Dagblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980. 9 Erlendar fréttir REUTER i Bandaríkin: Iðnaðarúr- gangur ógnar lífi fólks Eitraður úrgangur frá iðnverum ógn- ar nú lifi og heilsu fólks i Bandarikjun- uni. Þetta kom fram í skýrslu sem gerð var á vegum stjórnarinnar um málið. Heilbrigðismálastofnunin í Banda- rikjunum segir i skýrslunni, sem lögð var fram á þingi, að vandamál vegna eitraðs úrgangs séu mikil og vaxandi liætta heilsu manna. Ekki er I skýrsl- unni talað um neinar sérstakar lausnir á vandanum en mælt með mjög viða- miklum rannsóknum til þess að kanna betur útbreiðslu eiturefna, hættuna af þeim og hvernig hreinsa má þau úr. Væntanl^gt er frumvarp um hreinsun iðnaðarúrgangs fyrir þingið í næstu viku og eru menn innan lieilbrigðiskerf- isins sammála um að það hefði mátt vera fyrr á ferðinni. New York: Kúbufulltrúi skotinn til bana Kúbanskur sendifulltrúi á þingi Sam- einuðu þjóðanna var skotinn til bana á götu í New York í gær. Maðurinn var skotinn undir stýri á bíl sinum. Ilann er talinn vera fyrsti sendifulltrúi SÞ sem myrtur er I New York. Neðan- jarðarhreyfingin Omega 7, sem berst gegn Castró Kúbuforseta, hefur tekið á sig ábyrgð á morðinu. Þeir eru drepnir í Kólombíu Tveir vinstrisinnar og einn lög- regluþjónn létu lífið i átökum í borg- inni Bogota í Kólombiu í gær. Barizt var i 2 klukkustundir á götumhorg- arinnar. Upphaf bardagans v.i. að lögregluþjónar á m^torhjólum hugð- ust stöðva meðlimi M-19 skæruliða hreyfingarinnar sem voru að reyna að ná opinberri stofnun með vopna- valdi. Auk hinna látnu særðist einn lögregluþjónn og fjórir skæruliðar voru teknir höndum. Pinochet sigrar í kosningunum Allt þykir nú benda til þess að Augusto Pinochet beri mikinn sigur úr býtum í kosningu um nýja stjórnarskrá Chile. Pinochet verður, ef' hin nýja stjórnarskrá verður sam- þykkt, forseti Chile næstu átta ár og tekur við því embætti i marz næst- komandi. Allur akstur krefst s. varkárni Ytum ekkí barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar !///// HERINN TILKYNNIR □GIN BYLTINGU Tyrkneski herinn gerði byltingu í morgun. Samkvæmt fregnum frá Ankara var hún friðsamleg og ekki skert hár á höfði nokkurs manns. Var þetta tilkynnt í sérstakri útvarpssend- ingu tyrkneska hersins i morgun. Var það forseti tyrkneska herráðsins sem tilkynnti atburðinn I sérstöku ávarpi. Strax klukkan fjögur að tyrk- neskum tíma var tilkynningin lesin og síðan endurtekin með fimm mínútna millibili. Þar utan voru leiknir göngu- og stríðsmarsar. Tilkynnt var að bæði ríkisstjórn Tyrklands og þingið hefðu verið sett af. Herlög gilda nú i Tyrklandi öllu. Öllum flugvöllum og landamærastöðvum var lokað í morgun og útgöngubanni lýst frá klukkan fimm í morgun. Skriðdrekar og herbifreiðir óku t morgun um götur Ankara, einkum við mikilvægar byggingar eins og út- varp og skrifstofur stjórnmála- flokka. Áður en lilkynnt var um byllingu hersins var Ijósl orðið að eitthvað var á seyði. Æðstu foringjar tyrkneska hersins koniu þá saman til fundar. Skömmu siðar var tilkynnt um valda- töku hersins. Hálfgert stríðsástand hefur verið i Tyrklandi að undanförnu. Stórir hlutar landsins hafa verið lýstir undir herlögum. Meira en tvö þúsund manns hafa fallið þar eða verið drepnir í átökum hægri og vinstri manna. Tyrkland er einnig eitt af vandamálum Allantshafsbandalags- in; l.andið er mjög mikilvægt hern- .aðarlega en efnahagsmál þess I kalda- koli. Um tyrkneska herinn er sagt að hann sé einn sá sterkasti i heimi og Tyrkir sagðir mjög „góðir” her- menn. iciag en í gær í tilefni afmælisins stækkar Dagblaöió nú um sextán síöur í viku. Viöaukum: Skemmtilesningu Fréttir Fróöleik Kjallaragreinar o.m.fl. Á hverjum föstudegi verður greint frá öllu því helsta sem býöst á menningar og skemmtanasviðinu á komandi helgi. LplllMlíM) ////// ///// Neyte/rdaAm limsjon ////i ////

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.