Dagblaðið - 20.11.1980, Page 8

Dagblaðið - 20.11.1980, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 —VEIAVERKSTÆÐI— Egils Vilhjálmssonar H/F _____SMIOJUVEGI9 A - KÓP. - SÍMI44445_ • Endurbyggjum vélar • Borum blokkir • Plönum blokkir og head • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla og aðra slitfleti m/ryðfriu harðstáli • Rennum ventla og ventilsæti. • Slípum sveifarása. SIMI 44445 FULLKOMIÐ MÓTOR OG RENNIVERKSTÆÐI H.í. n LYFTIGETA: 8 tonn—2 metra 5 tonn—3 metra 2 tonn—7 metra 1 tonn—10 metra SlMI 52371 Staðsetturí Hafnarfirði Stálborðbúnaður, 24 stk. ÚR-VAL Kr. 15.790.- Nýkr. 167,90 Póstsendum Magnús Guðlaugsson Strandgötu 19 Hafnarfirði - Simi 50590 Opið hús á 75 ára afmœli Verzlunarskóla Islands Fimmtudagur 20. nóvember 1980 Dagskrá: I. kl. 16.00 Safnazt saman í liátíðarsal skólans og þegnar veitingar. 2. Sigurður Gunnarsson, formaður skólanefndar. býður gesti velkomna. Þorvarður Elíasson, skólastjóri. fer nokkrum orðum um skólastarfið. Hans Kristján Guðmundsson, forseti NFVÍ. lýsir félagslífi nemenda. Gestum gefst tækifæri til að færa skólanum árnaðar óskir. 3. Skólakórinn flytur nokkur lög undir stjórn Jóns Cortes. 4. Húsnæði skólans og búnaður skoðað. Kennarar. nem- endur og skólastjórn verða til viðtals fyrir gesti í kennslustofum skólans. Stofa l íslenzkukennarar — 2 Esnkukennarar — 3 Þýzkukennarar — 4 Dönskukennarar — 6 Stærðfræðikennararog raungreina — 7 Tölvukennarar — 8 Latínu-ogfrönskukennarar — 9 Bókfærslu-oghagfræðikennarar — 10 Verzlunarréttar . sögu-og vörufræðikenn- arar. Hellusundshús — vélritunarkennarar Skrifstofa — starfslið skrifstofu Hátíðarsalur — skólastjóri, skólanefnd 5. kl. 19.00 Formaður skólanefndar, Sigurður Gunnarsson, kveður gesti. <! Erlent Erlent Erlent D Nýtt olíuhneyksli á Ítalíu Yfirmaður skattalögreglunnar meöal hinna handteknu „Á Ítalíu ætti að þjóðnýta brauðvörur, mjólk og bensín. Holdið er veikt og allt of margar freistingar eru fyrir hendi.” Hér talar Silvio Brunello af eigin reynslu, því hann er einn af 90 mönnum úr ítalska olíuiðnaðinum, sem handteknir voru fyrir skömmu fyrir að hafa snuðað ítalska ríkiskassann um upphæð sem á núverandi gengi samsvarar u.þ.b. 1500 milljörðum ísl. króna. Þetta er eitt mesta fjármálahneyksli sem komið hefur upp á Italíu eftir stríð. Maður þarf að eiga vini á æðstu stöðum til að geta svikið svona hrikalegar upphæðir undan skatti og almenningur varð dolfallinn þegar Raffaele Giudice hershöfðingi var tekinn höndum, en á árunum 1974— 78 var hann yfirmaður Guardia di Finanza, hinnar ævagömlu ítölsku skattalögreglu. Giudice hershöfðingi situr nú i fangelsi í Torínó og hefur verið ákærður fyrir smygl, skjalafals, spillingu og þátttöku í glæpasam- tökum. í sjóðum stjórn- málaflokka Meðan hann var við völd í skatta- lögreglunni var ekki greiddur skattur af u.