi- á þriðjudag þar sem hann lá í höfn í starf en það reyndist erfitt að komast Stykkishólmi. Voru menn, sem unnu fyrir eldinn. Er báturinn mikið við bátinn, nýfarnir frá borði um há- skemmdur, jafnvel talinn ónýtur. degisbilið, er eldsins varð vart. Menn Báturinn er 60 tonna eikarbálur og þessir höfðu m.a. notað logsuðutæki átti að fara á skelfiskveiðar. við viðgerðarstarf sitt. . A.St. KYNNINGARVERÐ á sýningunni HEIMILIÐ 80 SEM HEFST Á MORGUN ILAUGARDALSHÚLL FURUHÚSGÖGNIN

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.