Dagblaðið - 20.11.1980, Síða 16

Dagblaðið - 20.11.1980, Síða 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980. £ Sþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D SNLLDARMARKVARZLA ÞORLÁKS BJARGAÐIVAL — Í22 skipti stöðvaði hann skot FH-inga í gær—þar af þrívegis víti—og Valur vann Þorlákur Kjartansson var hetja Vals- manna gegn FH i gærkvöld og varði eins og berserkur. Sýndi lands- liðstakta. QPR keypti miðherja Oldham - sem síðan keypti Roger Palmerfrá Man.City QPR keypti í gær miðherja Oldham, Simon Strainrod — áður Sheffield United — fyrir 300 þúsund sterlingspund. Oldham notaði strax nokkuð af peningunum til að ná sér í annan miðherja. Keypti blökku- manninn Roger Palmer frá Man. City fyrir 70 þúsund sterlingspund. Grótta malaði Reynismenn Einn leikur fór fram í 3. deildinni í handknattleik um sl. helgi. Reynir og Grótta mættust þá i Sandgerði og sigraði Grótta með 34 mörkum gegn 15. Hólmþór Morgan skoraði flest mörk Reynis eða 4, en Heimir Morthens 3. Ekki höfum við uppl. um markaskorara Gróttu, en þær eru þegnar með þökkum i framtíðarleikj- um þeirra Nesbúa. ÍBKogValur leika íkvöld í kvöld fer fram leikur á milli 1. deildarliðs ÍBK i körfunni og KR-inga, sem eins og allir vita leika i Úrvals- deildinni. Hefst hann kl. 19.30 í nýja húsinu í Keflavík. ÍBK lék fyrir skömmu við íslandsmeistara Vals og tapaði naumt. Ef ekki hefði komið til snilldar- markvarzla Þorláks Kjartanssonar i marki Valsmanna gegn FH i 1. deiidlnni i handknattleik f Hafnarfirði í gærkvöld er ég efins um að leikur liðanna hefði lifað f minningunni nema sem ein allsherjar mistök á báða bóga. Þorlákur varði hvorki fleiri né færri en 22 skot í leiknum — þar af öll vítaköst FH, þrjú að tölu. Að lokum fór svo að Valur hafði með sér bæði stigin, en það var ekki fyrir þeirra eigin snilld. Loka- tölur urðu 22—21 Val í vil eftir að FH hafði leitt 11—8 f hálfleik. Enn einu sinni mátti FH sjá af báðum stigunum eftir að hafa haft mun betur f fyrri hálf- leik. En eins og liðið lék átti það ekki sigurinn skilinn og reyndar ekki Valur heldur. Jafntefli hefði verið sanngjarnast. Það er óþarfi að vera langorður um þessa viðureign. FH tók forystuna strax í upphafi og leiddi 5—2 eftir 10 mín. leik og hafði hinn stórskemmtilegi línumaður þeirra, Þorgils Óttar Mathiesen skorað þrjú markanna. Munurinn var lengst af 2—3 mörk í fyrri hálfleiknum og aðeins stórleikur Þorláks í markinu svo og frískur sóknarleikur Bjarna Guðmundssonar héldu Val á floti. Valsliðið með allar sínar skyttur skoraði aðeins eitt mark í f.h. utan af velli. Eftir átta mínútna leik eftir hlé hafði Valur náðað jafna metin 13—13. Vörn FH var tekin að hripleka vinstra megin og Valsmenn óðu þar inn og út rétt eins og þeir væru inni í stofu. Ef ekki varð mark úr varnarmistökum FH fiskuðu leikmenn Vals vítaköst, sem Stefán Halldórsson skoraði jafnharðan úr — alls 8 talsins. Þó voru þau öll í sama hornið. Jafnt var síðan á öllum tölum upp i 18—18 en síðan komust Valsmenn í 20—18, og svo 21 —19. Skammt til leiksloka og flestir bjuggust við að öruggur sigur væri í höfn. En Vals- liðið var engu síður breyskt en Hafn- firðingarnir. Brynjar Harðarson gerði hver mistökin á fætur öðrum og FH náði að jafna. Hann skoraði hins vegar lokamark leiksins er 32 sek. voru til leiksloka á afar fallegan hátt. Brauzt inn af línunni og skoraði af miklu harðfylgi. Lokasekúndurnar var stiginn mikill darraðardans. Tveimur Valsmönnum vikið af leikvelli á síðustu 14 sekúndunum en FH tókst ekki að jafna. Minnstu munaði þó er knettinum var blakað yfir Þorlák í markinu í netið sekúndubroti eftir að flautan gall. FH-ingar mótmæltu harkalega en fengu engu breytt. Sigur Vals í höfn. Það er fljótgert að tína til þá menn í liðunum er einhver tilþrif sýndu. Þorlákur bar af hjá Val og Bjarni átti góðan fyrri hálfleik en