Dagblaðið - 21.08.1980, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980.
Frakklands. Lofuðu Frakkar að
afhenda írökum annan eins kaup-
endum að kostnaðarlausu.
Franska lögreglan tilkynnti í
síðasta mánuði að öryggisgæzla hefði
mjög verið aukin við fyrirtæki þar í
landi sem ynnu að smíði á ýmsum
hlutum í fyrirhugað kjarnorkuver
íraka. Hafði hvað eftir annað verið
hótað að sprengja fyrirtækin í loft
upp ef ekki yrði hætt að smíða hlut-
ana. Auk þess má nefna að hinn 14.
júní síðastliðinn var egypzkur kjarn-
orkufræðingur ráðinn af dögum í
París. Hann starfaði við kjarnorku-
áætlun íraks. Nýlega tilkynntu sam-
tök, sem kalla sig verjendur íslömsku
byltingarinnar, að þau hefðu staðið
að tilræði við franskan kjarnorku-
fræðing sem starfar í tengslum við
áætlun íraks. Tilræðið mistókst.
Þessi samtök hafa ekki látið í sér
heyra áður og er ekki vitað að hverju
þau vilja vinna fyrir utan morðtil-
ræðin.
Franski vísindamaðurinn var hepp-
inn að alnafni hans, bóksali nokkur,
fékk sprengjuna heimsenda í pósti.
Þar sprakk hún en enginn varð fyrir
hnjaski. Sama dag, eða hinn 7. ágúst
sl., sprakk sprengja í fyrirtæki einu í
Róm á Ítalíu. Er það sagt vinna að
ýmsum verkefnum fyrir íraka og þá í
tengslum við kjarnorkuáætlun
þeirra.
Þrátt fyrir þá hættu sem stafar af
aukinni útbreiðslu kjarnorkuvopna
þá gera mörg ríki þriðja heimsins lítið
úr þeirri viðleitni iðnríkja heimsins í
þá átt að stemma stigu við þessu. írak
var til dæmis kjörið til að skipa for-
sæti á ráðstefnunni um takmörkun
kjarnorkuvígbúnaðar sem haldin var
í Vín nýlega. írak, sem er annað
mesta olíuútflutningsland í veröld-
inni, skortir ekki fjármuni til að
standa fyrir kjarnorkuáætlun sinni.
Að sögn sérfræðinga er það ætlun
ráðamanna í Bagdad að áætlunin sé
liður í þeirri stefnu þeirra að Irak
verði helzta efnahags- og hemaðar-
veldi í arabaheiminum. Ráðstefna
óháðra þjóða verður haldin í Bagdad
árið 1982, næst þegar þær koma
saman. Þykir það mikíll vegsauki.
Tilraunir nokkurra brezkra þing-
manna til að hreyfa hugsanlegum
háska að kjarnorkuaðstoð Frakka
við Iraka var svarað á þann hátt i
Bagdad að þar kæmi greinilega í ljós
hin gamla nýlendutilhneiging þeirra
auk þess sem Bretar vildu með þessu
halda arabaríkjunum niðri. — Huss-
ein forseti írak sagði á blaðamanna-
fundi nýiega að fyrir nokkrum árum
hefðu ísraelsmenn og bandamenn
þeirra talað um araba eins og menn
sem aðeins kynnu að sitja úlfalda. Nú
einbeittu þeir sér að því að fullvissa
heiminn um að írakar hefðu kjarn-
orkuvopn undir höndum. Hvort
tveggja væri runnið undan rótum
gyðinga og væri marklaus áróður. —
írak hefur gengið til kjarnorkusam-
vinnu við Frakka. Tilgangurinn er að
nýta hana friðsamlega öllum til góðs,
sagði forsetinn.
Einn sérfræðinganna á kjarnorku-
ráðstefnunni í Vín sagði að ekki væri
lengur hægt að loka augunum fyrir
þeirri staðreynd að kjarnorkustyrjöld
gæti brotizt út í Miðausturlöndum,
sem væri óhugnanlega nærri helzta
olíuvinnslusvæði heims eða þeim
flutningaleiðum sem olían væri flutt
til Vesturlanda.
11
ÍSLENZK HUGMYND AUÐS-
UPPSPRETTA í DANMÖRKU
Um þessar mundir eru liðin 5 ár frá
því, að Kristján heitinn Friðriksson,
iðnrekandi, tók sæti á Alþingi sem
varaþingmaður Reykvíkinga. Við
það tækifæri flutti hann ræðu, sem
vafalaust má telja einhverja merk-
ustu og eftírminnilegustu ræðu, sem
þar hefur verið flutt um langt árabil.
