Dagblaðið - 21.08.1980, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980.
9
Jarðf ræðispádómur látins læknis á miðilsfundi:
JARÐSKJÁLFTAR
OGLANDSIG
—áíslandi næstu árin
„Á næstu 3—5 árum myndast
djúpur dalur í stefnu frá Sprengi-
sandi i austur, og grynnkandi dalur
með aðalstefnu frá Hofsjökli til
Hrútafjarðar og áfram upp á Steina-
dalsheiði (sem liggur á milli Gils-
fjaröar við Breiðafjörð og Kolla-
fjarðar við Húnaflóa).”
Ljótt er ef satt er. En þannig
hljóðar spá læknis eins sem Bjarni
heitir. Hann lézt í bílslysi í Reykjavík
fyrir 20—30 árum og er sagður hafa
komið á framfæri í gegnum miðla
spá um meiriháttar breytingar á land-
inu okkar á næstunni. Segir heim-
ildarmaður blaösins að nokkru fyrir
Surtseyjargos hafi Bjami komið fram
á miðilsfundi og lýst breytingum á
bergkvikunni undir íslandi og
afleiðingum þeirra. Hefur læknirinn
oft komið fram siöan og minnt á spá
sína. Síðast um liðna helgi sagði
Bjami á miðilsfundi að í kjölfar
Hekluelda yrðu „miklir jarðskjálftar
og í lok þeirra landssig” á svæöinu
sem fyrrernefnt.
Ekki verður sagt að læknirinn spái
neinum minniháttar náttúruham-
förum á landi hér næstu árin. Bæði
Jökulsá á Fjöllum og Þjórsá eru
sagðar munu sameinast og renna í sjó
á Austurlandi! Sömuleiðis aö landris
verði bæði við suður- og norður-
ströndina, þannig að illa horftr meö
bæði hafnarmannvirki og virkjanir.
Enn ein breytingin og ekki sú minnsta
sem yfir dynur, að sögn læknisins, er
„flekahreyfing I Atlantshafi sem
beina mun meira af Golfstraumnum
að landinu.” Mun það verða til þess
að veöur hér á skerinu skánar og
hlýnar.
Ólíklegt er að nokkur maður á
landi hér óski þess að yfir okkur
gangi öll þau ósköp sem Bjarni
læknir spéir. Nema þá ef til vill að
margir óski eftir meiri birtu og yl.
Hvaö um það, svona hljóðar jarð-
fræðispádómur úr Öörum heimi.
- ARH
Engir skjálftar hafa
fylgt Heklugosinu
—Sagan geymir engin dæmi þess að Heklugos leysi úr læðingi
Suðurlandsskjálfta
„Það má teljast undarlegt miðað
við kraft þessa Heklugoss á fyrsta
degi að ekki skyldu á undan fara
jarðhræringar,” sagði Sveinbjörn
Björnsson jarðeðlisfræðingur.
„Engir teljandi skjálftar hafa fylgt
gosinu, en fólk i næsta nágrenni fann
að sögn væga kippi rétt fyrir gosið.”
Sveinbjörn kvað skýringuna á
þessu e.t.v. vera þá að Heklusprung-
an væri tiltölulega opin og ætti auð-
velt með að útvikkast án hamfara.
Hekia var ekkert vöktuð hvað
skjálfta snerti því áherzla var lögð á
að vakta aðra staði og svæði.
Spurning hefur vaknað um hvort
gos i Heklu gæti hrundið af stað
Suðurlandsskjálftum, sem kynnu að
vera í nánd vegna tímalengdar frá
siðustu Suðurlandsskjálftum og
sögulegra staðreynda um slíka
skjálfta.
Sveinbjörn kvað engin dæmi vera
utn að Hekla hleypti af stað Suður-
landsskjálftum. Stuttu eftir gosið i
Heklu 1947 urðu þó skjálftar í Ölfusi
en hvort samband væri á milli er ekki
víst. Stórt Heklugos varð 1845 en
stærstu Suðurlandsskjálftarnir urðu
1784, 1829 og 1896. Siðan hafa ekki
orðið Suðurlandsskjálftar og spenn-
an í bergi þversprungunnar á Suður-
landi því hlaðizt upp í 84 ár.
