Dagblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980.
27
Sjónvarp
Útvarp
Miðvikudagur
17. september
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar.
Tónleikasyrpa. Tónlist úr
ýmsum áttum, þ.á m. léttklass-
ísk.
14 30 Miðdegissagan: ,,Tvískinn-
ungur” eftir Önnu Olafsdóttur
Björnsson. Höfundur les (2).
15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir
kynnir.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar. Sjnfóníu-
hljómsveit íslands leikur „Jón
Arason”, forleik eftir Karl O.
Runólfsson; Páll P. Pálsson stj.
/ Artur Rubinstein og Fílharm-
oníusveitin í ísrael leika Píanó-
konsert nr. 1 í d-moll eftir Jo-
hannes Brahms; Zubin Metha
stj.
17.20 Litli barnatiminn. Sigrun
Björg Ingþórsdóttir stjórnar.
Meðal efnis; Oddfríður Stein-
dórsdóttii les söguna „iGöngur’’
eftir Steingrím Arason, og Bessi
Bjarnason syngur „Smalasögu”.
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Gestur í útvarpssal. Martin
Berkofsky frá París leikur pianó-
verk eftir Franz Liszt.
20.00 Hvað er að frétta? Bjarni P.
Magnússon og Ólafur Jóhanns-
son stjórna frétta- og forvitnis
þætti fyrir og um ungt fólk.
20.30 „Misræmur”. Tónlistar-
þáttur í umsiá Þorvarðs Arna-
sonar og Astráðs Haraldssonar.
21.10 Michelet og Vico. Haraldur
Jóhannsson hagfræðingur flytur
erindi.
21.30 Kórsöngur. Rörkjær-skóla-
kórinn í Danmörku syngur
danska söngva. Stjórnandi: Axe!
Eskildsén.
21.45 Útvarpssagan: „Hamraðu
járnið” eftir Saul Bellow. Árni
Blandon les þýðingu sína (6).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag-
skrá morgundagsins.
22.35 Milll himins og jarðar.
Fimmti þáttur: Fjallað um vetr-
arbrautina, geiminn fyrir utan
hana og uppruna og þróun al-
heimsins. Flytjandi: Ari Trausti
Guðmundsson.
23.05 Samieikur á selló og píanó.
Natalia Gutman og Vasily
Lobanoff leika á tónleikum í út-
varpshöllinni í Baden-Baden 11.
nóvember s.l. a. Sellósónata eftir
Claude Debussy. b. Sellósónata
op. 40 eftir Dmitri Sjostakovitsj.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Fimmtudagur
18. september
7.20 Veðurfregnir Fréttir. Tón-
leikar.
7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þulur
velur ogkynnir.
8.00 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleik-
ar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Kolur og Kolskeggur” eftir
Barböru Sleigh. Ragnar
Þorsteinsson þýddi. Margrét
Helga Jóhannsdóttir les (28).
9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynning-
ar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 tslenzk tónlist. Jóhanna G.
Möller syngur lög eftir Pál ísólfs-
son; Agnes Löve leikur með á
pianó / Sinfóníuhljómsveit
islands leikur lög eftir Pál ísólfs-
son úr sjónleiknum „Gullna
hliðinu”; Páll P. Pálsson
stjórnar.
11.00 Verzlun og viðskipti.
Umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson.
11.15 Morguntónleikar. Rudolf
am Bach leikur píanólög eftir
Gustav Weber / Janet Baker
syngur lög eftir Richard Strauss;
Gerald Moore leikur á píanó.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar.
Tónleikasyrpa. Léttklassísk tón-
list, dans- og dægurlög og lög
leikin á ýmis hljóðfæri.
14.30 Miðdegissagan: „Tvískinn-
ungur” eftir Önnu Ólafsdóttur
Björnsson. Höfundur les (3).
15.00 Popp. Páll Pálsson kynnir.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar. Maurice
Duruflé og Sinfóníuhljómsveit
franska útvarpsins leika Orgel-
konsert í g-moll eftir Francis
Poulenc; Georges Prétre stj. /
Fílharmoníusveitin í Stokkhólmi
leikur Sinfóníu nr. 3 í E-dúr op.
23 eftir Hugo Alfvén; Nils
Grevillius stj.
17.20 Tónhornið. Sverrir Gauti
Diego stjórnar þættinum.
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttír. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Þórhallur
Guttormsson flytur þáttinn.
19.40 Sumarvaka. a. Einsöngur:
Sigríður Ella Magnúsdóttir
syngur íslenzk lög. Ólafur Vignir
Albertsson leikur á pianó. b. ís-
hús og beitugeymsla. Vilhjálmur
Hjálmarsson fyrrum mennta-
málaráðherra flytur þriðja og
síðasta erindi sitt: Nordalsíshús
og íshúsið í Elliðaárhólmum. c.