I ræðunni fjallaöi Kristján um at-
vinnumál þjóðarinnar, sem voru
honum afar hugstæö, jafnframt þvi
sem hann kom viðar við. Hann kvað
hvorki auðæfin í iðrum jarðar né i
sjónum við strendur landsins mestu
verðmætín, sem þjóðin ætti, heldur
væri hugvitið þaö dýrmætasta í eigu
hennar. í ræðunni gerði hann síðan
skýra grein fyrir þessari skoðun sinni,
en ekki gafst honum kostur á að reka
það mál neitt frekar á Alþingi, þvi að
skjótt var honum rutt úr sessi af
mönnum, sem þangað áttu miklu
minna erindi en hann.
íslenzkur verk-
stœfliseigandi, sem
vildi afla gjaldeyris
Jómfrúrræða Kristjáns kom enn
einu sinni í hugann hinn 22. júní sl. er
höfundur þessa greinarkorns fletti
Politiken á ferð sinni um Danmörku.
Þar er næstum heilsíðufrásögn af
hugmynd, sem íslenzkur járnsmíða-
meistari fékk á sínum tíma og hefur
síðan orðið grundvöllur að dönsku
fyrirtæki, sem væri stórfyrirtæki hér-
lendis hefði það fengið starfsgrund-
vöU hér á landi.
Ejvind Damberg, verksmiðjueig-
andi, segir frá því í grein þessari, að
1957 hafi hann kynnzt íslenzkum
verkstæðiseiganda, sem gjarnan vildi
„græða dálítið af erlendum gjaldeyri
heim ti! sinnar fjarlægu eyjar”. En
enginn hafði áhuga fyrir kassanum
hans nema sá síðasti i röðinni, en það
var einmitt Ejvind Damberg. Honum
fannst líklegt, að hann gæti fengið að
framleiða hann í 3 ár án þess að fá
keppinauta, sem fetuðu í fótspor
hans, svo að hann gerði góð kaup við
íslendinginn og hóf síðan framleiðslu
i Nyköbing Falster.
Kjallarinn
Sigurður E.
Guðmundsson
„Ómerkilegur
kassi" mikilvœg
gjaldeyrielind
Og hver er svo kassinn? Hann er
skúffuskápur úr þunnu stáli, sem
margar plastskúffur eru í. Hann er
framleiddur af fyrirtækinu Raaco i
Nyköbing Falster, sem Damberg á og
rekur. Það á sér 9 dótturfyrirtæki
(m.a. í Bandarikjunum) , og hjá því
starfa 450 manns. Gjaldeyristekjur
þess á síðasta ári — þ.e. sem skiluðu
sér beint í danska ríkiskassann —
námu samtals 4,5 milljörðum ís-
lenzkra króna. Hafði þá allt hráefni
til framleiðslunnar verið greitt. Dam-
berg segir i viðtalinu við Politiken, að
framleiðslan gangi betur nú en
pokkru sinni fyrr, árleg aukning
némi 30%. Hann segir, að sölusvæði
kassans sé einkum milli Parísar og
Mílanó, þar fyrir sunnan geymi menn
enn alla sína afgangsnagla og skrúfur
í aflóga sultuglösum. Kassinn er sem
sagt geymsla fyrir þess háttar hluti,
jafnt á heimilum sem í verzlunum,
verkstæðum og víöar. Og skilaði
Dönum 4500 milljónum íslenzkra
króna 1 hreinar gjaldeyristekjur á síð-
asta ári. En meöan hann var enn í
kolli islenzka hugvitsmannsins og
eftír að Damberg hóf undirbúning að
framleiðslu hans haföi enginn trú á
hugmyndinni.
íslenzkt hugvit,
sem hvorki er virt
nó metifl
Á siðustu árum hafa íslendingar
oft dáðst að Dönum fyrir það, að
þótt þeir eigi sér hvorki hráefni eða
orku eiga þeir til svo rikt hugvit, að
fáir búa betur að því leytinu til.
Ofangreind frásögn sannar það.
Hugmynd íslenzka iðnaðarmannsins
hefði getað orðið grundvöllur að
þróttmiklu fyrirtæki hér á landi hefði
hann notið stuðnings og skilnings
stjórnvalda og peningastofnana. En
slíku var sýnilega ekki að heilsa. Fyrir
bragðið kemur hugvit hans Dönum
að gagni og þeir fá að njóta afrakst-
urs af þeirri hugmynd, sem hér fædd-
ist. En enn í dag láta Islendingar sér
ekki nægja að selja öðrum þjóðum
hugmyndir af þessu tagi, heldur
stjórna þeir beinlínis málum sinum
þannig, að margir af beztu sonum og
dætrum þjóðarinnar flytja brott með
allar þær gáfur, menntun og reynslu,
sem þau búa yfir. Væri unnt að meta
til fjár það mikla blóðtap, sem þjóðin
verður þannig fyrir, næmi það vafa-
laust hundruðum milljarða króna.
