Dagblaðið - 21.08.1980, Síða 14
14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980.
„Sjáið hvað tönnin mfn fer vel 1 munninum á mömmu,” segir Trude Haugen og bendir
á jaxlinn sem var græddur i móður hennar, Sissel, fyrir þremur árum.
FÓLK
Leikfang ársins í
Playboy var myrt
af manni sínum
Lesendur bandariska tímaritsins
Playboy kusu Dorothy Strattens
Playmate of the Year (leikfang
ársins). Sá titill varð henni að aldur-
tila. 1 botnlausu afbrýðisemiskasti
myrti eiginmaður hennar hana í Los
Angeles í síöustu viku.
T61f stúlkur, sem allar hafa fengið
mynd af sér í miðopnu Playboy, eru í
kjöri sem leikfang ársins. Að dómi
lesendanna bar Dorothy af þeim öll-
um. Hún hlaut óskipta athygli fyrir
vikið og þaö þoldi maður hennar
ekki. í hvert skipti sem hún skýröi
honum frá vaxandi velgengni sinni
varð hann afbrýðisamari og afbrýði-
samari. Skömmu eftir aö henni
bauðst hlutverk í kvikmyndinni They
All Laughed (með Audrey Hepburn í
einu aðalhlutverkanna) skildu þau
hjónin.
Dorothy Stratten lét lífið
vegna afbrýðisemi manns
sins.
Þau héldu þó áfram aö hittast öðru
hvoru og síðast á föstudagsmorgun-
inn var. Þau fundust á heimili
hennar. Bæði nakin og bæði látin.
Lögreglan í Los Angeles var ekki í
nokkrum vafa að lokinni frumrann-
sókn: Paul Sneider haföi skotiö höf-
uðið af konu sinni með tvíhleyptri
haglabyssu. Að moröinu loknu hlóð
hann tvíhleypuna á ný og skaut
sjálfan sig. — Það voru nágrannar
Dorothy Strattens sem kvöddu til
lögreglu.
Bandaríkin:
Kojak og sextíu
þúsund leikarar
aðrir í verkfalli
Fyrsta vel heppnaða tannígræðslan:
Móðirin fékk jaxl
úr dóttur sinni
„Sjáið bara hvaö tönnin mín fer vel í
munninum á mömmu,” segir Trude
Haugen frá Hjellestad sem er skammt
fyrir utan Bergen i Noregi. Fyrir
þremur árum var græddur jaxl úr
Trude í móður hennar, Sissel. 1 dag eru
tannlæknirinn, dr. Kjell Sveen, og
aðstoðarmaður hans, Hallvard Vinde-
nes, við Haukeland sjúkrahúsið í skýj-
unum. Fyrsta vel heppnaöa tann-
ígræðslan er orðin staðreynd, sú fyrsta
í öllum heiminum sem vitaö er til að
hafi heppnazt.
„Fram að þessu höfum við ekki
viljað fullyröa neitt um árangurinn af
þessari tannigræðslu. Það hefur nefni-
lega oft hent að tönn sem hefur veriö
grædd í hefur losnað aftur eftir eitt eða
tvö ár. Sissel Haugen getur hins vegar
veriö þess fullviss aö tönnin losnar
ekki. Jaxlinn, sem hún fékk frá dóttur
sinni, hefur lagað sig vel að nýjum að-
stæðum og hefur vaxið alveg eðlilega,”
segir dr. Kjell Sveen í samtali viö
norska Dagbladet.
Tannígræðsla þessi hefur vakið
mikla athygli þvi eins og áður segir er
ekki vitaö til aö slik aðgerð hafi áður
heppnazt. Trude Haugen hafði einum
jaxli of mikiö en móður hennar vantaði
einn jaxl. Þess vegna var tannígræðslan
reynd. Norsku tannlæknarnir segja að
enn sem komið er séu aögerðir sem
þessar á algjöru tilraunastigi en geti i
framtíðinni fengið hagnýta þýðingu, til
dæmis í þeim tilfellum sem ekki er um
eðlilega tannmyndun að ræða.
