Dagblaðið - 20.11.1980, Page 4

Dagblaðið - 20.11.1980, Page 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980. Jeppagæjarnir gátu ekki á sér setið þegar snjórinn kom. Afleiðingin er veru- lega skemmdar umferðareyiar við Kringlumjrarbraut. SPJÖLL UNNINÁ GRASEYJUM KRINGLUMÝRARBRAUT AR — Ökumenn fjórhjóladrifinna ökutækja sýndu mátt tækja sima í hálkunni Allmiklar skemmdir voru unnar á graseyjum og grasköntum við Kringlumýrarbraut á þriðjudaginn. Gerðist þetta með því móti, að þegar fjöldi bíla stöðvaðist i brekkunni frá Kópavogi að Miklubraut tóku öku- menn sem voru á bílum með drifi á öllum hjólum sig út úr biðröðum er mynduðust, þar sem bílar vanbúnir til vetraraksturs komust ekki leiðar sinnar. Spóluðu þessir ökumenn upp á eyjarnar og grasi lagða kanta utan brautarinnar og spældu þá upp. Mikii brögð voru að þvi að umferð tepptist vegna hálkunnar. Má vera að skemmdir hafi víðar verið unnar en á Kringlumýrarbrautinni, þegar þeim sem voru á fjórhjóladrifnum bílum datt í hug að sýna mátt bíla sinna. En talsvert varð um slíkar skemmdir við Kringlumýrarbrautina. Þar tók það þolinmóða ökumenn um 40 mínútur að komast upp brekkuna vegna ann- arra kyrrstæðra bíla sem margir hverjir iágu þversum á götunni og var vart hægt að hreyfa. Eyjur og kantar hafa þarna verið ræktaðir upp, við ærna fyrirhöfn og kostnað, borgarbúum tii yndisauka. Þótti því mörgum sárt að sjá hve böðulslega ökumenn vel búinna bíla fóru þarna um. Ættu borgarbúar að minnast þess að akstur sem slíkum spjöllum veldur er refsiverður og ber að láta lögreglu vita af slíku. -A.St. HREINLÆTIS- TÆKI í MIKLU ÚRVALI B909ÍngAVÖruv0r%lao [byggingauörurJ Hnnnessonnr SlDUMÚLA 37-SlMAR 83290-83360 POUTISKUM VIDRÆÐUM Asmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri ASÍ, á rabbfundinum i gær. DB-mynd GunnarOrn. Ásmundur Stefánsson á rabbf undi með ungliðum Framsóknarf lokksins: STEND EKKI í FL0KKS- —vegna Alþýðusambandsþings „Ég hef ekki staðið í flokkspólitísk- um viðræðum vegna Alþýðusambands- þings þrátt fyrir að ég dragi enga dul á aðild mína að ákveðnum flokki. Á okkur Karvel er ótvíræður munur að því leyti. Nauðsynlegt er að forseti ASÍ sé í óháðri stöðu gagnvart flokkun- um,” sagði Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri ASf og frambjóð- andi til forsetakjörs i ASÍ, á ópinberum rabbfundi á vegum Sambands ungra framsóknarmanna í gær. SUF-menn buðu Ásmundi að ræða verkalýðsmál, en áður höfðu þeir haft Þorstein Páls- son framkvæmdastjóra Vinnuveit- endasambandsins á hádegisfundi. Ásm'undur fékk nokkrar spurningar um forsetakjörið og ASl-þingið í næstu viku. Hann kvaðst treysta á stuðning Alþýðubandalagsmanna i verkalýðshreyfingunni, „þó eflaust séu deildar meiningar I þeim hópi,” en bjóst ekki við miklum viösjám á þing- inu vegna forsetakjörsins. Fremur mætti búast við einhverjum átökum um kjör miðstjórnar. Spurningu um það hvort hann hygðist halda áfram framkvæmdastjórn í ASf ef svo færi að Karvel Pálmason sigraði í forsetakosn- ingunum svaraði Ásmundur aðeins: „Ég mun hugsa málið.” Um efnahagsmálin almennt sagði Ásmundur að „margt benti til að það stefndi í mikla verðbólgu á næstunni.” Mikill galli væri að stjórnmálamenn einbiíndu á visijölukerfið: „Það ber alltof mikið á endalausum bráða- birgðalausnum. Verðlagið er til dæmis keyrt niður með smjörútsölu rétt á meðan verið er að reikna út visitöluna. Stjórnmálamenn sofa en vakna þegar dregur aö vísitöluhækkunum á kaupi. Þeir ættu að horfa frá liðandi stund og setja niður fyrir sér hvaða langtíma að- gerðir eru nauðsynlegar. Rétta leiðin er ekki sú aö skerða verðbætur aftur og aftur.” í svari við einni fyrirspurn sagði Ásmundur að stjórnvöld gerðu of lítið að því að hafa samráð við alþýðusam- bandsmenn þegar meiri háttar efna- hagsaðgerðir væru ákveðnar og stefna mörkuð i ýmsum málum: „Engum dettur i hug að tala við ASÍ þegar togarar eru settir á skrapveiðar í 6 vikur þó að vitað sé að það varði at- vinnumál verkafólks. Þá er látið nægja að tala við Vinnuveitendasambandið — Verzlunarskólinn 75 ára Í dag er Verzlunarskóli íslands 75 ára. Af því tiiefni verður opið hús i skólanum þar sem haldnar verða ræður og veitingar boðnar. Skóla- stjóri Verzlunarskóians, Þorvarður Eliasson, hefur tekið saman töflu um framhaldsmenntun forstjóra 100 stærstu fyrirtækja á fslandi. Þar kemur m.a. fram aö 26 forstjórar eru verzlunarskólagengnir en 28 Itafa stundað nám í Menntaskólanum í Reykjavík, næst kemur Samvinnu- skólinn með 17, þar af eru 14 hjá Sambandinu. Þorvarður Eiiasson tók við starfi skólastjóra Verzlunarskólans fyrir ári, af Jóni Gíslasyni. Verzlunarskóli fslands var stofnaður af vcrzlunar- mönnum árið 1905 en það var ekki fyrr en 1943 að hann fékk leyfi lil að útskrifa stúdenta. Fyrstu stúdentar sem útskrifuðust úr Verzlunarskól- anum voru 7 karlmenn og var það árið 1945. -FJ.A. Þorvarflur Ellasson, skólasljúri Verzlunarskóla íslands. DB-mynd Gunnarörn. Núerhægtaðhringja beinttilNorðurlanda: Munódýraraað hringja beint f gærmorgun var tckið í notkun sjálfvirkt samband við Norðurlönd. Töluverður mismunur er á verði ef hringt er i gegnum 09 eða beint. Simtal til Danmerkur og Færeyja kostar i gegnum 09 1100 krónur á minútu, en beint 859 og er þá sölu- skattur innifalinn i hvoru tveggja. Sama gjald er til Noregs, Sviþjóðar og Finnlands, i gegnum 09 1150 krónur minútan en 936 ef hringt er beint og er þá söluskattur meðtalinn. Sama gjald er allan sólarhringinn. -F.LA. og Sjómannasambandið. Þetta á við ráðherra yfirleitt, sama hvaða flokki þeir tilheyra. Alþýðubandalagsráðherr- ar skipuleggja prógrömm í iðnaðar- málum undir handarjaðri Davíðs Schevings og félaga en hafa ekki fyrir því aðtalaviðokkur.” -ARH. Af lOOforstjórum stærstu fyrirtækjanna eru: Alls 26 verzlun- arskóla- gengnir

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.