Hnitbjörg. Baldur Pálmason les
kvæði eftir Pál V. G. Kolka. d.
Hann Kristján á Klængshóli.
Gísli Kristjánsson talar við
Kristján Halldórsson vistmann á
Dalbæ við Dalvík, 94 ára
öldung. e. Manntjónið mikla á
Arnarfirði 20. september 1900.
Séra Jón Kr. ísfeld flytur frá-
söguþátt.
^ Sjónvarp
Miðvikudagur
17. september
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Kubbabrú. Teiknimynd án
orða um lítinn dreng og leikföng-
in hans.
20.55 Nýjasta tækni og visindi.
Umsjónarmaður örnólfur
Thorlacius.
21.25 Hjól. (Wheels). Bandarískur
framhaldsmyndaflokkur í fimm
þáttum, byggður á skáldsögu
eftir Arthur Hailey. Aðalhlut-
verk Rock Hudson og Lee
Remick. Fyrsti þáttur. Þetta er
sagan af Adam Trenton, einum
áhrifamesta manni bandaríska
bifreiðaiðnaðarins, og fjölskyldu
hans. Þýöandi Jón O. Edwald.
22.55 Dagskrárlok.
t Bandaríkjunum er nú farið að ræða þann möguleika að bifreiðar verði
nánast óþarfar.
Nýr framhaldsmyndaflokkur — sjónvarp kí. 21,25:
Svipaður Gæfu
eða gjörvileika
— eftir sama höfund og Bankahneykslið
| Hjól (Wheels) nefnist bandarískur
|framhaldsmyndaflokkur sem sjón-
varpið hefur sýningu á i kvöld,
jmiðvikudagskvöld. Þættirnir verða
fimm og eru byggðir á skáldsögu eftir
,hinn fræga rithöfund Arthur Hailey.
Meðal kunnra bóka hans er Banka-
hneykslið, en myndaflokkur gerður
eftir þeirri bók var sýndur í sjón-
varpinu í fyrra viö miklar vinsældir.
Þá skrifaði hann Hótel og Airport
auk margra annarra kunnra bóka.
! Hjól gerist í bílaiðnaðinum og
!fjallar um mannleg samskipti, kyn-
þáttavandamál og fleira. Margir hafa
jíkt þessum þætti við framhalds-
.myndaflokkinn Gæfa eða gjörvileiki
jsem vinsæll var hér fyrir tveimur
árum. Aðalsöguhetja myndarinnar er
Adam Trenton, einn áhrifamesti
jmaður bandaríska bifreiðaiðnaðarins
óg fjölskylda hans kemur einnig
jmikiðvið sögu.
I Með aðalhlutverkin í myndina fara
hvorki meira né minna en Rock Hud-
son og Lee Remick. Þátturinn lofar
næstu miðvikudagskvöldum góðum.
Þýðandi er Jón O. Edwald.
-ELA.
✓
Rock Hudson fer með aðalhlutverk I
nýja framhaldsmyndaflokknum, sem
nefnist Hjól.
Fimmti stjörnufræðiþáttur Ara
Trausta Guðmundssonar verður á
dagskrá útvarpsins í kvöld. í þessum
þætti verður einkum fjallað um
þrennt. í fyrsta lagi verður fjallað um
aðrar vetrarbrautir en okkar, sem eru
margar og fjölbreytilegar. I öðru lagi
verður fjallað um hugmyndir manna
um upphaf og þróun alheimsins. Á
þvi hafa menn mjög mismunandi
skoðanir. Margir eru þeirrar
skoðunar aö efnið í alheiminum hafi
orðið til á einhvern óskýranlegan hátt
,en stjörnurnar og vetrarbrautirnar
Ihafi orðið til við gífurlega mikla
sprengingu fyrir svona 15—18
jmilljörðum ára. Aörir eru þeirrar
|skoðunar að alheimurinn hafi
myndazt smám saman og sé alltaf að
myndast ogeyðast.
I þriðja lagi verður rætt við Grétar
(varsson, formann Stjörnuskoðunar-
félags Seltjarnarness, en félagið er
eina áhugamannafélagiö um stjömu-
'skoðun á landinu. Grétar mun skýra
frá hvernig leikmenn eiga að bera sig
aö við að skoða stjörnur með einföld-
um tækjum.
| Ætlunin var að þættir Ara „Milli
;himinsog jarðar” yrðu sex talsins. Sá
möguleiki er þó fvrir hendi að ef þætti verði bætt við þar sem þeim
hlustendur senda inn fyrirspurnir fyrirspurnum yrði svarað.
varðandi efni þáttanna að einum -GAJ.
Stjörnukikirinn i Valhúsaskóla t útvarpsþættinum Milli himins og jarðar verður.
rætt við Grétar tvarsson, formann Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.
MILLI HIMINS 0G JARÐAR - útvarp í kvöld kl. 22,35:
HVERNIG VARD
HEIMURINN TIL?