Dagblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980. 2 /* —þeir taka litla áhættu □ Verzlið í jólamatinn tímanlega. □ Opið alla daga til kl. 22, laugardaga og sunnudaga líka. □ Þið pantið. — Við sendum heim, eða komið og sannfærizt. Við bjóðum ykkur velkomin. Stokkseyri Sími 3206 Einhvers konar riðuveiki hefur stungið sér niður hjá bændum í fé þeirra, mætti kalla þessa veiki „nýtísku mæðuveiki” og er hvorugt gott. Mæðuveiki, garnaveiki og nú riðuveiki hafa hrjáð búpening bænda um langt árabil, en sumu af þessum ófögnuði höfum við sigrast á. í einni fregninni um daginn, ég held frá einhverjum bæ á N-Austur- landi, var þess getið að lóga ætti grunsamlegum kindum og „fengju bændur fullar bætur fyrir”. Þetta er nú allt gott og blessað, en alls konar riðuveiki stingur sér nú meðal íbúa landsins, riðuveiki út af óhóflegri skattabyrði og alls kyns áiögum, og engar bætur fást fyrir. Halda menn kannski að þetta ástand í efnahagsmálunum geti ekki orsakað einhverja „riðuveiki” i fólki. Allir, menn og konur, er,u að sligast undan þessum álögum sem ríkisstjórnin hefur kallað yfir okkur Allir sómakærir menn og konur vilja gjarna greiða sína skatta og skyldur, en finnst þeir greiða of mikið, og illa farið með fjármunina. Allt þetta fólk fær nokkurs konar riðuveiki þegar álögurnar eru birtar, og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Riðuveiki í rollum bænda verður til þess að ríkissjóður verður af stórum fjárfúlgum og allt þetta verða skattborgararnir að borga. Bændur virðast aftur á móti hafa sitt á þurru og bera litla áhættu, og eru stikk-frí. Skyldi ekki margur húsbóndinn geta sýnt fram á nokkurs konar RIÐUVEIKl í bókhaldinu hjá sér þegar upp er staðið og skattskýrslan útbúin, ég held að það sé enginn vandi. Sjáið þið ekki góðir menn í ríkis- stjórn, að í okkar landi er verið að mismuna mönnum. Bændur hafa fengið óátalið að stækka bústofn sinn undanfarin ár og komið svo til hins opinbera og sagt „þetta borgaði sig ekki hjá mér þetta árið”, nú þurfið þið að hjáipa mér, o.s.frv., og það er gert. Enginn vandi er að sýna með heilbrigðum tölum, að bú- skapur þessa eða hins hefur ekki borið sig. Eingöngu gengdarlaus vinna hefur fleytt mörgu heimili áfram, það sýna hin mörgu hús sem reist hafa verið af dugnaði og þrot- lausri vinnu undanfarin ár. Því mega ekki bændur fara á haus- inn eihs og aðrir? Aldrei hef ég þó séð bújörð auglýsta i Lögbirtingablaðinu vegna skuida. Búfjársjúkdómarnir hafa leikið okkur grátt, það skai ekki dregið í Helgi Yngvason hringdi: Ég hef verið búsettur í Bandaríkj- unum í nokkur ár og því mikið not- fært mér þjónustu Pósts og síma á milli íslands og Bandaríkjanna. Mér finnst einkennilegt að það skuli kosta 350 kr. að senda venjulegt bréf héðan til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum til íslands kostar 31 cent, sem er um 180 kr„ undir sams konar bréf. Hvers vegna þurfum við íslendingar að borga tvöfalt meira fyrir að senda bréf þangað en þeir hingað? Þetta sama á við um símtöl. Mínútan til Bandaríkjanna kostar 6$ en ef þú hringir frá Bandaríkjurium hingað kostar mínútan 4$. DB leitaði tU Rafns Júlíussonar póst- málafulltrúa. Rafn sagði skýringuna vera þá að í eðli sinu væru póstburðargjöld jafn- aðargjöld, vegið meðaltal af póst- magni og vegalengd. Væri það gert til að einfalda hlutina og reynt að hafa gjaldflokka sem fæsta. Hér á landi væru aðeins þrír gjaldfiokkar, sá fyrsti væri fyrir ísland og Norður- löndin, annar fyrir önnur lönd í Evrópu og sá þriöji fyrir öll önnur lönd. Væri því sama gjald til Ástraliu, Japan og Bandarikjanna. Rafn upplýsti að í Bandaríkjunum gilti svipað fyrirkomulag, fyrsti gjaldflokkurinn væri fyrir Kanada og Mexíkó, annar fyrir Mið-Ameríku og sá þriðji