Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.09.1980, Qupperneq 4

Dagblaðið - 24.09.1980, Qupperneq 4
4 DAGBLAÐID. MIDVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980. Lilum hara á hurðina: Fær- anleg fyrir hægri eða vinstri opnun, frauðfyllt og níðsterk — og i stað fastra hillna og hólfa, brothættra stoöa og loka eru færanlegar fernu og flöskuhillur úr málmi og laus box fyrir smjör, ost, egg, álegg og afganga, sem bera má beint á borð. w Dönsk gæði með VAREFAKTA, vottorði dönsku neytendastofnunarinnar DVN um rúmmál, einangrunargildi, kælisvið, frysti gctu, orkunotkun og aðra ciginlcika. jFOmx HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 Nýkomnir KÚPLINGSDISKAR í japanska bíla frá Japan GJvarahlutir Armúla 24. Reykjavlk. Slmi 36510 BÖRN — UNGLINGAR — FULLORÐNIR Kenndir allir almennir dansar, svo sem: BARNADANSAR — SAMKVÆMISDANSAR — DISCODANSAR — GÖMLU DANSARNIR O. FL. BRONS-SILFUR og GULLKERFI DSÍ KENNSLUSTAÐIR: Reykjavík: Þróttheimar, ný og glæsileg æskulýðsmiðstöð v/Sæviðarsund Kópavogur: Félagsh. Kóp. (Kópavogsbíó). örstutt frá skiptistöð SVK. Ath. Barnakennsla laugard. íKópavogi Innritun og allar nánari upplýsingar daglega kl. 10.00—19.00 í síma 41557 DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS DSÍ Vísnavinir hefja sitt árletta vetrarstarf i kvöld á Hótel Bort> »|> verða vísnakvöldin inánaðarle|>a i vetur. DB-mynd Bjarnleilur. Vísnavinir hittast á Borginni í kvöld: HYGGJAST GEFA ÚT SÖNGBÓK — auk margs annars á fjölbreyttu vetrarstarfi Visnavinir eru að hefja sitt árlega vetrarstarf að nýju og verður fyrsta vísnakvöldið á Hótel Borg i kvöld kl. 20.30. Meðal þeirra sem fram koma eru hljómsveitin Þjóðleg tónlist í Kína og ísberg ásamt Bergþóru Árnadóttur. Vísnakvöldin verða með sama sniði og í fyrra einu sinni í mánuði. Fólki er velkomið að mæta með eigið efni. Þá hafa vísnavinir ráðgert að hafa sérstök kvöld fyrir félagsmenn að Fríkirkju- vegi 11 í kjallara. Að sögn Gísla Helga- sonar er ætlunin að menn hittist þar og rabbi saman og syngi hver fyrir annan. Þá er einnig fyrirhuguð útgáfa söng- bókar. Visnavinir tóku þátt í norrænu tón- listarmóti í Gautaborg í sumar og var ákveðið að næsta mót yrði haldið hér á landi eftir tvö ár. -EI.A. Siguröar Hákonarsonar DANSSK0LI TIL SÖLU Mercedes Benz 508 D sendibíll lengri gerð árg. 74, í góðu lagi. Uppl. í Bílakaup, sími 86010 og í síma 71138 á kvöldin. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Gervasonis: „ÁUTSHNEKKIR FYRIR ÍSLAND” — ef Frakkinn verður sendur nauðugur úr landi „Ég hef óskað eftir því að dóms- málaráðherrann endurskoði afstöðu sina, enda verður ísland fyrir veru- legum álitshnekki í heiminum ef þessi afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins nær fram að ganga,” sagði Ragnar Aðalsteinsson lögmaður franska flóttamannsins Gervasonis við Dag- blaðið í gær. „Rök ráðuneytisins fyrir ákvörðun sinni eru fyrst og fremst þau að Gervasoni hafi gerzt sekur um form- brot. Það er, hann gaf sig ekki fram við landamærin á Seyðisfirði og baðst hér hælis, heldur kom inn i landiðá fölskum forsendum. Hins vegar gaf hann sig fram strax og til Reykjavíkur var komið og ég fékk þá mál hans til meðferðar. Ég er mjög óánægður með afgreiðslu yfir- valda á málinu og tel hana ranga. Það að veita manninum