Dagblaðið - 20.11.1980, Page 9

Dagblaðið - 20.11.1980, Page 9
! mh oiaA.)ao/'f DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980. Erlent Erlent Erlent Erlent FÓLK Audrev Hepburn i hinu fræga hlutverki sinu i My Fair Ladv. Audrey Hepbum nær sér í nýjan Hin heimsþekkta leikkona Audrey Hepburn sem i mörp ár hefur lifaó róleg- heitallfi I Róm ásamt manni sinum, tannlœkninum Andrea Dotti, hefur á ný komizt i sviðsljósiö. Það hefur nefniiega lekið út að hún sé búin að krefjast skilnaðarfrá slnum huggulega eiginmanni. Ástœðan er sögð sú að huggulegheit eiginmannsins hafi ekki verið of áberandi, a.m.k. ekkigagn vart henni sjálfri. Kunningjar Audrey Hepburn segja að hún hafi I mörg ár reynt að lappa upp á hjónabandið en illa gengið. Sérstaklega hafi reynzt erfitt að fá eiginmanninn til að sllta kunningsskap hans við aðrar konur. En nú hefur hin 51 árs gamla Audrey náð sér í nýjan félaga, leikarann Rob Wolders sem er 44 ára. Er fullyrt að þau muni ganga I hjónaband um leið og gengið hefur verið frá skilnaðinum. Glœsilegt úrval af vönduðum fatnaði og skóm takhú/id Skóhöllin Reykjavíkurvegi 50 ATH. Tízkusýning okkar verður endurtekin á laugardag kl 4. Borgarstjórinn sannfærðlst um mis- tök sin þegar hann sá bara tvo hjól- reiðamenn nota brautirnar þegar hann fór í sunnudagsbíltúrinn sinn. New York: Sérstakar hjólreiöa- brautir lagöar niöur Ungfrú Alheimur afsalaði sér titlinum: Var sökuö um aö hafa leikiö í klámmynd Hin átján ára gamal Gabrielle Brum frá Vestur-Þýzkalandi var heimsins fegursta stúlka í fjórtán klukkustundir. Þá afsalaði hún sér titiinum. Henni mislíkaði þegar brezk blöð báru hana þeim sökum að liafa leikið i klámmyndum. 52 ára gamall „vinur” fegurðardrottningarinnar ungu, Benno Bellembaum, andmælti þessum áburði og sagði, að hún hefði að því er hann bezt vissi aldrei leikið í klámmynd. „Hún hefur ekki komið nakin fram fyrir nokkurn mann nema mig,” sagði Bellembaum, sem hafði boðið dagblöðum nektar- myndir af vinkonu sinni strax og úr- slitin í alheimsfegurðarsamkeppninni voru Ijós. Eftir að Gabrielle Brum hafði af- saiað sér titlinum var Ijóst að hann kænii í hlut hinnar 19 ára gömlu Kimberley Santos frá Guam. Hún yfirtekur þvi öll þau verðlaun sem titlinum fylgja, þar á meðal ferð um- hverfis jörðina. Meira um ástamál kóngafólksins: Andrew Bretaprins setti í nýja snót — sú heitir Gemma, en gamla viöhaldið situr heima og er afbrýðisöm — borgarstjórinn fékk hugmyndina í Kína, en það notaði bara eng- inn brautirnar ,,Það getur verið að við höfum gert mistök með því að prófa þetta,” sagði borgarstjóri New York-borgar. Mistökin sem hann talar um eru hjólreiðabrautir sem settar voru á nokkrar breiðgötur á Manhattan. Það var borgarstjórinn, Edward Koch, sem fékk þá hugmynd að láta gera þessar sérstöku hjólreiðabrautir, eftir að hann hafði verið í heimsókn í Kína. Þessi hugmynd fékk byr undir báða vængi í verkföllunum í vor, en þá gripu um 60 þúsund íbúar New York til þess ráðs að hjóla í vinnuna þegar almenningsfarartækin hættu að ganga. Síðan héldu margir áfram að hjóla, en talið er að sú tala sé komin niður í tíu þúsund. Vandamálið með hjólreiða- brautirnar er það að það notaði bara enginn þær. Það sem að siðustu fullvissaði Koch borgarstjóra um að þetta væru mistök var það að um siðustu helgi sá hann bara tvo menn nota brautirnar, og þar að auki annanþeirra vitlaust. Hjólreiðamennirnir hafa kvartað yfir því að fótgangandi vegfarendur noti brautirnar og einnig að rusli sé dengt á þær. Bilstjórar eru argir út af því að pláss sé tekið frá þeim í brautirnar og kaupmennirnir yfir þvi að erfiðara sé að afhlaða vörur til verzlana eftir að brautirnar komu. Það mun hafa kostað borgaryfir- völd 150 milljónir króna að útbúa brautirnar og sagt er að það kosti nær fimmtíu miiljónir að leggja þær niður. Gabrielle Brum og Kimberley Santos, sem hafnaói í 2. sæti i keppninni en tekur • nú yfir titilinn þegar Brum hefur afsalað sér honum. Brezki prinsinn Andrew vill ekki vera minni en stóri bróðir Karl krónprins og hefur því náð sér í nýja kærustu. Sú lukkulega heitir Gemma Currey og er 22 ára gömul ljósmynda- fyrirsæta að þvi er brezka blaðið Daily Mirror upplýsir. Andrew kallinn hitti Gemmu sína þegár hann sótti flugtíma hjá föður Gemmu. Pabbinn var áður hátt settur í konunglega brezka flughernum. Leikar fóru þó þannig að prinsinn hreifst meira af dótturinni en pabba gamla og flugtímunum. En allar hugljúfar ástarsögur eiga sér bakhlið. Bakhliðin í þessu ævintýri um prinsinn er gamla kærastan hans, Carolina Seaward. Hún situr nú heima og er afbrýðisöm. ,,Ég geng frá hon- um þegar ég hitti hann næst,” er haft eftir ungfrú Carolinu. Téð Carolina er þó varla of ljót fyrir prinsinn unga, því hún státar af titlinum ungfrú Stóra- Bretland. En ástin lætur ekki að sér hæða.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.