Dagblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980. 5 Höfðabakkabrúin verður rétt við Árbæjarsafnið, aðstandendum þess til sárrar gremju. DB-mynd S. Ámeðan deilurnar magnast: ÞOKAST HOFÐABAKKA- BRÚIN UPP ÚR JÖRDU Smíði hinnar umdeildu Höfðabakka- brúar miðar áfram, hægt og sígandi. Ekki hefur verið hægt að steypa mikið undanfarið en unnið hefur verið að uppslætti. Eins og niönnum mun e.t.v. kunnugt Alþýðusambands- þing: Baráttu- kveðja til Póllands „Það yrði Alþýðusambandinu til ævarandi skammar ef það fréttist út fyrir veggina á þessu húsi að við slitum þingi án þess að minnast á atburðina í Póllandi,” sagði Jón Karlsson formaður verkalýðsmálanefndar Alþýðu- flokksins og verkalýðsforingi frá Sauðárkróki þegar hann kvaddi sér hljóðs undir lok ASÍ-þingsins í gær og kynnti tillögu sína og Guðmundar J. Guðmundssonar formanns Verkamannasam- bandsins um Póllandsmálið. Þar sagði að ASÍ-þing skyldi lýsa yfir „eindregnum stuðningi við bar- áttu pólskra verkamanna fyrir frjálsum samnings- og verkfalls- rétti. Þingið sendir frjálsri verka- lýðshreyfingu í Póllandi stéttar- kveðjur og lýsir samstöðu í örlagaríkri baráttu.” Og það þur'fti ekki frekar að eggja þingfulltrúa til dáða. Til- lagan var umsvifalaust samþykkt með lófataki. -ARH. kærðu nokkrir andstæðingar brúar- innar smíði hennar tU félagsmálaráð- herra. Þórir Einarsson háskólakennari var einn af þessum kærendum og var hann í gær spurður að því hvort ein- hver svör hefðu fengizt: „Nei, ekki ennþá. En það fer að verða kominn tími til að leita svara,” sagði hann. í framhaldi af brúarbyggingunni og þeim vandamálum sem menn þykjast sjá að hún hafi í för með sér hefur Framfarafélag Árbæjar- og Selsás- hverfa nú verið endurvakið og berst hatrammlega gegn brúnni. öðrum finnst brúin hins vegar hið mesta þjóðþrifafyrirtæki og megi ekki seinna vera að byrjað sé á henni til að auðvelda samgang á mUli Árbæjar og Breiðholts. Á meðan deiit er um þetta þokast verkið áfram. -DS. Bankamenn horfast í augu við verkfall: Telja Ólafslög rót allra illra meina — „samnings- og verkfallsréttur lítils virði ef hægt er að sniðganga hann með bráðabirgðalögum” segja þeir Það var samdóma álit þeirra bankamanna sem blaðið hafði sam- band við í gær að tUlaga sáttasemjara um lausn kjaradeilu bankamanna yrði feUd. Atkvæðagreiðslu um tU- löguna lauk kl. 13 í gær. Kosið var á liðlega 100 vinnustöðum og um 2300 bankastarfsmenn höfðu atkvæðis- rétt. Það er skilningur stjórnar Sam- bands ísl. bankamanna að þar sem sáttasemjari hafi nýtt sér þann rétt að fresta boðuðu verkfaUi þá geti hann ekki fyrirskipað annan frest boðaðs verkfalls. Samkvæmt gUdandi ákvæðum getur sáttasemjari í deilu bankamanna lagt fram sáttatUlögu, krafizt aUsherjar atkvæðagreiðslu og frestað verkfaJU í hálfan mánuð. Nú hefur sáttasemjari lagt fram tUlögu og nýtt sér