Dagblaðið - 25.10.1980, Side 2
ÁKVÖRÐUNARRÉTT ÖLÓÐRA
MANNA ÞARF AÐ ÞRENGJA
— sömu lög viröast ekki gilda um eiginmann og eiginkonu
Kona I Breiðholti skrifar:
Hver er mtinurinn á geðbiluðum
manni í æðiskasti og ölóðum? Þess-
ari spurningu beini ég til löggjafar-
valdsins.
Til að fyrirbyggja misskilning þá
tek ég fram að þegar ég segi manni þá
á ég við konu jafnt sem karl.
Ég hef verið svo lánsöm um
dagana að þurfa mjög lítið að leita
lögregluaðstoðar, þar til nýlega. Því
miður fannst mér sú aðstoð ekki
nógu góð.
Ég stóð allt í einu frammi fyrir því
sem margir kvarta undan og tala um,
að ölóðum manni sé gefinn allt of
mikill sjálfsákvörðunarréttur. Þegar
um brjálaðan mann er að ræða sem
hætta getur stafað af, sé hann frjáls,
þáer ekki talað um sjálfsákvörðunar-
rétt. Geðbilaði maðurinn er einfald-
lega tekinn í gæzlu og honum þar
með forðað frá því að vinna
óhæfuverk.
Þetta telja allir rétt.
En hvað gerist svo ef um ölóðan
mann er að ræða? Oft stafar engu
minni hætta af honum. En þegar fólk
leitar hjálpar og verndar lögreglu þá
horfir málið öðruvísi við.
Nú þarf að athuga hvað má gera og
hvað má ekki gera. Sé um
húsráðendur að ræða virðast sömu
lögin ekki ganga yfir bæði hjónin.
Ef það er eiginkonan sem er
hinn ógæfusami aðili þá er lítið gert
Sé það hins vegar eiginmaðurinn sem
biður um að konan sé tekin í geymslu
með lögregluvaldi, jafnvel þó ekki
stafi af henni veruleg hætta, þá gildir
vilji eiginmannsins.
Hversu hátt er metinn vilji
einstaklingsins í slíku tilfelli?
En snúum okkur að eigin-
manninum. Hvað gerist ef eigin-
konan biður um vernd og hjálp vegna
ölæðis hans?
Það virðist ekki vera hægt að taka
eiginmanninn af hans eigin heimili
nema með hans samþykki hafi hann
ekki framið augljóst óhappaverk.
Þarna er sjálfsákvörðunarréttin-
Áróður og rangfærslur
ífréttum útvarpsins
— útvarpsráð grípi í taumana
Útvarpshlustandi skrifar:
Áróður og rangfærslur í frétta-
flutningi úlvarps er nokkuð
sem landsiýðut hefut þurft að búa við
um langan aldur. En nú að undan-
■förnu hefur heldur keyrt um þver-
bak.
Svo virðist sem fréttir útvarps séu
orðnar helzta málgagn alræðis- og
niðurrifsaflanna í þjóðfélaginu í dag.
Keppzt er við að velja og túlka fréttir
þannig að hinn „rétti” málstaður
fari ekki halloka. Minna þessi
vinnubrögð óneitanlega á
vinnubrögð útvarpsstöövanna í
..draumaríkjunum” fyrir austan
tjald.
Nærtækasta dæmið úr
þjóðmálunum í dag eru hinar dæma-
lausu rangtúlkanir frétta af
Flugleiðamálinu svokallaða. Þegar
forráðamenn Flugleiða gáfu úl yfir
lýsingu varðandi hlutabréfakaup
starfsmanna, þegar samgöngumála-
ráðherra hafði mælzt til að þeim
yrðu lánaðar 200 milljónir króna, til
þeirra kaupa, var hún svo
skrumskæld i meðförum frétta-
manna útvarps að ekki komst til skila
það sem stóð í yfirlýsingunni. For-
ráðamenn Flugleiða sendu nú leið-
réttingu til útvarpsins en ekki gat hún
komist rétt til skila eftir handleiðslu
fréttamannanna. Þetta er það sem í
daglegu tali kallast rangfærslur og
blekkingarstarfsemi.
Miklu fleiri dæmi mætti nefna, en
í stað þess að vera með upptalningar
miklar ætla ég einungis að óska eftir
því við útvarpsráðsmenn lýðræðis-
flokkanna þriggja að þeir gripi í
taumana sem fyrst, því eigi er ráð
nemaítímasétekið.
um ekki gleymt og jafnvel þó fleiri
heimili séu í hættu má ekki hefta
ferðir hans nema eftir einhverjum
fáránlegum serimóníum.
Það er gömul og ný saga að í slík-
um tilvikum er eins og ekkert sé hægt
eða megi gera fyrr en einhver
óhamingja hefur hlotizt af þessum
vesalings mönnum.
Háa löggjafarvald! Breytið
þessum lögum! Þrengið ákvörðunar-
rétt ölóðramanna!
Bréfritari telur að erfitt sé að hefta gerðir ölóðs eiginmanns á eigin heimili.
DB-mynd: Jim Smart.
HOTTINTOTTAR
r r
IIÞROTTUM VISIS?
