Dagblaðið - 20.11.1980, Síða 20

Dagblaðið - 20.11.1980, Síða 20
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980. Alltaf er það jafn mikil upplyfting sálinni að sækja sýningar Svavars Guðnasonar, jafnvel þótt þær hafi á sér bæði yfirbótar- og flausturssvip, eins og sú sem nú er haldin i Lista- safni íslands til mánaðamóta. Við skoðun hennar hefur maður á til- finningunni að gleymst hafi að heiðra Svavar á sjötugsafmælinu i fyrra og því hafi safninu allt í einu dottið t hug aðgera það nú, — án þess þó að vilja hafa neitt voðalega mikið fyrir því. Þótt alls ekki megi líta á þessa sýningu sem marktækt yfirlit yfir feril Svavars allan, veitir hún ágæta innsýn í þankagang hans á ýmsum tímum, auk þess sem þarna eru verk sem ekki hafa áður sést á almanna- færi. Þarna eru t.d. vatnslitamyndir sem sverja sig skýrar til Kóbra en margt annað eftir Svavar frá þessum árum, 1940— 50, ekki aðeins í mögnun hvellra lita og hröðum dráttum, heldur einnig að myndefni til: grimur, dýr, furðuverur. Blýfastur í borgarlíf i Og einnig má finna verk sem fylla upp i þá mynd sem við höfum af þroskafcrli Svavars. Þarna er t.d. lag- leg vatnslitamynd eftir listamanninn tíu ára gamlan af Birnudalstindum, Myndlist sem sýnir talsverðar eðlisgáfur í myndlist. Og Bátarnir við Kvæsthús- brún frá 1934 gefa glöggt til kynna þá erfiðleika sem Svavar hefur ált við að glíma á fyrsta ári sínu í Kaup- mannahöfn. I þeim myndum, sem eru tvær, situr hann blýfastur í ansi drungalegum expressjónisma af borgarlífs-gerðinni og það hefur þurft mikið átak, ný viðhorf til að rífa Svavar upp úr því feni og beina honum í átt til þeirrar tjáningar sem var honum eðlilegust. Þótt ýmsir kennarar hafi verið orðaðir við hug- arfarsbreytingu Svavars, þá kröftugu og hvellu málaralist sem hann er þekktastur fyrir, þá er eins víst að hann hafi sjálfur fundið sér þann far- veg sem dugði, ekki síst með samneyti við líkt hugsandi kollega í Kaupinhafn. Myndir eins og villidýr Hér er hvorki staður né stund til að ræða um Cobra, um hlutverk Svavars innan þeirrar hreyfingar, áhrif hennar á list hans. En hvort sem á undan kom, kjúklingurinn eða eggið, þá er greinilegt að öll filósófía þeirra Cobra manna — eins og t.d. Jörn orðar hana, — átti sérstaklega vel við Svavar. Þær kenndir sem AÐALSTEINN INGÓLFSSON Dróg, litkrit og Blánti, \atnslitir (e. 1444.’). (DB-myndir Einar Öl.) FEÐGAR A FERD Tónlist Bandamaður náttúrukraftanna SýningSvavars GuönasonaríListasafniíslands aðskilgreina þau áhrif náið. En nú var Svavar aftur kominn í íslenskt umhverfi sem í frumstæðum krafti sínum orkaði á hann líkt og sá seiður sem bruggaður var forðum i Kjöben. Náttúrukraftur Og nú er út í hött að tala um íslenska landslagsmálara annars veg- ar og afstraktmálara hins vegar, Svavar fer nefnilega milliveginn, gengur i lið með islenskum náttúru- öfium og gerir rammíslenskar myndir, þótt hvergi sé i þeim flíkað þekkjanlegu fjalli eða fljóti. Þessar myndir fjalla um íslenska veðráttu, sagnaheim, litróf náttúrunnar, umbrot hennar, hvernig það sé að vera íslendingur, íslands lag. Þannig er Svavar í senn íslenskastur hér- lendra listmálara og alþjóðiegastur í hugsunarhætti. Það væri að æra óstöðugan að telja upp einstök verk á sýningu Svavars i Listasafninu, þar hanga þau og biða áhorfandans hvert öðru betra. -AI. Tónleikar í Norrœna húsinu 13. nóvember. Flytjendur: Erkki Rautio, sellóleikari og Martti Rautio, pianóloikari. Efnisskrá: Schubert: Sónata f a-moll („Arpeg- gione"); Bach: Svfta nr. 6 f D-dúr fyrir einleiks selló; Brahms: Sónata nr. 1 í e-moll op. 38, fyrir selló og píanó; Matti Rautio: Divertimonto II fyrir selió og pfanó. Feðgarnir Rautio vitjuðu gesta í Norræna húsinu á miðvikudags- kvöldið. Síðast þegar faðirinn, selló- leikarinn Erkki, var hér á ferð, að mig minnir fyrir einum sjö árum, var sonurinn ekki leikandi með, enda