Dagblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980. Til sölu Tveir Mercedes Benz framdrifsfólksflutn- ingabílar 25—30 sæta. Hentugir til skóla- aksturs. Uppl. í síma 99-5117 og 28261 á kvöldin. Smurbrauðstofan BJORNINN Njáisgötu 49 — Sími 15105 KEFLVÍKINGAR - SUÐURNESJAMENN! Myndlistardeild Baðstofunnar í Keflavík byrjar starfsemi sína 18. þ.m. lnnritun fer fram 15. og 16. þ.m. Eftir kl. 19 í síma 92- 1142. Nefndin. GÆT MYND AF POL POT — Ijósmyndarar komast sjaldan nærri honum Það er Pol Pot sem situr næst glugganum til vinstri og horfir ú( um hann — meðan lestin brunar vfir hernaðarþreytt héruð Kampúlseu. Ásamt honum í vagninum eru nánustu hjálparmenn hans. Er hægt að lesa úr svip þeirra að i sameiningu hafa þeir komið tveim milljónum landa sinna fyrir kattamef? Pol Pot er talinn í hópi verstu harðstjóra heims. Þó fullyrða margir sem tii þekkja að Kampútseumenn kjósi fremur stjórn þessa morðfúsa landa sins heldur en að komast undir yfirráð Víetnama. Oskum eftir að taka á leigu lítið einbýlishús eða 4 herbergja íbúð helst í Hafnarfirði eða Stór-Reykjavíkur sVæðinu. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Sími 52945. Sölutum í Hafnarfirði Pólverjar aðvaraðir með handtökum i Tékkóslóvakíu til sölu — góð velta. — Þeir sem áhuga hafa leggi nafn og símanúmer inn á augl.þjónustu DB, sími 27022 eftir kl. 1, fyrir mánudagskvöld 15. sept. Reykjavík - Atvinna Óskum eftir góðum iðnverkamanni til að annast byggingasvæði í stóru verki í Breið- holti. Góð laun fyrir góðan mann. Upplýs- ingar í síma 92-3966 milli kl. 10 og 12 alla virka daga og síma 92-1670 á kvöldin og um helgar. Húsnæði - Salur um það bil 100 ferm salur óskast fyrir félagsstarfsemi. Unn'v ingar hjá auglýs- ingaþjónustu Dagoiaösins í síma 27022. H—743 STYRKIR til að sækja þýskunámskeið í Sam- bandslýðveldinu Þýskalandi. Þýska sendiráðið í Reykjavik hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram þrir styrkir til handa íslenskum stúdentum til að sækja tveggja mánaða þýskunámskeið I Sambandslýðveldinu Þýskalandi á vegum Goethe stofnunarinnar á timabilinu júni október 1981. Styrkirnir taka til dvalarkostnaðar og kennslugjalda auk 600 marka ferðastyrks. Untsækjendur skulu vera á aldrinum 19—32 ára og hafa lokiö a.m.k. tveggja ára háskólanámi. Þeir skulu hafa góða undirstöðukunnáttu I þýskri tungu. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik. I'yrir 20. oktobet k Serstök umsóknar eyðublöðfást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 8. september 1980. Skyndileg aðför að tékkneskum andófsmönnum virðist taka af allan vafa um að aðrar Austur-Evrópu- þjóðir séu staðráðnar í því að láta ekki ókyrrðina af völdum verka- manna í Póllandi breiðast út til ann- arra kommúnistalanda, að mati vestrænna sérfræðinga. Ellefu andófsmenn sem sendu frá sér bréf þar sem þeir lýstu samúð og stuðningi við verkfallsaðgerðir pólskra verkamanna í Gdansk voru handteknir fyrirvaralaust síðastliðinn þriðjudag. Meðal þeirra var fyrrver- andi utanríkisráðherra í stjórn Dubcheks, sem Sovétmenn ýttu úr valdastóli á sínum tima. Nú greina tékkneskar heimildir frá þvi að þeir hafi verið látnir lausir. Vestrænir fréttamenn í Tékkó- slóvakíu telja þó að enn séu tveir þeirra enn i haldi, og að annar þeirra sé Hayeck, fyrrum utanrikisráðherra, sem getið var. Matvælaskortur er hvergi í austur- blokkinni sagður jafn alvarlegur og i Póllandi. Það sé því í raun hvergi þar jafnmikil hætta á sameiginlegu átaki og aðgerðum verkamanna og andófs- Duhi .t'K l'yrrum forsælisráðherra rékkóslóvakíu er notaður sem grýla á andúfsmenn i Póllandi. manna í stéttum menntamanna sem i Póllandi. Þrátt fyrir góð orð Tékka um efna- hagslegan stuðning við Pólverja er samt talið að ástandið í Tékkó- slóvakiu gefi engan kost á því að mat- væli eða nokkur seljanleg framleiðsla fyrir harðan gjaldeyri standi Pól- verjum til boða. Þegar síðast gætti verulegs óróa meðal verkamanna og menntamanna i Tékkóslóvakíu, árið 1968, gripu Sovétmenn í taumana og veltu stjórn landsins. Meðal annars settu þeir Dubchek forsætisráðherra af. Hann er nú skógarhöggsmaður. Handtök- urnar nú eru taldar alvarleg aðvörun, ekki aðeins fyrir Pólverja og Tékka heldur og aðrar Austur-Evrópuþjóð- ir. BRYGGJUBÍLL FRÁ KRUPP — siglir að flutningaskipinu og tekur gáminn og ekur síðan eftir næsta vegi á landi Lausnin á hafnleysi við strend- urnar virðist í sjónmáli fyrir tilstuðl- an vestur-þýzks fyrirtækis. Er það eitt af fyrirtækjum Krupp stórveldis- ins, Buckau-Wolf, sem hefur látið gera sjóbifreið sem getur tekið til sín gáma frá skipum á rúmsjó, siglt með þá að landi og ekið sem leið liggur frá sjávarborði og þangað sem ferðinni er heitið á landi. Bilbáturinn er sagður vera sérstak- lega heppileg lausn fyrir vanþróuð ríki þriðja heimsins þar sem hafnleysi háir öllum framförum. Gripurinn var sýndur í Kiel í Vestur-Þýzkalandi í gær. Ók hann eða sigldi að flutningaskipi sem þar lá úti. Tók einn gám (container) og sigldi með hann á land. Ekki varð vart neinna erfiðleika við að koma bílskipinu upp fjöruna með fullan gáminn. Sjóbifreiðin er 12,45 metrar á lengd, 3,5 metrar á breidd og hæðin er 3,9 metrar. Þegar hefur komið í Ijós að víða þar sem hafnleysi er hafa menn mikinn áhuga á sjóbifreiðinni. Að sögn framleiðenda er talið að söluverð bifreiðarinnar verði jafn- virði um það bil 240 milljóna íslenzkra króna. Framleiðsla mun hefjast fyrri hluta næsta árs.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.