Dagblaðið - 21.08.1980, Síða 23

Dagblaðið - 21.08.1980, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980. (i Útvarp ÚRVERÖLD KVENNA —útvarp íkvöldkl. 22,35: Heiman- fylgja og kvánar- mundur „Það má segja að þetta erindi mitt sé að vissu leyti framhald af erindi sem ég flutti i útvarpinu í vor og nefndi Ákvörðunarréttur um hjúskap á gull- öld íslendinga,” sagði Anna Sigurðar- dóttir, forstöðumaður Kvennasögu- safns íslands, í samtali við Dagblaðið. í kvöld flytur Anna erindi í út- varpinu er hún nefnir Heimanfylgja og kvánarmundur. „Þegar fólk gifti sig á söguöldinni þurfti fjölskylda konunnar að leggja fram heimanfylgju og karl- maðurinn þurfti að leggja fram kvánar- mund. Þetta átti að vega nokkuð jafnt hvort upp á móti öðru,” sagði Anna. 'J : *JLLÆi2&í KL Anna Sigurðardóttir, forstöðumaður Kvennasögusafns tslands. Erindið i kvöld mun fyrst og fremst fjalla um rétt kvenna i hjúskapnum. Að sögn önnu var hann ekki mikill og konur urðu til dæmis að sætta sig við að fá litlu ráðið um makaval. Því réðu feður þeirra og bræður fyrst og fremst. Anna mun bæði lesa úr sögum og fomum lögum til að sýna hvernig þess- um málum var háttað. -GAJ i Siguröur Karlsson stýrir báöum leik- ritunum. Útvarpsleikritin eru af ýmsum talin það skemmtilegasta sem boðið er upp á í útvarpinu. I kvöld er boðið upp á tvö leikrit í stað eins, svo sem venja er á fimmtudagskvöldum, og geta því leikritaunnendur vel við unað. Fyrra leikritið heitir Hjónaband i smiðum og er eftir Alfred Sutro. Leikritið gerist í blómaskála á LEIKRIT VIKUNNAR - útvarp kl. 21,15 og 21,35: ÁDEILA Á SKRIF- STOFUBÁKN® Grosvenor Square i Lundúnum. Harrison Crockstead, vellauðugur maður, hyggst biðja sér konu. Sú út- valda, lafði Aline, gengst ekkert upp við auð hans og er með alls konar undanbrögð. Höfundurinn, Alfred SiMro, var brezkur leikritahöfundur og mjög i tízku á sinum tima en hann lézt árið 1933, sjötugur að aldri. I.eikritið Hjónaband í smíðum var frumsýnt i Haymarket-leikhúsinu árið 1902. Þetta er gamansamt verk og tekur tæpar 20 mínútur í flutningi. Seinna leikritið sem flutt verður á fimmtudagskvöld heitir Fávitinn og er eftir Muza Pavlovna. Þetta leikrit er ádeila á skrifstofubáknið, sem svo viða tröllriður þjóðfélaginu. Maður kemur á skrifstofu til að fá vottorð um að liann sé ekki fáviti þvi hann ætlar að ganga í hjónaband. F.n það kemur brátt í ljós að slikt vottorð liggur ekki á lausu. Nafn leikritsinser að þvi leyti táknrænt að mann grunar að sá sem er fyrir innan borðið hafi ekki síður þörf fyrir að láta skoða á sér kollinn en umsækjandinn. Þýðandi Fávitans er Torfey Steins- dóttir. Leikstjóri beggja leikritanna er Sigurður Karlsson. Hlutverkin i hvoru leikritinu eru tvö, þau leika Þráinn Karlsson og Edda Þórarins- dóttir. -GAJ I GÆRKVÖLDI UTVARPK) HELDUR SKÁRRA Dagskrá ríkisfjölmiðlanna var ekki beint burðug í gærkvöldi. Þó var út- varpið heldur skárra og má þakka það tveimur þáttum, Misræmum og Milli himinsogjarðar. Misræmureru á góðri leið með að verða einhver al- bezti tónlstiarþáttur útvarps og i gær- kvöldi tóku þeir félagar Þorvarður Árnason og Ástráður Haraldsson fyrir hljómsveitina Tangerine Dream. Tangerine Dream var hér um árið eitt af stóru nöfnunum í þýzkri rokktón- list, og ásamt hljómsveitum á borð við Can, Amon Dúul, Faust og Kraftwerk, naut hún mikillar virðingar i Bretlandi og víðar. En ekki vissi ég að hljómsveitin starfaði enn, hélt satt að segja að hún hefði lagt upp laupana fyrir nokkru. Fróðlegur þótti mér þáttur Hávars Sigurjónssonar um fugla, einkanlega fannst mér eftirtektarvert hve lágar sektir liggja við brotum á reglugerð- inni um friðun fugla. Að greiða 250 til 25.000 krónur í sekt er ekki neitt borið saman við þau spjöll sem hinir brotlegu oft valda. Ég man þegar ég var í sveit, að kvöld nokkurt sá ég snæuglu, þegar ég var að ná í kýrnar. Er heim á bæinn kom, sagði ég frá uglunni. Þá greip einn heimilismanna byssu og æddi út, þeirra erinda að skjóta ugluna. Hann fann hana ekki, svo uglan hélt lífi í það sinnið, en þetta dæmi sýnir að sumir hika ekki við að drepa