lék furðanlega lítið með i þeim síðari. Gunnar Lúðvíksson tók sig saman í s.h. og Stefán sýndi mikið öryggi í vítunum en puðraði mikið utan af velli. Lítið kom út úr „skyttum” Valsmanna. Hjá FH varði Gunnlaugur lengst af mjög vel — alls 16 skot. Geir byrjaði vel en dalaði illa er á leikinn leið. Þor- gils Óttar var sá eini er eitthvað kvað að og mikið má vera ef þar er ekki fram- tíðarstjarna á ferðinni. Menn á borð við Kristján Arason voru ólíkir sjálfum sér en þó náði liðið að leika nettan bolta í fyrri hálfleik. Síðari hálfleiks- draugurinn mætti síðan að venju og eyðilagði allt. Mörk Vals: Stefán Halldórsson 8/8, Þorbjörn Jensson 3, Þorbjörn HANDKNATTLEIKSDÚMARAR REYKJAVlK Aðalfundur Handknattleiksdómarafélags Reykjavíkur verður haldinn í kvöld, 20. nóv., kl. 21.30 að Hótel Esju, annarri hæð. Fundarefni: 1. Stjórnarkjör. 2. Dómaramál. 3. Önnur mál. Héraðsdómarar er ætla að starfa mæti með mynd vegna endurnýjunar skírteina. HKRR — HKDR Guðmundsson 2, Gunnar Lúðvíksson 2, Steindór Gunnarsson 2, Bjarni Guðmundsson 2, Gísli Blöndal, Björn Björns. og Brynjar Harðars. 1 hver. MörkFH: Þorgils Óttar Mathiesen 5, Kristján Arason 4, Sæmundur Stefánsson 3, Hans Guðmundsson 3, Guðmundur Árni Stefánsson 3, Valgarður Valgarðsson 2, Geir Hallsteinsson 1. Dómarar voru þeir Björn Kristjáns- son og Karl Jóhannsson. Valur fékk 8 víti — nýtti öll. FH fékk 3 — Þorlákur varði öll. Tveimur FH-ingum, Sæmundi og Valgarði, vikið af velli í 2 min. Þremur úr Val, Brynjari, Þorbirni J. og Steindóri. -SSv. Hrubesch reyndist Frökkunum erfiður Það stendur fátt i vegi fyrir Evrópumeisturum V-Þjóðverja þessa dagana. í gærkvöld léku þeir vináttu- landsleik við Frakka og sigruðu örugg- lega, 4—1 að viðstöddum 60.400 áhorf- endum i Hannover. Ekki voru liðnar nema sex minútur af leiknum er Manfred Kaltz kom V-Þjóðverjum yfir Léku með auglýsingar á búningum: Helsingör fékk reisupassann Hver minnist ekki hneykslisins er varð hér heima fyrir 2 árum er Vikingi var vísað úr Evrópukeppni fyrir rúðubrot að kvöldi til i Ystad? Þótti öllum framkoma IHF (Alþjóða hand- knattleikssambandsins) til háborinnar skammar i því máli og lúaleg, sem frek- ast mátti teljast. Nú hefur orðið annað hneyksli. Dönsku bikarmeisturunum Helsingör IF, sem Ingimar Haraldsson, fyrrum Haukamaður, mun leika með innan skamms, var um helgina vísað úr Evrópukeppni bikarhafa fyrir að leika með auglýsingar á búningum sínum í síðustu umferð gegn belgísku bikar- meisturunum. Helsingör dróst gegn Baia Mara frá Rúmeníu í næstu umferð, en af leikjunum verður ekki. Forráðamenn HIF (Helsingör) eru æfir út í formann danska sambandsins, Gunnar Knudsen, því eftir að hafa ráðfært sig við hann ákváðu þeir að leika í búningum sínum með aug- lýsingunum á. Dómarar leiksins sem voru Finnar, bentu forráðamönnum HIF á þetta en þeir töldu sér borgið eftir að hafa talað við formann DHF. „Afstöðu IHF verður ekki breytt,” sagði einn forráðamanna Helsingör ,,en það sárgrætilegasta við þetta er að Arhus KFUM lék einnig með aug- lýsingu á sínum búningum i keppni meistaraliða, en þeir sleppa á- tölulaust.” Sannkallaðir snillingar þessi IHF-klíka, finnst ykkur ekki? -ASv. með marki úr vítaspyrnu. Á 37. minútu bætti Hans Peter Bricgel við öðru marki eftir mikið einstaklingsframtak, en Frakkar náðu að laga stöðuna fyrir hlé með marki Larios úr vitaspyrnu á 40.mínútu. í síðari hálfleiknum var það Horst Hrubesch, miðherjinn sterki hjá Ham- burger, sem reyndist Frökkunum hvað óþægastur Ijár í þúfu. Hann skoraði með þrumuskalla á 63. mínútu eftir aukaspyrnu Kaltz og á loka- mínútunni náði hann knettinum af ein- um varnarmanni Frakka og sendi til Allofs, sem skoraði örugglega. Þetta var 22. landsleikur V-Þjóðverja í röð án taps og þeir eru nú sem óðast að vinna sér aftur sess sem bezta landslið Evrópu. En það voru fleiri