Sveinbjörn sagði að hugsanlega
opnuðust nýir gígar út frá núverandi
sprungu í fjallinu þegar dregur úr
gosi í sjálfu fjallinu. Slíkt hefði gerzt
1970. Slíkt gæti eins gerzt nú en hvar
slíkt yrði væri ómögulegt að segja til
um.
Loks sagði Sveinbjörn að varðandi
hræringar á Suðurlandssprungunni
væri engin óeðlileg virkni í ár.
- A.SI.
Ævintýramennska forboðin
—í námunda við Heklu gömlu
Búast má við þvi að ferðamanna-
straumur að Heklu aukist aftur ef birtir
yfir og veður batnar í grennd við eld-
fjallið. Einnig er líklegt að margir
hyggist nota helgarleyfiö til ferðar á
eldstöðvarnar. Þó svo að Hekla gamla
hafi hægt um sig þessa stundina er rétt
að fólk fari varlega við fjallið. Minnizt
þess að á skammri stundu geta orðið
umskipti til hins verra með tilheyrandi
grjótflugi og hraunslettum. Það er því
bezt að vera ekki meö neina ævintýra-
mennsku í návist „þeirrar gömlu”.
Almannavarnir ríkisins sjá ástæðu til
þess að minna ferðamenn á grundvall-
arreglur sem þeir ættu að setja á
minnið og faraeftir:
— Verið ávallt vindmegin við eldstöð-
ina.
— Verið þar sem vindur blæs en ekki i
lygnum lautum eða lægðum vegna
mögulegrar gasmengunar.
— Veriö vel útbúin til gönguferða,
haldiö hópinn og látið vita um ferðir
ykkar.
— Fariðekkiaðhrauniínáttmyrkri.
• ARH
Nýkomið
\Tag. 24
Utk: Rautt öða btitt rúskinn
StærtUr 36-40
VarO kr. 24.370
I Tmg.36
Utk: UKm/f/óJubiátt oða
svart/bUtt rúakinn
Staarðk 36-40 Varð kr. 24.370
Tmg 4166
Utur Rmutt hður
StmrOk 36-41 Vmrð kr. 22M0
Tmg. 3426
Utk: Rmutt, hvitt mðm mvmrt imður
Stmrðk: 36-41 Vmtð kr. 22.960
Tmg. 4106
Utk: Svmrt mðm bmigm rúakktn
Stmrðk 36-41
Vmrð kr. 22.960
Tmg.3402
Utur: Svmrt rúaklnn
Stamrðk 36-41
Vmrð kr. 22.960
Tmg. 3414
Utur: DökkbUtt rúaklnn
Stærðk 36-41
Vmrð kr. 22.960
Tmg 4414
Utun Hvkt tmður
Stamrðk 36-41
Vmrð kr. 22.950
' Tmg 4226
Utur: Hvftt hður
Stamrðk 3—6 1/2
Vmrð kr. 26.860
Tmg 4246
Utur: BlmMtt / vinrautt rúaklnn mðm
báitt rúakkm
Stamrðk 3—711/2 atamrðum
Vmrðkr. 26*50
Tmg 4421
Utur: BMkrmutt rúakkm
Staarðk 36-41
Vmrð kr. 22.960
Tmg 4111
Utur Svmrt rúaklnn
Stamrðk 36-41
Vmrðkr. 22*60
\Tmg4446
'Utur: Svart rúskktn
Stamrðk 36-41
Vmrð kr. 22.960
Tmg 3406
Utur: Bmlgm Imður
Stmrðk 36-41
Vmrð kr. 22*60
Skóverzlun
Þórðar Péturssonar
Laugavegi 95 - Sími 13570