Dagblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980.
Kalli útskrifast í pípureykingum
Listin er kröfuhörð. Á sama tíma
og áróðurinn er hvað harðastur fyrir
betri heilsu og minnkandi reykingum
er Karl Ágúst Úlfsson nýbyrjaður að
reykja. Karl er leiklistarnemi á fjórða
ári en kunnari sem stjómandi ungl-
ingaþáttarins Púkk í útvarpinu.
Sjálfur telst Karl þó vart unglingur
lengur, orðinn 23 ára. Það kostaði
því töluvert átak þegar hlutverk hans
í íslandsklukku Nemendaleikhússins
útheimti stífar reykingar.
„Það varð ekki komizt hjá því að
ég byrjaði að reykja. Ég leik Jón
Jónsson úr Kjósinni, varðmanninn
sem gætir Jóns Hreggviðssonar.
Snæfríður íslandssól vill koma Jóni
Hreggviðssyni til hjálpar og mútar
varðmanninum með píputóbaki svo
leikritið hreinlega krefst þess að hann
sé tottandi pípu,” segir Karl.
,,Ég ráðfærði mig við reynda pípu-
reykingamenn og þreifaði mig svo
áfram undir leiðsögn. Ég vildi ekki
hætta á að fá hóstaköst uppi á sviði,
að ekki sé talað um uppköst. Þau
hefðu ekki aðeins eyðilagt sýninguna
heldur líka atað út leiktjöldin,” segir
Karl.
,,Ég hef einu sinni áður farið með
rullu í skólanum sem krafðist þess að
ég reykti. Þá lagði ég ekki á mig að
læra kúnstina enda fór athygli mín
öll i að halda eldinum í sígarettunni í
staðinn fyrir leikinn. Nú er ég alveg
afslappaður i þessu,” segir Karl.
Og það eru engar ýkjur því á svið-
inu hefur sérstaklega verið tekið til
þess hvað hann reykir af mikilli inn-
lifun.
,,Ég ætla nú ekki að fara að gagn-
rýna kollegana en maður hefur
stundum tekið eftir því að leikarinn á
sviðinu er enginn reykingamaður þótt
hann eigi að vera það. Drykkjumenn
í leikritum geta drukkið rifsberjasaft
en það hefur ekki ennþá verið fundið
upp neitt leikhústóbak. Maður
verður því að læra að nota það raun-
verulega,” segir Karl og dregur
nautnalega að sér reykinn.
íslandsklukkan hefur heldur betur
komið Karli á bragðið. Hann reykir
ekki aðeins á sviðinu heldur er
maðurinn, sem aldrei hafði reykt, nú
farinn að grípa í sígaretturnar í tíma
og ótima.
,,Ég vona að mér takist að hætta
aftur. Ætli ég reyni ekki að nota ára-
mótin til að venja mig af þessu.”
Hlutverkin í íslandsklukkunni eru
hátt í 30 svo Karl og skólafélagar
hans sex, sem útskrifast í vor, verða
að leika allt að 7 hlutverk hver. Auk
Jóns úr Kjósinni leikur Karl 3 hlut-
verk. íslandsklukkan hefur nú verið
sýnd um 20 sinnum og nær undan-
tekningarlaust fyrir fullu húsi.
- JB
Kart Ágúst ÚHsson i ainu hiutverka sinna i ísiandsklukkunni. Það verður ýnMagt að iaggfa i sig fyrir listina,
meira að sogfa að byija að raykja. DB-mynd: JB.
Karl
Steinar
ábak
viö hurö
Karl Steinar Guðnason þingmaður
krata á Suðurnesjum og verkalýðs-
leiðtogi lék dálítinn einleik á mið-
vikudaginn þegar hann bauð alþýðu-
bandalagsmönnum upp á samvinnu
um miðstjórnarkjör upp á sitt ein-
dæmi. Talaði bann ekki við kóng eða
prest og þvi síður við Karvel flokks-
bróður sinn áður en hann gaf alla-
böllum undir fótinn. Karvel og kratar
komu því af fjöllum þegar þetta
spurðist og verkalýðsforingjar Sjálf-
stæðisflokksins umhverfðust af
vonzku enda höfðu þeir rétt áður
staðið í makki við kratana um að ein-
angra Alþýðubandalagið í kosning-
um um forystusæti ASÍ.
Verkalýðsforingi úr Sjálfstæðis-
flokknum sagði mæðulegur á svip
þegar fréttin spurðist: ,,Það er alltaf
sama sagan með hann Karl Steinar,
hvort sem um er að ræða kjarasamn-
inga eða aðra samninga. Hann er
alltaf á bak við hurð.”
FÓLK
ASGEIR
TÓMASSON
Frœbbbiamir eru nú vaknaðir úr dái sinu, þar eð þeim hefur éskotnazt
söngkerfi. Þeir ætia þvi að láta meira kveða að sér á nœstunni en þeir
hafa gert undanfama mánuði. DB-mynd: Gunnar örn.
