Dagblaðið - 24.09.1980, Síða 10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980.
10
Vetrardagskrá Hótels Loftleiöa:
ÝMISS KONAR UPPÁ-
KOIWR í ALLAN VETVR
Þjódarvikur, sælkerakvöld, matreiðslukennsla, vefnaðar- og prjónakennsla,
víkingamatur og líkamsrækt
Starfsmenn Hótels Loftleiða sem koma til með að stytta hótelgestum og borgarbúum stundir á vetri komanda. Frá vinstri
Þórarinn Guðlaugsson yfirmatreiðslumaður hótelsins, Emil Guðmundsson hótelstjóri, Elisabet Hilmarsdóttir sem verður
gestum til leiðbeiningar, Sigurður Guðmundsson og Soffia Pétursdóttir, bæði iklædd fornmannabúningum, Arndís Petersen,
Unnur Arngrímsdóttir, Hermann Ragnar Stefánsson, Þórunn Sigurðardóttir sem ræður rikjum i veitingabúð hótelsins og
Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða. DB-mynd Ragnar Th.
,,Við höfum ákveðið að reyna
okkar lil að hressa upp á borgarlífið
næsta velur með þvi að hafa
l'jölbreytta og líflega dagskrá á Hótel
Loftleiðum næsta vetur,” sagði
Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi
Flugleiða er liann bauð blaðamenn
og gesti velkomna í Blómasal
hótelsins i siðustu viku. Gestum var
boðið að smakka á „víkingamat-
seðlinum” og dreypt var á „víkinga-
blóði” unt leið og þessi nýja starf-
semi hótelsins var kynnl.
Á undanförnum árum hefur
hótelið gengizt fyrir kynningarvikum
i samstarfi við ýmsa aðila. Hafa verið
kynntar bæði jijóðir, lönd og borgir.
Fyrsta kynningarvikan verður
l'innsk og hefst með vetrarstarfinu
30. september. Þá kemur sérstök
Kanaríeyjavika og loks tékknesk.
Sælkcrakvöld hótelsins eru orðin
viðfræg. Þeim verður haldið áfram i
vctur. Ríður Birgir isl. Gunnarsson á
vaðtð 16. október.
Gert verður hlé á kynningar-
vikunum l'tá miðjum nóvember en jtá
verða kynningar á oslunt og léttum
vinum. í desem'iv-r verður sérstök
dagskrá sem tengd er jólunum:
aðventukvöld, Lúsíukvöld, ióla-
pakkakvöld og 28. des. verður sér-
stakur vikingakvöldverður.
Fyrsta jtjóðarvikan eftir áramótin
hefst 13. janúar og er sú bandarisk.
Þá kemur ungversk vika og siðan
búlgörsk. Einnig eru fyrirhugaðar
kynningarvikur um Hong Kong og
Malasiu.
Matreiðslukennsla
Hótelið hyggst standa l'yrir mal-
reiðslukennslu I Leifsbúð á
þriðjudagskvöldum. Fagntenn i mal-
reiðslukúnstinni skiplast á unt að
kenna gestum. Eldaðir verða nokkrir
réttir sem siðan verða á mátseðli
kvöldsins i Blóntasalnum.
Víkingamatur um helgar
Víkingakvöld verða á sunnudags-
kvöldum I Blómasal. Stallari og
þjónar klæðast I víkingabúninga og
borinn verður fram þriréttaður
kvöldverður: blandaðir sjávarréttir,
lambakjöt, fyllt með fjallagrösum og
steikt á langeldi að víkingasið, og
víkingapönnukökur í eftirrétt. —
Þetta er mjög Ijúffengur matur og
ekki sizt pönnukökurnar sem bornar
eru fram með rabarbarasultu sem
búin er til I hótelinu. — Er það
algjört nýmæli hér á landi að búin sé
til rabarbarasulta á veitingahúsi, að
jtvi er okkur er kunnugt um.
Þórunn Sigurðardóttir, sem er
yfirmatreiðslumaður veitinga-
búðarinnar, sagði okkur að rabar-
barasultan þeirra vekti mikla athygli
meðal útlendinganna sem snæða i
veitingabúðinni. Væru það einkum
Frakkar sem væru hrifnir af henni og
notuðu hana gjarnan út á allan mat,
hvort sem er hádegisverður eða
morgunverður. Hún sagðisl hafa séð
þá nota rabarbarann út i kornflögur
ogskyr!
