Dagblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980. Lanj>l cr siðan hrc/.ka pundið hcfur staðið jafnvel gagnvart öðrum pjaldmiðlum heimsins ok nú. Ekki cr þö öllum vanda létt af hcrðum Marparctar Thatcher forsætisráðherra með því. Atvinnuleysi, verðhólga og önnur óáran dynur stöðugt yfir og forsætisráðherrann er auövitað skammaður fvrir. hinsvegar innfluttar vörur ódýrari en ella. The London Times, blað sem styður stjórn Margaret Thatcher dyggilega, lýsti þeirri skoðun í leiðara fyrir nokkrum dögum að skráning sterlingspundsins væri komin svo hátt að með því væru lagðar meiri byrðar á brezkt efnahagslíf en æski- legt væri að það bæri. Helztu ástæður fyrir hárri skrán- ingu pundsins á undanförnum mánuðum er taldar tvær. ( fyrsta lagi olíuauður Breta á botni Norðursjávar og háir vextir í Bretlandi. Talið er að Bretar fái nú jafnvirði 7,2 milljarða dollara i olíu árlega. Þess vegna er pundið talinn sterkur gjaldmiðill. Slíkt er traust manna á olíunni. Pundið er komið i þann flokk gjald- miðla sem nefnt er petro-currency á ensku, olíugjaldmiðill. Vextir i Bretlanái eru hærri en í öðrum heiztu iðnríkjum heimsins. Opinberir forvextir eru 16% i Bret- landi. Til samanburðar má geta þess að sambærilegir vextir á Ítalíu eru 15%, 10,74% í Kanada, 10% í Bandaríkjunum, 9,5% i Frakklandi, 8,25% í Japan og 7,5% í Vestur- Þýzkalandi. Þetta þýðir það að pundið eða innneignir i Bretlandi gefa mestan arð. Þess vegna hafa margir erlendir fjármagnseigendur fjárfest i pundinu og þannig aukið eftirspurn eftir því á alþjóðlegum peningamarkaði. The Financial Times, virt brezkt fjármálablað, fullyrti nýlega að efna- hagssamdráttur og háir vextir, jafn- hliða hárri skráningu pundsins, væru gjörsamlega að koma lausafjáreign brezkra fyrirtækja í núll. Hávaxtastefnan er einn hornstein- anna í efnahagsstefnu ríkisstjórnar Margaret Thatcher. Með háum vöxtum er þá talið að bezt megi ráða niðurlögum verðbólgunnar. Thatcher er langhörðust alira vestrænna þjóðarleiðtoga á þeirri skoðun að hafa megi stjórn á verðþróun með aðgerðum í peningamálum. Verði dýrara að afla sér peninga verði þeir verðmætari og þar af leiðandi minna af þeim í umferð en ella. Þar með hægi verðbólgan ferðina. Thatcher hefur til þessa reynzt ófáanleg til þess að láta af stefnu sinni sem byggir á dýrum lána- ntarkaði, minni ríkisútgjöldum, afskiptaleysi ríkisvaldsins af samningamálum verkalýðs og vinnu- veitenda. Thatcher hefur ekki látið aí þessari stefnu sinni þrátt fyrir harða gagnrýni og að margar atvinnu- greinar í Bretlandi eru að leggjast af vegna efnahagssamdráttar þar i landi og erlendis. Tala atvinnuleysmgja i Bretlandi er nú komin upp i tvær milljónir og æ algengara gerist að fyrirtækjum sé lokað og rekstri þeirra hætt. Bæði margir fylgismeon brezku rikisstjórnarinnar og andstæðingar hennar telja þessar ófarir brezks atvinnulífs eiga rót sína að rekja til ol hárrar skráningar pundsins. Það gerir það að verkum, eins og áður sagði, að innfluttar vörur verða ódýrari í Bretlandi en ella og erfitt er að flytja út brezkar framleiðsluvörur á samkeppnisfæru verði. Bætist þetta ofan á aðra þá erfiðleika sem brezkt atvinnulíf á við aðglíma. Krafa brezkra iðnrekénda er sú að auðveldara verði gert að afla lánsfjár til reksturs svo komið verði í veg fyrir að fleiri fyrirtæki verði gjaldþrota en orðið er. Einnig vilja iðnrekendur að skráning pundsins verði lækkuð svo að brezkar vörur verði samkeppnis- færari á erlendum mörkuðum og einnig heima fyrir. Nýjustu fregnir af óförunt brezkra fyrirtækja berast nú frá Kenwood- verksmiðjunum, þekktum framleið- endum ýmiss konar eldhústækja. l-lafa forráðamenn fyrirtækisins til- kynnt að einni verksmiðju fyrirtækis- ins verði brátt lokað og starfsliði þar, tvö hundruð og sextíu manns, sagt upp störfum. Í fyrra mánuði voru sextán hundruð tnanns i