— þar úir og grúir allt af vitieysum
Nýjasta Flugleiðaþotan, Boeing 727—200. Hún er lengri en fyrri tvær Boeing-
þoturnar en þessi þota hefur ekki sérstakar fragtd.vr eins og hinar.
Frímann glæri hringdi:
Eru íþróttafréttamenn Vísis
algjörir hottintottar? Ég gat ekki
varizt því að spyrja sjálfan mig þess-
arar spurningar eftir að hafa lesið
íþróttafréttir Vísis miðvikudaginn 22.
október.
Þar úir og grúir allt af alls kyns
106 þúsund íbarnapössun:
ÞORLÁKSHÖFN NIÐURGREIÐIR EKKIKRÓNU
Aöalheiður Ingvadóttir, Þorláks-,
höfn, hringdi:
Ég er einstæð móðir. Ég þarf að
greiða samtals 106 þús. krónur
fyrir að Iáta passa barnið mitt.
Barnið er hálfan dag hjá dagmömmu
og hálfan dag í leikskóla. Af þessum
106 þúsundum fara 81 í dag-
mömmuna.
Þorlákshafnarhreppur greiðir
ekkert niður eins og tíðkast i borginni
og allflestum kaupstöðum og
kauptúnum. Ég stend varla undir því
að greiða slíkan rosalegan kostnað
sem fylgir barnapössun. Það á að
vera sjálfsagt að sveitarfélagið greiði
slíka þjónustu niður.
vitleysum, margar hverjar hlægileg-
ar. Talað er um „10 landsleikja-
klúbbinn” þegar menn hafa leikið
100 landsleiki í handknattleik, UMFS
er sagt eiga að leika aukaleik við
Fram um I. deildarsæti í blaki (það
er UMSE sem á að leika við Fram) og
sagt er að ÍS og Þróttur hafi unnið
Völsung í Reykjavíkurmótinu.
Vita íþróttafréttamenn Vísis það
ekki að Völsungur er lið frá Húsavík
og getur því ekki leikið í Reykja-
víkurmóti?
Það læðist að mér sú hugsun að
Vísir ráði hreinlega ekkert við þá
stækkun sem varð á blaðinu nýlega,
blaðið virðist vera hroðvirknislega
unnið, þetta á ekki bara við um
íþróttafréttirnar heldur allt blaðið.
Ég held að það væri miklu betra
að hætta útgáfunni heldur en að
prenta slíka endemis vitleysu.
Ölfushreppur, en Þorlákshöfn
tilheyrir honum, stendur ekki öörum
sveitarfélögum jafnfætis hvaö snertir
niðurgreiðslur á barnapössun að sögn
Aðalheiðar Ingvadóttur.
n- ■>;ft-
I
Úrklippa af íþróttasiðu Vísis sl.
miðvikudag.
Raddir
lesenda
Frjálst
útvarp
— til þess að við getum
hlustað á eitthvað
annað en þingmenn
Einn argur hringdi:
Hve lengi á að bjóða þjóðinni upp
á að hlusta á helv.. þingmennina
rífast heilt kvöld? Og um ekki neitt.
Og síðan er handboltalýsing færð
aftur til að þessir uxar geti 'romsað
yfir þjóðinni.
Nei og aftur nei!
Það er timi til kominn að þjóðin
fái að velja um fleiri útvarpsstöðvar
en þá sem þingmennirnir stjórna.
Þeir ráða dagskránni og ef þá langar
til að tala við þjóðina þá er annarri
dagskrá ýtt út. Þjóðin á ekki að láta
bjóða sér þetta.
Við krefjumst þess að starfræksla
útvarpsstöðva verði gefin frjáls eins
og útgáfu dagblaða. Hvernig myndi
það dagblað líta út ef ríkið hefði
einkarétt á dagblaðaútgáfu? Það liti
út eins og Alþýðublaðið í Mogga-
stærð. Ekkert nema pólitík á 48
siðum. Við ættum að þakka fyrir
að hafa enn okkar frjálsu pressu.
■
■
■
■
FRAM
EÐA
UMFS
.. í 1. deildlna í blaki
Völsungar, sem áttu aö keppa
i l. deild tslandsmótsins i blaki i
vetur, hafá tilkynnt, aft þeir
muni ekki senda lift til keppn-
innar.
Er þvi einu sæti óráftstafaft i 1.
deildinni i vetur, og hefur verift
ákveftift aft Fram, sem varft i 2.
sæti 2. deildar i fyrra oe.UMFS
sem varft i neftsta sæti 1. deíTcT-"
ar, leika um lausa sætift.
gk—•
i ursiit
I í biaki
ií kvðld
Crslitaleikir Reykjavfkur-
5 mótsins I blaki verfta háftir i
^ iþróttahúsi Hagaskólans i kvöld
M og verftur leikift til úrslita bæfti i
M karla- og kvennaflokki.
M Kvennaleikurinn hefst kl.
M 18.30 og mætast þar i hreinni
B úrslitaviftureign IS og Þróttur,
H en bæfti þessi lift unnu sigur
M gegn yölsungn mótinu.
■ KanffMfWnrfffn hefst kl. 20 og
■ þar mætast erkif jendurnir
■ Þróttur og IS. Hvorugt liftift
■ hefur tapaft leik til þessa og er
■ þvi um hreinan úrslitaleik aft
■ ræfta.