Dagblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980. Patrick Gervasoni neitaði herskyldu í Frakklandi, var hundeltur af lögreglu, flúði land og biður nú um hæli á íslandi sem pólitískur flóttamaður: „HÉR VIL ÉG UFA OG STARFA í FRIÐI fl „Hver og einn getur sett sig í mín spor. Frönsk stjórnvöld leyfa mér ekki að vinna í öðrum löndum með því að neita að láta mig hafa persónuskilríki. Þess vegna á ég ekki annan kost en þann að biðja um hæli á íslandi sem pólitískur flóttamaður. Dómsmála- ráðuneytið er að afla upplýsinga um mál mitt i gegnum sendiráð íslands í París. Að því búnu verður lekin ákvörðun við beiðni minni og ég vona bara að svarið verði jákvætt.” Patrick Gervasoni er landflótta Frakki, nýkominn til íslands og hefur beðizt hælis hér á landi sem pólitískur flóttamaður. Dagblaðið hitti hann að máli í húsi í Reykjavík að kvöldi þriðjudags. Gervasoni var fús til að STYRKIR til íslenskra vísindamanna til náms- dvalar og rannsóknastarfa í Sam- bandslýðveldinu Þýskalandi. Þýska sendiráðið í Reykjavik hefur tjáð islenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram nokkrir styrkir handa islenskum vísindamönnum til námsdvalarog rannsóknastarfa i Sambandslýðveldinu Þýskalandi um allt að fjögurra mánaða skeið á árinu 1981. Styrkirnir nenta 1.300 þýskum mörkum á mánuði hið lægsta, auk þess sem til greina kemur að greiddur verði ferðakostnaður að nokkru. Umsóknum um styrki þessa skal kontið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. október n.k. — Sérslök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 8. september 1980. PEUCEOT ■ákl.1-5. Notaðir Peugeot bílar til sýnis og sölu 504 GL '73-'74-'75 504'7 7-'78 504station '78 404 ‘72 304'74-'77 204 '74 HAFRAFELL H/F Simi85211 LISTSMIÐJAN H/F SKEMMUVEG116 Óskum eftir 2 til 4 herbergja íbúð fyrir einn framkvæmda- stjóra okkar nú þegar. Uppl. í síma 75502 eða 77969. STYRKIR til háskólanáms í Sambandslýðveld- inu Þýskalandi. Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram fjórir styrkir handa islenskum námsmönnum til háskóla- náms í Sambandslýðveldinu Þýskalandi háskólaárið 1981-82. Sfyrkirnir nema 770 þýskum mörkum á mánuði hið lægsta auk 100 marka á náms- misseri til bókakaupa, en auk þess eru styrkþegar undanþegnir skólagjöld- um og fá ferðakostnað greiddan að nokkru. Styrktímabilið er 10 mánuðir frá 1. október 1981 að telja en framlenging kemur til greina að full- nægðum ákveðnum skilyrðum. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 32 ára. Þeir skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. Umsóknir, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og öðrum tilskildum fylgigögnum, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6. 101 Reykjavík, fyrir 20. október n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamalaraðuneytið 8. saptembar 1980. ræða sín mál, en þvertók fyrir að birtar yrðu myndir af sér opinberlega. Hann kvaðst vilja geta gengið um götur hér í friði á meðan yfirvöjd tækju ákvörðun í máli hans. Gervasoni er 29 ára gamall, lágvax- inn með dökkt sítt liðað hár. Hann er ákaflega ,,franskur” í útliti og við- kunnanlegur. Ekki leyndi sér að hann er áhyggjufullur vegna óvissunnar framundan, en vonar hið bezta. Vand- séð eru líka í fljótu bragði rök fyrir því að yfirvöld neiti að skjóta yfir hann skjólshúsi. Vígorð gegn vopna- skaki í kirkjuturni En hvers vegna pólitískur