Dagblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980.
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
íþróttir
D
Stefin Halldörsson, Val — I hvitum búningi -
kvöld.
brýzt I gegnum Haukavörnina og skorar eitt af sjö mörkum sinum i gær-
DB-mynd Sv. Þ.
Valsmenn voru ætíð
sterkari aðilinn
— unnu góðan sigur 28-19 á Haukum í gærkvöld
Valsmenn hristu af sér slyðruorðið
eftir 17—18 tapiö fyrir KR á dögunum,
er þeir unnu góðan sigur á Haukum i 1.
deild handboltans i Laugardalshöll i
gærkvöldi. Lokatölur uröu 28—19, en i
Staðan
íl.deild
Úrslit í leikjunum í 1. deild hand-
knattleiksins i gær urðu þessi:
Valur — Haukar 28-19
FH - KR 21-27
Staðan ernú þannig:
Vikingur 4 3 1 0 69-60 7
Þróttur 3 3 0 0 68-56 6
KR 4 2 1 1 75-76 5
Valur 4 2 0 2 82-64 4
FH 4 2 0 2 81-91 4
Fylkir 3 1 0 2 58-68 2
Haukar 4 1 0 3 78-84 2
Fram 4 0 0 4 78-90 0
Leik Fylkis og Þróttar i 4. umferð-
inni hefur verið frestað um sinn — og
fimmta umferðin hefst ekki fyrr en
undir mánaðamót vegna Noröurlanda-
mótsinsi Noregi.
Markhæstu leikmenn eru nú:
Kristján Arason, FH 37/20
Axel Axelsson, Fram, 33/16
Sig. Sveinsson, Þrótti, 29/6
hálfleik leiddu Valsmenn 13—9. Það
var aðeins fyrstu minútur leiksins, sem
jafnræði var með liðunum, en eftir það
skildu leiðir og Valur jók forskot sitt
hægt og örugglega það sem eftir var
leiksins.
Er sex mínútur voru liðnar af leikn-
um var staðan jöfn 3—3, en þá
skoruðu Valsmenn tvö mörk, fyrst
Þorbjörn Guðmundsson og síðan
Stefán Halldórsson og næstu mínútur
smábreikkaði bilið. Um miðjan hálf-
leikinn var staðan 7—4 fyrir Val, en þá
höfðu Haukar verið afar óheppnir, því
í tvígang hafði Sigurgeir Marteinsson
skotið í stengur Valsmarksins. Júlíus
Pálsson náði þá að minnka muninn í
5—7, en næstu tvö mörk gerði Jón
Karlsson fyrir Val með langskotum,
faldi boltann vei á bak við sig eins og
honum einum er lagið, áður en hann
læddi honum í netið. Þessi fjögurra
marka munur hélzt síðan út hálfleik-
inn. Síðasta mark fyrir hlé gerði
Stefán „tætari” Jónsson hjá Haukum
og kom það upp úr vítakasti. Ólafur
Benediktsson varði víti Harðar Harðar-
sonar, boltinn hrökk aftur út og
Haukar skutu aftur á markið, en Óli
varði enn. í þriðju tilraun náði svo
Stefán boltanum og kom honum rétta
boðleið í mark Vals. Báðir markmenn-
irnir stóðu fyrir sínu í fyrri hálfleik,
Ólafur Benediktsson í marki Vals og
nafni hans Guðjónsson í marki Hauka.
Svíar voru Norður-
írum engin hindrun
Vonir Svia um að komast á HM á
Spáni 1982 urðu að engu i Belfast i
gærkvöldi, er liöið tapaði 0-3 fyrir
Norður-írlandi i leik liðanna i 6. riðli
undankeppni HM. öll mörk leiksins
voru gerð i fyrri hálfleik, en Norður-
írar eru nú efstir i sinum riðli með jafn-
mörg stig og Skotar en betri markatölu.
