Dagblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980. 21 I d íþróttir iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Aðalfundur hjá Haukum AAalfundur handknaltleiksdeildar Hauka verdur haldinn í félagsheimiiinu iaugardaginn 20. septemb- er kl. 14. Á dagskránni eru venjuleg adalfundar- störf. Keppni hafin í nýliðabikarnum Keppni í nýliðabikarnum hjá Golfklúbbi Reykja- víkur hófst á sunnudag og var þá forkeppni unglinga og eldri. Keppni i nýliðabikarnum var síðan fram- haldið i gær, miðvikudag, en áætlað er að henni Ijúki þann 27. í eldri flokknum urðu úrslit þessi: 1. Rrynjólfur Markússon 58 högg nettó 2. Stefán Halldórsson 59 högg netó 3. Haukur Björnsson 60 högg nettó. Brynjólfur sigraði, þar sem hann hafði betra skor en Stefán á siðustu sex holunum, en leiknar voru 18 holur. í ungiingaflokki urðu úrslit þessi: 1. Jón Karlsson 61 högg nettó 2. Helgi Eiríksson 63 högg netló 3. Karl Karlsson 69 högg nettó KR-dagurinn á sunnudag KK-ingar halda sinn árlega KR-dag á félagssvæði sinu við Frostaskjól á sunnudag. Hefst dagskráin klukkan 13 með kappleikjum, innan húss og utan. Meðal annars munu KR-stúlkur leika sinn fyrsla knattspyrnuleik, en einnig verða knattleikir í yngri og eldri flokkum og old-boys munu sýna hæfni sina og leikni. Þá bjóða KK-konur upp á sitl margrómaða KR- kaffi og góðgæti á vægu verði. Matthías Hallgrímsson, Val Sigurður Grétarsson, Breiðabliki Sigurlás Þorleifsson, Vestm.eyj. Sigþór Ómarsson, Akranesi Pétur Ormslev, Fram Magnús Bergs, Val Sigurður Halldórsson, Akranesi Ingólfur Ingólfsson, Rreiðahliki Magnús Teitsson, FH Guðmundur Þorbjörnsson, Val Kagnar Margeirsson. Keflavík Helgi Ragnarsson, FH 13 mörk 9 — 9 — 7 — 7 — 6 — 6 — 6 — Matti nær öruggur sem markakóngur Sá misskilningur hefur sézt á prenti nokkrum sinnum að undanförnu að Matthías Hallgrímsson í Val hafi aðeins skorað 11 mörk í sumar. Það rétta er hins vegar 13 mörk og er næsta víst að Matti verður markakóngur í þriðja sinn á ferlinum. Nú er aðeins ein umferð eftir í 1. deildinni og fyrir hana hafa. þessir skorað flest mörkin í sumar: LANDSUÐSMENNIHVERRISTODU Þessa mynd af lyftingalandsliöinu tók Svéinn Þormóðsson í Laugardalnum i gær. Landsliðið hélt i morgun til Noregs til keppni á NM í kraftlyftingum. er liðið talið líklegt til afreka i vetur. Kevin Keegan, knattspyrnumaður Evrópu undanfarin tvö ár, hefur sagt í blaðaviðtali að hann telji Köln bezta lið Vestur-Þýzkalands, betra en stórliðin Hamborg og Bayern Munchen, núver- andi Þýzkalandsmeistara í knatt- spyrnu. Landsliðsmenn frá fjórum þjóðum í liði Köln eru níu þýzkir landsliðs- menn, og einn frá Sviss, Englandi og Japan. Frægustu menn liðsins eru án efa enski landsliðsframherjinn Tony Woodcock, sem áður lék með Notting- ham Forest, Reiner Bonhoff, sem varð heimsmeistari með liði Ves.tur-Þýzka- lands 1974; en hann var keyptur frá Valencia, og nýja stórstjarnan í Búndeslígunni, Bernd Schúster. Schuster er aðeins tvítugur að aldri, en hann þykir með beztu miðvallarleik- mönnum Evrópu í dag. Schuster var varamaður hjá Köln, þegar liðið lék hér fyrir tveimur árum, en lék með vestur- þýzka landsliðinu á Laugardalsvellin- um í fyrravor. 