flótta- maður, og það frá Frakklandi?! Jú, ástæðan er sú að Gervasoni neitaði að „Að neita herþjón- ustu í Frakklandi er afbrot. Þið hafið enga hermennsku og því engin slík „afbrot”. ” gegna herskyldu í heimalandinu og lenti á sakaskrá fyrir vikið. Hann var dæmdur í fangelsi að honum fjar- stöddum fyrir vikið og þurfti að fara huldu höfði til að forðast að lenda í klóm á lögreglunni. Gervasoni sótti um náðun 1974, en henni var hafnað án skýringa. Þá vakti hann athygli á mál- stað sínum með því að klifra upp í kirkjuturn að morgni þjóðhátíðardags Frakka, 14. júlí, og breiða út borða með vígorðum gegn vopnaskaki og kröfum um afvopnun. Blöð og útvarpsstöðvar birtu fréttir um málið og það varð umtalað. Gerva- soni var handtekinn og afhentur her- lögreglunni sem flutti hann I herbúðir í Marseilles. Þar var hann neyddur til að klæðast einkennisfötum hermanns. En dvölin I hernum var aðeins 2 dagar. Þá strauk hann, gerðist liðhlaupi og kall- aði yftr sig 2ja ára fangelsi sem refsingu ef í hann næðist. Eftir það studdi Gervasoni og tók þátt í baráitu sam- taka sem berjast gegn hermennsku í Perpignan. Meðal annars var hann í hungurverkfalli í 25 daga. Að því búnu lá leiðin til Parísar með lögreglu á hæl- unum. Hann gat aldrei 'um frjálst höfuð strokið þar frekar en annars staðar í heimalandinu. Þá lá ekkert annað fyrir en að flýja land. Fyrst til „Fyrst datt mér ekki í hug að biðjast hér hœlis, heldur að fá at- vinnuleyfi til að byrja með. En það reyndist ekki hœgt vegna þess að skil- ríkin vantaði” Belgíu og Hollands, en þaðan til Dan- merkur í desember sl. Gervasoni var þá og er enn algerlega persónuskilríkja- laus. Ástæðan er sú að frönsk yfirvöld neita honum um hvers kyns „pappíra” vegna baráttu hans gegn hermennsku. „Að neita herþjónustu í Frakklandi er afbrot. Þið hafið enga hermennsku og því engin slík „afbrot”. ísland er eina vestræna lýðræðisríkið sem hefur engan her á sínum snærum og þar af „Ég ætla að fara í íslenzkunám um leið ogjákvætt svar \ berst við umsókn- inm minm leiðandi enga herskyldu. Þess vegna var mér bent á að frekast yrði tekið við mér hér,” sagði Patrick Gervasoni við Dag- blaðið. „Vænti þess heils hugar að fá að vera hér áfram" „Fyrst datt mér ekki i hug að biðjast hér hælis, heldur að fá atvinnuleyfi til að byrja með. En það reyndist ekki hægt vegna þess að skilríkin vantaði. Eina leiðin var því að koma og fara fram á landvist sem pólitískur flótta- maður. Lögfræðingur sem hefur tekið mál mitt að sér hefur ítrekað beiðni mína til dómsmálaráðuneytisins. Ég vænti þess heils hugar að fá að vera hér áfram. Ef ekki, á ég von á að stjórn- völd muni leita eftir einhverju landi sem vill taka við mér. En vonandi kemur ekki til þess. íslendingar hafa tekið vel á móti mér og það vil ég þakka.” Gervasoni er aðeins frönskumæl- andi. Þar sem tiltölulega fáir íslending- ar kunna frönsku nógu vel til að halda uppi samræðum, á hann eðlilega í erfiðleikum með að tjá sig án túlks. „Ég ætla að fara í íslenzkunám um leið og jákvætt svar berst við umsókn- inni minni,” sagði hann. í eðli sínu friðarsinni Gervasoni er „í eðli sínu auðvitað friðarsinni” eins og hann orðar það. Hann neitar algerlega þátttöku í franska hernum og þarf að flýja land vegna þess. „Það er erfitt að vera friðarsinni í Frakklandi. Franski herinn er ekki aðeins til að verja landið, heldur er hann líka þjálfaður til að berja á pólit- iskum