Dagblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980 - 208. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022.
í
á
Fullorönir menn kveiktu í svínaskúr í Grindavik:
„Dýrin voru inni þegar
þeir kveiktu í skurnum”
— Mikil skemmdarverkaalda í Grindavík að undanförnu
„Dýrin voru inni þegar þeir
kveiktu í skúrnum og þeir fóru í
burtu án þess að hleypa þeim út,”
sagði Jón Ágústsson, sjómaður í
Grindavík, er blaðamaður DB hafði
samband við hann vegna atviks sem
átti sér stað i Grindavík i fyrradag.
í fyrradag kveiktu tveir fullorðnir
menn í gömlum bragga í Grindavík
þar sem Jón hafði fengið inni með
fimm svin sem hann átti.
,,Ég var i húsnæðishraki með þessi
dýr og fékk að skjóta þeim inn í
þennan bragga til bráðabirgða,”
sagði Jón. Kvaðst hann siðan hafa
oröið fyrir þrýstingi með að koma
dýrunum í burtu þar sem ýmsir ótt-
uðust, að rottur fylgdu svínunum.
Sagðist Jón hafa rætt þetta við
bæjarstjórann og sag/i mundu lóga
dýrunum ef hann fengi ekki
framtiðarstað fyrir þau. Talaðist
þeim til að Jón fengi að hafa dýrin
þarna í nokkra daga i viðbót.
,,Mér höfðu borizt til :yrna hótan-
ir um að svínin yrðu brennd inni en
mér datt ekki í hug að mönnunum
gæti verið alvara," sagði Jón.
Jón Ágúst lýsti í samtali við
blaðamann DB óánægju sinni yfir
hve rannsóknin gengi hægt, og sagði
að t.d. hefði vitni ekki verið yfir-
heyrt. Þetta vitni héldi þvi fram að
svínin hefðu verið inni þegar kveikt
var í.
„Baráttan um svinamálið er 6 ára
gamalt strið íbúa í Staðarvararhverf-
inu að losna við svínabraggann.”
sagði John Hill rannsóknarlögreglu-
maður i morgun en hann annaðist
rannsókn sem nú er lokið.
,,Á miðvikudagsmorgun var
komið með bréf heim til lögreglu-
manns I Grindavík ásamt skilaboðum
um að opna það ekki fyrr en eftir 10
mínútur. Þá ósk hundsaði lögreglu-
maðurinn og í bréfinu var sagt að
kveikt yrði í svínaskúrnum. Er
lögreglumaður leit í átt þangað tók
að rjúka úr skúrnum um sama leyti.
Hann kvaddi til slökkvilið og slökkt
var í rústunum,” sagði John.
„Það er sannað að þeir sem
kveiktu i ráku út svinin fyrst. Játning
um íkveikjuna liggur fyrir,” sagði
John.
•GAJ/A.St.
„Þetto er gullauga’’ segir Eddu. „vestan frá Bœ I Rauðasandshreppi." Það gœti veriðsamistofninn og Bjtirn ISauðlauksdalrwktaðifyrst — ekkierþaðsamt aheg
vlst. Við hlið Eddu er dáttirin,, Torfhildur Silja, 9 ára. DB-myné R. Th.
Sólin í sumar eykur jarðargróðann:
65-FÖLD UPPSKERA UNDAN EINU GRASI
— í sendinni mold r
Hún var hreykin af kartöfluuppsker-
unni hún Edda Thorlacius, húsmóðir í
Fossvoginum sem við heimsóttum i
gær. Enda mátti hún vera það. Undan
fyrsta grasinu sem hún tók upp að
okkur ásjáandi reyndust vera 2,3 kíló.
Útsæðiskartafla vegur 30—35 grömm
og má því fullyrða að eftirtekjan hafi
Fossvoginum
þarna verið 65-föld!
Auðvitað er misjafnt undir grösun-
um. Edda og maður hennar, Sigurður
ísaksson bifreiðasmiður, taka dálitiðaf
útsæðinu í aprílbyrjun, leggja hverja
kartöflu í lítinn'nestisplastpoka og
mold svo hylji, geyma þannig þangað
til frost er farið úr jörðu. Þá setja þau
þau niður — en klippa botninn úr
pokunum fyrst. Plönturnar eru veiklu-
legar i byrjun en þroskast síðan vel og
fjölskyldan getur farið að borða nýjar
kartöflur miklu fyrr en ella.
Útsæðið sem er forræktað á þennan
hátt ætlar að gefa um 50 eða 55-falda
uppskeru i ár, en það sem er sett niður
á venjulegan hátt verður yfir 30-falt.
,,Ég hef aldrei kynnzt svona góðri
uppskeru áður,” segir Sigurður. ,,Ef
einhver annar hefði komið og sagzt
hafa fengið 65-falda uppskeru undan
einu grasi hefði mér ekki dottið í hug
að trúa því.”
-IHH.
„Sigurjón
býður
mér sára-
sjaldan”
— segir Guðrún
Helgadóttir um
meinta veizlugleði
borgarfulltrúa
,,Ég get ekki ímyndað mér að I
það sé mjög mikið, þar sem félagi
Sigurjón býður mér sárasjaldan i
slíkar veizlur," sagði Guðrún
Helgadóttir, borgarfulltrúi |
Alþýðubandalagsins, er blaða-
maður DB spurði hana hvopt hún I
áliti að veizluhöld og móttökur
hjá Reykjavikurborg væru
komnar út I öfgar. Eins og DB
greindi frá i gær var kostnaðurinn
við þessi veizluhöld frá árs-1
byrjun til júlíloka 37 milljónir.
„Þessi þáttur borgarlífsins I
hefur verið ræddur þó nokkuð
innan okkar flokks," sagði
Guðrún. „Strax þegar við tókum
við borginni, ákvað hinn nýi
meirihluti að stilla þessu mjög í
hóf."
Sagðist Guðrún hafa látið gera
smáathugun á þessu í fyrra og þá
hefði komið í Ijós að þessi kostn-
aður væri sizt meiri en áður. Hún I
sagði að það væri mjög erfilt fyrir I
höfuðborg að komast hjá ein-
hverjum svona kostnaði. fsland
væri mikið ráðstefnuland og I
borgin hefði vissum skyldum aðl
gegna við gestina. Minnti hún á [
að Norðurlandaráð hefði komið
saman hér á landi í ár. Þar hefðu
verið 600 manns og hefði það
hleypt kostnaðinum mjög upp.
, ,Við höfum hins vegar tekið upp
nýjar gestamóttökur fyrjr landa [
okkar, t.d. I. maí, fyrir félaga úr I
verkalýðshreyfingunni. Þá höfum [
við tvisvar boðið hópum
starfsliði borgarinnar, t.d. einu |
sinni Fóstrum af dagheimilum,”
sagði Guðrún og bætti því við að |
jafnan væri mikil pressa á borg-
aryfirvöld að bjóða alls kyns
gestum. „Ég held að við höfum
haft skynsamlega relgu á þessu og
þessu sé stillt í hóf eins og unnt
er,” sagði Guðrún að lokum.
-GAJ.