Fyrsta mark leiksins skoraði Noel
Brotherston á 24. mínútu og Sammy
McIIroy breytti stöðunni í 2-0 með
skalla fjórum minútum síðar. Punktinn
yfir i-ið setti sfðan Jimmy Nicholl með
skoti af 30 metra færi á 37. mínútu. í
síðari hálfleik slökuðu Norður-írar á,
en Svíar áttu aldrei möguleika í leikn-
um, og sagði þjálfari liðsins, Lars
Arnesson, að hann heföi ekki átt von á
jafngóðu norður-írsku liði og raun bar
vitni.
Liðin: Norður-írland: Platt, Jim
Nicholl, Donaghy. McClelland, Chris
Nicholl, Cassidy, O’Neill, Hamilton,
Armstrong, Mcllroy og Brotherston.
Svíþjóð: Möller, Arvidsson, Borg,
Boerjesson, Holmgren, Larsson, Ram-
berg, P. Nilsson, T. Nilsson, Ed-
stroem, Ohlsson.
Staðan í 6. riðli undankeppni HM í
knattspyrnu eftir leikina tvo í gær-
kvöldi er nú þessi:
Norður-írland 2 110 3-0 3
Skotland 2 110 1-0 3
ísrael 20201-1 2
Portúgal 10 10 1-1 1
Svíþjóð 3 0 12 1-5 1
Hörður Harðarson gerði fyrsta mark
síðari hálfleiksins úr víti, og þegar svo
Jón Pétur Jónsson var rekinn af leik-
velli í tvær mínútur, virtist sem Haukar
ættu góða möguleika á að minnka
muninn enn frekar. En því var ekki
fyrir að fara, Bjarni og Þorbjörn Guð-
mundsson gerðu næstu tvö mörk
fyrir Val, staðan orðin 15—10 Val í vil,
og það þrátt fyrir að Gunnar Einars-
son, sem kom í mark Hauka í hálfleik,
hefði varið af stakri prýði. Haukar
skoruðu svo næstu þrjú mörk leiksins,
en Vaiur svaraði með þremur mörkum,
18—13 og 13 mínútur búnar. Loka-
kafla leiksins voru svo Valsmenn mun
sterkari, Haukar áttu aldrei mögu-
leika á stigi, einkanlega ekki eftir að
Hörður Harðarson var útilokaður frá
leiknum, eftir að hafa farið niðrandi
orðum um annan dómaranna, er
honum mislíkaði dómur þeirra. Síðasta
orðið í leiknum átti Steindór
Gunnarsson er hann skoraði 28. mark
Vals úr hraðaupphlaupi á lokasekúnd-
unni.
Lið Vals var mjög jafnt í þessum
leik, sóknarleikur liðsins beittur, en
vörnin lakari, mjög gloppótt á köflum.
Ólafur Benediktsson varði vel framan
af leiknum, en undir lokin fór hann þó
út af, og Þorlákur Halldórsson tók
hans sess. Hann varði einnig vel, þær
fáu mínútur, sem hann var inná. Auk
markvarðanna áttu Stefán Halldórsson
og Bjarni Guðmundsson bezta leik
Valsaranna. Gunnar Einarsson hjá
Haukum varði tvö skot fyrstu mínútur
síðari hálfleiks, en síðan lítið sem ekki
neitt og var skipt út af fyrir Ólaf
Guðjónsson, sem varði betur. Að venju
voru Júlíus Pálsson og Hörður Harðar-
son mest áberandi í liðinu og sömu-
leiðis Karl ingason á línunni, sem þó
var í strangri gæzlu allan leikinn. Tvö
vítaköst voru misnotuð í leiknum,
Viðar Simonarson skaut yfir í síð^ri
hálfleik og Óli Ben varði frá Herði.
Rögnvaldur Erlingsson og Óiafur
Steingrímsson dæmdu leikinn frekar
slælega, virtust á köflum ekki vera
alveg í takt við hann.