annarri verk- smiðju Kenwoodfyrirtækisins settir til starfa í aðeins þrjá daga á viku hverri. Árið 1976, þegar James Callaghan var forsætisráðherra rikisstjórnar Verka- mannaflokksins, var brezka pundið i hinni mestu niðurlxgingu. Var það talið vera vegna tiltölulega mikillar verðbólgu í Bretlandi þá en henni fylgdi vantrú inanna á brezkan gjaldmiðil. stuðla á báða bóga. Fjárstuðningur vestrænu þjóðanna ætti um leið að hjálþa Rússum á leið til lýðræðislegri þjóðhátta. Þannig yrði unnið að þvi á báða bóga að minnka bilið. Og eftir því sem áynnist, mætti fara að draga úr gífurlegum hervæðingaraustri, sem liggur sérstaklega þungt á efna- hag Rússa og þannig losnaði aftur mikið fjármagn til efnahagslegrar uppbyggingar. Háleitar vonir hafa þannig verið bundnar við slökunina, sem varða sérstaklega framtið Evrópuþjóða. Þar skyldi komið á sáttum og eðlileg- um lífsháttum, án þess að annar gleypti hinn. Rússland og Austur- Evrópuríki yrðu lífrænir þátttak- endur í þjóðasamkundu álfunnar, án þess að setja þeim skilyrði um stjórnarform. Þeir gætu haldið áfram sínu sósíalíska kerfi, fengju jafnvel aðstoð til að viðhalda því, en þeir þyrftu aðeins að koma á frjálsari skoðanamyndun og draga úr ein- ræðiskúgun, alveg með sama hætti og Spánverjar og Portúgalar hafa gert á síðustu árum. Síðan væri þjóð- anna sjálfra að ákvarða i frjálsri skoðanamyndun sitt eigið stjórnar- og rekstrarform. En slökunarstefnan hefur orðið fyrir stórum áföllum, sem eru mest í því fólgin, að Rússar hafa ekki staðið við sinn hluta samningsins. Vestur- veldin hafa staðið við sinn hlut í efna- hagssendingu og matvælasendingum. Þessi síðustu ár hafa þau bókstafiega pumpað þangað milljarðafjármagni, veitt tækniaðstoð, jafnvel reist heilu nýtísku tölvuvæddu verksmiðjurnar fyrir Rússa. Viðskipti hafa aukist og komið sér vel fyrir V-Þjóðverja til að draga úr atvinnuleysi, en Rússar leiða jarðgas í pípum til V-Evrópu. Smám saman er svo að koma að Austur- og Vestur-Evrópa geta ekki án annarrar verið. Hitt er alvarlegt, hve tregir Rússar hafa verið að draga úr skoðanakúg- un. Upp hafa risið þar hópar sem berjast fyrir Helsinki-sáttmála og skoðanafrelsi, en þeir eru Iíka of- sóttir, hundeltir af lögreglu, fangels- aðir, sendir á geðveikrahæli og útlegð í Siberíu. Öll upplýsingamiðlun er í höndum allsherjar ritskoðunar. Þetta eru svo alvarlegar vanefndir, að segja má með fullum rétti, að forsendur slökunar séu niður fallnar. Svo bæta þeir gráu ofan á svart, þegar þeir firt- ast á alþjóðaráðstefnum við allri gagnrýni á þessum vanefndum. Ekki má orði hagga, þá rjúka þeir upp og kaila það ofsóknir gegn sér. Fyrr má nú vera viðkvæmnin, faðirminn. Með vanefndunum stofna Rússar allri slökunarstefnunni í hættu, nú er aftur að hefjast brjálæðisleg her- væðing og kjarnorkukapphlaup, sem vísar aðeins út í fen kaldastríðs og fram af hengiflugi kjarnorkustyrj- aldar. í tveimur höfuðríkjum vestrænna þjóða standa nú fyrir dyrum mikil- vægar kosningar, þar sem tveir hern- aðarsinnar, Franz Josef Strauss og Ronald Reagan seilast til valda og boða harðari stefnu. Það sem lyftir þeim upp og fitar eins og púka á fjós- bita eru hin miklu vonsvik yfir mis- hepphan slökunarstefnunnar. Komist þeir til valda, er útséð um frekari efnahagsaðstoð við fátæku þjóðirnar í Austur-Evrópu. Þar með væru þeir um leið slegnir út af laginu i hinum austrænu herbúðum, sem hafa viljað stefna að sáttum og samkomulagi. Þar stendur hnífurinn í kúnni, að Rússar þurfa að koma á frjálslegri stjórnarháttum og ætti það ekki að vera til of mikils mælst. En atburðirnir í Póllandi varpa Ijósi yfir þennan vanda. Spurningin um frjálslegri stjórnarhætti er ekkert smámál. Knúið er á úrbætur neðan frá, en valdhafar sem stjórnað hafa í áratugi með lögreglueinræði eru hræddir við frelsið. Líta má á atburðina í Póllandi, verkföllin, kröfur