Dagblaðið - 21.08.1980, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FINÍMTUDAGUR 21. ÁGUST 1980.
7
Frakkland:
Flotinn sendur
gegn sjámönnum
—Barreforsætis-
ráðherra segir
aðekkiverði
þolaðað
mikitvægum
oiíuhöfnum
verðilokað
Raymond Barre forsætisráðherra
Frakklands tilkynnti i gær að hann
hefði ákveðið að láta flota landsins
grípa inn í verkfallsaðgerðir franskra
sjómanna á togurum eftir að þeir
reyndu að loka einni helztu olíuhöfn
landsins. Gerðist þetta eftir að sam^
komulagsviðræður þar sem fulltrúar
rikisstjórnarinnar voru meðal annars
viðstaddir höfðu farið út um þúfur.
Sjómennirnir eru einna helzt að mót-
mæla þeirri ákvörðun útgerðarmanna
að fækka í áhöfnum togara til að vega
upp á móti auknum oliukostnaði. 1 gær
reyndu þeir að loka mikilvægri franskri
olíuhöfn við Miðjarðarhafið, Fos-su-
mer.
Barre forsætisráðherra sagði að slíkt
væri ekki hægt að þola þar sem það
setti olíuhagsmuni landsins í hættu og
auk þess efnahagslíf þess.
Búizt er við því að aðgerðir fiski-
mannanna muni breiðast enn frekar út
nú eftir að viðræður hafa farið út um
þúfur. Talsmaður þeirra sagði í gær að
loknum þriggja klukkustunda samn-
ingafundi að hann væri svartsýnn á að
samningar næðust. Mundi verða gripið
til þess ráðs að hvetja fiskimenn og
Höfnin i Le Havre er ein þeirra hafna sem lokazt hafa vegna aðgerða franskra togaramanna. Meðal þeirra sem lokuðust inni
voru ferðamenn ásamt skútum sinum og skemmtibátum. Le Havre er ein mikilvsgasta höfn á norðurströnd Frakklands.
stuðningsmenn þeirra til frekari mót-
mælaaðgerða.
Verkfallsaðgerðir togaramanna
hófust t síðustu viku með því að
flestum frönskum höfnum á Ermar-
sundsströndinni var lokað með því að
leggja togurum í hafnarmynnin eða Brezkir ferðamenn sem urðu
strengja þar stálvíra. Síðan hafa að- strandaglópar í Norður-Frakklandi
gerðirnar breiðzt út og nú munu aðeins vegna lokunar hafnanna eru nú flestir
Marseilles og Bordeaux vera þær af komnir til sins heima og verkfallið
meginhöfnum Frakklands þar sem hefur nú einvörðungu áhrif á franskt
verkfallið hefur ekki einhver áhrif. efnahagslíf.
Portúgal:
Vísa 4 Sovétfull-
trúum úr landi
—sem unnið höfðu við opnun sendiráðs lands síns í Lissabon
Portúgal vísaði í gær fjórum
sovézkum sendimönnum úr landi.
Þar af voru tveir sem unnið höfðu við
að setja upp sendiráð fyrir Moskvu-
stjórnina i Lissabon. Hægri stjórnin í
Portúgal lýsti fjórmenningana óæski-
lega, sakaði þá um að hafa haft af-
skipti af innanlandsmálum Portú-
gals. Var þeim gefinn fimm daga
frestur til að hverfa af landi brott.
Eitt af fyrstu verkum núverandi
rikisstjómar Portúgals eftir að hún
komst til valda í janúar siðastliðnum
var að taka nær alveg fyrir heim-
sóknir frá Sovétríkjunum og ógilda
eða hætta við framkvæmd ýmiss
konar samninga sem höfðu verið
gerðir við Sovétríkin síðan byltingin
var gerð í Portúgal. Var þetta liður í
þeim mótmælum sem ríkisstjórn
landsins sýndi við innrás Sovétmanna
í Afganistan. Portúgalska ríkisstjórn-
in vildi heldur ekki senda íþrótta-
menn á ólympíuleikana í Moskvu en
þar var íþróttasamband landsins
henni ekki sammála og íþróttamenn-
imir tóku þátt í leikunum. SovéU'íkin
hafa annað stærsta sendiráðið i
Lissabon. Aðeins það btuidaríska er
fjölmennara. Ráðamenn í Portúgal
hafa hvað eftir annað lýst yfir að þeir
sjái ekki ástæðu til að hafa s»o marga
sendiráðsstarfsmenn og sovézka
fréttamenn í landinu.
—Þettaer
konungurinn
—jæja?égerþá
Napoleon
„Góðan daginn, þetta er kon-
ungurinn,” var sagt I simann.
„Jæja, fyrst svo er þá er ég
Napoleon,” svaraöi simavörður-
inn á dagblaöi einu I Palma á
Majorka og sleit sambandinu.
Hann var óheppinn, það var
nefnilega konungurinn — sjálfur
Juan Carlos Spánarkonungur
sem var I simanum. Hann dvelst
gjarnan á Majorka i sumarleyfi
sínu. Hafði hann ætlað að kvarta
yfir frásögn blaðsins frá því
deginum áður og hringdi í rit-
stjórn þess með ofangreindum
árangri.
301 fórust í
flugslysi íRiyadh
Tala látinna í flugslysinu á
Riyadhflugvelli í Saudi Arabíu er
komin upp i 301. Sérfræðingar
hafa fundið tvö litil gaseldunar-
tæki, sem talin eru hafa valdið
sprengingunni er varð i Tristar
þotunni. Enginn komst lifs af úr
slysinu.
12árfrá
innrásinnií
Tékkóslóvakíu
í dag eru tólf ár liðin siðan
herir Varsjárbandalagsins með
Sovétrikin í broddi fylkingar réð-
ust inn i Tékkóslóvakíu. Afmælis
þessa atburðar er minnzt víða um
heim og þá vekur hann ekki síður
athygli vegna óróans og verkfalla
þeirra sem standa yfir i Póllandi.
Spurningin er hve lengi Sovét-
menn þola Pólverjum aö berjast
fyrir auknum mannréttindum og
hve lengi pólsk stjórnvöld þora að
bíða með aðgerðir gegn verkfalls-
mönnum.
Kjarakaup
Teg.304
Utur: BrímtMur
Stærð 38
Vorðkr. 8.500.-
Tog. 1718
Utur: Routt toður
StmríMr 38-41
Verð kr. 6.500.-
Tog.858
Utír: Betgo, nubuck
StæríUr 38-41
Verðkr. 4.996.-
Teg.8072
Stærðir 36 og 37
Utur: Betgelbrímt nubuck
Vor6kr.9.600.-
Utír: BUtt, brúnt eðe beige
Stærðir 38-41
Verðkr. 3.600.-
Teg. 010
Utur: Brímt leður
StæríUr: 38 og 37
Verðkr. 12.996.-
Póstsendum
Skóverzlun
Þórdar
Péturssonar
Kirk/ustræti 8 v Austurvnll
Simi 14181