Fleira er iflja
en stóriðja
Ofangreind frásögn hlýtur að
vekja menn tíl umhugsunar um það
m.a., hvort hugur okkar hefur ekki
verið bundinn í alltof ríkum mæli við
stóriðju í stað þess að leiða hugann
að þeim hugmyndum, sem kunna að
vera smærri í sniðum og ekki jafn-
ásjálegar við fyrstu sýn. Margar
þeirra geta ekki orðið til í hugum
sprenglærðra sérfræðinga, heldur
mannanna, sem vinna hörðum
höndum dag hvern og finna hvar
skórinn kreppir. Einn slíkur fann upp
Raaco-skúffuskápinn, sem er Dönum
umtalsverð gjaldeyrislind í dag. Frá-
sögnin er líka áminning um að styðja
betur framtak og frumkvæði hug-
myndaríkra iðnaðarmanna og iðn-
rekenda, þótt það beinist ekki að
stofnsetningu ál- eða járnblendiverk-
smiðja, svo góðar og blessaðar, sem
þærgetaþó verið.
Sigurður E. Guðmundsson
framkvæmdastjóri.
^ „Meöan kassinn var enn í kolli íslenzka
hugvitsmannsins ... haföi enginn trú á
hugmyndinni.’
Der er firmaer, der luir fundet et sikkert hjorné midt i krisen
— Delever afeksport og er ikke store navne herhjemme —
Jerus fíranner liar opsogt nogle af dem
Kufwcn cr sUhíík hele <ict
Kmndlac. som virkr-omht'
Iri lillr ,-nmftmt
h11 hvad virksonihrdrn har trknoloRÍsk mdustri rr vi rl<
nurrkrt til strrjkrr. Kvinder frn ikke fœrdicr med. Hvem
di
Landbúnaður í brennidepli
Landbúnaðurinn og málefni tengd
honum hafa að undanförnu og raun-
ar undanfarin ár verið mjög í brenni-
depli hér á landi. Sýnist þar sitt
hverjum og auðvitað er ekkert
athugavert við það. Menn verða
sjálfsagt seint á einu máli i þessum
efnum og andstæð sjónarmið geta að
sjálfsögðu stuðst við gild rök. Það er
oft erfitt í þessum efnum að benda á
algild sannindi. Þeir sem að land-
búnaði og landbúnaöarmálefnum
starfa þykjast hins vegar oft rekast á
skoðanir sem virðast byggðar á mis-
skilningi, vankunnáttu eða jafnvel,
því miður, rangtúlkunum og útúr-
snúningum. Þaö er t.d. ekki laust við
að manni finnist sum dagblaðanna
reyna, á misvandaðan hátt, aö nota
málefni landbúnaöarins til að auka
sölu blaðanna.
Þau atriði sem oftast heyrast
nefnd, þegar landbúnaðarmálefni ber
á góma, eru hin margumrædda of-
framleiðsla og þær aðgerðir sem beitt
hefur verið til að draga úr henni.
Hefur gagnsemi þessara aðgerða þrá-
faldlega verið dregin í efa og þvi jafn-
vel haldið fram að vægast sagt ein-
kennileg sjónarmið, sem eingöngu
dragi taum hinna hefðbundnu bú-
greina, ráði ferðinni.
Þjóðarhagsmunir
Á dögunum, þegar ríkisstjórnin
lagði hinn svonefnda kjarnfóðurskatt
á innflutt kjarnfóöur, gagnrýndu
margir að slíkur skattur væri lagður á
það fóður sem notað væri tíl fram-
íeiðslu á svína- og alifuglaafurðum.