Heston og múmíurnar
Leikararnir I Hollywood eiga sér hin ólikustu áhugamál. Sennilega er stórslysaleikar-
inn Charlton Heston einn sárafárra sem hafa órjúfanlega ást á múmium. Áhuga sinn
fékk Heston þegar hann lék I kvikmyndinni The Awakening. Þar fer hann með hlut-
verk brjálaðs visindamanns sem lifir og hrærist I múmíum. Ekki tókst verr til en svo
að áhugi Hestons vaknaði og það fyrir alvöru.
Telly Savalas — jafnvel þekktur
undir nafninu Kojak — er nú kominn í
verkfall. Á fjóröu viku hafa um sextíu
þúsund þekktir jafnt sem óþekktir
bandariskir leikarar haft 'það rólegt.
Þeir vilja með verkfallinu mótmæla því
að bandariskir leikarar fá aöeins einu
■sinni borgað fyrir vinnu sína.
Höfundar handrita og ieikstjórar fá
aftur á móti greitt fyrir hverja sýningu.
Greiðslur fyrir endursýningar eru
mikið baráttumál fyrir leikarastéttina.
Níutíu prósent meðlima hennar fáekki
nema sem svarar fimm hundruð þús-
und íslenzkum krónum í mánaðarlaun.
Slíkt þykir ákaflega lítið i guðs eigin
landi. Tíu prósentin, sem eru í hærri
skalanum, fá mörgum sinnum meira
kaupá mánuöi.
Þrátt fyrir þetta stóra launabil smá-
leikara og stórra eru þeir allir ákveðnir
í að halda málinu til streitu. Leikara-
verkfallið kostar bandaríska kvik-
myndaiðnaðinn um tuttugu milljarða
króna í hverri viku.
Telly „Kojak” Savalas I mótmælagöngu vegna launamisréttis bandariskra leikara.
„Heilinn” bak við Rauðu hérdeildina laus
Vestur-þýzki lögfræðingurinn
Horst Mahler hefur nýlega verið
látinn laus úr fangelsi til reynslu, en
hann hefur nú afplánaö þriöjung af
fjórtán ára fangelsisdómi fyrir m.a.
morðsamsæri.
Sjö ár eru nú liðin síðan Mahler
var dæmdur sem einn af „hugsuðun-
um” og aöalforsprökkum vestur-
þýzku skæruliðagrúppunnar Rote
Arme Fraktion (RAF). Fyrir
nokkrum árum varð hugarfarsbreyt-.
ing hjá Mahler, sem nú er 44 ára, og
hefur hann orðið mestu andstyggð á
ofbeldi. Hefur hann siðan margsinnis
hvatt fyrrí félaga sina til að láta af
striðsaögerðum sínum og verið sam-
starfsfús við lögreglu.
Britt tekur
ekki fleiri
ílæri
Nýjasta táningastjarnan í
Bandaríkjunum er Christopher
Atkins, nítján ára piltur. Hann
vill greinilega hafa dömurnar,
sem hann umgengst, eitthvaö
eldri en mótleikkonu sína,
Brookie Shields, fimmtán ára.
Eftir að hann hitti Britt Ekland í
fyrsta skipti varð hann ákaflega
skotinn og bauð henni á hjóla-
skautaball.
Britt afþakkaði þetta boð án
umhugsunar. „Ég hef tekið nógu
marga unga menn i læri á
ævinni,” sagði hún og brosti sínu
sætasta.
Síðustu dósirnar af Billy-
bjór seldar á uppboði
Síðustu 463 kassarnir af svokölluðu
Billy-öli hafa nú verið seldir á uppboði.
Verðið þótti glæpsamlegt fyrir jafn-
vont öl, hálfur annar dollar á dós.
Ágóði sðlunnar rennur til heimilis fyrir
flækingsdýrí Seattleí Bandaríkjunum.
„Okkur þótti málefnið passa mjög
vel, því að sjálfur er Billy Carter mjög
ráövilltur Jvessa dagana, ef marka má
fréttir,” sagði sá sem tók að sér að
koma bjórglundrinu í verð. — Billy-
bjórinn var bruggaöur með leyfi Billy
Carters á meðan hann var enn drykk-
felldur. SJðan hefur það gerzt að hann
var sendur í afvötnun og smakkar ekki
,lengur áfenga drykki. Sagan segir að
Billy hafi sjálfur verið aöalkaupandinn
að bjórnum, því að almennt keypti fólk
sér ekki nema eina dós af þessum þriðja
flokks bjór.