Dagblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 — 234. TBL. - RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11.—AÐALSÍMI 27022.
-
r
Allsherjarverkfall 29. október:
FYRSTA VERKFALUÐ ER
AÐALLEGA UDSKÖNNUN
— GuðmundurJ. þýtur til New York frá samningunum ókláruðum, segir Karvel Pálmason
„Eins dags verkfall er að mínu
mati nægilegt til að sýna samstöðu í
fyrstu en síðar kann að vera nauðsyn-
legt að beita harðari aðgerðum,”
sagði Karvel Pálmason. „En ég verð
að segja að frumhlaup formanns
Verkamannasambandsins og ákall
hans til ríkisvaldsins um að grípa inn
í samningana hefur spillt stórlega
fyrir. Og svo ætlar hann að þjóta til
New York frá þessu ókláruðu eins og
hann fór til Stykkishólms á meðan
skattahækkanir voru samþykktar
forðum,” sagði Karvel.
Vinnuveitendasambandið ítrekaði
þá skoðun sína í gær að tillaga sátta-
nefndar væri með „öllu óaðgengi-
leg”, þar sem í henni væri t.d. ekki
minnzt á lausn prentaradeilunnar,
kauphækkun samkvæmt henni væri
Bretar
gerðu
hernaðar-
áætlunina
fyriríraka
— sjá erl. fréttir
ábls.6og7
mun meiri en í BSRB-samkomulag-
inu o.fl. I Morgunpóstinum í dag
sagði Þorsteinn Pálsson fram-
kvæmdastjóri VSÍ um samningamál-
in:
, ,Ef einhver einn maður á þátt í því
að tefja samningaviðræðurnar er það
félagsmálaráðherrann.”
- ARH
,,Ég lít á þessa eins dags verkfalls-
boðun aðallega sem liðskönnun, til
að kanna vilja fólksins,” sagði einn
ASÍ-foringi í morgun um allsherjar-
verkfallsboðun Alþýðusambandsins
29. október. Var sú ákvörðun tekin á
fundi 43ja manna aðalsamninga-
nefndar ASÍ í gær en þar komu
einnig fram hugmyndir um 2ja daga
verkfall, eins og DB skýrði frá i gær,
svo og um ótímabundið allsherjar-
verkfall. Munu það hafa verið tals-
menn bókagerðarmanna sem mæltu
með síðastnefnda kostinum. Sögðu
sumir viðmælenda DB í morgun að
þó að byrjað væri með verkfalli í einn
dag væri því ekki að leyna að ,,þolin-
mæði margra væri þrotin” og vax-
andi stuðningur við harðari aðgerðir
strax.
Fékk„raf-
magnssjúss”
íKvistalandi
Hann varö að vonum feginn og glaður
Cortinu-eigandinn ó Sogaveginum,
sem tilkynnt hafði þjófnað á bíl sinum,
þegar lögreglan fann bílinn skömmu
slðar og hlllinn reyndist óskemmdur
með öllu. Hér var ekki um venjulegan
Cortinu-bll að rteða, þvl ungi eigand-
inn hafði endurnýjað bllinn og betrum-
bœtt hátt og lágt, innan sem utan. Það
eina sem amaði að, þegar lögreglan
fann bílinn I Kvistlandi, var að blllinn
var rafmagnslaus. Ljósmyndari DB
dró fram startkapla sína og gaf „raf-
magnssjúss” þarna I morgunsárinu i
morgun — um leið og hann smellti aj
myndinni. DB-mynd: S.
Hagkaupi enn neitað um bóksöluleyfi:
99
keypt bækur þar sem þeir vilja”
en við gefumst ekki upp, segir talsmaður Hagkaups, sem kærir til samkeppnisnefndar
Félag íslenzkra bókaútgefenda
felldi á fundi sínum í gær beiðni Hag-
kaups um bóksöluleyfi með 50 at-
kvæðum gegn 40. Sex sátu hjá. Guð-
jón Guðmundsson hjá Hagkaupi
sagði i morgun að Hagkaup myndi
kæra niðurstöðuna til samkeppnis-
nefndar. „Við munum síðan fara eft-
ir úrskurði nefndarinnar,” sagði
Guðjón.
,,En við gefumst ekki upp. Það er
réttindamál fyrir neytendur að geta
keypt bækur þar sem þeir vilja og
einnig fyrir bókaútgefendur að geta
selt bækur þar sem þeir vilja. Það eru
breyttir verzlunarhættir á Stór-
Reykjavíkursvæðinu.
Þaö eru þeir stóru hjá bókaútgef-
endum, sem ráða ferðinni en þeir eru
einnig með bóksölu. Þeir óttast sam-
keppni Hagkaups. En við erum til-
búnir sem félagar I bóksalafélaginu
að fara eftir þeim samningum sem
gerðir eru um verð bóka. Við höfum
sagt það áður að við yröum með
bækur á boðstólum fyrir jólin, en viö
sjáum til hver úrskurðurinníverður.”
Er Guðjón var spurður að því hvað
gert yrði ef úrskurðurinn yrði nei-
kvæður fyrir Hagkaup, sagði hann
að herforingi gæfi aldrei upp áætl-
anir sinar fyrirfram. „En plássiö er
til og biður hér. Húsgagnaverzlun
Guömundar er flutt og þar er gert ráð
fyrir bóksölu i sérverzlun. ”
Haft er eftir Oliver Steini, for-
manni Félags islenzkra bókaútgef-
enda, í Mbl. í morgun, að bókaútgef-
endur geti sætt sig við úrskurð máls-
ins fyrir dómstólunum. -JH