þ.b. 25% af þeim olíuafurðum, sem notaðar voru á Ítalíu. Einhver hlýtur að hafa tekið eftir þessu fyrr og rannsóknardómarar þeir sem hafa með málið að gera eru margir sannfærðir um að eitthvað af þeim peningum sem þarna komu við sögu hafi lent í sjóðum stjórnmála- flokkanna. Uppljóstrunin hófst árið 1976 með því að Aldo Vitali, yfirmaður Feneyjadeildar skattalögreglunnar, hafði sambind við yfirmenn sína í Róm og tjáði þeim að hann hefði rekizt á umfangsmikil skattsvik. Hann hafði einnig orðið var við dul- arfullt fyrirtæki í Lichtenstein sem átti hluta af þeim verksmiðjum, sem hann taldi viðriðin þessi skattsvik og Vitali bætti því við að það fyrirtæki væri leppur fyrir „þekktan stjórn- málamann eða ættingja hans”. En Vitali tókst hins vegar ekki að hafa upp á nafni þessa stjórmálamanns. Þægilegir emb- ættismenn Þegar svo Giudice hershöfðingi fékk skýrslu Vitalis í hendur gerði hann enga tilraun til að ganga úr skugga um sannleiksgildi hennar. Þess í stað lét hann flytja Vitali til Rómar þar sem hægt var að hafa auga með honum og Vitali var falin kennsla við akademíu skattalög- reglunnar. En í millitíðinni naut Giudice þess til fulls að vera æðsti skattheimtumaður þjóðarinnar. Hann var fastagestur í helztu veizlum Rómarborgar, og árið 1977 drakk hann kampavín með ráðherrum í veizlu sem haldin var til að heiðra byggingarverktakann Gaetano Caltagirone, en hann hafði verið sæmdur riddarakrossi fyrir framlag sitt til ítalska byggingariðnaðarins. Nýlega var Caltagirone þessi svo handtekinn í New York og verður hann væntanlega framseldur til heimalands síns fyrir skattsvik að upphæð u.þ.b. 300 milljarða ísl. króna. Svo lengi sem Giudice var við völd fengu olíuspekúlantarnir í Feneyja- héraði að athafna sig í friði. í stað Vitalis kom „þægilegri” emb- ættismaður, — sem nú er einnig í fangelsi. Falskar kvittanir íboði Það var ekki fyrr en í september árið 1978 að tVeir óreyndir embættismenn í skattalögreglunni komust að þvi að lítil oliudreifingar- stöð í smábænum Treviso nálægt Feneyjum lét viðskiptavinum sinum í té falskar kvittanir. Þegar embættis- mennirnir skýrðu yfirmanni sínum frá þessu, bauð hann þeim þegar í stað upphæð sem samsvarar 20 milljónum ísl. króna á mann til að „gleyma öllu því sem þeir hefðu séð”. Þess í stað fóru þeir fram á viðtal við rannsóknardómara. I Treviso, Demenico Labozzetta, og sögðu honum frá því sem gerzt hafði. í árslok 1978 höfðu rannsóknir í Treviso leitt i ljós að þéttriðið net skattsvikara í olíuiðnaðinum lá frá Feneyjum þvert yfir iðnaðarhéruð landsins til Torínó. Leitað er nú 200 manna sem ætlað er að hafi verið flæktirí málið. AÐALSTEIN INGÓLFSSON Sonur skatt- heimtumannsins En dómskerfið hefði átt að vakna fyrr, því árið 1974 fannst forstjóri olíuverksmiðju myrtur rétt fyrir utan verksmiðju sína í Torínó. Lögreglan hafði þá grun um að hann hefði reynt. að kúga fé út úr eiganda verk- smiðjunnar, sem hafði stundað það að senda tankbíla út um hvippinn og hvappinn með falsaðar kvittanir í hverjum bíl. Eigandi verk- Frá Feneyjum: Svo lengi sem Giudice var viö völd fengu olíuspekúlantarnir að athafna sig í friði. smiðjunnar hvarf af sjónarsviðinu, en í fjarveru sinni var hann sýknaður af morði en dæmdur fyrir skattsvik. Þeirri rannsókn var ekki haldið til streitu, jafnvel þótt rannsóknar- dómarinn í málinu fengi senda nafnlausa skýrslu þar sem sýnt var fram á tengsl milli nokkurra iðjuhölda í oliuiðnaðinum í Torínó og vafasamra olíuhreinsunarstöðva í Veneto. 