Mörk Vals: Stefán Halldórsson 6/2,
Þorbjörn Guðmundsson 5/1, Steindór
Gunnarsson 4, Jón Karlsson, Bjarni
Guðmundsson, Jón Pétur Jónsson, og
Gunnar Lúðvíksson 3 hver og Brynjar
Harðarson 1/1.
Mörk Hauka: Hörður Harðarson
6/3, Júlíus Pálsson 5, Karl Ingason og
Sigurgeir Marteinsson 3 hvor, og Árni
Sverrisson ogStefán Jónsson 1 hvor.
-SA
Belgar héldu
jöfnu í Dublin
Irar, sem höfðu unnið tvo fyrstu
leiki sína, múttu sætta sig við 1-1 jafn-
tefli á heimavelli á móti Beigum i 2.
riðli undankeppni HM i knattspyrnu i
Dublin í gær. Belgia varð fyrri tii að
skora, er Erwin Vandenbergh sendi
góða sendingu i Albert Cluytens, sem
skoraði af öryggi. Markið kom á 12.
minútu og upp frá þvi reyndu Belgar að
hanga á markinu. Það tókst þeim þó
ekki, því frar jöfnuðu rétt fyrir hálf-
leik. Liam Brady, sem átti stórleik á
miðjunni, vippaði þá knettinum inn
fyrir rangstöðugildru Belga og þar kom
Tony Grealish aðvifandi og sendi bolt-
ann i netið.
trar voru lengstum i sókn, og voru
bakverðlr liðsins, Langan og Hughton,
óþreytandi við að aðstoða framherja
liðsins i að opna vörn Belga. En ellin
hrjáði nokkuð fremstu menn íra, þá
Steve Highway og Don Givens, sem
báðir eru komnir yfir þritugt, og þá
skorti snerpu til að leika á varnarmenn
Belga.
Liðin voru þannig skipuð: írland:
Peyton, Langan, Hughton, Lawren-
son, Moran, Daly, Grealish, Brady,
Stapleton, Givens (McGee 75) og
Heighway. Belgia: Pfaff, Gerets,
Meeuws, Millecamps (de Wolf, 86),
Renquin, Van Moer (Heyligen, 85),
Dortmund
tapaði fyrir
Hamborg
Borussia Dortmund tapaði á útivelli
fyrir Hamborg SV i þýzku Bundeslfg-
unni i fyrrakvöld, 1—2, en nokkrir
ieikir voru leiknir í deildinni þá og i
gærkvöldi.
Önnur úrslit urðu sem hér segir:
1860Munchen—Bayern Munchen 1-3
Kaiserslautern—Köln 5-1
MSV Duisburg—B. Mönchengl. 4-0
Numberg—Eintracht Frankfurt 1-4
Stuttgart—Fortuna Dusseldorf 4-2
Bochum—Bayern Uerdingen 2-2
Staða efstu liða er nú þessi:
Bayern Munchen 9 8 0 1 25—11 16
Kaiserslautern 9 6 2 1 18—7 14
Hamborg SV 9 6 2 1 19—11 14
E. Frankfurt 9 6 0 3 19—13 12
Stuttgart 9 4 2 3 21—16 10
MSV Duisburg 9 3 4 2 15—10 10
Borussia Dortmund kemur svo i 8.
sæti með 10 stig
0-0 í
r m m
Austur-Þjóðverjar og Spánverjar
gerðu markalaust jafntefli í vináttu-
landsieik i knattspyrnu i Leipzig i
Þýzkalandi i gærkvöldi. Áhorfendur
voru 30.000.
Coeck, Van den Eycken, Cluytens,
Wandenbergh og Ceoulemans.
írland 3 2 1 0 6-4 5
Frakkland 1 1 0 0 7-0 2
Belgia 10 10 1-1 1
Holland 10 0 11-2 0
Kýpur 2 0 0 2 2-10 0
SVEINN
AGNARSSON
Portúgalir
stálu stigi
á Hampden
Markvörður Portúgala, Bento, var
Skotum óþægur Ijár i þúfu er liðin léku
í 6. riöli undankeppni HM á Hampden
Park i gær. Hann varði með ólikindum
i leiknum og þrátt fyrir góð tækifæri
tókst skozku framherjunum aldrei að
koma boltanum i netið að baki honum,
úrslit leiksins 0-0.
