Dagblaðið - 20.11.1980, Page 10

Dagblaðið - 20.11.1980, Page 10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980. 10 Stóð uppi með bilaðan frystiskáp fullan af dýr- mætum mat Umboðið kom matnum fyrír í f rysti og gerði við skápinn á einum degi — Frábær þjónusta ,,Um leið og ég sendi októberseðilinn langar mig til þess að þakka ykkur innilega fyrir vinninginn og það sem honum fylgdi,” segir m.a. í bréfi frá Elínbjörgu í Garðabas, sem var vinningshafi okkar fyrir júlimánuð. Hún segir ennfremur í bréfinu: „Fyrir nokkrum dögum bilaði hjá mér frys':skápur, sem enner í ábyrgð. Langar mig til þess að segja frá hvernig sú þjónusta var sem ég fékk í því sambandi. Það hefur ekki reynt á það fyrr hjá mér að standa uppi með mikið af frosnum mat og bilað tæki. Það getur verið heilmikið vandamál, ekki sizt að haustinu til þegar allir eru með fullar kisiui iil, hvergi hægt að fá að stinga neinu inn að ráði. Fyrst hringdi ég í viðgerðar- þjónustuna og fékk þar heldur loðin svör. Svo hafði ég samband við verzlunina og þar var heldur betur brugðið fljótt við. Skápurinn, með öllu innihaldi, var sóttur. Frosnu matvælunum var komið í frysti á meðan bilunin var lagfærð. Hún var smávægileg þannig að ég fékk allt heim daginn eftir. Þetta kalla ég frábæra þjónustu og væri athugandi fyrir Neytenda- síðuna að kanna hvernig hin ýmsu fyrirtæki bregðast við í slíkum tilfellum. Ég er með K.P.S. frystiskáp og það er Einar Farestveit sem hefur með þáaðgera. Beztu kveðjur, E.K.” Til eftirbreytni Þetta er svo sannarlega þjónusta til eftirbreytni. Neytendasíðunni er kunnugt um annað kæli- og frystiskápafyrirtæki, sem hefur sams konar þjónustu og Einar Farestveit, en það er Fönix. E.t.v. eru þau fleiri, en dálítið erfitt er fyrir Neytenda- síðuna að kanna hvernig þetta er i raun og veru. Við höfum þvi miður orðið vör við það i starfi okkar, að ef við hringjum og spyrjum um þjónustu og verð hjá ýmsum fyrir- tækjum, fáum við ekki „réttar” upplýsingar. Má nefna sem dæmi er við ætluðum fyrir nokkuð löngu að „gera úttekt á þvi hvernig varahluta- þjónusta hinna ýmsu fyrirtækja væri. Allir svöruðu því til að þeir ættu jafnan til alla varahluti í heimilistæki. Síðar kom í Ijós að langt var frá að svo væri. Er það raunar ekki einkennilegt eins og háttað er álagningarreglum í þjóðfélaginu. Það er varla von að fyrirtæki geti legið með stóran lager af varahlutum, sem þau mega svo ekki hækka í verði í samræmi við aðrar verðhækkanir í þjóðfélaginu. Við getum ekki gert annað en að hvetja fólk til þess að senda okkur bréf um reynslu sína af varahluta- þjónustu þeirra fyrirtækja, sem verzla með heimilistæki. -A.Bj. Hvað kostar fiskurínn i soðið? Hvað kostar ný ýsa i soðið? Mismunandi verð er á fiskinunt hvort hann er seldur i Reykjavík og nágrenni eða annars staðar á landinu. Hann er dýrari á höfuðborgarsvæðinu. Þar kostar ýsan eftirfarandi: gkr. nýkr. Hausuð ýsa 7,80 Vsuflök án þunnilda 14,30 Ýsuflök nætursöltuð 14,75 Annars staðar ó landinu: Hausuð ýsa 7,50 Vsuflök án þunnilda 13,70 Vsuflök nætursöltuð 14,20 Þorskurinn Þorskurinn kostar einnig meira ef hann er keyptur i Reykjavik og nágrenni en 'annars staðar á landinu: Hausaður þorskur 7,05 Þorskflök án þunnilda 12,95 Þorskflök nætursöltuð 13,45 Annars staðar á landinu: Hausaður þorskur 6,75 Þorskflök án þunnilda 12,40 Þorskflök nætursöltuð 12,85 Manneldisfélag íslands: Ekki kyn þótt keraldið leki — Matvælalöggjöfin er síðan 1936 Nýlega var haldinn fundur á vegum Manneldisfélags íslands, þar sem rætt var um matvælalöggjöfina, framkvæmd hennar og áhrif. Frum- mælendur voru þau Ingimar Sigurðsson, deildars tjóri i heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, Þórhallur Halldórsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkurborgar, Stefán Vilhjálmsson, matvælafræðingur hjá Kjötiðnaðarstöð KEA, og Alda Möller matvælafræðingur. Gömul löggjöf Ingimar Sigurðsson gerði stutta grein fyrir matvælalöggjöfinni, sem rekur aldur sinn til ársins 1936. Taldi Ingimar, að þótt þessi gömlu