Dagblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 28
Sendimenn ASÍ á fundi hjá Alþýðubandalagsráðherrunum: „Lítið í kassanum” er skattalækkun var rædd — krafa um að ríkið skili 6 milljörðum í auknum sköttum til láglaunafólks Þrir sendimenn frá Alþýðusam- bandinu, þeir Guðmundur J. Guðmundsson, Karl Steinar Guðna- son og Björn Þórhallsson, gengu í gær á fund ráðherranna Ragnars Arnalds og Svavars Gestssonar til að skiptast við þá á skoðunum um hug- myndir sem uppi eru innan verka- lýðshreyfingarinnar um lækkun skatta á láglaunafólki. Fundinn sátu auk þeirra sem áður eru nefndir aðstoðarmenn ráðherranna tveggja, Þröstur Ólafsson og Arnmunduk Bachmann. Engin ákvörðun var tekin á fundinum, eftir því sem næst verður komizt, önnur en sú að halda annan slíkan fund á morgun. Munu ráðherrarnir hafa sagt ríkiskassana innihaidslítinn þegar skatta- lækkunarmálið bar á góma. Dagblaðið hefur áður skýrt frá ályktun sem alþýðuflokksmenn í verkalýðsforystunni standa að og um var deilt á fundi 43ja manna samninganefndar ASÍ fyrir skömmu. Þar er þess krafizt að ríkið skili til láglaunafólks 6 milljörðum kr. sem nemur hækkun á greiðslubyrði ein- staklinga í beinum sköttum á yfir- standandi ári. -ARH. Tveir hvalhátanna sigla inn á Reykjavikurhöfn l gœr að lokinni velheppnaðri hvalvertlð. DB-mynd: Sv. Þorm. AGÆTRIHVALVERTH) LOKH) Hvalvertíðin í ár reyndist mjög 437 hvalir í ár en í fyrra veiddust 440 svipuð og i fyrra. Vertiðinni lauk hvalir. Telst það ágætis vertíð. Skipt- síðastliðið mánudagskvöld eftir að ingin milli tegunda var sú að 236 lang- hafa staðið í 107 daga. Alls veiddust reyðar veiddust, 101 búrhvalur og 100 sandreyðar. Ákveðið var að hætta um. Vel horfir með sölu á hvalafurðun- veiðunum nú þar sem búið var að fylla um. bæði búrhvals- og sandreyðarkvótana, -GAJ auk þess sem komin var bræla á miðun- Kópavogur: Fundað um val nýs bæjarstjóra — ýmsir fúsir til að taka að sér starfann — ekki búizt við ágreiningi með meirihlutaflokkunum Meirihlutaflokkarnir í bæjar- stjórn Kópavogs funda nú vegna vals á nýjum bæjarstjóra kaupstaðarins. Svo sem fram hefur komið féll Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri. frá á bezta aldri í síðasta mánuði. Frá þeim tíma hefur Bjarni Þór Jónsson bæjarritari gegnt störfum bæjar- •stjóra. Framsóknarflokkurinn hefur þeg- ar fundað um málið og Alþýðu- flokkurinn fjallaði um bæjarstjóra- val í gærkvöldi. Þá mun Alþýðubandalagið halda fund um sama efni í kvöld. Samkvæmt reglum getur bæjarritari gegnt bæjarstjóra- starfinu í þrjá mánuði eða út nóvember. Það er þvi búizt við að e.t.v. i næstu viku verði auglýst eftir nýjum bæjarstjóra í Kópavogi. Komið er fram á seinni hluta kjör- timabilsins, en samt munu ýmsir fúsir að taka að sér starf bæjarstjóra í Kópavogi. Samkvæmt heimildum DB er ekki búizt við að mikill á- greiningur verði um val nýs bæjar- stjóra milli meirihlutaflokkanna. Óneitanlega kemur nafn Bjarna Þórs Jónssonar fyrst upp í hugann, enda sagði bæjarfulltrúi í Kópavogi í morgun, að i starfslýsingu bæjarrit- ara væri hann aðstoðarbæjarstjóri. Þess má geta, að Bjarni Þór var bæjarstjóri á Siglufirði áður en hann tók við embætti bæjarritara í Kópa- vogi. -JH. frjáJst, úháð dagkbið MIÐVIKUDAGUR 17. SEPT. 1980. „Sjáum fyr- ir endann á þessu” — segir fulltrúi lög- reglustjóra um mál blaðamannsins „Við sjáum fyrir endann á þessu. Eg get fullyrt að rannsókninni lýkur næstu idaga,” sagði William Th. Möller, aðal- j fulltrúi lögreglustjóra, er blaðamaður iDB innti hann frétta af máli Guðlaugs Bergmundssonar, sem handtekinn var !af lögreglunni þar sem hann var að '■ fylgjast meðafskiptum lögreglu af ung- lingum í miðborg Reykjavikur fyrir rúmri viku. William sagði að lögreglan héldi fast við að ræða málið ekki opinberlega fyrr en rannsókn þeirri, sem nú fer fram innan embættisins, væri lokið. ; William sagði að eftir væri að yfirheyra tvö vitni. Eftir það ætti málið að liggja ljóst fyrir. Guðlaugur Bergmundsson sagðist i samtali við blaðamann DB í morgun ekki hafa ákveðið hvort hann höfðaði mál vegna handtökunnar. ,,Ég býð eftir að lögfræðingur minn fái öll máls- gögn. Það verður ekki fyrr en þá sem ég ákveð hvort ég kæri,” sagði Guð- taugur. -GAJ Miklar skuldir olíufélaganna „Skuldir olíufélaganna við við- skiptabankana eru mjög miklar. Þær stafa af því að olíuvörur hafa hækkað gífurlega. Atvinnureksturinn hefurátt í erfiðleikum, t.d. útgerðin, og það hafa hlaðizt upp skuldir við olíufélögin,” jsagði Tómas Árnason viðskiptaráð- herra á blaðamannafundi í gær. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur staða viðskiptabankanna gagn- vart Seðlabankanum versnað um 29 milljarða króna frá áramótum. Tómas játaði því að stór hluti þessarar skulda- aukningar væri tilkominn vegna skulda olíufélaganna við viðskiptabankana, sem rekja mætti til skulda atvinnufyrir- tækjanna og einkum útgerðarinnar við oliufélögin. -GAJ Loðnuvertíð: Mjög lítil veiði „Það eru litlar fréttir núna. Veiðin er mjög lítil. Síðasta sólarhring tilkynntu sig þrír bátar með 1100 tonn, það er ekki neitt. Frá miðnætti í nótt hefur enginn bátur tilkynnt sig,” sagði Andrés Finnbogason hjá l.oðnunefnd i samtali við DB í morgun. „Þetta er millibilsástand í veiðinni. Septembermánuður er oft lélegur en við vonum allt það bezta,” sagði Andrés. -ELA 500 milljarða fjárlagafrumvarp Niðurstöðutölur fjárlagafrumvarps- ins sem ríkisstjórnin hefur nú fjallað um munu nema rúmum 500 milljörðum króna en það mun vera yfir 50% hækk- un frá fjárlögum þeim sem samþykkt voru fyrirum hálfu ári. -GAJ J.UKKUDAGAR: 17. SEPTEMBER 16263 Kodak Pocket A 1 myndavél. Vinningshafar hringi | isima 33622. ! 4 5 4 5 4 í 5 * j

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.