1 þeim leik lék annar Kölnarleik- maður sinn fyrsta landsleik, markvörð- urinn Harald Schumacher. Meðal annarra landsliðsmanna liðsins má nefna Bernd Cullmann, Herbert Zimm- ermann og Dieter Miiller, einhver mesti markaskorarinn í þýzku deildakeppn- inni. Þá má nefna svissneska landsliðs- manninn Rene Botteron, en hann skor- aði annað mark Sviss í vináttulandsleik við Vestur-Þjóðverja fyrr í vikunni. Köln var stofnað fljótlega eftir seinni heimsstyrjöldina eða í febrúar 1948: Fljótlega haslaði félagið sér völl meðal beztu liða Þýzkalands og hefur um langt árabil átt sæti i I. deildinni, Búndeslígunni, sem svo er kölluð. Und- anfarin ár hefur Köln vegnað mjög vel í deildakeppninni og hefur ekki hafnað neðar en í sjötta sæti sl. niu keppnis- tímabil. Segir það nokkuð um styrk- leika liðsins. Félagið hefur þrisvar orðið þýzkur meistari, árin 1962, 1964 og 1978 og þrívegis hefur Köln orðið bikarmeistari 1967, 1977 og 1978. í Evrópukeppnun- um hefur Köln aldrei unnið, en næst þvi að vinna komst liðið veturinn 1978—’79, er liðið tók þátt í Evrópu- keppni meistaraliða. Þá komst félagið í fjögurra liða úrslit en tapaði þar 3—4 samanlagt fyrir enska liðinu Notting- ham Forest. Fyrri leikurinn, sem leikinn var i Englandi, endaði með jafntefli 3—3 eftir að Köln hafði leitt á timabili 2—0. En á heimavelli tapaði Köln afar óvænt 0—1 og Nottingham Forest vann síðan sigur í keppninni er liðið sigraði Malmö í úrslitum 1—0. Aðalþjálfari Kölnarliðsins er hinn þekkti þjálfari Karl-Heinz Heddergott en aðstoðarþjálfari Johannes Löhr. Fjármálalegur framkvæmdastjóri er Karl-Heinz Thieles en forseti félagsins er Peter Weiand. Heimavöllur FC Köln er Munger- dorfer Stadion, nýr og glæsilegur leik- vangur, sem rúmar 60 þúsund áhorf- endur: 17. Evrópuleikur Akurnesinga Leikurinn við Köln verður 17. Evrópuleikur Akurnesinga. Skaga- menn voru lengi vel fremur óheppnir með drátt i keppninni en síðustu þrjú árin hefur liðið haft heppnina með sér. Þeir drógust á móti Köln I978, Barce- lona í fyrra og nú aftur á móti Köln. Leikirnir við Köln og fyrri leikurinn við Barcelona verða að teljast með beztu leikjum Akurnesinga. Sérstaklega þótti leikurinn á móti spænska stórliðinu góður, en hann endaði 0—I fyrir Barcelona. Máttu Spánverjar teljast heppnir að vinna þann leik. Einn leikmaður, Jón Alfreðsson, hefur leikið alla 16 Evrópuleiki lA, en hann er ekki með að þessu sinni. Leik- reyndasti maður Akranesliðsins nú er Jón Gunnlaugsson með 309 leiki, þar af 15 Evrópuleiki. Guðjón Þórðarson hefur leikið 2I5 leiki, þar af I2 Evrópu- leiki og Árni Sveinsson hefur leikið I93 leiki, þar af I2 Evrópuleiki. Sem fyrr getur verður fyrri leikur Akraness við Köln á Laugardalsvell- inum þriðjudaginn I6. september og hefst hann klukkan 18. Dómari verður norður-írskur, Jim Haughey, og línu- verðir eru einnig frá Norður-írlandi. Forsala aðgöngumiða verður í verzlun- inni Óðni á Akranesi á mánudag og þriðjudag, og á Laugardalsvellinum frá klukkan 13 á þriðjudag. Miðaverð er 6000 kr. í stúku, 4000 kr. í stæði og 1000 kr. fyrir börn. Tekið skal fram að sumaráætlun Akraborgarinnar, sem Ijúka átti á mánudag, hefur verið fram- lengd um einn dag, og verða því ferðir á þriðjudag óbreyttar frá því, sem verið hefur í sumar. Nú