Dagblaðið - 20.11.1980, Page 3

Dagblaðið - 20.11.1980, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980. Spurning dagsins Jóhann Þórólfsson skrifar: Mér datt í hug að senda Fram-. sóknarflokknum fáein kveðjuorð. Mér finnst eftirfarandi eiga vel við hann: »Kýlt í eina LAUGARDALNUM SSv. skrifar: Vissulega hafði maður heyrt brandara um manninn sem synti 200 metrana í efnalaug í misgripum, en að ég ætti eftir að upplifa þetta sjálfur datt mér aldrei í hug. Ég hef að undanförnu brugðið mér í þennan dásamlega forarpytt i Laugardaln- um, sem gengur undir nafninu Laugardalslaug, og þvílík og önnur eins reynsla. Efnalaug eða su'ndlaug? Ja, það er ekki á færi hvers sem er að greina þar á milli. Klórmagnið í lauginni er slíkt að það er ekki fyrir augu venjulegs fólks að svamla þarna í skitugu vatninu, sem þar að auki er eins og í gufupotti. Eftir 400 metra sund i lauginni eru augu manns öll orðin rauð og bólgin. Varla yrðu þau verri eftir sundsprett í hreinsilegi í efna- laug. Mér er spurn. Hversu oft er skipt um vatn í lauginni á ári? Er ekkert eftirlit með klórmagninu, sem í hana fer? Er hitastigið ekki mun hærra en eðlilegt þykir í sundlaug? Erlendis þekkist ekki slik gufubaðskynding nema þar sem hún á við. í guðanna bænum reynið að laga þetta áður en fólk kemur staurblint upp úr laug- inni. F.P. hringdi í kvikmyndagagnrýni Helgarpósts- ins 14. nóvember sl. talar ÞB um að til að fíla myndina í svælu og reyk sem sýnd er í Háskólabíói þurfi áhorfendur helzt að hafa „kýlt í eina pípu eðasvo”. Mér finnst svona kvikmyndagagn- rýni ekki eiga við, að hvetja fólk til að koma með hass í bíó. Sjúkrahús Akraness. ALLIR VILDU LIUU KVEDIÐ HAFA HORIZON HORIZON HORIZON HORIZON HORIZON HORIZON HORIZON var kosinn bill ársins í Evrópu 1978—1979. Siðan hafa aðrir bílaframleiðendur tekið hann sem fyrirmynd. er framhjóladrifinn, en þó léttur í stýri. er með þverstæða vél. hefur minni beygjuradíus en eldri gerðir af framhjóldrifsbilum. er mjög rúmgóður miðað við aðra bíla í sama siærðarflokki. hefur stangafjöðrun á framhjólum, og hún bilar ekki. auk þess sem stangar- fjöðrunin gefur möguleika á að hækka bílinn eða lækka eftir óskum eigenda og gefur bílnum óvenjugóða aksturseiginleika jafnvel á íslen/.kum sveitavegum. er mjög sparneytinn en þó kraftmikill. Ég held að niðurtalningarleiðin þeirra sé i þessa átt. pípu eða svo” Kona við Miklubraut hringdi: Nýlega lá ég á Sjúkrahúsi Akra- ness. Ég held að mér sé óhætt að segja að öll umönnun þar hafi verið í einu orði sagt frábær. Læknar, hjúkrunarfólk og annað starfslið gerði allt sem það gat til að láta manni líða vel. Aðrir sjúklingar sem ég talaði við voru mér sammála. Á Sjúkrahúsi Akraness er mjög gott að vera. Þökk sé starfsfólkinu. Datt í sundur framsókn frú, fúinn reyndist kviðurinn. Hatast þar í heitri trú háls og rófuliðurinn. KRISTJÁN MÁR UNNARSSON „Klórmagnið i lauginni er slikt að það er ekki fyrir augu venjulegs fólks að svamla þarna i skitugu vatninu sem þar að auki er eins og i gufupotti,” segir bréfritari um Laugardalslaugina. — DB-mvnd: R.Th. EFNALAUGINI Góð um önnun Til hvers er snjórinn? Hlynur Björnsson, 4 ára: Til að renna sér. Kristln Edda Guðmundsdóttlr, 4 ára: Til að renna sér og búa til snjóbolta. Guðrún Gunnarsdóttlr, 4 ára: Til að leika sér og renna sér og búa til snjókarla. Sigurður Rafn Arnbjörnsson, 5 ára: Til þess að renna sér og búa til snjókarla. Lika til þess að búa til snjóhús. Haraldur Guðnason, 3 ára: Til að fólk detti á hausinn og til að renna sér. Helga Elisabet Guðlaugsdóttir, 5 ára: Til þess að renna sér og búa til snjókarl og til þess að detta á hausinn.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.