sjaldgæfar fuglateg- undir til að fá eintak sem hægt er að stoppa upp. Að loknum fuglaþættinum var slökkt á útvarpinu, og slíkt hið sama var gert við sjónvarpið, er sást hvað þar var boðið upp á. Kristur nam staðar i Eboli er ekki einn af mínum uppáhalds framhaldsþáttum. Ég tók þó gleði mina aftur er Ari Trausti Guðmundsson fór að ræða um stjörnufræði í útvarpi. Einkan- lega gladdi mig að von er á fleiri slíkum þáttum, því víst er að á þá mun ég hlusta. - SA 23 Sjónvarp i Útvarp Fimmtudagur 21. ágúst 12.20 Fréfllr* J2.45 Veðurfregnir Tilkvnnínjur. rónleikasyrpa. Uuklassisk tón|i$t, >kuis og dægurlög og lög leikin á ýmis hljöðfæri. 14.30 Middeuissajian: „Sagan uni ástina og dauAann" cflir Knul Hauue. Sigurrtur <iunn arsson lc& þýöingu sina í 17i. 15.00 Popp. Pdll Pákson kynnir. 15.50 Tilkynmngar 16.00 Tréltir. Dagskrá. 16.15 Vcöurfregnir. 16.20 .Síddegistónlcikar. National filharnmniu svcifin lcikur „Petite Suiie” eftir Alexander Borodín: Loris Ijeknavorían stj. / Vladinitr Ashkena/y og Sínföniuhljömsveit I undúna leíku Píanökonseri nr. 3 í CTlur op. 26 eliír Sergej Prokoljeff; Andre Prövin stj. 17.20 TónbornÍö.SvemrCiauii Lhegostjörnar. 17.50 Tönlcikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Pagskrá kvöldsnis 1*4.00 Kréttir.Tilkynnmgar. 10.35 Dagkgt mál. IxSrhallur <iuttormsson flytur þáttinn. 10.40 Sumanaka. a Linscwgur: Linar Markan Njugur islen/k lóg. |)r I ran/ Mixu leikur á pianrt. h. Prásögur úr (Hnadal. Lriiugui Daviösson rithftfundur d Akureyrt les sagnir skrártar cftir tifeda Jönssyni bimda álmgimyri. c. „Pclta gamla þj6rtttrlaR’\ Baklur Pálmason lcs fcrskcytlur cftir Jön S. tíergmann. d. Minningar frá (irundarfirói. Klisahct Helga döttir scgir fri; — þrtrtji þáttur. 20.55 i.eikrft: „lljúnaband i smióuni" eflir Affn*d Sutro. I»>rtandi: Jr'm Thor Haraklsson. Icikstjön: Sigurrtur KarlsMjn. Pcrsrtnur og icikendur: C riKkstcad...............Mmn Kartsson Alme...................Ldda Þrtrarmsdöttir 21.15 l.eikrit: „Pávili’* eftk Mu/a Pavbona. l»>rtatKli: Torfe> Svetmdöttir l.eikstjiki: Sigurrtur Karissmt Pcrsrtnurvrg leikcndur Sknlarinn...............SigurrturSkulason Utmtekjandmn............... JönJúbusson .21.35 Cicstur i út»arpssai: ibrun (iabriel frá k.etp/ig leikur á piann a. Prelödiu «g túgu i Pls dút cftir Joiunu Sebastian Bach. h. Srtttotu i Ddúr op. 53cftír Fran/Schuhert 22 15 Vcðurfrcgnir. Lrólttr. Dagskrá nxwgun dagsíns 22.35 ('r vcrold kvenna: llciiiianfvigja «j» kvanarmundur. Anna Sigurrtardöttir flyturer indi. 23,00 Áfangar. Umsjönarmenn Ásmundur Jönsson ogCitiftni Rúnar Agnarsson. 23.45 I rCttir Dagskrárlok. * Föstudagur 22. ágúst 7.00 Verturfregnir. Fréltir. Tönleikar. 7 20 Ba*n. 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynntr. 8,00 Frétttr. 8.15 Vcrturfregnir. lúsrustugr Jargbl tútdr.i. Dagskrá Tönlcikar. 8.55 Daglegf mál. Hndurt. þátlur ix'irhalls (íuttornissonar frá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: ..Kolur og Kolskcggur” cftir Barböru Slcight Ragnar ÍHirstemsson þýddi. MargrCt Helga Jrtbanns döttir lcs |9». 9.20 Tónletkar. 9.30 Tilkynníngari Tónleikar. 10.00 Fréttir 10.10 Verturfregnír. 10 25 ,.M(t eru fornu minnin kar'*. Fínar Kmtjánsson frá Hcrmundarfelii sör um þátt inn. Uppicsiur úr þjrtösagnúsafní Braga Sveinvstmar. Lesari ásjmtl utnsjrtnarmanm er börhaila Þorstetnsdóttir lcikan. 11,00 Morguntónlcikar. Svjatosiav Kikluer tcikur Pianösónötu nr. 2 i g moli op. 2 efor Rohert Schumann / Hans Hotter syngur lóg efttr Riehurd Struuss; (icolftcv Parstms ietkur a i>iantV / Alevis Wetssetihcrg og hljóni svcit 1 öftltsUtrháskölttns i París lcika Tilhrigrti cftir Fr«hiénc t hopm um stcf úr öperunm ,.Dtm timvanni” cftir Mo/art. Smnisiav Skmvac/evskí stj. Utsala! Útsala! Útsala á kvenskóm ínokkra daga % Laus staða Staða vélritara við embætti ríkisskattstjóra er laus til um- sóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, 105 Reykjavík, fyrir 20. sept. nk. . , ... . Rikisskattstjori, 20. ágúst 1980. Veitinfíar frá kl. 19. HORNIÐ HAFNARSTRÆT115

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.