fer að styttast í fyrri leik Akra- ness og Kölnar í UEFA-keppninni í knattspyrnu, en leikurinn verður leik- inn á Laugardalsvellinum 16. þessa mánaðar. Víst er að róðurinn verður erfiður fyrir Akranes, því í liði Kölnar eru hvorki fleiri né færri en 12 lands- liðsmenn. En Akurnesingar hafa iðu- lega staðið sig vel gegn stórliðum Evrópu, og engin ástæða er til að ætla að nokkur breyting verði þar á nú. Akurnesingar hafa áður ieikið við Köln og var það í Evrópukeppni meist- araliða árið 1978. Þá vann Köln fyrri leikinn úti i Köln, 4—1, en síðari leikn- um lyktaði með jafntefli 1—1. Var sá leikur leikinn á Laugardalsvellinum og þóttu Akurnesingar standa sig vel i honum. Þótt Köln hafi ekki gengið vel í upp- hafi keppnistímabilsins í V-Þýzkalandi landsliðsmenn. Aðalleikvangur Laugardal Sunnudag kl. 14. Valur — Víkingur Síðasti fyrstu deildar leikurinn í ár, flugelda- og björgunarblysa- sýning Ellingsen h/f í hálfleik og margt fl. VALUR FlugeMasýning, blómagjafir og 400 manna kaffiboð á sumudag — er Valsmenn og Víkingur leiða saman hesta sína í Laugardalnum „Jú, það er rélt, við verðum með I síðasta leik Vals í 1. deildinni,” sagði nokkuð óvenjulegar uppákomur á | Jón G. Zoéga, formaður knattspyrnu- WEST HAM HÓTAR LÍFSTÍÐARBANNI Forráðamenn Lundúnafélagsins West Ham United lýstu því yfir í dag, að ef áhangendur liðsins höguðu sér ekki skikkanlega á leik West Ham og Castilla á Spáni í næstu viku, yrðu þeir settir í lifstíðarbann hjá West Ham. West Ham og Castilla leika á miðviku- dag fyrri leik sinn í 1. umferð Evrópu- keppni bikarmeistara í knattspyrnu. Búizt er við að um 500 aðdáendur félagsins muni fylgja því til Spánar og er víst vissara fyrir þá að haga sér vel á vellinum, vilji þeir fá -að komast inn á heimavöll West Ham, Upton Park, í framtíðinni. deildar félagsins, er DB hafði tal af honum í gærkvöld. „Fyrfr ieikinn ætlar ungfrú Hollywood að afhenda leikmönnum Vals blóm i tilefni dagsins. Þá mun hún einnig afhenda 4 núlifandi íslandsmeisturum Vals frá árinu 1930 blóm, en nú eru einmitt liðin 50 ár frá þeim atburði. Þeir sem enn eru lifandi eru Jóhannes Bergsteinsson, Hólmgeir Jónsson, Jón Eiríksson og Agnar Breiðfjörð”. í hálfleik verður svo heljarmikil flug- eldasýning auk þess sem veitt verða verðlaun í mótorhjólakeppninni sem hefur verið í gangi i sumar eins og áliorfendur í Laugardalnum hafa vafa- litið tekið eftir. Þá verðúr einnig 400 manna kaffiboð undir stúkunni í hálf- leik. Að sögn Jóns ætla Valsmenn sér sigur i leiknum gegn Víkingi á sunnu- dag og sýna þar með að Valur er verðugur meistari í ár. Valsmenn hafa lítillega rætt við Volker Hofferbert, þjálfara sinn, um áframhaldandi starf hjá félaginu, en enn er ekki ljóst hvort af því getur orðið. Mikil ánægja hefur verið með Hofferbert í sumar og vilji fyrir því að fá hann aftur til félagsins. -SSv. ARNIFEREKKI ÚT TIL HAUFAX — Kirby svaraði ekki gagntilboði hans og lætur ekkert í sér heyra Nú liggur nokkuð Ijóst fyrir að Árni Sveinsson frá Akranesi mun ekki fara út til enska 4. deildarliðsins Halifax eins og (iðrætt hefur verið i blöðum að undanförnu og Árni sjálfur jafnvel talið möguleika á. Árni fékk fyrir skömmu skeyti frá George Kirby, sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra liðs- ins, þar sem honum var boðið að koma út, Fréttist síðan lítið frá Kirby en Árni sendi gagntilboð út á móti. Eftir það hefur hins vegar ekki heyrzt hósti né stuna frá Halifax og má telja vist að Kirby hafi ekki sætt sig við gagntilboð- ið enda veður Halifax ekki beint í seðl- um. Árangur liðsins hefur litið batnað eftir að Kirby tók við stjórn þess og það margsannar þá kenningu að útilokað er að ná einhverju út úr lélegum mann- skap. Það eina umtalsverða sem Halifax hefur gert var bikarsigur gegn Manchesler City í janúar í fyrra — annað ekki. Arni vcrður því líkast til áfram hjá Skagamönnum næsta árið. -SSv. Tony Woodcock hleypir af. Woodcock hefur gcrt mikla lukku í Bundcslígunni, og hér sést hann í baráttuv ið Ivan Buljan hjá Hamborg. Woodcock skoraði eitt mark á miðvikudag, er Kngland vann Nóreg 4—0 í undankeppni HM. AXEL AXELSS0N TEK- UR VIÐ FRÖMURUM! — fyrsti leikur undir hans stjórn gegn Þrótti á fimmtudag Samkvæmt heimildum sem 1)B hefur aflað sér, og telja má næsta öruggar, mun Axcl Axelsson taka við þjálfun Kínverjar hingað í næsta mánuði Landslið Kínverja í körfuknattleik mun væntanlegt hingað til lands um miðjan næsta mánuð. Mun það leika fjóra leiki við A-landsliðið dagana 9.— 13. október. Þá eru einnig talsverðar líkur á heimsókn Skota hingað til lands í lok þess mánaðar en enn hefur ekki verið gengið endanlega frá því. Körfuknattleiksvertiðin hófst óopin- berlega í gærkvöld með leik ÍS og Vals í Kennaraháskólanum en með liði ÍS lék m.a. hinn góðkunni Dirk Dunbar. Þótti hann sýna frískleg tilþrif svo og Bandaríkjamaður þeirra Valsmanna, Roy Johns. Var leikurinn furðugóður miðað við árstíma og er greinilegt að hugur er í körfuboltamönnum. Vals- menn sigruðu naumlega í leiknum í gærkvöld. Mikil kergja rikir nú hjá stjórnend- um KKÍ vegna dæmalauss seinagangs forráðamanna iþróttahúsa borgar- innar. Var það ætlun KKÍ að vera búið að ganga frá endanlegri mótskrá fyrir veturinn en þegar við síðast fréttum var það ekki hægt vegna skorts á svörum og upplýsingum frá iþróttahúsunum. Var KKÍ þá búið að biða svara í II —12 vikur. -SSv. Framliðsins í vetur af Karli Benedikts- syni. Karl þjálfaði Framliðið í fyrra og var endurráðinn en mun hafa lagt hart að Axel að taka að sér liðið. Nokkur styrr hefur staðið um Karl hjá Fram og DB veit t.d. að einstaka leikmenn sættu sig ekki við að vera undir hans stjórn og höfðu hug á eða voru í sumum tilvikum búnir að skipta um félög. Karl er einhver reyndasti þjálfari landsins en reynsla Axels er einkum fólgin í að spila í Þýzkalandi og varla fá menn mikið betri skólun en þar. Hins vegar hefur hann ekki mikið fengizt við þjálfun. Það verður þvi fróðlegt að fylgjast með Framliðinu undir sljórn Axels en margir eru á þeirri skoðun að Framararnir eigi eftir að rífa sig upp í vetur. Frumraun Axels verður ef að likum lætur gegn Þrótti á fimmtudags- kvöld en Þróttarar eru undir stjórn Ólafs H. Jónssonar, sem einmitt lék með Axel hjá Dankersen um árabil — báðir við góðan orðstír. -SSv. Axel Axelsson í leik með Dankersen. — í liði Köln, sem mætir Akranesi á Laugardalsvellinum á þriðjudag í UEFA-keppninni

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.