Dagblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980.
PLATTERS HER A
3 TONLEIKUM
—koma hingað á vegum Þorsteins Viggósonar 10. nóv.
Bandaríska hljómsveitin Platters er
væntanleg hingað til lands dagana
10.-12. nóvember næstkomandi.
Hún skemmtir á einum hljómleikum í
Háskólabíói í Reykjavík og tvennum
úti á landi. Væntanlega á Suður-
Hljómsveitin Platters. Hún hefur tekið nokkrum breytingum frá þvl að hún var
sem vinsælust fyrir og um 1960. Aðeins einn upprunalegra liðsmanna hennar er
enn með. Sá er Herb Rced, annar frá hægri á myndinni.
nesjum og Norðurlandi.
„Ég er að þreifa fyrir mér á þessu
sviði hér á landi,” sagði Þorsteinn
Viggósson veitingamaður í Kaup-
mannahöfn. Það er einmitt hann,
sem stendur fyrir heimsókn Platters
hingað.
„Hljómsveitin er nú á fjögurra
mánaða hljómleikaferð um Evrópu,
þar af í tvo á Norðurlöndunum,”
sagði Þorsteinn. „Danskur kunningi
minn, Niels Vinker, hefur með
hljómsveitina að gera og fyrir
einstaka tilviljun bauðst mér að reyna
þetta hljómleikahald hérlendis.”
Þorsteinn kvaðst hafa mikinn
áhuga á að senda erlendar hljóm-
sveitir til hljómleikahalds á íslandi.
„Þó hef ég ekki áhuga á að skipta
við þessar stóru,” sagði hann. „Þær
eru of kostnaðarsamar. Það borgar
sig mun frekar að einbeita sér að
þessum upprennandi. Nú, og svo hef
ég ágæt sambönd i jazzinum og
sömuleiðis á nýbylgjumarkaðinum.
Ég hef til dæmis verið að leita fyrir
mér hjá hljómsveitunum Q Tips og
Nine Below Zero, sem báðar þykja
mjög efnilegar.”
Hljómsveitin Platters fór í hljóm-
leikaferð um Danmörku, Noreg og
Svíþjóð á síðasta ári og hlaut frábær-
ar viðtökur. Umfjöllun blaða eftir þá
ferð var einnig mjög jákvæð. Eitt
sænsku blaðanna skrifaði meðal
annars að þó að tónlist Platters væri
nokkuð komin til ára sinna væri
síður en svo nokkur „nostalgia” yfir
henni. Unglingar jafnt sem þeir sem
voru upp á sitt bezta á miðjum sjötta
áratugnum gætu skemmt sér jafn vel
við að hlýða á tónlist Platters.
-ÁT-
UMBOÐSSÖLU-
MARKAD
með heimHistæki, húsgögn, byggingarvörur, hjói,
barnavagna o.fl.o.f/.
Seljum m.a. þessa dagana:
PHILCO þurrkara, nýlegan — ELECTROLUX þvottavél — HOOVER þvottavél, ársgömul —
CANDY þvottavél i góðu lagi — BAUCKNECHT kæli- og frystiskáp — INDES kæliskáp,
ódýran — HUSQVARNA eldavélasamstæðu, einnig hjónarúm, margar gerðir — svefnbekki —
sófasett — fataskápa — eldhúsborð og stóla — borðstofuhúsgögn o.fl.
Opiö alla virka daga kl. 9—6 — Laugardaga kl. 9—4
Ko"'
tii’
SALA & SKIPTI
Auðbrekku 63, Kópavogi
Simi 45366
TÖLVUSÝNING
I DAG
KL.1-5
Kynnum i dag CBM/PET borðtölvur og fylgihluti.
Borðtölvur hanta smnrri fyrirtœkjum og
sjálfstnðum atvinnurekendum,
Priorinnan, systir Kené, hélt ræðu við athöfnina þegar fyrsta skóflustungan var tekin.
Sfðan greip dómsmálaráðherrann og fyrrum sýslumaður i Stykkishólmi reku I hönd.
-DB-mynd: Ólafur H. Torfason.
Ný heilsugæzlustöð í Stykkishólmi á að bæta
ástandið íheilbrigðismálunum:
TVEIR LÆKNAR Á
10 FERMETRUM
— ogtannlæknirinn íkjallara hreppsskrifstofanna
„Stefnt er að því að húsið verði
fokhelt á næsta ári og raunar afar
brýnt að það komist í gagnið sem allra
fyrst,” sagði Sturla Böðvarsson sveit-
arstjóri i Stykkishólmi um nýja heilsu-
gæzlustöð sem senn rís á staðnum áfast
við sjúkrahús St. Franciskusystra.
Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra
tók fyrstu skóflustunguna að
byggingunni og höfðu menn á orðið að
ráðherrann hefði gengið svo vasklega
til verks að útlit hafi verið fyrir að hann
færi langt með að ljúka grunninum!
Heilsugæzlustöðin nýja verður hluti
viðbyggingar við sjúkrahúsið.