vináttulandsleikir í gærkvöld. A-Þjóðverjar sigruðu Ung- verja 2—0 í Halle að viðstöddum 14.000 áhorfendum. Það voru þeir Trocha og Joachim Streich, sem skoruðu mörkin — bæði i fyrri hálf- leik. Pólverjar gersigruðu Alsírbúa 5—1, en þeir síðarnefndu hafa vafalítið enn verið skjálfandi eftir jarðskjálftann mikla í haust. Iwan skoraði 2 markanna, Kupcewich. Ciosek og Dziuba eitt hver. Staðan var 3—0 í háfleik og 7.000 manns sáu leikinn, sem fram fór í Varsjá. Þá gerðu B- landslið Pólverja og A-Þjóðverja 1 — 1 jafntefli í Raciborz. Leikaðferð Walesbúa kom Tékkunum á évart —Wales með örugga forystu í 3. riðli—ísland í 3. sæti England er kóngur I Wales. í gær- kvöld vann Wales sinn þriðja leik i 3. riðli heimsmeistarakeppninnar undir stjórn Mike England. Sigraði Tékkó- slóvakíu 1-0 I Cardiff. Verðskuldaður sigur og Tékkum kom mjög á óvart uppstilling welska liðsins — 3-4-3 — og áttu reyndar aldrei svar við henni. Wales aðeins með þrjá varnarmenn, auk markvarðar, fjóra framverði og þrjá framherja. Sigurmarkið var skorað þegar á níundu mínútu. Mickey Thomas, Man. Utd., sem var Tékkum mjög erfiður á vinstri kantinum, lék upp kantinn og á bakvörðinn. Síðan upp að endamörk- unum. Gaf fyrir til David Giles, Swan- sea, sem renndi knettinum í markið af eins metra færi. „Frábært hjá Thomas — Giles gat ekki annað en skorað,” sagði John Toshack, stjóri Swansea, sem var meðal fréttamanna BBC á leiknum. Wales lék mun betur í fyrri hálfleik en í þeim sfðari komu Tékkar meira inn í myndina. Frábærlega leiknir — en það voru þó aðeins mikil mistök Dai Davies, Wrexham, sem lék sinn 39. landsleik, sem gáfu Tékkum möguleika á að jafna. Knötturinn fór klaufalega yfir Davies til Masny, sem spyrnti framhjá i dauðafæri. Lið Wales lék ekki eins vel í siðari hálfleiknum og þeim fyrri. Giles meiddist og kom Carl Harris, Leeds, í stað hans. Þetta var fyrsti leikur Tékka í 3. riðl- inum — ísland leikur í þeim riðli — og tap þeirra var óvænt, þrátt fyrir góðan árangur í fyrstu tveimur leikjunum. 0-4 sigur á Islandi í Reykjavík í júní. David Giles skoraði þá eitt af mörkum Wales — fyrsta landsliðsmark hans. f gær skoraði hanns itt annað landsliðsmark. Þá sigraði Wales Tyrkland 4-0 í Cardiff. Áhorfendur í gær voru 20.175 og liðin þannig skipuð: Wales: Davies, Price, Jerome Charles, Phillips, Kevin Ratcliffe, Everton, sem lék sinn fyrsta landsleik, Flynn, Yorath, Nicholas, Giles(Harris), Walsh, Thomas. Tékkó- slóvakia: Hruska, Barmos, Vojacek, Jurkemik, Macela, Radimec, Kozak, Panenka, Vizek, Masny og Nehoda. Staðan í 3. riöli: Wales 3 3 0 0 9-0 6 Sovétríkin 2 2 0 0 7-1 4 fsland 4 1 0 3 4-12 2 Tékkar 10 0 10-1 0 Tyrkland 2 0 0 2 1-7 0 Næsti leikur 2. desember. Tékkó- slóvakía — Tyrkland. ,,Ef við komumst ekki í úrslit keppn- innar á Spáni 1982 eftir þessa frábæru byrjun þá verða það okkar eigin mis- tök,” sagði Mike England, landsliðs- einvaldur Wales, eftir leikinn. -hsim. Leikmaður rekinn af velli f blakinu Sá sjaldgæfi atburður gerðist í leik ÍS og Vikings í blaki í gærkvöldi að leikmanni var vikið af leikvelli. Er þetta í annað sinn sern það gerist í sögu blaksins á fslandi. Sá leikmaður sem naut þessa „heiðurs” var Guðjón Kristjánsson í Víking. Vann hann það til saka að kalla dómarann ,?helvítis fífl” og var að sjálfsögðu vikið af leik- velli fyrir það, en þó aðeins í eina hrinu. Aðaldómari leiksins Þorvaldur Sigurðsson sýndi Guðjóni bæði rautt og gult spjald í einu en það þýðir brott- vikningu. Áður hafði Guðjón fengið rautt spjald fyrir að mótmæla dómi. Sá leikmaður sem fyrstur vár rekinn af velli i íslenzka blakinu heitir Eiríkur Stefánsson. Sá atburður gerðist á Laugarvatni 1975 í leik UMFL og Þróttar. Eiríkur lék með Þrótti og fékk að fjúka út af fyrir að rífa kjaft. UMFL vann þann leik 3—1. -KMU.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.