Dagblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980.
s
Snyrting '80
V
Kynnizt haust- og vetrarlínunni í snyrtingu
á glœsilegu frœðslu- og skemmtikvöldi í
Súlnasal Hótel Sögu fimmtudagskvöld 16.
okt. kl. 20.30.
Tízkusýningar
Vörukynningar
Gestir frá Línunni
o.fl. o.fl.
S
Félag íslenzkra
snyrtifrœðinga
REKSTRAR8TYRKIR
til sumardvalarheimila
í fjárlögum fyrir árið 1980 eru veittar 2,5 millj. kr. til
rekstrar sumardvalarheimila og vistheimila fyrir börn úr
bæjum og kauptúnum.
Styrkir þessir eru einkum ætlaðir félagasamtökum, sem
reka barnaheimili af framangreindu tagi.
Umsóknir um styrk af fé þessu vegna rekstrarins 1980
skulu sendar ráðuneytinu, ásamt upplýsingum um tegund
heimilis, tölu dvalarbarna og aldur, dvalardaga samtals á
árinu miðað við heils dags vist, fjárhæð daggjalda, upplýs-
ingar um húsnæði (stærð, búnað og aðra aðstöðu) og
upplýsingar um starfsfólk (fjölda, aldur, starfsreynslu og
menntun). Ennfremur fylgi rekstrarreikningur heimilisins
fyrirárið 1980.
Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, en umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu
fyrir 30. nóvember næstkomandi.
Menntamólaróðuneytið,
14. oktöbar 1980.
iBlABIÐ
JOKER v/HLEMM
Leiktækjasalur
fAvcn Bowut
Peking:
Giscard deilir
við ráðamenn
i Kínaveldi
Frakkland og Kína greinir mjög á
varðandi afstöðuna til Sovétríkj-
anna. Kom þetta mjög fram í kvöld-
verðarboði kínverska forsætisráð-
herrans sem hann hélt Valery Giscard
d’Estaing forseta Frakklands í Höll
fólksins i Peking í gærkvöldi.
í ræðu sem þar var flutt varaði kin-
verski forsætisráðherrann Frakka við
yfirgangi Sovétrikjanna hvar sem er í
heiminum. Einkum beindu þau spjót-
um sínum að Vestur-Evröpu og Asíu.
Sendimenn erlendra ríkja sem eru í
Peking segja að með þessu séu Kín-
verjar að gagmýna Frakka fyrir slök-
unarstefnu þeirra gagnvart Sovétríkj-
unum. Kinverjar eru taldir litlir
fylgismenn hennar. Viðræður
franska forsetans viö Brésnef forseta
Sovétríkjanna, í Varsjá í Póllandi ný-
liðið vor, hafa ekki gleymzt í Peking.
Voru Kínverjar þeim mjög andvíeir.
Hinn kínverski forustumaður fuliyrti
að heimsfriðinum væri mjög hætt í
byrjun þessa áratugar. Evrópuríkin
flest yrðu að sætta sig við stöðugt
aukna hernaðarógnun. Auk þess
benda Kínverjar á að tvö ríki i Asíu
sem hallað hafa sér að Sovétríkjun-
um eigi í blóðugri borgarastyrjöld.
Er þar um að ræða Afganistan og
Kampútseu.
Styrjöld Irans og íraks:
Bretar skipuRigðu
stríðið árið 1950
Skipulagning styrjaldar íraks og
írans var gerö af Bretum á sjötta ára-
tugnum að því er bandaríska blaðið
The New York Times segir í morgun.
Takmark Breta var þá að ná Khuzest-
an, sem er auðugasta olíuhérað íran.
Þetta er haft eftir bandarískum
hernaðarráðgjafa í Washington.
Rajai forsætisráðherra frans
heldur á morgun í ferð til New York.
Þar mun hann halda ræðu á fundi
öryggisráðsins og skýra þar afstöðu
stjórnarinnar í Teheran.
íranir skýrðu í gær frá því að flug-
her þeirra hefði gert loftárásir á átta
framvarðarstöðvar fraka og auk þess
borgir innan landamæra þeirra.
Styrjaldaraðilum ber ekki saman um
tölur fallinna en að sögn kunnugra er
tala þeirra mjög há.
Strax eftir að fregnir bárust af
fyrirhugaðri ferð Rajai forsætisráð-
herra frans til New York komst á
kreik orðrómur um að Bandaríkja-
menn hygðust beita sér í málinu
gegn því að gíslarnir sem teknir voru í
bandaríska sendiráðiriu i Teheran í
nóvember síðastliðnum yrðu látnir
lausir.
Hvað varðar styrjaldarskipulag
það sem írakar beita í styrjöldinni við
nágranna sína frani er það að segja
að hin gamla áætlun Breta komst
lengi vel ekki til framkvæmda þrátt
fyrir að oft væri heitt í kolunum.
Þrátt fyrir tíð skipti á ríkisstjórnum í
Bagdad þá týndist hún ekki og að
lokum beitti íraski herinn henni og
með góðum árangri i það minnsta ef
ráða má af verkum hans hingað til í
styrjöldinni við fran.
t
og byltingarleiðtoga i tran, sú
Þeir segjast berjast til sigurs báðir og eru sigurvissir 1 orði. Efri myndin er af Khomeinf trúar-
neðri af Saddam Hussein forseta traks.