Dagblaðið - 29.11.1980, Page 10

Dagblaðið - 29.11.1980, Page 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980. 'mmum fijúlst, áháð dagblað vtgefandi: Dagblaflifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Rrtstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoflarritstjóri: Haujuir Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrrfstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn tngótfsson. Aflstoðarfróttastjóri: Jónás Haraídsson. Handrit: Ásgrfmur Pálsson. Hönnun: Hflmar Karlssón. Blaflamonn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stofánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson. '' Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Porri Sigurflsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Práinn Porleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Haildórs- son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. ' Ritstjóm: Síflumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Pverhotti 11. Aflalslmi blaflsins er 27022 (10 línur). ! Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Slflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverfl á mánufli kr. 5.500. Verfl í lausasöki 300 kr. eintakið. A fdrifarík kosningaúrslit Kosningaúrslitin á Alþýðusambands- /J þingi eru mjög merkileg og verða afdrifarík. Nýkjörinn forseti Alþýðusambands- ins, Ásmundur Stefánsson, er þekktur að sjálfstæði í skoðunum, þótt alþýðu- bandalagssmaður sé. Ásmundur er hagfræðingur að mennt og hefur ekki viljað fóma þekkingunni fullkomlega á altari flokks- sjónarmiða. Mörg hafa verið þess dæmin á síðustu árum, að forysta Alþýðubandalagsins hefur hundsað Ásmund, þegar afstaða hefur verið tekin í efnahags- málum. Verkalýðsarmurinn með Ásmund í broddi fylkingar hefur átt undir högg að sækja hjá flokksfor- ystunni í ýmsum efnum. Ásmundur rekst illa í flokki. Þess er að vænta, að hann muni enn halda sjálfstæði sínu gagnvart flokks- vélinni, þótt hún hafl nú eflt hann til þessarar upp- hefðar. Ásmundur hefur látið í Ijós gagnrýni á reikula efna- hagsstefnu síðari ára. Hyggist ríkisstjórnin nú í alvöru taka efnahagsmálunum tak, getur þessi afstaða forseta Alþýðusambandsins reynzt mjög mikilvæg. Hin nýja forysta í Alþýðusambandinu ætti, ef dæma skal af fyrri reynslu, að verða tiltölulega óháð flokks- hagsmunum. Engu að síður telja stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar, að þeir hafi unnið sigur á Alþýðusam- bandsþinginu. Áhlaupi stjómarandstæðinga hafí verið hrundið. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar á ASÍ-þinginu héldu illa á sínum málum. Alþýðuflokksmenn reyndu að reka fleyg í fylkingar bæði stjórnarliða og sjálfstæðismanna almennt. Vopn- in snerust gjörsamlega í höndum alþýðuflokksmanna, svo að þeir fóru hrakfarir í kosningunum. Forystumönnum sjálfstæðismanna í stjórnarand- stöðu mistókst einnig sitt spil. Svo fóru leikar, að sjálfstæðismenn á þinginu fóru flestir hverjir ekki að ráðum þessara foringja en kusu á annan veg. Mistök ,,Geirsmanna” á Alþýðusambandsþinginu kunna að reynast afdrifarík fyrir afstöðu fylkinganna í Sjálfstæðisflokknum. Þess er enn að vænta, að ríkisstjórnin gangi á næstu vikum frá aðgerðum i efnahagsmálum, sem verði að verulegu gagni í baráttu við verðbólguna. Framsóknarmenn sækja það fast, en sem fyrr hafa alþýðubandalagsmenn sýnt ábyrgðarleysi í því efni. Að sjálfsögðu ber ekki að taka alvarlega aðgerðir, sem fela nær einungis í sér krukk í kaupið. Slíku ber forystumönnum Alþýðusambandsins að hafna. En verði gripið til víðtækra aðgerða á öllum sviðum, ber forystu Álþýðusambandsins að taka þeim með skilningi. Óhjákvæmilegt verður, að þær taki einnig til verð- bóta á laun. Kaupmáttur launa mundi hvort eð er minnka mikið á næsta ári, ef ekki yrði gripið til aðgerða. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir, að samráð verði haft við aðila vinnumarkaðarins,'áður en til efnahags- aðgerða komi. Næstu vikur mun þegar reyna á hina nýju forystu Alþýðusambandsins, að hún sýni slíkri viðleitni skiln- ing og hafi, ef þarf, vit fyrir stjórnmálamönnunum. ISLAND0G AÐ- ST0D VK) ÞRÓ- UNARLÖNDM Daglega, víða um heim, verða hundruð milljóna manna að berjast fyrir lífi sínu. Fyrir þetta fólk er matur, vinna, húsaskjól, heilbrigði og menntun ekki eitthvað sem maður telur sjálfsagt. Hversu margar milljónir manna lifa á þennan hátt er ekki hægt að segja með vissu en talið er að allt að einn fjórði mannkyns eða um eitt þúsund milljónir, fái ekki þessum þörfum fullnægt, að minnsta kosti ekki svo viðunandi