1 Civitavecchia, fyrir norðan Róm, þóttu rannsóknardóma«a nokkrum umsvif nálægrar olíu- hreinsunarstöðvar anzi grunsamleg, en stöðina átti Giuseppe Giudice, sonur hins þekkta yfirmanns skatta-, lögreglunnar. Rannsóknardómarinn í Civitavecchia komst brátt að því að lykilmaðurinn í því braski var aðstoð- aryfirmaður skattstofunnar i Róm. Sá var tekinn höndum þegar í stað og fluttur til Treviso fyrir stuttu til að aðstoða við rannsókn málsins. Aldo Moro — ritari hans þáði 40 milljarða isl. króna. Höfuðpaurinn flýr til Svisslands í ljós kom að Giuseppe Giudice var einnig hluthafi í einni þeirri olíuhreinsunarstöðva í Veneto sem lágu undir grun. Ekki hefur rannsókn málsins verið neinn dans á rósum fyrir lögregluna og dómara. Strax í byrjun var rannsóknardómurum í Treviso hótað lífláti. Síðan tókst einum höfuðpaurnum, hinum þekkta olíu- iðjuhöldi frá Mílanó, Bruno Musselli, að flýja til Sviss eftir viðvörun. Hálftima áður en lögreglan opnaði bankahólf Mussellis hafði einhver tæmt þau. Samt sem áður komust rannsóknardómararnir að því að þrír þekktir lögfræðingar úr röðum sósíalista höfðu verið i þjónustu hans, — en tveir þeirra eru einnig þingmenn og háttsettir i ráðuneytum. Síðastliðin ár hafði Musselli einnig greitt ritara hins fræga píslarvotts kristilegra demókrata, Aldo Moro, upphæð sem nemur 40 milijörðum isl. króna. Stuttu áður en Moro var rænt árið 1978 hafði Musselli boðið honum skotheldan lúxusbíl til afnota, en Moro þáði ekki greiðann. Billinn var síðan gefinn formanni sósíalista, Bettino Craxi, sem notar hann enn. Iðnaðarráðherr- ann ásakaður Alls konar sögur hafa svo gengið um hinn „þekkta stjórnmálamann” sem Vitali nefndi í skýrslu sinni forðum. Fyrir hálfum mánuði lýsti einn þingmaður nýfasista, Giorgio Pisano, því yfir að fulltrúi olíusvikaranna í Veneto á italska þinginu væri Antonio Bisagiia, iðnaðarráðherra og talsmaður voldugra afla innan flokks kristilegra demókrata. Sjálfur hefur Bisaglia þverneitað þessum ásökunum og hótað málsókn, en saksóknari ítalska ríkisins hefur samt sem áður hafið frumrannsókn á fjármálatengslum hans við aðila í Veneto héraði. Þótt þetta olíuhneyksli sé nú orðið að meiri háttar stjórnmála- kreppu, þá virðast ráðamenn á Ítalíu vera með afbrigðum fimir í að standa af sér alla slíka storma. Mikið olíu- hneyksli kom upp árið 1974, en þá komst rannsóknardómari í Genúa að því að oliufélögin höfðu tryggt sér hagstæða löggjöf með því að múta stjórnmálamönnum. Rannsókn á því máli fór fram í þinginu sjálfu og þar tókst þingnefnd að svæfa það og fá dregnar til baka ákærur á nokkra ráðherra og þingmenn. Enginn efast nú um, að stjórnarflokkarnir munu endurtaka þennan leik, telji þeir að sér stafi hætta af þessum nýja „scandalo del petrolio”. (Byggt á grein eftir Tana de Zulueta, New States- tnan7. nóv. sl.).

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.