verkamanna um frjálsræði og lausn verkfallsins sem siðborinn árangur slökunarstefnunn- ar, svo ekki hefur allt þó verið unnið fyrir gýg. Alþýðan krefst frelsis og sjálfir eru Rússar skuldbundnir með hátíðlegum alþjóðasáttmála til að auka frelsið. Öll járn standa á þeim, hvort sem er frá Solsenitsin eða hinum gömlu handlöngurum þeirra, kommúnistunum á Vesturlöndum. En atburðirnir í Póllandi sýna að þeir eru skíthræddir við frelsið, þeir vita ekki til hvers það getur leitt, breiðist það kannski út eins og eldur í sinu og endar i algeru stjórnleysi og ringul- reið. Þessi ótti við frelsið hefur opinber- ast átakanlega í Póllandi. Við licvr- um sláandi Iréttir unt að verkalýðs- lelögin liali ekki verið frjáls, lickltn .séu þau starfstæki embættisvalds og atvinnurekandavalds rikisins. Síma- samband er slitið af ritskoðurum og heilu landshlutar einangraðir eins og i sóttkvi af ótta við að frelsisbakterí- an kunni að berast út. Rússnesku valdhafarnir eru svo óttaslegnir að ^ „Kjarni málsins er aö Sovétríkin eru van- þróað ríki efnahagslega, sem jafnframt situr á úreltu stigi nýlendukúgunar. Þaö er ekki aðeins hluti í slökunarstefnu, að Vestur- veldin hjálpi þeim að koma fótum að nýju undir gjaldþrota efnahagskerfi, heldur má líta á þetta sem hverja aðra efnahagshjálp við van- þróuð ríki...” Verkamenn i skipasmiðastöð i Gdansk klappa rxðumanni á hópfundi lof i lófa. Það cr við aukið frclsi þcssara kúguðu verka- manna sem yfirvöldin eru skithrxdd. þeir banna alla fréttabirtingu í fjöl- miðlum af pólsku verkföllunum. Þeir eru sannarlega hræddir við frelsið. Ofan á þetta bætist svo innrásin í Afganistan sem er nokkuð annars eðlis, þó allt komi saman í fantatök- tim stjómarhcrranna í Kreml. Afgan- i trm-málið cr fyrst og fremst ný- lcn 'uvandamál. Rússar eruíafstöðu si ui inu.sl.msku þjóðanna í Mið- Asíu á sama stig: >g V-Evrópi þjóðir, áður en þær gálu nýlendum sínum frelsi. Á sama lima og de Gaulle leysti málin með þvi að láta 10 millj- ónum múslíma eftir Alsír, héldu Rússar áfram að drottna sem ný- lendukóngar yfir 60 milljónum múslíma í Mið-Asiu. Þetta er stað- reynd, sem leynist undir niðri í öllu ofriki Sovétmanna. Vestrænum þjóðum þótti stórt á sínuni tíma að sleppa takinu á öllum nýlendum sínum, en þær hafa frekar hagnast á því en hitt, ef undan er skilin kröfu- Itarka olíuþjóðanna. Með sama hætti vex valdhöfum i Kreml i augum að sleppa nýlendutaki á Mið-Asiu- þjóðum. En til þess að verða full- gildir í samfélagi Evrópuþjóða þurfa þeir líka að taka þá erfiðu ákvörðun að gefa þeim frelsi, fella niður ný- lenduhelsi og taka upp eðlileg sam- skipti á frjálsræðisgrundvelli, sem verður báðum til blessunar. Kjarni þessara miklu vandantála, sem kannski er ekki svo auðvelt að koma auga á, er að minu áliti sá, að Sovétríkin eru vanþróað riki efna- hagslega, sem jafnframt situr á úreltu stigi nýlendukúgunar. Það er ekki aðeins hluti i slökunarstefnu, að Vesturveldin hjálpi þeim að koma fótum að nýju undir gjaldþrota efna- hagskerfi, heldur má líta á þetta sem hverja aðra efnahagshjálp við van- þróuð ríki. Fái þeir ekki þessa hjálp er hætta á að efnahagskerfi þeirra hrynji með hungursneyðum og vand- ræðum, sem aðeins myndu leiða til aukinnar hernaðarkúgunar, ofbeldis og blóðsúthellinga. Sumir segja þá: Látum þá bara fara til fjandans. En gæfi það von um bætt mannlif, að allur sá hluti heimsins yrði ofurseldur eymdinni. Nei, hitt er miklu skynsamlegra að fara skaplega sáttaleið og reyna að hnika málum til betri vegar. Vest- rænar þjóðir hafa vel efni á að veita slíkan stuðning, sem stuðlar að vel- farnaði á báða bóga og kannski að þá kæmi einhvern tímann að þvt að valdhafar hinna ntiklu kjarnorku- væddu Sovétrikja fari að þora að horfast I augu við frelsi, hver veit? Þorsteinn Thorarenscn J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.