Töldu menn aö hér væri verið að gera
tilraun til að velta vanda hinna hefð-
bundnu búgreina yfir á alifugla- og
svínarækt, a.m.k. að hluta. Þeir sem
betur vita og hugsað hafa málið á
breiðari grundvelli eru á annarri
skoöun. Eitt meginmarkmiðið i land-
búnaðarstefnu margra nágranna-
Kjallarinn
Guðmundur Stefánsson
þjóða okkar er að framleiða sjálfar
sem mest af þeim landbúnaðar-
afurðum sem þær neyta. Þetta er
þeim mikilvægt fyrst og fremst vegna
þess öryggis sem felst í að vera öðrum
óháður um öflun matvæla. Framboð
á matvöru getur dregist saman, verð
hækkað verulega eða samgöngur
versnað, jafnvel lagst af, t.d. vegna
náttúruhamfara eða styrjalda. Þá er
líklega best að vera sjálfum sér nógur
að svo miklu leyti sem verða má. Við
verðum því í okkar kjötneyslu að
treysta fyrst og fremst á innlent kjöt,
þ.e. lambakjöt og nautakjöt framleitt
á innlendu fóðri. Það væri óheppilegt
ef kjöt framleitt á erlendu niður-
greiddu fóðri fengi hér óeðlilega hag-
stæða samkeppnisaðstöðu við
íslenskt kjöt, vegna tímabundinna
erfiðleika í hinum hefðbundnu bú-
greinum. Svína- og hænsnakjöt hlýt-
ur að verða fyrst og fremst til til-
breytingar á matborði okkar íslend-
inga, en er sem slíkt auðvitað sjálf-
sagt. I ljósi þessa hlýtur allt hugsandi
fólk að sjá að kjarnfóðurskattur á
svína- og hænsnafóður er ekki lagður
á til að klekkja á þessum búgreinum
heldur eru þjóðarhagsmunir hafðir
að leiðarljósi.
Mjólkurframleiðsla hefur nú
undanfarnar vikur dregist nokkuö
saman og er i því sambandi þegar
farið að tala um mjólkurskort í vetur.
Allir sem til þekkja vita að engar
líkur eru á mjólkurskorti. Hins vegar
er ekki ólíklegt aö i vetur þurfi að
flytja a.m.k. rjóma á Reykjavíkur-
markaðinn, en slíkt er engin nýlunda
og hefur gerst áður. Allt tal um
mjólkurskort er einungis til að villa
hinum almenna neytanda sýn og gera
bændur og þeirra forystumenn tor-
tryggilega. Vandséö er hvaða hags-
munum slíkt þjónar, alla vega ekki
hagsmunum neytenda né bænda.
Þessi samdráttur í mjólkurframleiðsl-
unni er einungis árangur þeirra
ráðstafana sem gripið hefur verið til í
þeim tilgangi að draga úr mjólkur-
framleiðslunni og virðist nú vera að
bera nokkurn árangur.
„Kjötæði"
Nú síöustu dagana má segja að
A „Allt tal um mjólkurskort er einungis til
w að villa hinum almenna neytanda sýn og
gera bændur og þeirra forystumenn tortryggi-
lega.”
„kjötæði” hafi gripið um sig. Menn
hafa rokið til og hrópað hátt og
mikið um kjötleysi. Fjölmiðlar hafa
tekið undir og almenningur á vart
annars völ en að tryggja sér nokkra
bita áður en það er um seinan. Þegar
svo að er gáð viröist alls ekki um
kjötleysi að ræða. Ekki er annað að
sjá en að nægt kjöt sé til. Ef vilji
hefði verið fyrir hendi til að kanna
málið nánar, og einber sannleiksást
og umhyggja fyrir neytendum hefði
ráðið ferðinni, hefði þessi „kjöt-
leysisumræða” líklega orðið á annan
veg.
Þó vissulega beri að fagna því að
umræða skapist um málefni land-
búnaðarins þá mætti hún gjarnan
vera málefnalegri og jákvæðari en oft
er. Gagnrýni er því aðeins til gagns að
hún sé á rökum reist og til þess sett
fram að byggja upp en ekki rífa
niður.
Með þessum línum er ekki verið að
halda því fram að ekki sé þörf
umræðna og umbóta í málefnum
landbúnaðarins. Sumt af því sem
betur má fara eru vissulega málefni
sem bændastéttin verður sjálf að láta
til sín taka, en hið opinbera á hér
einnig skyldum að gegna. Alþingi
hefur t.d. aldrei samþykkt neina
heildarstefnumótun í landbúnaði.
Þeir sem líða fyrir eru fyrst og fremst
bæridur en einnig hinn almenni neyt-
andi. Meðan Steingrímur Hermanns-
son var landbúnaðarráðherra lét
hann vinna þingsályktunartillögu um
stefnumörkun í landbúnaði. Sú til-
laga var raunar aldrei samþykkt á
Alþingi en framtakið er engu að síður
lofsvert og stórt skref fram á við,
enda er hér um að ræða brýnt hags-
munamál landbúnaðarins. Núver-
andi landbúnaðarráðherra, Pálmi
Jónsson, hefur látið halda þessu
starfi áfram og vonandi verður áður
en langt um líður samþykkt á
Alþingi tillaga um heildarstefnu-
mörkun i landbúnaði, bændum og
neytendum þessa lands til hagsbóta.
Guðmundur Stefánsson
landbúnaðarhagfræðingur.
/ V