Dagblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 27
Antonin Dvorák. Franz Liszt. Pjotr Tsjaikovský. KVÖLDTÓNLEIKAR — útvarp í kvöld kl. 23.00: LISZT, DVORÁK 0C TSJAIKOVSKÝ DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980. Kvöldtónleikar útvarpsins í kvöld eru helgaðir 19. aldar mönnunum Dvorák, Tsjaikovský og Liszt. Eftir Antonin Dvorák fáum við að heyra forleikinn Heimkynni mín. Útvarps- hljómsveitin í MUnchen leikur undir stjórn Rafaels Kubelik. Eftir Pjotr Tsjaikovský verður leikið tilbrigði um rókókóstef fyrir selló og hljómsveit. Leonard Rose leikur með Filadelfíu- hljómsveitinni. Seinasta verkið á efnis- skránni er svo fyrsta Ungverska rapsó- dian eftir Franz Liszt. Útvarpshljóm- sveitin í Berlín leikur undir stjórn Ferenc Fricasay. Liszt er elztur þessara þriggja tón- skálda. Hann fæddist árið 1811 í Raiding í Ungverjalandi. Hann þótti undrabarn í píanóleik og var því snemma sendur til Vínar til mennta. Þegar hann var tólf ára hugðist faðir hans mennta hann enn frekar og fór með strák til Parisar. Yfirmaður Konservatorísins þar neitaði hins vegar að kenna hinum unga Liszt, sagðist vera á móti undrabörnum. Frekari menntun féll því niður í bili. Seinna KVENNARÁÐ- STEFNAN í KAUPMANNA- HÖFN — útvarp íkvöld kl. 22.35: Sigríður Thorlacius sér í kvöld um seinni útvarpsþátt sinn um kvennaráð- stefnuna sem haldin var í Kaupmanna- höfn í sumar. Auk Sigriðar koma fram þær Vilborg Harðardóttir, Guðrún Erlendsdóttir og Berglind Ásgeirsdóttir sem allar sátu ráðstefnuna. Myndin er tekin á ráðstefnunni, þar sem hittust konur hvaðanæva úr heiminum, úr ólíkum stjórnmálaflokkum og búandi við næsta ólík lífskjör. kynntist hann í París mönnum sem áttu eftir að setja mark sitt á listferil hans, mönnum eins og Victor Hugo, Chopin, Berlioz og síðast en ekki sízt Fiðlusnill- ingnum Paganini. Við kynni af þeim síðastnefnda segir sagan að Liszt hafi heitið því að verða ekki síðri píanóleik- ari en Paganini Fiðluleikari. Ungversku rapsódiurnar eru samdar með . þvi hugarfari og því erfiðar að leika. Liszt tókst að verða einn frægasti píanóleik- ari sem uppi hefur verið og verk hans eru enn víða leikin þó mörg þeirra liggi hins vegar í ýmsum glatkistum. Rókókótilbrigði Tsjaikovskýs eru ekki síður erFið fyrir hljóðfæraleikar- ana en Ungversku rapsódíurnar hans Liszt. Enda er tónlist Tsjaikovskýs undir sterkum áhrifum frá Liszt. Pjotr Tsjaikovský fæddist í Votkinsk í Rúss- ladi árið 1840. Hann nam á sínum æskuárum lögfræði en sneri sér síðar að tónlist, fyrst með lögfræðistörfun- um en síðan eingöngu. Hann var geysi- lega afkastamikill, samdi eitthvað á hverjum degi auk þess sem hann kenndi tónlist og gagmýndi tónlist ann- arra. Hann komst í kynni við ríka ekkju sem studdi hann með ráðum og dáð og veitti honum meðal annars fé til utanlandsfara. Erlendis vakti hann miklu meiri hrifningu en heima fyrir en heimþráin kvaldi hann og hann gat ekki hugsað sér að búa annars staðar en í Rússlandi. Dvorák er ári yngri en Tsjaikovský. Hann fæddist í litlu þorpi rétt hjá Prag, sem nú er höfuðborg Tékkó- slóvakíu. í Prag nam hann og vann fyrir náminu með því að leika á Fiðlu á kaffihúsum og í leikhúsum. Liszt frétti af þessum unga Tékka og sá til þess að sum verka hans voru gefin út. Dvorák var heimakær og samdi meðal annars forleikinn sem við fáum að heyra i kvöld, svo og Slavneska dansa til heiðurs fósturjörð sinni. Árið 1892 fór hann í heimsókn til Bandaríkjanna og varð yfir sig heillaður af öllu sem hann sá. En eftir að heimsóknin var orðin að þriggja ára dvöl greip heimþráin hann og hann sneri heim til Prag. - DS Útvarp ■ i 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Frétlir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Fimmtudgssyrpu — Páll Þorsteinsson og Þorgeir Ástvaldsson. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siödegistónleikar. Genrikh Talalyan og Mstislav Rostropo- vitsj leika með Borodín-kvartett- inum Sextett i d-moll eftir Pjotr Tsjaíkovský. / Sinfóniuhljóm- sveitin i Liége leikur „Iberiu”, svítu eftir Claude Debussy; Paul Strauss stj. 17.20 l.itli barnatiminn. Stjórn- andinn, Oddfríður Steindórs- dóttir, les m.a. úr bókinni „Fýlu- pokunum” eftir Valdisi Óskars- dóttur. 17.40 TónhorniA. Sverrir Gauti Diego stjórnar. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Þórhallur Gutt-; ormsson flytur þátlinn. 19.40 Á veltvangi. Stjórnandi þátt- arins: Sigmar B. Hauksson. Samstarfsmaður; Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir. 20.00 I.eikrit: „Fjalla-Eyvindur" eftir Jóhann Sigurjónsson. Leik- ftjóri; Gisli Halldórsson. — Áður útv. 1968. Persónur og leikendur: Halla........Hclga Bachmann Kári...........Helgi Skúlason Arnes.........Pétur Einarsson Björn . . Guðmundur Erlendsson Arngrimur . . . Gisli Halldórsson Guðfinna . . . Emilia Jónasdóttir Jón bóndi. Steindör Hjörleifsson Kona Jóns..........Þóra Borg Þulur. Þorsteinn Ö. Stephensen Aðrir leikendur: Jón Hjarlarson, Margrét Magnúsdóttir, Helga Kristin Hjörvar, Guðný Hall- dórsdóttir, Guðmundur Pálsson, Margrét Pétursdóttir, Sveinn Halldórsson, Daníel Williams- son. Erlendur Svavarsson, Arn- hildur Jónsdóttir ogGuðmundur Magnússon. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. 22.35 Ráðslefna Sameimiöii þjóö- anna i Kaupmannahöfn i sumar. Sigriður Thorlacius sér um siðari dagskrárþátt. Með henni koma fram: Vilborg Harðardóttir, Guðrún Erlendsdóttir og Berg- lind Ásgeirsdóttir. 23.00 Kvöldtónleikar. a. „Heim- kynni mín”, foricikur op. 62 eft- ir Antonin Dvorák. Útvarps- hljómsveitin í Munchen ieikur; Rafael Kubelik stj. b. Tilbrigði um rokokkostef fyrir selló og hljómsveit op. 33 eftir Pjotr Tsjaíkovský. Leonard Rose og Filadelfíuhljómsveitin leika; Eugene Ormandy stj. c. Ung- versk rapsódía nr. 1 í F-dúreflir Franz Liszt. Útéarpshljómsveitin i Berlin leikur; Ferenc l'ricasay stj. 23.45 Frétlir. Dagskrárlok. Föstudagur 17. október • 7.(X) Veðurfregnir. Fréttir. Tón- leikar 7.10 l.elkfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgiinpósturinn. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Erna Indriðadóttir. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónlcik- ar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttui Þórhalls Guttormssonar frá kvöldinuáður. 'íkvöldfrákl. 21. ^ \ \ Veitingarfrá kl. 19. \\ HORIMIÐI Aldurstakmark vegna veitinga 20 ára.\ . Morgunverður— hlaðborð — kr. 1500? Hádegisverðurfrákr. 3300.- Súpa kr. 975.- Síðdegiskaffi. Morgunverður og hádegisverður aðeins virka daga. Leigjum út fyrir hvers konar fundi og samkvæmi. Sfmi 13880 -BÁNKASTRÆT) 11— AUGLYSING um breytingu A reglugerð fyrir Biðreikning Iffeyriesjóðsiðgjalda Iðgjöld launþega af launum í október 1980 svo og framvegis verða 4% í stað 4,25%. Þá ber framvegis að greiða iðgjald af vaktavinnuálagi. 14. októbor 1980. Kauptu ekki köttinn í sekknum þegar þú kaupirþór talstöð. Kynn tu þér áður gæði og þjónustu. Það margborgar sig. Rafeindatæki Stigahlíð 4547 Sími 9131315 STYRKUR 06 HAGKVÆMNI Kæfckápar með eða ðn frystis Frystiskápar Frvstikistur Dönsk gæði með VAREFAKTA. vottorði dönsku neytendastofnunarinnar DVN um rúmmál, cinangrunargildi, kælisvið. frysti gctu, orkunotkun og aðra ciginleika. VAREFAKTA l.uum bara á hurðma: Fær * anleg fyrir hægri cða vinstri opnun. frauöfyllt og niðsterk — og í stað fastra hillna og hólfa, brothættra stoða og loka eru færanlegar fcrnu og flöskuhillur úr málmi og laus box fyrir smjör. ost, cgg. álegg og afganga, sem bera má beinl á borö. - DS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.