sé. Hvað matvæli snertir, en matur er eitt af þvísemteljaverður í fyrsta sæti til að lífskjör megi kallast viðunandi, er ástandið þannig að ef öllum þeim matvælum sem framleidd eru í heim- inum væri skipt á milli jarðarbúa, sem í dag eru um 4 milljarðar, fengju allir nóg. En þessu er misskipt. Talið er að í dag svelti nær hálfur millj- arður og um einn milljarður manna búi við skertan kost á þessu sviði. Þróunarlöndin Við höfum gefið þeim löndum þar sem íbúarnir búa við slikan kost sam- heitið þróunarlönd. Til þess að rétta hlut jsessa fólks þarf að snúa því sem kallað hefur verið þróun og þróunar- hjálp upp í stórsókn. íbúar þróunar- landanna eru um 70% mannkyns en í þeirra höndum eru aðeins um 9— 10% af iðnaðarframleiðslu heimsins. Hreint vatn er undirstaða heil- brigðs lífs ásamt nægri fæðu. Um helmingur jarðarbúa nýtur þess ekki að geta fengið hreint vatn nema öðru hvoru. Því er almennu heilbrigðis- ástandi i þróunarlöndunum ábóta- vant og því deyr fólk þar úr sjúkdóm- um sem teljast jafnvel minniháttar hér á Vesturlöndum. Húsnæði er eitt af því sem er í hvað mestum ólestri í þróunarlöndunum. Margir íbúar þeirra verða að vera án viðunandi húsnæðis. Menntun fólks í þróunarlöndunum er meira og minna í molum.Efna- hagsástand landanna býður ekki upp á að hægt sé að sinna kröfum um aukna menntun. Talið er að helm- ingur íbúa þróunarlandanna sé ólæs og óskrifandi. Þróunarpólitík Grundvöllurinn að núverandi skiptingu heimsins nær aftur til ný- lendutímans. Evrópuþjóðimar lögðu undir sig þáverandi þjóðir og þjóð- skipulag i Asíu, Afríu og Suður- Ameríku. Þar fékkst ódýrt hráefni og vinnuafl. Enn þann dag i dag, þrátt fyrir að nær öU þessi lönd séu orðin sjálfstæð, er kerfið það sama, þróunarlöndin em hráefnisframleið- endur. Fjárfesting í þróunarlöndunum er að mestu í höndum fjölþjóðafyrir- tækja sem geta hagað sinni fjárfest- ingu án þess að eftirliti verði við komið. Tækniþekking sem þessum löndum er nauðsynleg til uppbygg- ingar er lika að miklu leyti i höndum stórfyrirtækja. Margir, bæði innan og utan þróunariandanna, héldu því fram að með pólitisku sjálfstæði kæmi efna- hagslegt sjálfstæði jafnframt. Reynslan hefur sýnt okkur að þetta hefur ekki orðið í reynd. Orsakanna er bæði að leita utan landanna og einnig verða valdhafar þeirra að bera hluta þeirrar ábyrgðar að dæmið hefur ekki gengið upp á þessu sviði. Þróunarpólitík sú sem rekin hefur verið í þróunarlöndunum hefur oft verið á þann veg að þeir sem staðið hafa í forsvari fyrir henni hafa rekið hana á þann hátt að hún er þeim sjálfum ábatasöm en ekkert tillit tekið til fátækra og fjölmennra þjóð- félagshópa. Ef gera á raunhæfar umbætur þarf að breyta hugsunarhætti. í ríku lönd- unum þarf að ákvarða þróunina í framtiðinni. Erum við tilbúin að greiða meira fyrir það hráefni sem við þurfum að kaupa? Einnig þurfum við að finna út hvað við getum sparað heima fyrir til þess að geta látið bita af okkar köku renna til þróunaraðstoðar. Innan fátæku landanna þarf að koma hugarfars- breyting og almenn þátttaka í fram- förunum heima fyrir. Hér á Vesturlöndum heyrast þær raddir að kröfur þróunarríkjanna séu óréttlátar, þetta sé spuming um sér- réttindi þeirra, og verði farið eftir þeim stöðvist þróunin í iðnríkjunum. Málsvarar þróunarlandanna telja hins vegar að þeir séu aðeins að fara fram á sömu möguleika til að þróast eins og iðnríkin. Hvað getum vifl gert? Oft hefur verið sagt að við fslend- ingar búum á mörkum hins byggilega heims og því kann einhver að spyrja hvað við hér á hjara veraldar getum lagt af mörkum til aðstoðar í þrónar- löndunum, viö sem varla séum lausir við að teljast í hópi þróunarland- anna. Ekki getum við fslendingar státað af miklum eða stórum verkum á sviði þróunarhjálpar. Fjölmargar alþjóða- stofnanir sem við erum aðilar að vinna að þróunarhjálp. Þar erum við langt á eftir öðrum þjóðum í fram- lögum. Sem dæmi má nefna að fsland er aðili að Alþjóðamatvæla- áætluninni (World Food Program). Þar leggja Norðurlandaþjóðirnar fram sem nemur um 600 krónum á mann en hlutur okkar nam á siðasta ári um rúmum 40 krónum. Það skortir því mikið á að íslenzkir skatt- borgarar séu jafnokar nágranna okkar á Norðurlöndunum. í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1981 er liður sem nefnist Aðstoð við þróunarlöndin og skiptist hún þannig: Norræn þróunaraðstoðar- verkefni 140,2 milljónir, fiskveiði- verkefni í Kenya 25 milljónir, aðstoð Ibúar þróunarlandanna þarfnast okkar jafnt og við þðrfnumst þeirra.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.