varla von. Þá hefur hann tæpast staðið úr hnefa. En nú er stráksi kominn um fermingu og farinn að veita föður sínum aðstoð við hljóð- færasláttinn. Arpeggione sónötu Schuberts lék Erkki hlaðna rómantík — nánast um of, svo jaðraði við væmni. Hjá Martti gekk leikurinn hins vegar al- farið út á að skyggja ekki á sellóið og því leiddist hann út í hreina ofdemp- un. Vandræði Áheyrendur vissu tæpast hvaðan á sig stóð veðrið í upphafi Bach svit- unnar. Brátt kom þó í Ijós, að flytj- andinn náði ekki að hemja hljóðfæri sitt á hálu parketti Norræna hússins og fór því leikur forspilsins allur í handaskolum. Forstjóri stofnunar- innar, ráðagóður að vanda, bætti snarlega úr við fyrsta tækifæri. Lauk svo einleikarinn svítunni án áfalla. í Bach svítunni komu þó á afar áberandi hátt fram meginágallar Erkki Rautios, eða kannski öllu heldur hljóðfæris hans. Á efra tón- sviði hefur hann skæran, opinn, eilítið hrjúfan, beinan tón, en þegar á neðri strengina kemur er tónninn klemmdur, mun mattari og áberandi þróttminni. Þetta misræmi tónsviðs- ins er svo sem ekki óalgengt í Evrópu austanverðri og hafa sumir viljað kalla þetta slavneskan stíl. Það held ég að sé samt engan veginn rétt — þarna sé fremur um að kenna árinni en ræðaranum. Hvoru sem um er að Svavar Guðnasun. kraumað höfðu í mönnum um og eftir stríðsárin, komu m.a. fram í andófi gegn smekkvisi Parísarmál- verksins, öllu því sem rökrænt og sígilt var. Nú varð liturinn og hreyf- ing hans á myndfletinum allt, veldi tilfinninganna gekk i garð, myndir áttu að vera hlaðnar orku, kynngi- magnaðar eins og töfragripir frum- stæðra þjóða, órólegar eins og villi- dýr í mannahöndum. Og nú var ekki um að ræða að búa til forgrunn og bakgrunn eftir viðteknum reglum, smíða sér mótíf einhvers staðar ná- lægt miðbiki strigans, slíkt hefði jafngilt því að setja tilfinningunum skorður. Myndir Cobra manna, þ.á m. Svavars, urðu virkar jaðranna á milli en ekki aðeins um miðjuna eins og Parisarmálverkið. Þetta kölluðu Amerikanar síðar ,,all- over” málverk. Sér á báti Þegar Svavar svo sest að á íslandi árið 1951, er hann með allt þetta í pokahorninu og meira til og sker sig þegar úr meðal íslenskra myndlistar- manna og jafnaldra, sem margir hverjir höfðu numið list sína í Frakk- landi, Ameríku eða í dönsku akademíi. Þeirri sérstöðu sinni hefur Svavar haldið æ síðan, sem persóna og myndlistarmaður. Áhrif hans á aðra listamenn voru sterk í nokkur ár i kringum 1950, dvínuðu siðan en eru að koma fram aftur i verkum yngri listmálara. Frá upphafi sáu danskir gangrýnendur að Svavar meðhöndlaði liti á annan veg en Torfrista (1974) og Gul og Svört (1974). danskir kollegar hans og kenndu um íslenskum uppruna hans, án þess þó er til urmull píanóleikara á hans aldri sem hafa svipaða getu, tæknilega, en ég hygg að þeir séu ekki margir sem standa honum á sporði hvað smekk- vísi og öryggi í samleik snertir. Góð blanda Síðasta verkið, Divertimento eftir bróður Erkki, Matti Rautio, var klæðskerasaumað fyrir þá feðga. Létt og skemmtilegt stykki sem hefst á saknaðarljóði, mátulega alvarlegu — miðkafla, sem endar í „Peli- mannit”stíl, eða fiðlungaslag og svo lokakafla einum fjörlegum, sem mér fannst eins og saminn upp úr hend- ingum frá Karli O. Runólfssyni og Gershwin. Skrýtið að manni skyldi aldrei hafa dottið í hug að þeir gætu blandast svo skemmtilega saman. Allt um það, en með Divertimentói þessu settu þeir feðgar skemmtilegan og hressilegan endahnút á tónleika sína. - EM kenna á ég samt alltaf erfitt með að fella mig við fyrirbærið. Sama var uppi á teningnum í Brahms sónötunni, auk þess sem mér fannst hún heldur ofhlaðin tilfinning- Johannes Brahms — ,,ofhlafl* inn tilfinningum”. um. — En það var Martti sem í henni gerði margt sem gladdi eyrað. Hann er stórmikið efni, pilturinn. Eflaust

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.