frest verkfalls í 5 daga, eða tU 8. des. Þar með telja banka- menn að um frekari frestun verði ekki að ræða. Verkfall bankamanna skeUur því á 8. des hafi sáttatUlagan verið felld og náist ekki samkomulag fyrir þann tírna. Langan tíma tekur að safna kjör- gögnum saman og koma dl sátta- semjara til tahiingar. Fer það þó nokkuð eftir veðri. Ekki er búizt við að fyrir Uggi úrslit atkvæðagreiðsl- unnar fyrr en um miðja næstu viku. Verði hún felld — sem aUir telja lík- legt — blasir verkfaU við annan mánudag, náist ekki samningar á þeim tíma sem líður frá því niður- staða fæst og fram að boðuðu verk- faUi. Bankamenn telja að sáttatillagan hafi falið í sér of Utlar kjarabætur. Meta þeir þær til 5—7% kjarabóta í hæsta lagi. Reiðastir eru bankamenn yfir að með Ólafslögunum var tekin af þeim 3% kauphækkun 11. júlí 1979. Hafa þeir staðið fast á því að fá hana ofan á kaup sitt aftur í tímann áður en samið verði lengra fram i timann. Bankamenn telja að þeim hafi í ýmsu verið hótaö í sambandi við þessa vinnudeilu. í fyrsta lagi komi hefðbundin desemberlaun ekki til út- borgunar en í þeirri launagreiðslu felast bónusgreiðslur. í öðru lagi hafi verið talað um bráðabirgðalög með óbreyttum samningum. Var á sumum bankamanna að heyra að samnings- og verkfaUsréttur væri litils virði ef hægt væri að sniðganga hann svo fyrirhafnarlítið. -A.St. Mikil endumýjun í ASÍ-forystunni: Eðvarð kvaddi þingfulltrúa — þrír fyrrum forsetar gengu úr miðstjóm Eðvarð Sigurðsson formaður Dags- brúnar og forseti á nýafstöðnu ASÍ- þingi kvaddi þingheim í gær með þeim orðum að hann gerði ekki ráð fyrir að sitja fleiri slík þing. Hann sat fyrst ASÍ-þing árið 1942 og hefur verið á öUum þingum síðan. í miðstjóm var hann kjörinn fyrst árið 1954 og hefur setið þar óslitið síðan. Hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs í nýja mið- stjóm á þinginu. Þingheimur hyUti Eðvarð vel og lengi. Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í forystu ASÍ á þinginu. Níu manns úr fráfarandi miðstjóm em ekki í nýju stjórninni, þar af gengu úr miöstjórn þrír fyrrum forsetar Alþýðusambands- ins: Hermann Guðmundsson í Hlíf, Björn Jónsson og Snorri Jónsson. Þá hættir Stefán Ögmundssön störf- um sem formaður og forstöðumaður Menningar- og fræðslusambands alþýðu. öllum þessum mönnum þakk- aði Ásmundur Stefánsson forseti fyrir störf þeirra um leið og hann sleit þinginu. -ARH. Eðvarð Sigurðsson (t.v.) ásamt Snorra Jónssyni fráfarandl forseta ASÍ á siðasta Alþýðusambandsþinginu sem þeirsátu. 29555 Geymið auglýsinguna — opið um helgina kl. 13—17. Stekkjarsel, sérhæð m.m. 140 ferm sérhæð ásamt 60 ferm i kjallara. 