Einkanlega þótti Bento sýna góða
markvörzlu i síðari hálfleik þegar hann
varði þrívegis vel frá Liverpool leik-
mönnunum Kenny Dalglish og Greame
Souness. Hápunkti náði markvarzla
hans á 74. mínútu er Dalglish átti
þrumuskalla að marki af fjögurra
metra færi. En Bento sveif eins og fim-
leikamaður á eftir boltanum og
bjargaði.
Lið Skotlands var þannig skipað í
leiknum í gær: Rough, McGrain,
Frank Gray, Souness, Hansen, Miller,
Strachan, Dalglish, Andy Gray,
Gemmill og Robertson.
Óvæntur
útisigur
Grikkja
Grikkir komu mjög á óvart er þeir
sigruðu Dani 1-0 i leik liðanna i Kaup-
mannahöfn i gærkvöld i 5. riðli undan-
keppni HM. Eina mark leiksins kom á
50. minútu og gerði Castas Kouis það,
en hetja leiksins var samt markvörður
Grikja, Sarganis, sem varði frábærlega
í leiknum.
Sarganis er varamarkvörður Grikk-
lands, en hann hélt liði sinu alveg á
floti á lokaminútunum, sýndi stórkost-
leg tilþrif er hann varði skot fyrrum
knattspyrnumanns Evrópu, Allan
Simonsen, af tveggja metra væri.
Rúmenía vann Eng-
land á hæpnu vfti
Vafasamt viti á 76. minútu varð
Englendingum að falli er þeir léku við
Rúmena á útivelli i 4. riðli undan-
keppni HM í gær. Kenny Sansom og
Brian Robson klemmdu þá Crisan á
milli sín i vítateig Englendinga og
sænski dómarinn Ulf Eriksson var ekki
í neinum vafa og dæmdi umsvifalaust
viti. Úr þvi skoraði siðan Anghel Ioran-
escu sigurmark Rúmena, 2—1, en i
hálfleik feiddu þeir, 1—0.
Englendingar gátu aðeins þakkað
heilladísunum að þeir voru aðeins einu
marki undir í hálfleik, því Rúmenar
voru í stórsókn allan fyrri hálfleikinn.
Eina markið skoraði Marcel Raducanu
á 34. mínútu . 1 síðari hálfleik léku
Englendingar mun betur, en samt voru
þeir miklu slakari en við hafði verið
búizt. Tony Woodcock jafnaði metin á
64. mínútu, eftir gott samspil við Garry
Birtles en Rúmenar áttu lokaorðið í
leiknum.
Eftir leikinn sagði Ron Greenwood,
framkvæmdastjóri enska landsliðsins,
að það yrðu fá lið til að fara á brott frá
Rúmeníu með tvö stig í pokahorninu.
„Við áttum ekki skilið meira en jafn-
tefli í leiknum, en þó það miðað við
leik okkar í síðari hálfleik,” sagði
Greenwood. Englendingar léku ekki
með sitt sterkasta lið, Keegan, Wilkins
og Brooking allir meiddir, en eigi að
síður voru það mikil vonbrigði fyrir þá
að tapa leiknum. I ið Englands var
þannig skipað: Clemence, Sansom,
Thompson, Watson, Neal, Rix,
Robson, McDermott, Gates, Birtles og
Woodcock. Cunningham kom inn á
fyrir Birtles i síðari hálfleik og einnig
Coppell fyrir Gates.
Staðan i 4. riðli undankeppni HM i
knattspyrnu er þessi eftir sigur Rúmena
á Englendingum 2—1.
Rúmenia 2 110 3—2 3
England 2 10 1 5—2 2
Noregur 2 0 11 1—5 1
Ungverjaiand og Sviss sem einnig eru
i riölinum hafa enn ekki leikið.