landvistar- leyfi hefði ekki valdið yfirvöldum óþægindum en hefði verið í fullu samræmi við hina mannlegu hlið málsins. Ef svo fer að Frakkinn verður sendur úr landi fer hann til Danmerkur og lendir að öllum líkind- um í höndum yfirvalda þar sem síðan framselja hann til Frakklands. Þar bíður hans veruleg refsing, ef til vill fangelsi.” Ragnar sagði að mál Gervasonis og sovézka flóttamannsins Kovalenkos væru „fullkomlega sambærileg". Ekki væri betur séð en flótti Kovalenkos væri jafn mikið „form- brot” og flótti Gervasonis ef ætti á annað borð að hengja sig í forms- atriði. -ARH. Dómsmálaráðuneytið vísar franska flóttamanninum Patrick Gervasoni úr landi: Ekki rétta leiðin að villa á sér heimildir — segir Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra „Umsókn mannsins um landvistar- leyfi í febrúar í vetur var synjað. Hann kom svo til Íslands 2. september og villti á sér heimildir með fölskum persónuskilríkjum. Það er auðvitað ekki leiðin til að koma hingað og við sjáum okkur ekki fært að verða við beiðni hans,” sagði Friðjón Þórðarson dómsmálaráð- herra um mál franska flóttamannsins Patricks Gervasonis. Gervasoni Itefur verið neitað um landvistarleyfi og var ákvörðun yfirvalda tilkynnt Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni Frakkans í bréfi dagsettu 22. september. í bréfinu segir orðrétt: „Umbjóðandi yðar telur sig póli- tískan flóttamann vegna neitunar að gegna herþjónustu. Hefur hann hlotið refsidóma í heimalandi sínu fyrir herdómsstóli fyrir að neita að sinna herkvaðningu og fyrir liðhlaup. Að auki hefur hann hlotið refsidóm fyrir almennum dómstóli vegna þátt- töku í mótmælaaðgerðum. Vegna máls þessa skal tekið fram, að almennt er það ekki talinn grund- völlur fyrir pólitísku hæli, að viðkomandi hafi horFið úr landi vegna afneitunar á herþjónustu, sem skyldug er að þar lands lögum.’” Ákveðið var að Frakkinn færi úr landi síðari hluta dags i gær, en að beiðni Ragnars Aðalsteinssonar var þvi frestað til laugardags. Höfðu margir samband við dómsmála- forsætisráðherra i Gervasoni griða. og Gervasoni um landvist hér. Var henni synjað. Hann skrifaði dómsmála- ráðuneytinu bréf sama efnis 8. maí. Var erindið til meðferðar hjá yfir- völdum þegar hann kom til Seyðis- fjarðar með Smyrli 2. september. Sagði hann ranglega til nafns, og gaf sig ekki fram fyrr en í Reykjavik. Virðist það hafa vegið talsvert þungt í ákvörðun ráðuneytisins að neita honum um landvist. Patrick Gervasoni er fæddur II. apríl 1951. Hann komst upp á kant við frönsk stjórnvöld vegna þeirrar afstöðu sinnar að neita að gegna her- skyldu í heimalandi sínu. Hlaut hann refsidóma þess vegna en strauk, var hundeltur af lögreglu og gat hvergi um frjálst höfuð strokið. í lok sl. árs riúði hann til Danmerkur. I febrúar á þessu ári barst sendiráði íslands í Kaupmannahöfn beiðni frá gær og báðu i einkaviðtali Dagblaðsins við Gervasoni 12. þ.m. sagðist hann vera ,i eðli minu friðarsinni.” Ennfremur sagði hann: „Að neita herþjónustu í Frakk- landi er afbrol. Þið hafið enga her- mennsku og því engin siik „afbrot”. ísland er eina vestræna lýðræðisríkið sem hefur engan her á sinum snærum og þar af leiðandi enga herskyldu. Þess vegna var mér bent á að frekast yrði tekið við mér hér.” -ARH.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.