andstæðingum stjórnvalda. Her- inn skiptir sér af verkföllum í verk- smiðjum og skemmst er að minnast ruddalegra afskipta sjóhersins af að- gerðum sjómanna í frönskum höfnum segir Gervasoni i viðtali Vlð Dagblaðið nýlega. Herinn er afl eins pólitisks afls í landinu en ekki allrar þjóðarinnar. Hann styður einræðisríki á borð við Suður-Afriku með vopnasendingum „Það er erfitt að vera friðarsinni í Frakklandi. Franski herinn er ekki aðeins til að verja landið, heldur er hann líka þjálfaður til að berja á póli- tískum andstæðing- um stjórnvalda” sem valdaklíkan þar notar í baráttu gegn þjóðfrelsisöflum. Franski herinn er jafnvel hættulegur öllu mannkyni vegna tilrauna á hans vegum með kjarnorkuvopn í Kyrrahafinu. Samfylking gegn lögregluofbeldi Tilhneiging til lögregluofbeldis gegn friðsömum verkfalls- og mótmælaað- gerðum 1 Frakklandi er mjög vaxandi síðustu 2 árin. Ástandið hefur kallað á umfangsmikla baráttuhreyfingu, sem skipulögð er af pólitískum samtökum, mannréttindasamtökum og samtökum dómara í Frakklandi, auk nokkurra þingmanna á Evrópuþingi og stjórn- málasamtaka utan Frakklands. Þessi andófshreyfing vill til dæmis nema úr gildi illræmda klásúlu í lögum landsins, sem á rætur að rekja til de Gaulle for- seta. Á grundvelli þeirrar klásúlu má taka saklaust fólk höndum fyrir engar sakir, bara ef hernum þóknast að halda því fram að viðkomandi „stundi undir- róður” af einhverju tagi. Ég kann vel við mig á íslandi. Hér vil ég lifa og starfa í friði,” sagði Gerva- soni að lokum. Hann ætti auðveldlega að geta fundið sér vinnu við hæfi. Hann hefur lært trésmíði og steinsmíði og meðal annars unnið við viðhald og viðgerðir á gömlum húsum. -ARH. Baldur Möller í dómsmálaráðuneytinu um Gervasoni-málið: „Skortur á upplýs- ingum frá París” — bankareikningur opnaður til stuðnings Gervasoni „Okkur gengur illa að fá upplýs- ingar um manninn frá Frakklandi,” sagði Baldur Möller ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis þegar DB spurði um hvort fljótlega væri að vænta afgreiöslu á beiðni Gervasonis um landvistarleyfi á íslandi. „Við höfum fengið nægar uppiýs- ingar frá hans hlið en til að öll vinnu- brögð teljist i lagi viljum við gjarnan heyra hvernig málið horfir við frönskum stjómvöldum. Það var rekið á eftir þvi á mánudaginn að við heyrðum eitthvað frá Paris og átti enn aö rugga við þeim í dag (miðvikudaginn 10. sept.). Á meðan ekkert kemur erum við hálf haltrandi með þetta allt saman,” sagði Baldur Möller. Formlega er það Friðjón Þórðar- son dómsmálaráðherra sem tekur ákvörðun I máli Gervasonis. Skýrsla um það verður lögð fyrir ráðherrann um leið og embættismönnum þykir sem nægar upplýsingar liggi fyrir. Hópur manna sem vill aðstoða Gervasoni og stuðla að þvi að hann fái hér dvalarieyfi hefur beðið Dag- blaðið að koma til skila boðum til al- mennings um að allur stuðningur sé vel þeginn jafnt fjárhagslegur sem annar. Framlög má greiða inn á bók nr. 14656 I Vegamótaútibúi Lands- bankans. Ennfremurer hægt að leita upplýsinga i síma 28699. Fordæmi eru fyrir að landfiótta fóiki hefur verið veitt landvist á ís- landi. Fyrir u.þ.b. tveimur árum leitaði hér hælis maður sem fiúði frá Chile undan herforingjaklikunni sem síðan stýrir landinu í krafti ofbeldis og ofsókna. Eftir þvi sem best er vitað er Chilemaðurinn hér enn og unir vel hag sinum. -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.