Dagblaðið - 20.11.1980, Page 27

Dagblaðið - 20.11.1980, Page 27
* DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980. 77 rit vikunnar, sem flutt verður í kvöld kl. 21.10. Nefnist það Morgunn á Brooklynbrú eftir Jón Laxdal Halldórsson. Leikstjórn annast Helgi Skúlason, en með hlutverkin fara Sigurður Skúlason, Rúrik Haralds- son, Valdemar Helgason og Hákon Waage. Leikritið tekur um klukku- stund í flutningi. Tæknimaður er Hörður Jónsson. Jón Laxdal Halldórsson stundaði nám í nemendaskóla Þjóðleikhúss- ins, en haslaði sér fljótlega völl á leik- sviði erlendis, þar sem hann hefur verið búsettur um tveggja áratuga skeið. Hann hefur þó komið heim nokkrum sinnum og farið með hlut- verk, m.a. í Otelló og Dómínó. Auk þess hefur hann leikið í kvikmynd- um, sem teknar hafa verið hér á landi eftir sögum Halldórs Laxness undir stjórn Rolfs Hádrichs, eins og kunnugt er. Jón hefur lengstum starfað í ZUrich í Sviss. Þar var leikritið Morgunn á Brooklynbrú frumflutt og síðar var það einnig flutt I Köln. Jón mun hafa skrifað fleiri leikrit, en þetta er fyrsta verk hans sem íslenzka útvarpið flytur. MORGUNN Á BROOKLYNBRÚ - útvarp í kvðld kl. 21,10: Ungur maður í sjálf s morðshugleiðingum Ungur maður stendur uppi á stólpa efst á Brooklynbrú i New York, stað- ráðinn í að fyrirfara sér. Prestur nokkur klifrar upp til hans og reynir að fá hann ofan af slíkum áformum. Það kemur á daginn að þeir hafa báðir orðið fyrir þungri reynslu, hvor á sinn hátt. Þannig hefst útvarpsleik- Höfundur útvarpsleikrits kvöldsins, Jón Laxdal Halldórsson, er öllu þekktari fyrir leik sinn en samningu leikrita. Hann hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum að leika i myndum gerðum eftir sögum Hall- dórs Laxness. Við eitt slfkt tækifærí er þessi mynd af honum tekin. Með honum cr Rolf Hadrích sem leikstýrt hefur myndunum. Dallas: Vinsælasti framhalds- myndaflokk- urinn á Vestur- löndum —250 milljónir utan USA horfa á hann Fyrir nokkru birtist bréf á lesenda- síðu DB þar sem íslenzka sjónvarpið var beðið að sýna framhaldsflokkinn Dallas. Væri það flokkur fyrir alla fjöl- skylduna sem vel væri þess virði að sjá.Anzi margir virðast vera á máli bréfritara þvi flokkurinn fer nú sigur- för um hinn vestræna heim. Eins og sjá má af nafninu eru þætt- irnir upprunnir í Bandaríkjunum og draga nafn af borginni Dallas í Texas. En þaðan hefur flokkurinn síðan borizt til Bretlands, Ástralíu, Hong Kong, og Suður-Afríku og er nú talið að um 250 milljónir manna fylgist reglulega með honum, fyrir utan þá sem horfa á hann Eiginkona J. R. er ein af þeim sem sterklega er grunuð um að hafa skotið hann. Hún trúir því jafnvel sjálf þvi svo oft hefur hana langað til þess. I Bandaríkjunum. Sem dæmi um vinsældir flokksins má nefna að þegar brezka sjónvarpsstöðin ITV hafði sýnt tvær þáttasyrpur linnti ekki sim- hringingum og bréfum til stöðvarinnar aðbiðjaummeira. í nýlegu hefti af Newsweek er gerð úttekt á stöðunni eins og hún var þá í þáttunum. Ein aðalsöguhetjan hafði orðið fyrir skoti og lá alvarlega særð Bókstaflega allir aðrir sem við sögu komu eru hins vegar grunaðir um morðið. Þetta atriði úr Dallas er ekki hið eina sem líkt er söguþræði í Lörðinu sem við sjáum nú vikulega. Þó Dallas sé nýrri þáttur en Löður eru þættirnir greinilega gerðir í þeimdúr seml.öður gerir hvað mest grín að. Eins og Löðrið er Dallas fiölskyldu- saga, það eru reyndar flestar hinna bandarísku sápuópera. Aðalsöguhetj- ann J. R. Ewing (sá sem var skotinn) er illa liðinn af öllum enda hinn mesti harðstjóri. Hanp rekur fyrirtæki með bróður sínum og græðist þeim vel fé. En J. R. vill gjarnan losna við bróður sinn til þess að sitja einn að gróðanum. J. R. er giftur drykkfelldri konu sem hann heldur fram hjá, m.a. meðsystur hennar. Hann kúgar systurdóttur sína sem býr hjá honum ásamt foreldrum hans. Reyndar eru víst allir sem við sögu koma dauðleiðir á J.R. Skotið á hann á því eftir að duga I marga þætti enn. -DS. Larry Hagman leikur hinn óskaplega J.R. Ewing sem allir hata. Munið þið eftir honum I framhaldsmyndaflokkn- um um Dfsu I fiöskunni? KVIKMYNDIR 8 fnm og 16 mm kvikmyndafilmur til leigu i mjög miklu úr- vali í Stuttum og löngum útgáfum, bæði þöglar og með hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla, m.a. Gög og Gokke, Chaplin, Wah Disuey, Bleiki Pardusinn, Star Wars o.fl. Fyrir fullorðna m.a. Jaws, Deep, Grease', Godfather, China Town o.fl. Filmur til sölu og skq>ta. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla KvHcmyndamarkaðurinn i-7. .Sími 38521. Möguleikar í kæli- skápum, frysti AFBORGUNARSKILMÁLAR WV Sl<ápUm "■JjjJ ^DÖNSK GÆÐI Vare- TRAUST pjpNUSTA VAREFAKTA ,akt8' V0tt0rðÍ dÖnSkU Vneytendastofnunarinnar DVN um orkunotkun i aðra eiginleika. jFönix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.