Dagblaðið - 20.11.1980, Side 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980.
2
f
V.
Óþverranum spúð yfir Hafnfirðinga.
DB-mynd: Sig. Þorri.
Sérfargjöld
fyrir aldraða
og öryrkja
Anna Jónsdóttir (0348—4661)
skrifar:
Mikið heyrist kvartað í okkar
þjóðfélagi. Allir virðast hafa það
svo erfitt. En það er til fullt af fólki
sem hefur úr litlu að spila en ekki
heyrist í. Það eru öryrkjar og ellilíf-
eyrisþegar.
Mig langar til að spyrja þann mann
sem hvað mest hefur verið deilt á
undanfarna mánuði, Sigurð Helga-
son forstjóra Flugleiða, að því hvort
ekki sé hægt að láta öryrkja og ellilíf-
eyrisþega fá flugfargjöld á sama
verði og starfsfólkið þegar sæta-
nýting er slæm. Margt af þessu fólki
á börnin sin vítt og breitt um landið
en kemst miklu minna en það vildi.
Það er gaman að stjórna þegar vei
gengur. Sá sem stjórnar þegar illa
gengur er ekki öfundsverður og
þannig eru hlutirnir nú einu sinni.
Haltu þinni reisn, Sigurður Helga-
son! Ég held með sanni að þú getir
það vel.
Stokkseyri
Simi 3206
Ólyktin íHafnarfirði:
Mistök okkar
□ Nýjar kjötvörur daglega.
□ Verzlið í jólamatinn tímanlega.
□ Opið alla daga til kl. 22, laugardaga
og sunnudaga líka.
□ Þið pantið. — Við sendum heim, eða
komið og sannfærizt.
Við bjöðum ykkur velkomin.
Sjómaður sem ekki er orðinn tvitugur fær ekki að fylgja félögum sínum á skemmtistað. Hann fær heldur ekki að taka með
sér vin og bjór inn i landið eftir siglingu. DB-mynd: Á.P.
— segja nokkrir starf smenn Lýsis og mjöls
Nokkrir starfsmenn Lýsis og mjöls
skrifa:
Sá ófyrirgefanlegi atburður gerðist
hjá Lýsi og mjöli í Hafnarfirði að
rafmagnskaplar sem liggja í hreinsi-
tæki verksmiðjunnar brunnu svo
hleypa varð reyknum út eins og gert
er í öllum öðrum verksmiðjum í
landinu.
Við höfum verið hér á vöktum og
brætt loðnu í rúman mánuð og
hafa hreinsitækin verið í gangi allan
límann. Við efumst um að Sveinn
heilbrigðisfulltrúi hafi haft hugmynd
um að verksmiðjan væri í gangi.
Reyndar erum við ekki vissir um
hvort þorri Hafnfirðinga hafi vitað
það því starfsmenn verksmiðjunnar
hafa oft verið spurðir af hverju verk-
smiðjan væri stopp á meðan hún
hefur verið í fullum gangi.
Það að mjöl skyldi fara upp úr
reykháfnum var ekkert annað en
mannleg mistök starfsmanna verk-
smiðjunnar og erum við mjög leiðir
yfir því, vonumst við til að þetta
verði eina og síðasta skiptið sem það
komi fyrir.
Við viljum vekja athygli á þvi að
þetta er trúlega eina verksmiðjan í
landinu sem komið hefur upp
hreinsitækjum sem eitthvert gagn ei
i. Sjálft ríkið með sínar verksmiðju
hefur ekki svona fullkominn ú:
búnað, aðeins reykháfa. Ástæðan er
gífurlegur stofn- og rekstrarkostn-
aður.
Við erum þvi mjög hissa á
skilningsleysi heilbrigðisfulltrúans og
nokkurra bæjarbúa á þessu. Verk-
smiðjan hefur lagt fram tugi milljóna
til að losa bæjarbúa við þennan
óþverra reyk.
Anna Jónsdóttir spyr Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða hvort ekki sé hægt að
vcita öryrkjum og öldruðum fargjöld á sama verði og starfsfólkið fær þegar
sætanýting er slæm.
MA GIFTAST18 ARA
— en ekki fara á vínveitingahús
G. M. skrifar:
Sífellt er verið að tala um jafnrétti í
launa- og féiagsmálum og ætla ég hér
að fjalla lítillega um raunverulegt
Stokkseyringar
Árnesingar
□ Vandlátir verzla hjá okkur.
□ Vorum að taka upp mikið úrval leik-
fanga og annarrar gjafavöru á góðu
verði.
misrétti. Ég tek dæmi um ivo sjó-
menn, annan 20 ára en hinn]7 ára.
Laun beggja eru jöfn skv. kjara-
samningum en sé skipið látið sigla á
erlendan markað með aflann kemur i
ljós misrétti. Sá tvítugi fær að taka
með sér inn í landið tvö karton af
vindlingum, tvær flöskur af sterku
víni og tvo bjórkassa. Sá yngri fær
hins vegar aðeins vindlingana.Vilji
hann lika fá vin og bjór verður hann
að taka áhættuna og smygla því inn í
iandið.
Þetta hlýtur að teljast launamis-
rétti því að þetta er hluti af kjörum
sjómanna. Þó hvorugur maðurinn
drekki er mismunurinn samt stað-
reynd því lítill vandi er að selja vínið
og bjórinn, tollstimplað og löglegt.
Ef þessir tveir menn ætla að fara
saman út að skemmta sér kemur í
ljós að það gengur ekki. Lögin álíta
17 ára menn fullfæra um að skila
vinnu við erfið skilyrði úti á hafi en
þeir eru ekki taldir hæfir til að
skemmta sér á vínveitingahúsum fyrr
en 20 ára. Einnig verður sá 17 ára að
biðja vin sinn tvítugan að fara fyrir
sig i ríkið þvi þar fær hann ekki af-
greidda eina einustu flösku, ekki
einu sinni af léttvíni. En hann má
taka stórákvörðun, þegar hann
verður 18 ára að giftast, ákvörðun
sem ætti að gilda allt lífið. Þetta er
félagslegt óréttlæti sem þyrfti að iag-
færa.
Ég er ekki að mæla með drykkju
ungra manna, það er einfaldlega
staðreynd að fólk á aldrinum 17—20
drekkur ekki minna en þeir sem eru
komnir yfir tvítugt. Skemmtana-
þörfin breytist ekkert við 20 ára af-
mæli. Viðkomandi verður argur
yfir óréttlætinu, fer niður á Hallæris-
pian í von um að hitta fólk, drekkur
meira og verður enn argari og hefnir
sín með því að brjóta rúðu. Það er
kallað æskulýðsvandamál. Lögreglan
mætir síðan á staðinn, tekur
manninn í sína vörzlu og sektar hann
daginn eftir, áður en honum er
sleppt.
□ Tilboð okkar 1 nóvember er
20% afsláttur af öllum
kjötvörum í kæliborði.