Skurðstofurýmið stækkar og batnar
með tilkomu nýbyggingarinnar, auk
þess verða þar rannsóknarstofur,
slysastofa og aðstaða fyrir
tannlækninn. Síðast en ekki sízt er þar.
lyfta sem á að þjóna sjúkrahúsinu en
nú er í húsinu gömul og mjög ófull-
komin lyfta.
Að sögn Sturlu búa læknar á
staðnum nú við ákaflega frumstæð
starfsskilyrði. Þannig nota heilsu-
gæzlulæknarnir tveir ca 10 fermetra
herbergi í sameiningu og tannlæknirinn
er líka við þröngan kost í kjallara
hreppsskrifstofanna.
Sjúkrahús St. Franciskusystra tók til
starfa 1935 og hefur verið stækkað
síðan, en lengi er búið að horfa til
þeirrar stundar að ný heilsugæzlustöð
rísi við það.
-ARH/ÓHT, Stykkishólmi.
[ S,M» o- n., með (Juia 28
I *«ú»l lll Jg. Mpiemb<rt ikrJfB.
Vlð ,ásum rrí,,“ af
I ,*;,,e'kaJcePPn'nni á Hóiel Sögu nú
V á dögunum ákváöum vifl afl segja frá
I r™, hTcT sam,íða okkur úti á
I«S1Í? u n“,,í28'4gÚS'“"*■
i í?.Hun ,*t sito vís
I ‘ólul° ,f"S henni fyrsl en ivo
I einn •%!„„ kom h4„ labban<f| mrt
| 100 * hótelið og sagöiít hafa
I venö að kaupa hann en ekkert kunna
I ‘r sP' “'.Sa«ðUl hafa lært smávegis
■ m sjálfn str en sagöisl rcyna aö
I syngja „yfir þaö".
I Tveim kvöldum seinna var
I hæftleikakeppni milli þjöða á
I í?í,6“,k,', hh’eieins ITimorsol} og
■ hofau 12 trar lái, ,k,a sig til kCpp„£
I V,S nikum 1,1 og leiiuSun, ha„a
I b4í“'" hana aS ,yntja íybr
I !omd'l H“" **r 'r'ir 0“ i*íSisl
I ív, . h 'fT þ'g“' b"‘M' •»
I kyrja heilu kv*s,„ af kappi cn þcgar
I konan hafSi sungis og spilað u„di, á
g,lan„n rifnaSi allur «!„„„„ a,
SgnuS,. Meira að segja |rar„ir
1 klöppuðu og siöppuðu og við
> jslendingarntr drógum ekki af okkur
f Hun var klöppuð upp og hlau. gy||,
mcrki með ólympiumerkinu i
verölaun. 1 f
I vnm Ún Söhn8 fa"C8 ,0g °* lcxlarr>ir *
I voru eftir hana sjálfa. Vikuna á efiir
varönnurhgfilcikakeppni og hún sló
aflur igegn og sigraöi meö visum um
■slendmga og Uisýn.
* ÞnLðju h*rHeikakeppninni (þær
voru vikulega) söng hún enn, nú gegn
rum og HoIIendingum og vann
“,l*“‘- ‘kemmlile, v
N7A
Við sögðum henni að við relluðu
a» selja þella I Dagblaðið þegar hei,
S- h4rr" h*8- Vi» bendum Ij
‘ll4 *“ hy* “PP ‘ konunni |o|
okkur að heyra i be„„i k na.„8 „
synarhklið. Híi„ hdti, [„g. ^ b,
einhvcn suða, úli 1 landi cn hv„.
ST"' * “ k6“h - s,ú' «■» 4 Coau del So, kom, frlm 4
Lescndabréfiö um konuna meö gitarinn.
Lesendabréfin bera frábæran árangur:
Konan með gít-
arinn fundin
- skemmtir á Útsýnarhátíð nk. sunnudagskvöld
„Ég fór strax að grennslast fyrir
um konuna með gítarinn um leið og
ég sá lesendabréfið. Ég hafði uppi á
henni á Suðureyri við Súgandafjörð,
hún heitir Ingibjörg Jónasdóttir og er
húsmóðir,” sagði Ingólfur
Guðbrandsson forstjóri Útsýnar í
tilefni af frásögn 1 „raddir lesenda”
af konu sem vann þrjár hæfileika-
keppnir i röð á Costa del Sol.
Bréfiö virðist hafa birzt á réttumi
tíma nú þegar verið er að leggja
síðustu hönd á undirbúning Utsýnar-
hátíðar, sem verður haldin á Hótel
Sögu nk. sunnudagskvöld.
Forstjóri Útsýnar hringdi að
bragði til Ingibjargar og bauð henni
til Reykjavíkur um helgina. Mun hún
skemmta gestum Útsýnar í Súlna-
salnum með gitarleik og söng á
vinsælum lögum við frumsamda
texta, m.a. um Útsýn og íslendinga í
sólarlandaferðum.