fyrir afganginn af heimin- um. Jón Skúlason póst- og símamála- stjóri varð fyrir svörum um síma- gjöldin. Jón sagði mismuninn á þeim stafa LEITA AÐ Æn- INGJUM Á ÍSLANDI Dawn Romero skrifar: Við höfum áhuga á að komast í samband við afkomendur hjónanna Guðrúnar Bjarnadóttur og Gunnars Sigurðssonar. Guðrún fæddist 15. apríl 1818 á Seli f Grímsnesi. Hún lézt í Reykjavík 8. ágúst 1898. Gunnar var frá Kiða- felli i Kjós en hann lézt 17. maí 1866. Þau voru gefin saman 22. maí 1844 og áttu 15 böm. Við erum afkomendur dóttur þeirra, Guðrúnar Gunnarsdóttur sem giftist Sigurði Runólfssyni. Þau fluttu til Ameríku 1886. Vinsamlegast skrifið til: Dawn Romero 6605 — 151 Avenue N.E., Redmond, Washington 98052. Fyrir bréf frá Bandarikjunum til íslands þarf að greiða 180 kr. en 350 kr. kostar að senda sama bréfið frá íslandi til Bandarikjanna. af þvi að Bandaríkjamenn greiddu þau niður. Hvers vegna þeir gerðu það vissi hann ekki. Bændur hafa sjálftr kallað yfir sig sauðfjársjúkdóma og verða þvi sjálftr að súpa seyðið af sinum eigin vitleysum. Stokkseyringar Árnesingar □ Vandlátir verzla hjá okkur. □ Vorum að taka upp mikið úrval leik- fanga og annarrar gjafavöru á góðu verði. □ Tilboð okkar í nóvember er 20% afsláttur af öllum kjötvörum í kæliborði. □ Nýjar kjötvörur daglega. efa, en þessir sjúkdómar bárust til landsins af því að bændur ætluðu að verða skjótríkir, rækta t.d. karakúl- lömb. Þeir ætluðu sér ekki að verða ríkir á hefðbundnum búskap, því það var fyrir suma ekki hugsanlegt. Fjárkláðinn var líka innfluttur. Það átti aö blanda fé okkar skozku fé, sem hafði slæmar afleiðingar. Bændur hafa að mínum dómi sjálfir kailaö yfir sig þennan ófögnuð og þeir verða sjálfir að súpa seyðið af sínum eigin vitleysum. Nú vantar ekkert nema gin- og klaufaveiki til landsins, en hún berst hingað einhvern tíma, og þá geta bændur farið að „biðja guð að hjálpa sér”. Bændur verða sjálfir að vera á verði um það að einhver nýr ófögn- uður berist ekki til landsins og að nýr mæðuveiki- og garnaveikifar- aldur berist ekki hingað vegna ásækni um skjótan gróða. Bændur eru alls góðs maklegir, og landbúnað á að reka á íslandi fyrir okkur sjálfa, en ekki til útflutnings, þvi ísland er ekki landbúnaðarland í þeim skilningi. Mér datt þetta (svona) í hug. SIGGI flug 7877—8083 Lögbrjótar Frakklands velkomnir? Vinnandi menn á Selfossi skrifa: Við viljum biðja fyrir kveðjur til ASÍ-þings. Við viljum benda fulltrú- um á þinginu á, að þeim væri nær að hugsa um hag vinnandi fólks á íslandi heldur en að vera að hlaða undir rassgatið á fólki eins og Gerva- soni. Eða ætla ASÍ-menn að taka við öllum þeim Frökkum sem ekki geta unað við lög lands síns? Hér er þessi frægi hundur sem naut umönnunar lækna Borgarspitalans. DB-mynd: Gunnar Örn. Hundurinná betra skilið - bezti vinur mannsins og tryggðatröll 0835—9660 hringdi: Ég var sjálfur á slysavarðstofunni þegar komið var með hundinn um daginn. Birti DB eins og kunnugt er forsíðufrétt um þetta hundsmái. Mig langar að koma nokkrum orðum á framfæri af þessu tilefni. KRISTJAN MAR UNNARSSON Ég sé ekki að það standi nokkurs staðar að slysadeild Borgarspítalans eigi eingöngu að þjóna slysum manna. Það er hrikalegt tilfinninga- leysi að halda því fram að ekki megi taka inn fótbrotinn hund. Hundurinn á betra skilið af okkur mönnunum. Hann er búinn að vera bezti vinur okkar og tryggðatröll í árhundruð. Sennilega er engin vera i heiminum sem hefur jafnoft fyrirgefið mannin- um og hundurinn. Ég tek undir orð eins lesanda blaðsins um að læknirinn eigi heiður skilinn fyrir að lina þjáningar hunds- Dýrara fyrir okkur en Bandaríkjamenn —að senda bréf á milli landanna MEGA BÆNDUR EKKI FARA A HAUSINN?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.