lög hafi á margan hátt reynst vel, þá sé nú vel tímabært að endurskoða lög- gjöfina í heild. Matvælalöggjöfin byggist að miklu leyti á setningu reglugerðar, og virðast flest ef ekki öll ráðuneyti hafa lagt sitt af mörk- um og gefið út reglugerðir varðandi eftirlit með matvælum, framleiðslu þeirra, dreifingu eða sölu. Er nú svo komið, að fjöldi reglugerða er orðinn slíkur, að á fárra færi er að fylgjast með öllum þeim boðum og bönnum, sem sett hafa verið. Ekki bætir úr skák, að skörun og jafnvel mótsagnir er að finna milli einstakra reglugerða þar sem fleiri en eitt ráðuneyti fjalla um söntu málefni. Taldi Ingimar því ráðlegast að samræma eftirlit með matvælum undir eina stjórn. Virkt eftirlit nauðsynlegt Þórhallur Halldórsson ræddi síðan um framkvæmd matvælalög- gjafarinnar. Hann lagði áherslu á að framtíð virks eftirlits byggðist á ráðningu sérmenntaðs fólks til eftir- litsstarfa og nefndi matvæla- fræðinga, sem Háskóli íslands út- skrifar, í þessu sambandi. Einnig væri brýn nauðsyn að bæta starfs- aðstöðu, einkum utan höfuðborgar- svæðisins. Taldi Þórhallur, að sam- vinna nærliggjandi sveitarfélaga um heilbrigðiseftirlit gæti verið þáttur í bættri aðstöðu og aukinni hag- ræðingu eftirlitsins. Óljósar reglur Stefán Vilhjálmsson ræddi síðan um löggjöfina frá sjónarhóli fram- leiðenda. Hann benti á, að reglur um merkingar matvæla væru bæði óljós- ar og erfiðar i framkvæmd. Hönnun nýrra merkimiða væri kostnaðarsöm og því væri þörf á greinargóðum fyrirmælum um merkingar þannig að ekki þyrfti sífellt að endurnýja miðana. Ennfremur taldi Stefán, að nokkurs misræmis gætti í eftirliti með innlendum og innfluttum matvælum, t.d. sæjust stundum aukefni, sem bönnuð eru hérlendis, í innfluttum matvælum. Til hvers ætlast neytandinn af matvælalöggjöfinni? Þetta efni hafði verið rætt í umræðuhópi fyrir fund- inn og flutti Alda Möller, ritari félagsins, niðurstöður hópsins. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu, að máttlítið eftirlit með matvælum valdi því, að neytendum sé ekki tryggð eðlileg hollusta mat- væla. Lítið sem ekkert er fylgst með efnamengun matvæla, og notkun lit- arefna og annarra aukefna er einnig að miklu leyti eftirlitslaus. Grunur leikur á að framleiðendum sé hvorki nógu vel kunnugt um ákvæði reglugerða um leyfð aukefni né um samsetningu ýmissa innfluttra auk- efnablandna, sem notaðar eru við framleiðslu. Eftirlit með gerlamengun er mun virkara, en þó fer slík mengun að sumu leyti vaxandi vegna breyttra neysluvenja og aukinna samgangna við útlönd. Góðar merkingar æskilegar Merkingar matvæla voru einnig til umræðu, og taldi starfshópurinn, að neytendur ættu rétt á bættum merkingum, en þó fyrst og fremst að allar merkingar væru réttar og byggðar á rannsóknum. Mætti það teljast lágmarkskrafa, að nafn framleiðanda, geymsluþol og nettóþyngd innihaldsins, auk hráefna samsettra matvæla, væru tilgreind á pakkanum. Ekki væri heldur við það unandi að merkingar væru á tungu- málum óskiljanlegum öllum þorra landsmanna. Einkum væri mikilvægt að merkingar og leiðbeiningar um notkun á ungbarnaþurrmjólk væru á íslensku og styddust við einingar metrakerfisins (grömm, desilítra o.s.frv.) í stað annarra lítt kunnra eininga, svo sem únsa. Að lokum taldi starfshópurinn, að æskilegt væri að færa matvælaeftir- litið sem mest inn í fyrirtækin sjálf, þannig að stærri fyrirtækjum væri gert skylt að ráða til sín sérfróðan starfsmann, sem bæri ábyrgð á framleiðslunni, og að smærri fyrir- tæki sameinuðust um slika ráðgjafa- þjónustu. Einnig þyrfti að gera heil- brigðiseftirlitinu kleift að ráða fleira sérmenntað fólk i sína þjónustu. For- senda þess að neytendum væri tryggð eðlileg gæði og hollusta matvæla væri þó, að neytendur sjálfir væru vel á verði um sín hagsmunamál, en til þess að svo mætti verða þyrfti að auka verulega almenna fræðslu á matvæla- og næringarsviði innan skólakerfisins. Fyrir hönd stjórnar Manneldis- félags íslands, Laufey Steingrímsdóttir.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.