Dagblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980. 7 Jarðstöðin Skyggnir senn tilbúin til starfa: Viðskipti Islands á „varagervi- hnetti” til að byrja með — því svo miklar annir eru í gervihnattaviðskiptum að „okkar hnöttur” er fullsetinn við Miklatorg sími 22822 Afslátturqf öllutn kertum OPIÐ KL. 9-21 sýnir ástandið í jarðstöðinni. Þar kviknar ljós ef eitthvað amar að og í Múlanum er þá tekin ákvörðun um hvort kalla eigi út viðgerðarmann eða hvort bíða megi til morguns. í Múlastöðinni sést einnig hver vind- hraði er við Úlfarsfell, því fari vind- hraði yfir visst mark verður að snúa loftnetsskál Skyggnis þannig að hún vísi beint upp í loftið. Skálin vísar annars 17,4 gráður upp og stefnan er yfirleitt 6 gráður vestur af hásuðri. Gústav Arnar sagði okkur að Inter- sat, sem Skyggnir er i sambandi við, hefði nú þrjá gervihnetti á lofti. Ekki er pláss fyrir viðskipti íslendinga í sam- bandi við Primary gervihnöttinn. Inter- sat hefur tvo aðra gervihnetti á lofti, Major Path 1 og Major Path 11. Okkar viðskipti fara fyrst um sinn um Major Path 1. En á miðju næsta ári tekur Intersat í gagnið nýja tækni og þá flytjast viðskipti íslendinga til Primary- gervihnattarins. Þegar byrja á rekstur jarðstöðvar- innar Skyggnis verður þrennt að gerast í senn. Auk þess sem þar verður allt að vera fullprófað og stillt þarf sjálfvirka símstöðin við útlönd að hefja rekstur í Múlastöðinni og á sömu stundu verður að flytja skiptiborðið við útlönd, sem nú er í stöðinni við Aðalstræti í Múla- stöðina. Hvaða dag þetta gerist verður tekin ákvörðun um í næstu viku. -A.St. Jarðstöðin Skyggnir lætur ekki ýkja mikið yfir sér austan Úlfarsfells, ef frá er talinn loftnetsskálin. Hún ber allt nálægt landslag ofurliði þegar að er komið. Undirstaða skálarinnar er sjálft stöðvarhúsið og fer lítið fyrir því í vídd landlagsins allt um kring. Stöðvarhúsið er þó hin myndarlegasta bygging, mjög snyrtilega frá gengin. Þar eru skrif- stofur, eldhús hvíldarherbergi auk tækjasalarins, sem er aðalhluti bygg- ingarinnar og í viðbyggingu er vararaf- stöð sem fer í gang um leið og straumur rofnar. Venjulegur leikmaður áttar sig illa og skilur lítið i hlutunum í sjálfum stöðvarsalnum. í eins konar járnskáp- um sem ná frá gólfi til loftseru tengi- kerfin og útbúnaður sá er til þarf. í miðjum sal eru svo stjórnborðin. Þaðan getur einn maður séð hvort nokkur hlutur i allri stöðinni starfi ekki eins og vera á, því sé svo ekki kviknar Ijós i stjórnborðinu. Þessi heili stöðvar- innar sér ásigkomulag hvers einasta hlutar i stöðinni. r Akvöröun um opnun jarðstöðvarinnar tekin í næstu viku: Jarðstöðin stóðst fyrstu prófanir — var þá í stöðugu sambandi við jarðstöð í Bandaríkjunum í tvær vikur í stjórnborðinu er líka sér símakerfi svo jarðstöðvarmenn víða um heim geta talazt við sín á milli. Þarna er allt á einni hendi.m a.s. lítið sjónvarpstæki svo vaktmaður geti fylgzt með, fari sjónvarpsending fram um stöðina. í framtíðinni verða i stöðinni þrír dagvaktarmenn og stöðvarstjóri Jón Þóroddur Jónsson verkfræðingur mun vinna þar að hálfu. Þeirra verk er að meginstofni að annast viðhald og við- gerðir. Daglegum rekstri Skyggnis er hófust 25. ágúst og stóðu í tvær vikur. Þennan tíma var jarðstöðin nánast í stöðugu sambandi við jarðstöð í Bandaríkjunum. Þessar fyrstu mæl- ingar voru gerðar til að kanna hvort Intersat — gervihnattakerfið sem simtöl okkar munu í framtíðinni fara um — viðurkennir jarðstöðina hér og telur hana uppfylla öll skilyrði. Jarð- stöðin stóðst fyllilega þetta próf. Öll tæki reyndust í lagi og allar mælingar fullnægjandi. A þriðjudaginn hófust svokallaðar stöðugleikaprófanir á jarðstöðinni hér. Þær annast bandarískir verkfræðingar. Standa þær yfir í 2 vikur og ef ekkert óvænt hendir fæst jarðstöðin afhent úr hendi framleiðanda. Við þessar prófanir eru engin samtöl eða merki send milli landa. Það er aðeins sent að loftnetinu. Þetta er sem sagt prófun á því hvort tæki stöðvar- innar geti starfað dögum saman án truflana og bilana. „Það verður svo í næstu viku að taka þarf ákvörðun um hvenær á að opna stöðina,” sagði Gústav Arnar deildarverkfræðingur sem hefur yfir- umsjón af hálfu Landssímans með jarðstöðinni. /,Þegar sú ákvörðunartaka liggur fyrir hefst undirbúningsvinna að sam- vinnu við mótaðila, stilling símarása o.fl.,” sagði Gústav. Gústav sagði að alllangt væri síðan lagfæringar hefðu verið gerðar á skál stöðvarinnar og aukaendurkastara í skálinni, en á þessum hlutum hefðu komið fram framleiðslugallar og tók t.d. þrjá mánuði að fá nýjan auka- endurkastara. Lagfæringar þessar voru gerðar af framleiðanda og hlutirnir reyndir áður en við þeim var tekið. Þær töfðu allmjög fyrir því að jarðstöðin kæmist í gagnið. -A.St. Hér er um helmingur stjórnborösins m.a. sjónvarpstækið þar sem jarðstöðvarmenn geta náð ótal sjónvarpsendingum frá gervihnetti og fylgjast með þegar islenzka sjónvarpið kaupir sér linu undir sjónvarpsefni. í simtól stjórnborðsins, sem maður- inn heldur á, geta jarðstöðvarmenn haft beint samtal við fjölda jarðstöðva viðsvegar um heim. DB-mynd Ragnar Th. Sig. hins vegar stjórnað úr Múlastöðinni við Suðurlandsbraut. I Múlastöðinni er mælaborð sem Það hillir nú undir fulla starfrækslu jarðstöðvarinnar við Úlfarsfell. Fyrstu prófunum og mælingum er lokið. Þær Þannig Iftur hún út jarðstöðin og trónir tíguleg í landslaginu. Einhverja grein má gera sér fyrir stærð hennar og þá sérstaklega ioftnetsskálarinnar af samanburði við manninn sem er við girðinguna. Aukaendurkastarinn, sem festur er með þremur burðarstöngum i loftnetsskálann, var það tæki sem reyndist f upphafi bilað og tók 3 mánuði að fá nýjan aukaendurkastara. DB-mynd R. Th. Sig. Bang & Olufeen Verölaunatæki um allan heim Auövitaö getur Bang & Olufsen framleitt tæki eins og allir hinir, en þá hefur þú ekki þennan valkost, sem er Beosystem 2400. Bæöi magnarinn og plötuspilarinn eru fjarstýröir. Verö: 1.448.780.- 29800 BUÐIN Skipholti19 ./

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.