Kalt borð og
tízkusýningar
Kalda borðið, sem hefur verið á
boðstólum á hverjum degi frá opnun
hótelsins 1966, verður nú endurbætt.
Boðið verður upp á ferskt grænmeti
og ýmsa nýja rétti og hinn vinsæli
salat-bar verður á hverju kvöldi.
Fyrsta föstudag hvers mánaðar
verða lizkusýningar i umsjá Unnar
Arngrimsdóttur, haldnar í samvinnu
við íslenzkan heimilisiðnað og
Rammagerðina. Sigurður Guð-
mundsson leikur á orgel og píanó í
Blómasal frá fimmtudegi til
sunnudags. 1. október verður
kynntur nýr sjávarréttamatseðill.
„Sálusorgari" hótelgesta
Eitt af nýmælunum sem tekið
verður upp á Hótel Loftleiðum i
vetur er að ung stúlka, Elisabet
Hilmarsdóttir, leiðbeinir hótelgestum
um hvað hægt er að gera sér til
dægrastyttingar bæði á hótelinu og
einnig um það sem er að gerast
almennt í borgarlifinu. Má segja að
hún verði eins konar „sálusorgari”
hótelgestanna.
Þá verður hótelgestum gefinn
kostur á vefnaðar- og spunakennslu á
vegum íslenzks heimilisiðnaðar og
prjónakennslu á vegum Kamma-
gerðarinnar fyrir hádegi á laugar-
dögum.
Ekki aöeins hugsað
um magann
„Það er ekki aðeins að við
hugsum um að fólk fái eitthvð gott í
magann og geti skemmt sér vel heldur
viljum við einnig hugsa um líkams-
heill gesta okkar,” sagði Sveinn
Sæmundsson blaðafulltrúi. Sundlaug
hótelsins verður opin til afnota fyr-
ir hótelgesti og þar verða kennd-
ar slökunaræfingar kl. 17.00
mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga. Leiðbeinandi verður
Zophonías Pétursson. Þá verður
morgunleikfimi þriðjudaga, fimnttu-
daga og sunnudaga. Leiðbeinandi
.lóhann Ingi Gunnarsson.
-A.Bj.
Fjölskylduhátíðir á sunnudögum
— Hótel Loftleiðir gleymirekki
yngstu kynslóðinni
Eitl af því sem er á vetrardagskrá
Flólel Loflleiða í velur er sérslök
fjölskyldudagskrá á sunnudögum. —
Hermann Ragnar Stefánsson stjórnar
þessum dagskránt, sem ællaðar eru
fyrir l oreldra og börn.
Bœði utan dyra
og innan
„Lögð verður sérstök áherzla á að
krakkarnir leggi sjálfir fram
„skemmtiatriði”, auk þess sem ýmis
félagasamtök unglinga og skólarnir
kynna starfsemi sína,” sagði
Hermann Ragnar.
Veizlustjórinn verður enginn
annar en sjálfur „Gosi” sem hefur
I rá mörgu að segja.
Fjölskylduháliðirnar hefjast um
ellefuleytið á sunnudagsmorgnum
með ýmiss konar skemmtilegheitum
utandyra. Ætlunin er að fá lúðra-
sveitir til að leika létt og skemmtileg
lög, brunaliðið sýnir brunavarnir,
flugbjörgunarsveitin kynnir starf-
semi sína, flugvélar verða lil sýnis og
ýmislegt fleira verður til fróðleiks og
skemmtunar.
Malur verður Iramreiddur i
veilingabúðinni. Hermgnn Ragnar
lagð sérslakaáherzlu á að þar vrði á
boðstólum venjulegur maltir, ekki
aðeins hamborgarar og pvlsiir. þóll
að sjálfsögðu verði einnig hægl að fá
slika rétti.
Þá verður efnl lil kynningar á
ýmsum þeim vörum, sem börn og
unglingar þurfa á að halda, eins og
leikföngum, húsgögnum og ýntiss
konar fatnaði.
-A.Bj.
Yfirmatsveinn Hótels Loftleiða,
Þórarinn Guðlaugsson, ásamt þeim
hjónum Unni Arngrímsdóttur, sem
scr um tízkusýningar fyrir Hólel
Loftleiðir, og Hermanni Ragnari
Stefánssyni, sem stjórnar barna- og
fjölskylduhátíóunum sem verða á
sunnudögum í vetur.
-DB-mynd RagnarTh.