50 ferm. bilskúr. Selst á byggingarstigi. Verð 60—70 millj. Seljahverfi Ca 330 ferm fokhelt raðhús, tvær hæðir og kjallari. Bílskúr. Til greina kemur að skipta á fullbúinni eign eða selja í bcinni sölu. Hrauntunga, raðhús 220 ferm á tveimur hæðum. Sér 2ja herb. ibúð á jarðhæðinni. Bílskúr 30 fernt. Verð85—90 m. Seltjarnarnes 6 herb. ca 140 ferm ibúð i sérflokki að innra sem ytra útliti. Þvotturá hæðinni. Suðursvalir. Verð 68—70 m., útb. 52— 55 m. Möguleiki að taka 2ja herb. ibúð upp i söluverðið. Njörvasund 5 herb. 2. hæð. rishæð og 2 herbergi i efra risi, hringstigi. Niðri eru 115 fernt. uppi ca 50 ferm. Mjög vönduð eign. Bilskúr. Verð 60 m.. útb. 40—42 nt. Laugarnesvegur 2 x 60 ferm hæð og rishæð. Tvær ibúðir. Niðri er 2ja herb. ibúð, uppi 2—3 herb. ibúð. Verð 43 m. Möguleiki að taka upp i 2—3 herbi íbúð i sama hverfí eða nálægu.............................. Krummahólar 147 ferm 6—7. hæð i fjölbýlishúsi. Ekki að fullu frágengin eign. Til greina kæmu skipti á minni eign. Vesturberg 4ra herb. 2. hæð i fjölbýlishúsi. Verð 40 m. Möguleiki að taka 2ja herb. ibúð upp i söluverðið. Ncðra Breiðholt 4ra herb. ibúð á 2. hæð. Herbergi i kjallara. Verð40—42 nt. Grettisgata 4ra herb. 1. hæð. 100 ferm. Verð 33 nt. Hverfisgata 3ja herb. nýendurnýjuð 77 fernt risibúð. Verð27 m. Laus I næsta mánuði. Hátröð 3ja herb. 78 fernt risibúð. Bílskúr. Verð 37 m. útb. 25—26 m. Hlaðbrekka 3ja herb. 90 ferm 1. hæð. Endurnýjuð ibúð. Verð 33 m., útb. 24 nt. Njálsgata 3ja herb. ibúð á tveimur hæðunt. 80 ferm alls. Sérinngangur. Verð 34 m„ útb. 24 m. Nýbýlavegur 3—4 herb. 80 ferm risíbúð. Útb. 22 nt. Laugavegur 3ja herb. ibúð á 3. hæð. Verð 27 m„ útb. 21-23 m. Kleppsvegur 3ja herb. 86 ferm íbúð á 8. hæð. Glæsi- legt útsýni. Skipti á 3ja herb. ibúð.í Teiga-, Voga-. Lækjahverfum, fieiri staðir koma til greina. Uppl. á skrifstof- unni. Kársnesbraut 3ja herb. 80 ferm jarðhæð. Verð 19—20 m. Álfheimar 3ja herb. 100 ferm 4. hæð. Verð 38—40 m. Tjarnarbraut, Hafnarfirði 2ja herb. vönduð kjallaraíbúð. Verð ’r> m„ útb. 20 m. Njálsgata 2ja herb. 50 fernt nýlagfærð, snotur kjallaraíbúð. Verð 22 m. Laugavegur 2ja herb. 45 ferm 1. hæð i timburhúsi. Verð 18— 19 m„ útb. 9 m. Melar 2ja herb. ca 80 ferm mjög vönduð kjallaraibúð. lítið niðurgrafin. Verð 30 m„ útb. 22 nt. Hrísateigur 2ja herb. 55 ferm góð kjallaraibúð i rólegu umhverfi. Verð25 m„ útb. 18 nt. Laugarnesvegur 2ja herb. kjallaraibúð, 59 ferm. Laus strax. Verð24 nt. útb„ 18—19 m. Við miöbæinn 3ja herb. íbúðir er afhendast fokheldar i byrjun næsta árs. Verð 27.5 nt. Mosfellssveit 5—6 herb. sérhæð í tvibýlishúsi. 148 fernt. Sérinngangur. Bilskúrsréttur. stór eignarlóð. Verð 48 m„ útb. 35 nt. Höfum til sölu ejgnir á eftirtöldum stöð- unt á landsbyggðinni: Akranesi. Borgar- nesi, Dalvik, Djúpavogi, Eyrarbakka. Hellissandi. Hveragerði, Höfn Horna firði, Innri-Njarðvík. Ólafsfirði. Reyðar firði, Selfossi. Þorlákshöfn. Eignanaust hf. Laugavegi96 Svanur Þór Vilhjálmsson hdl. Lárus Helgason sölust.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.