Svefnlausir og
fullirmeö
kjaftavaöal
átján lög. Fimm þeirra eru erlend,
hin eftir liðsmenn Fræbbblanna.
„Við nálgumst það nokkuð
hvernig við viljum að hlutirnir hljómi
með þessari plötu,” sagði Valgarður.
,,Á næstu plötu ættum við að verða
enn betri. Við sendum frá okkur litla
plötu á síðasta ári, sem bezt er að
minnast ekki mikið á. Við vorum
búnir að spila fimm sinnum saman
þegar hún var hljóðrituð.
Á Viltu nammi væna? létum við
fljóta með ýmis smámistök í söng og
hljóðfæraleik. Það var ekki hægt að
fínpússa hlutina, því að við notuöum
-svo fáa upptökutíma.”
í Fræbbblunum eru auk Valgarðs
þeir Stefán Guðjónsson trommuleik-
ari, Steinþór Stefánsson sem leikur á
bassa og Tryggvi Þór Tryggvason
gítarleikari. Bjami Sigurðsson sér um
ljós og raddir þegar svo ber undir og
hljóðstjóri er Gunnþór Sigurðarson.
Að sögn Fræbbblanna eru þeir í
fullu fjöri sem hljómsveit, þó að litið
hafi heyrzt frá þeim upp á síðkastið.
„Við höfum eiginlega verið í dái
síðan í vor,” sögðu þeir. „Aðallega
verið í plötustússinu og einnig hefur
okkur vantað söngkerfi þangað til
núna. Við ættum því að geta látið í
okkur heyra af fullum krafti og
ætlum að spila alls staðar þar sem
tækifæri býðst.”
Gulli
Araí
blaöa-
mennsku
Guðlaugur Arason fær einróma lof
gagnrýnenda og annarra lesenda fyrir
nýjustu bókina sína, Pelastikk. Þar
segir frá níu ára gömlum strák sem
fær að fljóta með á síldveiðar á bát
frá Dalvík á gömlu góðu gullárun-
um.Fyrri bækur Gulla Ara, Vindur
vindur vinur minn, Eldhúsmellur og
Víkursamfélagið, vöktu mikið umtal
eins og menn muna, aöaUega tvær
þær síðarnefndu. Voru menn hreint
ekki á eitt sáttir um ágæti þeirra.
Nú hefur rithöfundurinn ákveðið
að leggja fyrir sig sjómennsku um
nokkurra mánaöa skeið. Hyggst
hann starfa fyrir Sjómannablaðið
Víking og er ekki að efa að lesendur
blaðsins eiga eftir að njóta vel starfs-
krafta hans. Drengurinn er bæði rit-
fær í betra lagi og þekkir til sjó-
mennskunnar af eigin raun.
Þú réttir bara upp höndina ef þú hættir að ná andanum og þá látum við þessu
lokið, samanber Ijóðlinuna: „Og svona ætti að vera hvern einasta dag”.
DB-myndir Sig. Þorri.
Frœbbblarnir bjóöa
upp á nammi
Samtök herstöðvaandstæðinga
efndu til landsráðstefnu á Akureyri í
október. Hafa fjölmiðlar greint frá
umræðum og samþykktum og ekki
annað að skilja en þar hefði allt farið
fram í ást og eindrægni.
Verkalýðsblaðið lýsir samkomunni
hins vegar þannig:
„Það setti ljótan svip á ráðstefn-
una síðari daginn að sumir komu til
leiks svefnlausir og jafnvel undir
áhrifum áfengis. Það gefur augaleið
að menn í sliku ástandi eru ekki færir
um að hugsa skýrt, hvað þá taka þátt
í umræðum. Þó létu einstaka menn
sig hafa það og töfðu þannig tímann
með innihaldslausu kjaftæði.”
Aðalheiður min, ég varö forseti og þú komst i miðstjórn. Föllumst nú í faðma i
tilefni dagsins..
Hana, gleymdu nú einu sinni gleraugunum. Það er ekki skaðinn skeður þótt þau
<l“tti af á svo hátiðlegum augnablikum....
„Fyrst ætluðum við að taka upp á
tiu tímum og gefa lögin út á kassett-
um en áður en við vissum af voru
tímamir orðnir sjötíu. Það var því
alveg eins gott að gera plötu,” sagði
Valgarður Guðjónsson söngvari
Fræbbblanna, er rætt var við hann í
tilefni af því að platan Viltu nammi
væna? kemur út innan skamms.
Reyndar átti platan að koma út nú
í vikunni.En þegar búið var að pressa
nokkur eintök kom í ljós að hátón-
ana vantaði gjörsamlega á aðra
hliðina. Því varð að skera þá hlið upp
á nýtt erlendis. Fræbbblarnir vonast
til þess að fyrstu gallalausu eintökin
geti komið á markaðinn að viku lið-
inni.
Á plötunni Viltu nammi væna? eru